Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001
19
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og 1 gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Ekki bjóða óeirðum heim
Heimskulegt er að bjóða hættunni heim með því að
halda hér á landi utanríkisráðherrafund Evrópusam-
bandsins og utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalags-
ins í einum rykk í maí á næsta ári. Hvor fundurinn um
sig er ávisun á vandræði, óeirðir og mannfall.
Fjölþjóðlegir yfirstéttarfundir hafa orðið að geigvæn-
legu vandamáli síðan ráðstefna Heimsviðskiptastofnunar-
innar fór út um þúfur i Seattle fyrir tveimur árum. Há-
marki náðu ósköpin, þegar Evrópusambandið hélt aðal-
fund sinn í Gautaborg um miðjan þennan mánuð.
Á þessum tveimur árum hafa mismunandi ófriðleg mót-
mæli einkennt fundi fjölþjóðlegra stofnana á borð við Al-
þjóðabankann, Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, Davos-auð-
klúbbinn og Evrópska efnahagsklúbbinn, þar sem fundur-
inn í Salzburg hófst með óeirðum á sunnudaginn.
Tíðni vandamálsins fer ört vaxandi og er orðið vikulegt.
Fyrir tveimur vikum urðu óeirðir og mannfall við fund
Evrópusambandsins í Gautaborg. Fyrir viku urðu óeirðir
við fund Alþjóðabankans í Barcelona og um þessa helgi
við fund Evrópska efnahagsklúbbsins i Salzburg.
í öllum óeirðaborgum mótmælaöldunnar hefur orðið
gífurlegt eignatjón, sem mælt er i milljörðum króna, því
að innan um mótmælendur eru róttækir hópar stjórnleys-
ingja. Alls staðar hafa orðið likamsmeiðingar og í Gauta-
borg varð lögreglan þremur mönnum að bana.
Svo alvarlegt er ástandið orðið, að Alþjóðabankinn
hyggst ekki halda næsta ársþing sitt á neinum sérstökum
stað, heldur á netinu. Rætt hefur verið um að halda fundi
í óvinsælum fjölþjóðasamtökum um borð í flugmóðurskip-
um úti á rúmsjó, sem væri sannarlega táknrænt.
Hér á landi eru ekki til neinir innviðir löggæzlu, sem
ráða við vandamál af þessu tagi. Hætt er við, að reynslu-
lítið löggæzlufólk fari á taugum og verði til að hella olíu á
elda mótmælanna. Sænska lögreglan klúðraði málum
sínum í Gautaborg og við gerum varla mikið betur.
Við höfum til dæmis ríkislögreglustjóra, sem er svo fá-
fróður, að hann telur mótmælendur hafa „að skemmtun
sinni eða atvinnu“ að hleypa upp íjölþjóðafundum. Hann
hefur engan skilning á hinni margvíslegu og fjölbreyttu
hugmyndafræði, sem liggur óeirðunum að baki.
Hvort sem mótmælendur eru friðsamlegir eða ófriðleg-
ir, eiga þeir það sameiginlegt að hafa mótmælin hvorki að
skemmtun né atvinnu, heldur dauðans alvöru. Að baki
mótmælunum er algert vantraust fjölmennra hópa á fjöl-
þjóðamynd hins vestræna þjóðskipulags.
Þetta er sorglegt, því að vestrænt þjóðskipulag er bezta
fáanlega þjóðskipulag. Það er auðvitað stórgallað eins og
önnur mannana verk. Sérstaklega hafa verið misheppnuð
ýmis skilyrði, sem Alþjóðabankinn hefur sett ríkjum
þriðja heimsins fyrir vestrænni efnahagsaðstoð.
Vestrænar fjölþjóðastofnanir súpa seyðið af að hafa ver-
ið of seinar að átta sig á ýmsum vandamálum, sem hafa
gerzt áleitin upp á síðkastið, svo sem spjöll á umhverfi og
mannlífi af völdum tillitslausrar efnahagsstarfsemi, eink-
um af hálfu gírugra fjölþjóðafyrirtækja.
í öllum fjölþjóðastofnunum vita menn, að ísland er fá-
mennt og friðsamt ríki, sem getur ekki tekið þátt í átaki
vestrænnar yfirstéttar í að sanna, að kerfið gangi sinn
vanagang, þrátt fyrir aðgerðir mótmælenda. íslandi yrði
fyrirgefið, þótt það segði pass með sín lélegu spil.
