Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Blaðsíða 20
*
24
-------néliiiUr--------------
tðlvui tsekni og vísinda
Farsímaframleiðendur baktryggja sig:
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001
■ Einkaleyfi á „geislavörnum"
Umræðan um skaöleg áhrif GSM-síma hefur staöið yfir um nokkurt skeið þó ekki hafi enn tekist að sanna með vissu
að slík áhrif séu fyrir hendi.
Þrátt fyrir að
halda því fram að
notkun á farsím-
um, s.s. GSM-
símum, sé skað-
laus hafa stærstu
framleiðendur slíkra tóla, Nokia, Er-
icsson og Motorola, hver um sig sótt
um einkaleyfi í Bandaríkjunum á
tækni sem koma á í veg fyrir skaðleg
áhrif farsíma.
í þónokkurn tima hafa staðið yfir
deilur þess efnis hvort örbylgjur og
hiti frá farsímum hafi áhrif á heila
notandans. Farsímaframleiðendur
hafa staðið fast á því að svo sé ekki.
Vísindamenn hafa hins vegar skipst í
tvo hópa. Niðurstöður rannsókna hafa
verið beggja blands. Sumar sýna fram
á skaðleysi farsíma á meðan aðrar
hafa leitt í ljós hugsanleg áhrif á not-
andann. Rannsókn sem gerð var af yf-
irvöldum í Bretlandi sýndi t.d. fram á
að siminn gæfi frá sér örbylgjur í not-
andann. Magn þeirra var hins vegar
langt undir þeim stöðlum sem settir
höfðu verið þar í landi um leyfilegan
skammt af örbylgjum sem sími má
senda frá sér.
Málsóknir hafnar
Fréttirnar af því að símaframleið-
endurnir virðast hafa meiri áhyggjur
af áhrifum sima en þeir vilja láta uppi
hafa hrint af stað nokkurri gagnrýni
frá neytendasamtökum bæði í Banda-
ríkjunum sem og í Bretlandi. Fram-
leiðendumir eru sakaðir um tvískinn-
ung. Fyrirtækin séu í raun að bak-
tryggja sig ef það sannaðist einhvern
tíma að notkun farsíma væri á ein-
hvern hátt skaðleg. Einnig hafa frétt-
imar hrint af stað bylgju lögsókna í
Bandaríkjunum á hendur símafram-
leiðendum og farsímafyrirtækjum.
Eitt málið er höfðað á hendur
Motorola af fyrrum starfsmanni fyrir-
tækisins, Michael Murray. Hann vann
við prófanir á farsimum fyrirtækisins
og heldur því fram að það hafi orsak-
að tvö heilaæxli sem hann hefur feng-
ið. Lögfræðifyrirtæki eitt í Bretlandi,
Thompsons, sem sækir skaðabótamál
fyrir einstaklinga, segist hafa um 30
mál þar sem fólk segist hafa beðiö lík-
amlegt tjón af notkun farsíma. Þeir
ætla hins vegar að biða og sjá hver
niðurstaðan verður í Bandaríkjunum
áður en eitthvað verður gert í þeirra
málum.
Eðlileg rannsóknarstarfsemi
Talsmenn farsímaframleiðenda
þvertaka fyrir að einkaleyfaumsókn-
irnar hafi nokkuð að gera með grun
um skaðleg áhrif notkunar farsíma.
Talsmaður frá Ericsson sagði að eng-
in vísindaleg rök lægju fyrir um slíkt
í dag. Einn aðstoðarforstjóra Nokia lét
hafa eftir sér að hér væri ekki um tví-
skinnung að ræða. Þriðjungur starfs-
manna fyrirtækisins ynni við rann-
sóknir og hönnun. Það væri aðeins
eðlilegt að sækja um einkaleyfi ef nýj-
ung kæmi upp á rannsóknarstofum
fyrirtækjanna.
/ þónokkum tíma hafa
staðíð yfír deilurþess efnis
hvort örþylgjur og hltí frá
farsfmum hafl áhríf á heíla
notandans. Farsfmafram-
leíðendur ha fa staðið fast
á því að svo sé &kkl Vís~
indamenn hafa híns vegar
skípst í tvo hópa. Niður-
stöður rannsókna hafa ver-
íð h&ggja blands.
3nilb
.iklptl
Game Boy Advance komin út
- Nintendo vonast eftir góðri sölu
Leikjatölvan
Game Boy
Advance frá jap-
anska fyrirtæk-
inu Nintendo er
loks komin út í
Evrópu. Tölvan kom í búðir í Japan
i lok mars og biðu margir í röðum
fyrir utan búðimar til þess að ná
sér í eintak. Stjórnendur Nintendo
segjast vissir um að selja yfir 24
milljónir eintaka á þessu ári einu
saman.
