Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Page 9
9
ÞRIDJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001_____________________________________
I>V _________________________________________ Neytendur
Myndirnar úr sumarfríinu
Eitt af því sem fylgir sumarleyf-
um og ferðalögum er myndatökur.
Þær verða að teljast nánast
ómissandi partur af dagskránni í
hverjum áningarstað. Það er að
segja þegar veður leyfir. Það er
líka ómissandi partur af dagskrá
síðkvöldanna að fletta sumarfris-
myndunum og ylja sér við minn-
ingarnar. Hlæja að svipbrigðum
samferðafólksins, jafnvel rifja upp
skondnar sögur sem tengjast
hverri mynd. Þá reynir líka á
landafræðikunnáttuna, hvernig
gengur að muna örnefni og eftir-
tektarverða staðir.
Stafrænar vélar
Margar gerðir af myndavélum
eru á markaðinum. Mesta nýjung-
in í þeirri deild eru stafrænu
myndavélarnar. Hingað til hafa
þær vélar virst býsna flóknar og
varla á færi nema kunnáttumanna
að meðhöndla. Nú eru hins vegar
komnar stafrænar vélar á markað
sem virðast notendavænni og með
hæfilega mörgum tökkum fyrir
hvem sem er.
Bestu myndirnar á jóla-
kortið
Margs er að gæta þegar teknar
eru myndir á stafrænar vélar.
Meðal annars að þær séu teknar
með nægilega sterkum upplausn-
um þannig að gæðin verði eins og
best verður á kosið. Hvert
minniskort tekur við ákveðnu
magni af upplýsingum og verði
myndimar of margar er það á
kostnað gæðanna.
Þeir sem taka myndir á stafræn-
ar vélar kannast við aö hætta get-
ur verið á að týna þeim inni í tölv-
unni. „Hvar eru myndirnar úr
sumarfríinu okkar?“ spyr eigin-
konan eða eiginmaðurinn ein-
hvem tíma á jólafostunni þegar á
að finna bestu barnamyndirnar á
jólakortið. Vonandi finnast mynd-
irnar og sé góður prentari á heim-
Oinu og ljósmyndapappír tO staðar
Myndaalbúmið
Það er líka ómissandi partur af dagskrá síókvöldanna aó fletta sumarfrísmyndunum og ylja sér viö minningarnar.
má reikna með að hver mynd kosti
55-60 krónur, miðað við að fjórar
myndir séu á einni A4 örk.
Filmur og framköllun
Hægt er að fá myndir af stafræn-
um myndavélum framkallaðar á
pappír í sums staðar þar sem hefð-
bundnar fOmur eru framkallaðar.
Þó ekki aOs staðar - ekki enn.
Verðið er mismunandi. Hjá FOm-
um og FramköOun í Hafnarfirði
kostar stykkið sléttar 100 krónur af
stærðinni 10x15 sé miðað við 24
myndir. Ef um mikið magn er hins
vegar að ræða af myndum gerir fyr-
irtækið tilboð í prentunina.
Myndsmiðjan
Hjá Myndsmiðjunni á EgOsstöö-
um eru tæki tO að prenta myndir
úr stafrænum vélum. Hægt er að
senda myndirnar sem vfðhengi
þangað í tölvupósti og taka fram
hversu mörg stykki af hverri eigi
að prenta og í hvaða stærð. En ef
um margar þungar myndir er að
ræða er ódýrara að senda kortið úr
myndavélinni í pósti (annars getur
komið ljótur símareikningur). Mið-
að við 24 myndir i stærðinni 10x15
kostar stykkið 70 krónur. Verðið
lækkar hins vegar þegar um fleiri
myndir er að ræða.
Ljósmyndabúöin
í Ljósmyndabúðinni Sunnuhlíö
á Akureyri eru prentaðar myndir
úr tölvum og kostar stykkið 80
krónur af myndum í stærðinni
10x15 þegar magnið er miðað við
24. Bæði er hægt að senda þær í
tölvu (þá gOdir það sama og hjá
Myndsmiðjunni) eða senda kortið í
pósti.
Framköllunarþjónunstan
I FramköOunarþjónustunni í
Borgamesi er einnig búnaður tO
prentunar mynda úr stafrænum
vélum. GaOinn er hins vegar sá að
fyrirtækið hefur ekki nettengst
enn en það stendur tO bóta innan
nokkurra vikna. Því þarf að nota
póstþjónustuna og senda mynda-
kortið tO fyrirtækisins með öllu
saman. Myndin kostar 80 kr. mið-
að við 24 stykki og lækkar eftir þvi
sem magnið er meira. Hægt er aö
fá myndimar svarthvítar eða með
gamaldags brúnum blæ ef óskað
er, auk litaprentunar.