Ef ráðamenn landsins þrjózkast við að bjóða hættunni
heim, taka þeir um leið á sig siðferðilega ábyrgð af vand-
ræðum, sem þeir geta engan veginn staðið undir.
Jónas Kristjánsson
DV
Skoðun
Kári sefur værum Palla-blundi
Steindór J.
Eriingsson
vísindasagnfræöingur
Fyrir margt löngu las
mamma mín fyrir mig
söguna um drenginn
Palla sem varð þess
vafasama heiðurs að-
njótandi að verða einn í
heiminum og geta þvi
gert hvað sem hann
vildi, hann fór m.a. inn í
búðir og borðaði sælgæti
og keyrði slökkviliðsbíla
án þess að taka afleið-
ingum gjörða sinna.
Ekki man ég gjörla
hvemig sagan endaði,
en mig minnir að Palla hafi farið að
hundleiðast einsemdin þótt hann
gæti gert hvað sem var. Loks vakn-
aði Palli og áttaði sig á því að þetta
var martröð.
í sýndarveruleikanum
Kári gefur í skyn að hann, eins og
Palli forðum, sé einn í heiminum og
þurfi því ekki að taka afleiðingum
gjörða sinna. - í viðtalinu er hann
spurður að því hvað honum finnist
um alla þá sem tapað hafa stórfé á
því að kaupa hlutabréf í fyrirtæki
hans. Hann kveður við að sér leiðist
auðvitað aö íjárfestar haíl tapað á
þessum viðskiptum, en hann ber
ekki ábyrgð á því: „Mitt hlut-
verk er að hlúa að fyrirtækinu,
ekki að stjórna þvi hvernig
menn fjárfesta fé sínu.“
Þessi ummæli eru mjög
merkileg því Kári virðist ekki
vera vaknaður upp frá grá-
markaðsdraumnum sem end-
aði sl. vor. Kári sefur enn vær-
um Palla blundi því hann er
enn að borða sælgætið og
keyra slökkviliðsbílana sem
hann fékk frá íslendingum, í
sýndarraunveruleikanum sem
hann bjó til og lifir i.
Gegndarlaus áróður
Eins og allkunna er var deCODE
skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkað-
inn síðastliðið sumar á upphafsgeng-
inu 18 dollarar á hlut sem hefur síð-
an lækkað niður í 7-8 dollara. Miss-
erin á undan áttu sér stað mjög lífleg
viðskipti með hlutabréf deCODE á
gráa markaðnum hér heima og fór
gengið á bréfunum hæst í rúmlega 60
dollar nokkrum vikum áður en al-
heiminum voru boðin bréfin á 18
dollara.
Hvernig stóð á þessu misræmi? Á
því er einföld skýring. Til þess að fá
skráningu á hlutabréfamarkaði þarf
„Bréf deCODE voru seld á gráa markaðnum og eru fyrirtœki
sem bjóða hlutabréf sín þar ekki skyldug til þess að segja eitt
eða neitt um rekstur eða afkomu þeirra. Til þess að liðka fyr-
ir þessum viðskiptum héldu Kári og félagar úti gegndarlaus-
um áróðri um ágœti fyrirtœkisins. “
að leggja öll spilin á borðið
sem deCODE gerði í 800 blað-
síðna greinargerð um stöðu
og framtíðaráform fyrirtæk-
isins.
Þessu var ekki til að dreifa
á íslandi. Bréf deCODE voru
seld á gráa markaðnum og
eru fyrirtæki sem bjóða
hlutabréf sín þar ekki
skyldug til þess að segja eitt
eða neitt um rekstur eða af-
komu þeirra. Til þess að
liðka fyrir þessum viðskipt-
um héldu Kári og félagar úti
gegndarlausum áróðri um
ágæti fyrirtækisins. Hver vill
ekki fjárfesta í fyrirtæki sem
ætlar að bjarga heiminum?
Það vildu íslendingar sann-
arlega gera, því þeir, sem
flestir voru á góðærisfylliríi,
kokgleyptu áróður Kára.
Kári, hvernig getur þú
firrt þig ábyrgð á verðbréfa-
sukkinu sem þú og þitt fyrir-
tæki æstu upp í íslending-
um? Ég hvet þig til að vakna
því þá muntu átta þig á því,
eins og. Palli, að þetta er
martröð.
