Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Page 10
10
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001
I>V
Undir pressu
Sharon íhugar nú hvernig bregöast
eigi við auknu ofbeldi.
Landnemi myrtur
Ariel Sharon, forsætisráöherra
ísraels, kallaði í morgun saman ör-
yggisráð sitt til að ræða viðbrögð
við síauknu ofbeldi fyrir botni Mið-
jarðarhafs.
Svo virðist sem átök hafi aukist
eftir að Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, ræddi við
deiluaðila í síðustu viku til að
bjarga vopnahléi sem enn heldur
þrátt fyrir mannfall. Um 24 hafa fall-
ið frá því að vopnhléið komst á, 15
Palestínumenn og 9 ísraelar.
ísraelskur landnemi fannst skot-
inn til bana í hæðunum við Hebron
á Vesturbakkanum. Einnig féllu
Palestínumaður og ísraeli í tveim
aðskildum tilvikum.
Sendifulltrúar Sameinuðu þjóð-
anna telja úti um vopnahléið.
Japan:
Krafist handtöku
í nauðgunarmáli
Lögregluyfirvöld á japönsku
eynni Okinawa kröfðust handtöku
yhr bandarískum herflugmanni á
eynni. Hann er sakaður um að hafa
nauðgað japanskri konu í síðustu
viku. Um 26 þúsund bandarískir
starfsmenn eru á herstöð á eynni og
er það helmingur allra sem starfa á
vegum Bandaríkjahers í Japan.
Yfirmaöur bandariska hersins í
Okinawa lofaði í morgun fullri sam-
vinnu við Japana. Ef hermaðurinn
verður látinn í hendur lögreglunnar
er það aðeins í annað skipti sem
Bandaríkjaher láta starfsmann sinn
í hendur japanskra lögregluyfir-
valda áður en opinbert mál hefur
verið höfðað á hendur honum.
Mikil reiði er meðal ibúa Ok-
inawa vegna málsins.
David Trimble
Afsögnin viröist ekki hafa
tilætluö áhrif.
Enn engin
afvopnun
Vonir um að bjarga megi friðar-
samkomulaginu, kenndu við föstu-
daginn langa, á milli stríðandi fylk-
inga á Norður-írlandi minnka nú
með hverjum deginum.
Afsögn David Trimble, fyrsta ráð-
herra landsins, átti að þvinga írska
lýöveldisherinn til að hefja afvopn-
un. Enn hefur hins vegar ekkert
skref verið stigið í þá áttina af
skæruliðasamtökunum. Til að auka
enn á spennuna var ganga mótmæl-
enda um hverfl kaþólikka bönnuð.
Neitar aö svara:
Stuttar fréttir
Milosevic byöur
birginn í Haag
Slobodan Milosevic, fyrrverandi
forseti Júgóslavíu, mætti í sína
fyrstu yflrheyrslu fyrir striðsglæpa-
dómstól Sameinuðu þjóðanna í Hag
klukkan 8 i morgun að íslenskum
tíma. Hann bauð dómstólnum birg-
inn og neitaði að svara ákæruatrið-
um. í kjölfarið kallaði hann stríðs-
glæpadómstól SÞ ólöglega stofnun
sem hann myndi ekki virða svars.
Venjan er sú að sakbomingar lýsi
því yfir að þeir séu saklausir eða
sekir. Richard May, dómari í mál-
inu, sagöi yfirlýsingu hans flokkast
undir það að hann hafi lýst sig sak-
lausan.
Milosevic var rólegur í upphafl
yfirheyrslunnar og neitaði að taka
við heymartólum sem heföu gefið
honum þýðingu á því sem fram fór.
Hann afþakkaði þjónustu lögfræð-
inga í yflrheyrslunni og mætti einn
fyrir dómstólinn. Hann segist ekki
viðurkenna lögsögu dómstólsins og
hafa fylgismenn hans líkt framsali
hans við mansal. Lögfræðingar for-
Slobodan Mllosevic
Þverskaiiast viö aö viöurkenna
Stríösglæpadómstólinn í Haag. Neit-
ar að svara ákæruatriöum
setans fyrrverandi skiluðu þeirri yf-
irlýsingu frá Milosevic að dómstól-
inn væri í raun að framkvæma
„þjóöarmorð" gegn serbnesku þjóð-
inni með baráttu sinni.
Milosevic er þekktur sem „slátr-
arinn frá Belgrad" meðal óvina
sinna en í augum fækkandi fylgis-
manna sinna er hann hetja
serbnesku þjóðarinnar. í stríðs-
glæpadómstólnum í Haag mun hann
svara fyrir ásakanir um glæpi gegn
mannkyninu sém hann er sagður
hafa framið með þjóðernishreinsun-
um í Kosovo árið 1999.
Þegar Milosevic mætti fyrir
breska dómaranum Richard May í
morgun varð sögulegt augnablik að
veruleika. Hann er fyrsti þjóðarleið-
toginn fyrrverandi til að standa
frammi fyrir ákærum af hálfu
stríðsglæpadómstólsins. Einnig er
hann fyrsti þjóðarleiðtoginn til að
vera ákærður fyrir stríðsglæpi á
meðan hann sat enn í embætti.