Ný hönnun
Þrátt fyrir mikinn áhuga á nýju
vélinni verður erfitt að slá út hina
upprunalegu Game Boy sem selst
-> hefur í meira en hundrað milljón
eintökum um allan heim. Game Boy
Advance (GBA) er jafnstór og Game
Boy Color (GBC) en sökum láréttrar
hönnunar nýtist plássið mun betur.
Skjárinn er 40% stærri en á fyrri
tölvum, tveimur tökkum hefur ver-
ið bætt við á hlið og hún er talsvert
léttari en forverinn.
Skjár tölvunnar er 40,8 x 62 millí-
metrar að stærð og hann getur sýnt
32.000 liti og 240x160 punkta. Þaö
sem gerir þetta mögulegt er 16 Mhz,
32 bita örgjörvi með 32 kílóbæta
RAM innan örgjörvans og 256 kíló-
bæt utan hans. í samanburði var
GBC-örgjörvinn 2,3 MHz. Hljóð
leikja hefur verið bætt og í fyrsta
sinn er auðveldlega hægt að skilja
talað mál sem hljómar úr einum litl-
um hátalara hægra megin á tölv-
unni. GBA getur spilað bæði GBC
og eldri leiki en tölvan mun þá sýna
leikina innan ramma sem er jafn-
stór og skjár gömlu tölvanna.
Nóg af aukahlutum
Töluvert af aukahlutum fylgir
tölvunni, alls kyns kaplar og græjur
til að auka þægindi spilara. Meðal
annars er sérstakur kortalesari og
ljós sem nota má til að spila án ut-
anaðkomandi birtu, kapall sem
tengja má í fjórar tölvur í einu og
hleðslutæki/rafhlaöa. Kortalesarana
verður hægt að nota í margvíslega
leiki svipaða Pokémon. Spilendur
geta rennt sérstökum Pokémon-
spjöldum í gegn til þess að flytja dýr
inn í leikinn. Hægt veröur að geyma
reynslustig dýranna, hljóð, breyt-
ingar og annað.
Þrátt fyrir að GBA sé komin út er
langt í það að vinsældir Game Boy
Color séu búnar að vera. GBA og
GBC munu líklega lifa i sátt og sam-
lyndi í nokkur ár þar til hönnun
leikja og fylgihluta flyst algjörlega
yfir á betri tækni GBA.
Game Boy Advance hefur nýtt útlit miðað við eldri útgáfur á leikjatölvunni
en er sjálfsagt alveg jafn athyglisgleypandi.
gmitmi
I
4
Það virðist ekkert lát vera á þróun og framleiðslu vélmenna í öllum stærðum
og gerðum. Sérstaklega viröast Japanir áhugasamir um slíka iöju. Hér gef-
ur að líta eitt af nýjustu vélmennunum sem framleitt er af Tsukuda-leikfanga-
framleiðandanum. Vélmennið heitir Pino sem er stytting á Pinocchio, upp-
runalega nafni lygalaupsins Gosa. Nafniö kemur til vegna þess aö vélmenn-
ið er búiö löngu og mjóu nefi sem illa sést á þessari mynd.
Breskt fyrirtæki kynnir nýjar landvarnir:
GSM-sendar notaðir sem ratsjár
Svo lítur út fyrir
að allir tugir ef
ekki hundruð
milljarða króna
sem mörg lönd i
heiminum hafa
eytt í þróun og
framleiðslu á svokölluðum Stealth-
orrustuflugvélum séu nú farin fyrir
bí. Stealth-vélar eru svokallaðar
„ósýnilegar" vélar sem ekki koma
fram á ratsjám óvinarins.
Breska fyrirtækið Roke Manor
Research (RMR) tilkynnti hins veg-
ar fyrir stuttu að það sé komið fram
með nýja tækni sem gerir Stealth-
vélarnar sýnilegar á ný. Þetta hefur
RMR tekist með því að nota senda
fyrir GSM-síma og hátækninema
sem fyrirtækið framleiöir. Að sögn
Peter Lloyd, talsmanns RMR, yrði
þetta svokallaður tvískiptur radar
sem lítið kostar og er einnig ódýrt
að setja upp. Ekkert þarf að eiga við
GSM-sendana þar sem notast væri
við þær stöðugu merkjasendingar
sem frá þeim fara. Merkin endur-
kastast af allri flugumferð yfir send-
unum. Nemarnir, sem þegar eru til
Þróun og framleiösla Stealth-orrustuvéla hefur kostað drjúgan skildinginn,
peninga sem virðast nú farnir f vaskinn. Þess skal getið að vélin á myndinni
er ekki Stealth geröar.
eins og áður sagði, yrðu staðsettir á
jörðinni og næmu allar frákasts-
bylgjur vegna flugumferðar. Saman-
burður á hefðbundnum ratsjár-
merkjum og nýju tækninni sýndi ef
ósýnileg vél væri i loftinu. Með nýja
radarkerfinu væri siðan hægt að
fylgjast nákvæmlega með ferðum
hennar.