Steindór J. Erlingsson
Rándýr
Það er gott að vera í Andalúsíu
sem er líklega eftirsóttasti staður
Evrópu um þessar mundir. Þar
dvöldum við hjónin í 8 mánuði s.l.
vetur. Veðurfar er þar sérlega milt
og þægilegt, heimafólk vinsamlegt,
kurteist og hjálpsamt. Nýliðinn vet-
ur sem þótti illur á spænska vísu var
eins og íslenskt sumar. Ég synti í
sjónum í janúar svo dæmi sé tekið
og oft var 15-20 gráðu hiti yfir hávet-
urinn. Hins vegar eru mörg húsin
„Hér er fákeppni á matvörumarkaði og
„auðbaugurinrí‘ fitnar. Verðlagið í ís-
lenskum verslunum kemur manni óneit-
anlega spánskt fyrir sjónir eftir þennan
samanburð. - Neysluvamingur er rán-
dýr.“ - Fólk á hlaupum, í innkaupum.
köld um nætur. Og það snjóar líka í
Snæfjöllum - Sierra Nevada - sem
blöstu tignarleg við okkur á björtum
dögum. En við gáfum okkur þó ekki
tíma til að fara á skíöi.
Pesetar undan koddunum
Það er mikið byggt um þessar
mundir á Costa del Sol eða Costa del
Golf eins og suðurströnd Spánar er
kölluð. tbúðaverð er mjög hátt. Það
mun vera álíka dýrt að kaupa íbúð
þar og hér á
landi. Skýringin
mun vera sú að
nú er mikið
magn af pesetum
í umferð áður en
evran verður tek-
in upp 1. febrúar
2002. Þessir pes-
etar koma undan
koddum Spán-
verjanna er mér
sagt. Þetta er
sum sé óframtal-
ið fé sem þeir
geta ekki skipt í
bönkum fyrir
evrur því þá
þurfa þeir að
gera grein fyrir
hvaðan pening-
arnir eru komn-
ir.
Hins vegar er
mér sagt að þeir
geti keypt íbúðir
og byggt hús og
fariö þannig í
kringum skatta-
lög. Þenslan er í
algleymingi en
kunnugir halda
því fram að fasteignaverð
muni falla aftur þegar evr-
an verður tekin upp.
Verðlagið kom á óvart
Það kom mér stöðugt á
óvart hversu lágt verðlagið
var. Hér koma nokkur
dæmi. Ég fór i stórmarkað
sem ég tel vera í líkum
gæðaflokki og Nýkaup hér
heima og keypti þetta:
Tvær eins og hálfs lítra
flöskur af sódavatni á 83
peseta eða innan við 50
krónur, báðar flöskurnar
til samans! 3 flöskur af léttvíni vel
yfir meðallagi að gæðum á 1850 pes-
eta eða 950 kr. allar! Tvö kíló af app-
elsínum á 200 kr. 3 kíló af úrvalskart-
öflum á 160 kr. Sjö banana frá
Kanaríeyjum á 90 kr. 15 lambakótel-
ettur, smáar, á 850 kr. 1 lítra mjólk á
55 kr. Tvo lítra af hreinum appel-
sínusafa á 90 kr. eða 45 kr. lítrann, 1
pakka af morgunkorni með þurrkuð-
um ávöxtum (Kellogs) á 205 kr. 1
pakka með 4 bollasúpum á 75 kr. 4
dósir af jógúrt með ávöxtum á 135 kr.
Allar! Þorskflök fyrir þrjá á kr. 255
kr. Ost með rauðri skorpu frá
Hollandi, 316 grömm á 130 kr. eða
u.þ.b. 400 kr. kílóið. 3 dósir af tilbún-
um súkkkulaðibúðingi með rjóma á
45 krónur samtals. 8 stk. franskur
laukur, smár, 100 kr. 2 smábrauð á
35 kr. 6 dósir af Tonic, 33 cl, á 200 kr.
6 dósir af Diet Coke, 33 cl, á 170 kr.
eða 28 krónur dósin! 1 Suchard-
súkkulaði, 300 g á 80 kr. 1 rakvéla-
blöð Mach3, 4 stk. 500 kr. 10 stór egg
50 kr. Og síðast en ekki síst keypti ég
tvær rauðar paprikur, þessa ein-
stöku munaðarvöru á íslandi, 386
Orn Bárdur
Jönsson
prestur
grömm á 165 krónur kílóið
eða kr. 65 krónur báðar.
Samtals um 4.490 kr.
Þessi sama karfa kostar í
Nýkaupum á Seltjarnarnesi
(og ÁTVR) kr. 10.436 eða
rúmlega helmingi meira.