Frá samherja til skúrks
Þegar Stobodan Milosevic tók viö völdum í Júgóslavíu árið 1989 litu vestræn stjórnvöld á hann sem bandamann sem
hægt væri aö treysta. Þaö álit hefur hins vegar sífellt fariö minnkandi síöan Bosníustríöiö hófst. Kosovo stríöiö fyllti
síðan mælinn þar sem júgóslavneski herinn var gerandinn í þjóöarmoröum á Kosovo-Albönum.
Mexíkóforseti kvænist
talsmanni sínum
Vicente Fox, forseti Mexíkó, kom
löndum sínum þægilega á óvart í
gær þegar það var tilkynnt að hann
hefði gengið að eiga Martha Sahag-
un. Martha hefur verið talskona for-
setans siðan hann tók við embætti
fyrir ári.
Að Fox og Martha skyldu gifta sig
var ekki aðalundrunarefnið fyrir
Mexíkóbúa, sem höfðu vitað af ást-
arsambandinu i langan tíma. Hins
vegar var athöfnin ekki tilkynnt
heldur var hún sýnd i sjónvarpi eft-
ir á. íviðtali við fréttamenn sagði
Fox að hann hefði beðiö sinnar
heittelskuðu fyrir einum mánuði.
„Ég sagði henni að það væri engin
ástæða til að bíða lengur. Ég væri
ástfanginn og við ættum aö gifta
okkur,“ sagði forsetinn og bætti við:
„Lengi lifl ástin.“
Turtildúfur
Um 50% Mexíkóa eru samþykk nýj-
um ráöahag forsetans.
Frú Sahagun sagði þegar í stað af
sér sem talskona forsetans og í
hennar stað setti Fox ímyndarfræð-
ing sinn Francisco Ortiz. Martha
Sahagun hefur verið áberandi í
starfsliði forsetans frá því hann tók
við. Hún hefur jafnvel verið talin
stjórna á bak við tjöldin. Svo langt
hefur það gengið að sést hefur til
hennar skamma ráðherra í ríkis-
stjóm núverandi eiginmanns síns.
Það er hins vegar talið að Sahag-
un hafi átt í sífellt meiri erfiðleik-
um með samræma þátt ástkonunn-
ar og talskonunnar. Nú getur Sa-
hagun andað léttar og telja margir
að nú sé enn ein valdamikil forseta-
frú komin fram í heimsálfunni
Ameríku. Á undan hafa komið
Evita Peron, Eleanor Roosevelt og
Hillary Clinton.
Slæmur í öxlinni
Dick Cheney,
varaforseti Banda-
ríkjanna, bar sig
vel eftir aðgerð um
helgina þar sem í
hann var græddur
gangráöur á stærð
við símboða. Hins
vegar fann hann til
sársauka í öxlinni, en sagði hann
mundu ganga yfir.
Maðkur í McDonalds
McDonalds-veitingakeðjan hefur
verið kærð af 11 ára gömlum dreng
sem segist hafa borðað hluta af
hamborgara með lifandi möðkum
frá einum veitingastað keðjunnar.
Að eigin sögn gleypti hann 6 maðka
með hamborgaranum. Hann krefst
um 105 milljóna króna fyrir sinn
snúð.
Belgar taka forystu í ESB
Belgía tók í gær við forystu í Evr-
ópusambandinu til 6 mánaöa, á eft-
ir ágætlega lukkaðri stjórn Svía.
Þeir segjast ætla að berjast fyrir
samstæðari Evrópu í málefnum allt
frá innflytjendum til matareftirlits.
Viðskiptabann óbreytt
Ríkisstjóm Bandaríkjanna ákvað
í gær að setja lagfæringar á við-
skiptabanni Sameinuðu þjóðanna á
írak í salt. Ágreiningur hafði verið
um breytingartillögurnar sem mið-
uðu að því aö írakar gætu keypt all-
ar vörur frjálst nema þær sem hægt
væri að nota til vopnaframleiðslu.
írakar munu því áfram geta keypt
mat fyrir olíu.
Rekur lífverði
Gyanendra, nýr
konungur Nepals,
hefur látið reka
fjóra úr konunglegu
lifvarðasveitinni í
kjölfar fjöldamorðs
Dipendra krónprins
á konungsfjölskyld-
unni. Þeir eru sagð-
ir hafa vanrækt störf sin.
Drepin af geitungum
Fjögurra ára kambódísk stúlka og
amma hennar voru drepnar af reið-
um geitungasveimi á dögunum. 4
aðrir fjölskyldumeðlimir slösuðust.
Montesinos talar
Fangelsaöi njósn-
aforinginn, Vla-
dimiro Montesinos,
svaraöi i gær spum-
ingum dómara.
Hann er undir rann-
sókn vegna ásakana
um morð, spillingu
og fleira í þeim dúr.
Áður hafði hann heitið því að opna
ekki munninn nema hann yrði flutt-
ur úr alræmdu fangelsi, sem hann
sjálfur lét byggja.
Kynlífsbúð lokað
Einu kynlífsbúð Kambódíu var
lokað í gær, einungis degi eftir að
hún var opnuð. Lögreglan gerði at-
lögu að búðinni með það fyrir aug-
um að konum steðjaði hætta af
henni.
Menem fagnar afmæli
Carlos Menem, fyrrverandi for-
seti Argentínu, fagnaði 71 árs af-
mæli sínu í gær. Hann situr í stofu-
fangelsi á búgarði sínum fyrir
meinta aðild að fikniefnadreifingu á
valdatíma sínum.