Hans Petersen
Hans Petersen er með sam-
skiptaforrit á heimasíðu sinni. Því
forriti þarf notandinn að hlaða inn
á sína tölvu tO aö geta nýtt sér
þjónustuna. Þar getur hann sett
myndir sínar inn á og fengið upp-
lýsingar um hvort þær eru i nægi-
lega góðri upplausn fyrir þá stærð
sem óskað er. Miðað við 24 myndir
í stærðinni 10x15 er stykkjaverðið
hjá Hans Petersen 69 krónur.
Brennt á geisladiska
Þær framköllunarþjónustur sem
hér eru nefndar að ofan bjóða aOar
upp á að brenna myndir á geisla-
diska - gOdir það jafnt um tölvu-
myndir og venjulegar pappírs-
myndir. Inni á þeim diski er þá
forrit sem opnar diskinn. Síðan er
hægt að prenta þær út eftir þörf-
um. Verðið á diskunum er víðast
990 krónur miðaö við 24 myndir
(stykkið 41 kr.) og þá er boðið upp
á myndirnar í margs konar upp-
lausn. Hjá FramköOunarþjónust-
unni í Borgarnesi kostar diskurinn
500 og þar er um eina upplausn að
ræða sem hentar ágætlega í
myndastærðina 10x15.
-Gun
Garðhorn:
Dvergar og slútandi greinar
Helga Hauksdóttir, garðyrkjufræð-
ingur hjá Garðheimum, heldur áfram
í þessum pistli að fræða lesendur DV
um forvitnilegar trjá- og runnategund-
ir sem reynst hafa ágætlega í görðum
hér á landi. Að þessu sinni segir hún
frá dvergreyni, steinbjörk og slút-
birki.
Bleikrauðir tónar
„Eins og nafnið gefur til kynna er
dvergréynir (Sorbus reducta) lágvax-
in reynitegund. Hann vex aOur á
werveginn með rótarskotum og verð-
Hengibjörk
Eldri tré fá tígulegan vöxt þar sem
greinaendarnir slúta eóa hanga.
ur ekki hærri en 50-60 cm. Dvergreyn-
ir hefur dafnað vel í Grasagarðinum í
Reykjavík og er framleiddur af Gróðr-
arstöðinni Borg í Hveragerði. Hann
hefur verið tO sölu í Garðheimum í
sumar og verið mjög eftirsóttur af
þeim sem á annað borð vita af honum.
Dvergreynirinn er yndislegur sem
þekjuplanta þótt hann vaxi fremur
hægt, hann hefur mjög fallegt dökk-
grænt lauf og rauða miðtaug. Blómin
eru hvít og berin fá sérkennUegan
bleikan eða dökkrauðbleikan lit.
HausOitimir eru alveg frábærir i sér-
Stelnbjörk
Tréö er m.a. eftirsótt vegna sérstaks
litar barkarins sem breytist eftir því
sem þaö eldist.
kennilegum bleikrauðum tónum.
Dvergreynir hentar í blönduð beð og
steinhæðir og svo fer hann sérlega vel
með sígrænum plöntum.
Steinbjörk og slútbirki
Steinbjörk (Betula ermanii) og slút-
birki (Betula pendula) eru tvær faOeg-
ar birkitegundir sem þegar hafa sann-
að sig víða um land en eru ekki mik-
ið þekktar.
Helga segir að steinbjörkin sé öOu
kraftalegri en íslenska birkið og lauf-
ið grófara. „Hún vex sem hátt ein-
stofna tré eða stór runni. Steinbjörk
er eftirsótt vegna hins sérstaka litar
sem er á berkinum. Tveggja ára grein-
ar eru rauðgular til koparlitar, ung
tré eru aftur á móti með koparlitan tO
svartan börk. Miðaldra tré eru með
bleikhvítan eða gulhvítan börk og
gömul tré fá dökkan og grábrúnan
börk. Tegundin er harðger en þarf
meiri hlýju og skjól en íslenska birk-
ið.
Slútbirki, eða hengibirki eins og
sumir kjósa að kaOa það, er svipað is-
lensku birki við fyrstu sýn en þegar
nánar er að gáð er margt sem skilur
tegundimar að. Á slútbirkinu er leir-
brúnn börkurinn alsettur litlum, ljós-
um vörtum. Blöðin era ljósgræn og
enda í löngum oddi, þau eru þynnri
en á íslenska birkinu þannig að það
hristist mikið í vindi. Slútbirkið ilm-
ar ekki en eitt af því sem gerir það
glæsOegt er að eldri tré fá tígulegan
vöxt þar sem greinaendarnir slúta eða
hanga.
Bæði trén njóta sín best ef þau fá
nægt pláss og standa stök innan um
lágvaxinn gróður, stakstæð á flöt eða
í stórum röðum.“ -Kip
Dvergreynir
Plantan hentar í blönduð beö og steinhæöir og fer sérlega vel meö sígræn-
um plöntum.
HF
SUZUKI BILAR
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
3ja DYRA
HÁTT 0G LÁGT DRIF
Meðaleyðsla 8,01
2.080.000,-