Verðmunurinn er 232%!
Hvað veldur þessum
mikla mun?
Laun eru mun hærri hér
en á Spáni. En skýrir það
allan muninn? Flutnings-
kostnaður er líka meiri hér
á landi 1 mörgum tilfellum
því við þurfum að flytja inn flestar
neysluvörur um langan veg. Veldur
þetta tvennt þessum gífurlega mun?
Ég veit það ekki en efast þó stórlega
um það. Við erum þjóð í margvísleg-
um fjötrum. Matvara er allt of dýr á
íslandi og áfengi er á uppsprengdu
verði. - Er nema von að þjóðin gangi
berserksgang í hvert sinn sem hún
smakkar vín?
Ég hef það á tilfinningunni að það
sé stöðugt verið að spila með okkur.
Mann fer að gruna að einhvers stað-
ar séu rándýr á ferli í íslensku hag-
kerfi. Hér er ekki nógu virkt aðhald
í verðlagsmálum, hvorki stjórn-
valda, almennings né félagasamtaka.
Frelsi fylgir ábyrgð og opið og
frjálst hagkerfl þarf gífurlega sterkt
eftirlit af hálfu almennings og hins
opinbera. • Hér er fákeppni á mat-
vörumarkaði og „auðbaugurinn"
fitnar. Verðlagið í íslenskum versl-
unum kemur manni óneitanlega
spánskt fyrir sjónir eftir þennan
samanburð. - Neysluvamingur er
rándýr.
Öm Bárður Jónsson
Ummæli
Vaxandi kaupmáttur
„Á síðustu áratugum
hefur dregið mjög úr
verkföllum á almenna
vinnumarkaðnum og sið-
ustu 10 árin er aðeins
mjög litið tapaðra daga
vegna verkfalla sem boðað er til af
hálfú landverkafólks. Skýringin er sú
að samningsaðilar á almennum vinnu-
markaði hafa náð að byggja upp traust
og skilgreina markmið um stöðugleika
og vaxandi kaupmátt. Þessir aðilar
lögðu í upphafi 10. áratugarins grunn
að þeim efnahagslega stöðugleika sem
hér hefur ríkt nær óslitið þann tíma og
á sama tíma hefur kaupmáttur vaxið
mjög. Reynslan hefur sýnt að samn-
ingsaðilum á almennum vinnumarkaði
er treystandi til að leysa sín mál og að
forsenda friðar og langtímasamninga
um uppbyggingu kaupmáttar er al-
mennur efnahagslegur stöðugleiki."
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, á
heimasíöu ASl.
Klámstuttmyndir
„Bakslagið sem við upplifum í dag í
jafnréttismálum má að miklu leyti
rekja til afþreyingariðnaðarins en
eins og myndlistamaðurinn Hildur
sýndi eftirminnanlega á sýningu í
Japis fyrir nokkru er ímynd kvenna í
tónlistarbransanum orðin hættulega
lík ímynd svæsnustu klámmynda-
leikkvenna. Á stöðvum eins og Popp-
Tíví og MTV, sem börn eru mjög hrif-
in af, má allra jafna sjá fjöldann allan
af litlum, grófum tónlistarmyndbönd-
um, eiginlega klámstuttmyndum, þar
sem nærmyndir af brjóstum, rössum
og jafnvel stundum klobbum eru al-
gengar. Varla þarf að fjölyrða um
áhrif þessara myndbanda á sjálfsmynd
unglingsstúlkna og viðhorf unglings-
pilta til kvenna.“
Jóhanna Vigdís Guömundsdóttir
á politik.is
Spurt og svarað
Rikir meira kynþáttahatur og fordómar á Islandi en margan grunar?
Valgerður Kristjánsdóttir,
framkvœmdastjóri Laxár:
Kynþáttahatur
er ríkjandi
„Það ríkir kynþáttahatur á ís-
landi. Við íslendingar erum bara
þannig að ef einhver er eitthvað
öðruvísi þá er hann oft ómögu-
legur, ekki tiltækur í samfélagið. Fordómarnir
eru vegna þess að við íslendingar erum svo mikl-
ir „aríar“ í okkur, allflest. En til þessa höfum við
ekki viljað viðurkenna þá staðreynd. Úr því við
erum að fá hingað til lands fólks af ólíku upplagi
þurfum við að breyta þessum hugsanagangi. Þetta
er ekkert bundið viö margmennið í Reykjavík,
þessara sjónarmiða gætir líka á landsbyggðinni,
og enn meira gagnvart þeim sem hafa annan hör-
undslit, eru t.d. brúnir eða svartir."
Jóhann A. Jónsson
framkvœmdastjóri, Þórshöfrt:
Fellur inn í
samfélagið
„Þess gætir almenn ekki úti á
landi. Hér á Þórshöfn eru er-
lendir ríkisborgarar af mörgum
þjóðernum og þeir verða ekki fyrir neinu að-
kasti og falla vel inn 1 þetta samfélag hér.
En ég hef orðið var við að það ríkir stundum
annað viðhorf á höfuðborgarsvæðinu.
Ég kann ekki að greina ástæðuna, þetta er
eitthvaö félagsfræðivandamál sem er annarra
að leysa. Það eru lika fleiri, t.d. af asískum upp-
runa, í Reykjavík og í mörgum tilfellum yngra
fólk.
En þetta er blettur á þjóðinni sem þarf að má
út meðan það er hægt.“
Kolbrún Halldórsdóttir,
þingmaður VG:
Einlitt
uppeldi
„Já, tvímælalaust. Mín tilfinn-
ing er sú að íslendingar eru
haldnir meiri fordómum en þá
grunar almennt. Því veldur að hluta til uppeldið, en
gegnum uppeldið höfum viö verið varin fyrir þeim
fjölbreytileika sem rikir í menningu og mannlífi yf-
irleitt, svo við höfum í mörgum tilfellum fengið
svolítið einlitt uppeldi hvað þetta varðar.
En þama er ekki eingöngu skólunum og foreldr-
unum um að kenna heldur ekki síður fjölmiðlun-
um. íslendingar þurfa aö opna augum og temja sér
meiri vtðsýni, en eina ráðið til að ráða niðurlögum
fordóma er að tala og hefja vitræna umræðu um
hluti. Hún hefur verið fullþröng."
EZÍ^
V=fL.\ríET<3r COSpg.
LECSFT C3-RMRKJ, ,
Skúrkamarkaðurinn
-•:' • '' ' '
Ásta Möller,
þingmadur Sjálfstœdisflokks:
Vegna
vanþekkingar
„Kynþáttafordómar eru yfir-
leitt vegna vanþekkingar og það
hafa blundað í íslendingum
ákveðnir kynþáttafordómar sem eru að koma
fram núna. En af hverju? Öðrum þræði höfum
við aðdáun á hinu óþekkta og látum það oft í
ljós, stundum með sérkennilegum hætti. Þegar
bandariskir blökkumenn fóru að leika körfu-
bolta hérlendis sýndum við þeim gríðarlega
mikinn áhuga vegna þeirra litarháttar. Flestir
sýna því mikinn áhuga að hér fái flóttamenn
skjól, en fylgjum við því eftir með því að sam-
þykkja þetta fólk sem eitt af okkur? í mörgum
tilfellum ekki.“
Fólk af öörum kynþáttum veröur fyrir vaxandi ofsóknum vegna uppruna síns en fjöldi þeirra fer vaxandi á íslandi
Hvort sem okkur likar það betur
eða ver þá eru viðskiptahagsmunir
oftar en ekki hreyfiafl hlutanna í
heiminum og ráðandi um það gerist
eða gerist ekki. Lög, réttlæti, trúar-
legar siðgæðishugmyndir, hefðir,
venjur og mannlegt eðli verða yfir-
leitt að víkja þegar mikilvægir við-
skiptahagsmunir eru annars vegar.
Framsal óþokkans og hins meinta
(þar til annað sannast) fjöldamorö-
ingja Milocevic til Alþjóða stríðs-
glæpadómstólsins í Haag er gott
dæmi um þessa kenningu. Júgó-
slavar fengu sem sé styrki upp á
skitna 130 milljarða króna fyrir að
afhenda kónann. Ýmsir hafa orðið til
að mótmæla framsalinu og telja það
ólöglegt, sem vissulega kann að vera.
Aðrir fagna og telja að réttlætinu sé
fullnægt með framsalinu og síðan
réttarhöldum og dómi. En í sjálfu sér
er þetta hvort tveggja aukaatriði,
það eru örugglega viðskiptahags-
munir sem ráða ákvörðun stjórn-
valda í Júgósalvíu í málinu. Eða
halda menn að Milocevic hefði verið
framseldur fyrir loforð um 100 doll-
ara efnahagsaðstoð frá USA?
Skúrkaskiptajöfnuður
John heitinn Lennon sagði eitt
sinn eitthvað á þá leið að það þyrfti
að gera friðinn að „big business". Ef
hægt væri að sannfæra þjóðir heims
og helstu gróðapunga og peninga-
menn um að friður skilaði meiri
gróða en stríð, þá væri strið þar með
úr sögunni. Lennon áttaði sig sem sé
á því að viðskiptahagsmunir eru ráð-
andi afl í henni veröld.
Framsalið eða eigum við að nota
rétta orðið, „salan“ á Milocevic er
mikið gleðiefni. Hún staðfestir að
harðstjórar, óþokkar í hópi þjóðar-
leiðtoga og alþjóðlegir glæpamenn
sem starfa til að mynda hjá auð-
hringum heimsins, geta verið mark-
aðsvara eins og flest annað. Hvað
þarf til dæmis að borga mikið fyrir
Saddam Hussein? Og drulluháleista
er að finna vtða um heim, og
kannski ekki síst í hópi þjóðarleið-
toga og hefur víst eitthvað með
valdaflknargenið að gera.
Það er sem sé allt í lagi að fara að
tala um skúrka sem efnahagslega
stærð. Milocevic leggur sig á 130
milljarða. Setjum verðmiða á alla
hina óþokkana og þar með óbeint fé
til höfðs þeim og þá verða þeir e.t.v.
ekki eins sælir í sinni og áður. Hing-
að til hafa stríð og fjöldamorð þeim
samfara fyrst og fremst bitnað á
óbreyttum borgurum en þeir sem
bera ábyrgðina hafa yfirleitt ekki
verið dregnir til ábyrgðar eða hlotið
skaða af óhæfuverkum sínum. Þjóð-
arleiðtogar hugsa sig kannski um
tvisvar um ef alþjóðasam-
félagið er farið að líta á þá
(sem tapa) sem hverja
aðra verslunarvöru.
Þannig að hægt verði í
framtíðinni að tala um
hagstæðan eða óhagstæð-
an „skúrkaskiptajöfnuð"
hjá þjóðríkjum.
Réttlætiö sigrar??
Þjóðir sem eru svo
óheppnar að búa við harð-
stjóra og skepnur á valda-
stólum eiga sem sé mögu-
leika á að græða á sölu ——
viðkomandi þegar og ef viðskiptaum-
hverfið breytist. Og þar liggur nátt-
úrlega vandinn. Það eru sem sé yfir-
leitt ekki viðskiptahagsmunir hinna
smáu, kúguðu og þjökuðu sem ráða
ferðinni, heldur hagsmunir hinna
stóru, sterku og ríku. Hingað til hef-
ur það nefnilega verið svo í sögunni
að þeir sem í raun ráða löndum og
lausum aurum í veröldinni, hafa
ekki hikað vð að styðja og styrkja
fjöldamorðingja og skepnur, hálfu
Jóhannes
Sigurjónsson
skrifar:
verri en Milocevic, út um
allan heim ef það hefur þjón-
að viðskiptahagsmunum við-
komandi.
Það er því ekki nema að
hluta til rétt að viðskipta-
hagsmunir séu ráðandi afl í
heiminum. Það eru við-
skiptahagsmunir þeirra sem
fara með völdin í veröldinni
og geta hvenær sem er neytt
aflsmunar sem ráða ferðinni
á hverjum tíma.
Á einhverjum öðrum tím-
um og við aðrar aðstæður
~ hefði það ekki þjónað hags-
munum vesturveldanna að lögsækja
Milocevic fyrir stríðsglæpi og þá
hefði auðvitað ekki verið hróflað við
honum. Réttlætið sigrar sem sé ekki
alltaf að lokum heldur viðskipta-
hagsmunir valdsins.
Hér uppi á íslandi getum við hins
vegar fagnað þvt að enginn væri til-
búinn til að borga tíkall og hvað þá
meira fyrir Davið Oddsson og Hall-
dór Ásgrimsson á alþjóðlegum
skúrkamarkaði.
„Hingað til hefur það nefnilega verið svo í sögunni að
þeir sem í raun ráða löndum og lausum aurum í ver-
öldinni, hafa ekki hikað vð að styðja og styrkja
fjöldamorðingja og skepnur, hálfu verri en Milocevic,
út um allan heim ef það hefur þjónað viðskiptahags-
munum viðkomandi.“