Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Side 24
28
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001
Tilvera DV
lí f iö
Fjöll og firnindi
Öræfa
Einar Rúnar Sigurðsson,
fjallaleiðsögumaður í Öræfum,
mun kynna útivistarperluna
Öræfajökul á Jöklasýningunni á
Höfn í kvöld. Verður það fyrst
og fremst 1 myndum, bæði
litskyggnum og hreyfimyndum.
Einar Rúnar hefur farið á
Hvannadalshnjúk vel á annað
hundrað sinnum. í kvöld mun
hann kynna ferðir sínar og
upplifun fólks af fjöllum og
firnindum Öræfa. Myndakvöldið
hefst kl. 20 í Sindrabæ
Leikhús
■ WAKE ME UP BEFORE YOU GO
GO Verzlósýningin Wake me up
before you go go eftir Hallgrím
Helgason sló svo duglega í gegn að
verzlingar halda áfram að sýna í
Borgarlelkhúsinu í sumar. Sýningin
er forsýnd í kvöld klukkan 20.
Fundir
■ EINAR MAR HELDÚR FYRIR-
LESTUR I NORRÆNA HUSINU Ein
ar Már Guðmundsson rithöfundur
heldur fýrirlestur í dag í Norræna
húsinu um íslenskar bókmenntir.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 13.30
og lýkur klukkan 15 og fjallar um ís-
lenskar nútímabókmenntir með sér-
stakri áherslu á verk höfundar. Að
loknum fyrirlestrinum svarar Einar
Már spurningum viðstaddra. Fyrir-
lesturinn verður fluttur á dönsku og
er liður í fyrirlestraröðinni Menning,
mál og samfélag. Aðgangseyrir er
300 íslenskar krónur.
Tónleikar
■ EINSONGUR OG PIANO I
SIGURJONSSAFNI Þær Þórunn
Guðmundsdóttir
sópransöngkona og
Ingunn Hiidur
Hauksdóttir
píanóleikar koma
fram á tónleikum í
Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar í kvöld.
Flutt verða lög eftir
Gabriei Fauré,
Richard Strauss og
íslensk einsöngslög
eftir Karl O.
Runólfsson, Árna B.
Gíslason, Gunnar
Sigurgeirsson, Pál
ísólfsson, Jórunni
Viðar og Loft
Guðmundsson. Þórunn og Ingunn
hafa starfað mikiö saman á
undanförnum árum, meðal annars
haldiö fjölda tónleika og gert
upptökur á íslenskum sönglögum.
Tónleikar þeirra í Sigurjónssafni
hefjast kl. 20.30.
Krár
■ MODEST MOUSE A GAUKNUM
Allir alvöru-áhugamenn um tónlist
ættu að taka við sér núna þegar
mætt er alvörusveit til tónleikahalds
hér á klakann. Þetta er sveitin
Modest Mouse sem ætlar aö
skemmta gestum Gauks á Stöng í
kvöld. Miöaverði er stillt í hóf, skit-
inn 1500 kall og þú ert einfaldlega
aumingi ef þú mætir ekki. Flana nú.
■ TRÍÓIÐ 3 Á OZIO Tríóið 3 ætlar
aö halda stuötónleika á Café Ozio í
kvöld kl. 21.30. Það eru þeir Stefán
Orn Gunnlaugsson (söngur og þí-
anó), Ragnar Orn Emiisson ( gítar
og raddir), Jón Ingólfsson (kontra-
þassi og raddir) sem mynda tríóiö 3.
Sérstakur gestur þeirra er Lára Sól-
ey Jóhannsdóttlr (fiðla og raddir). Á
efnisskránni eru lög, samin/flutt af
þekktustu einherjum rokk- og poþþ-
sögunnar; Bowie, Tom Waits, Paul
Slmon, Beck, James Taylor og fleiri.
Sjá nánar: Lífið eftir vínnu á Vísi.is
Jagúar - The Movie:
Fönkið er kvikmyndatónlist
- bílaeltingaleikur, góður frasi og kynlíf
í byrjun áttunda áratugarins
voru framleiddar í Hollywood kvik-
myndir sem í dag ganga undir sam-
heitinu bláxploitation. í myndunum
stigu svartir Bandaríkjamenn sín
fyrstu skref í kvikmyndagerð.
Myndirnar voru framleiddar, leik-
stýrðar og leiknar af svertingjum og
ætlaðar svörtum áhorfendum. Oftar
en ekki var stíllinn öfgakenndur og
efnisþráðurinn einfaldur, bíll
springur, góður frasi og kynlíf. í þá
daga voru karlmenn herðabreið
hörkutól með djúpa rödd í útvíðum
buxum og rósóttri skyrtu með stór-
um kraga og gullkeðju um hálsinn.
Konur voru ósjálfbjarga kynbombur
með þrýstin brjóst sem rétt pössuðu
í dé-skálar og í þröngum mini-pils-
um og háum leðurstígvélum. Tón-
listin í myndunum var oft mjög
frumleg og er hún það eina sem
stendur eftir i dag.
Föstudaginn 6. júlí verður frum-
sýnd i Háskólabíó stuttmyndin
Jagúar - The Movie. Myndin er
samvinnuverkefni hljómsveitarinn-
ar Jagúar og Nicolas Péturs Blim
kvikmyndagerðarmanns.
Saklausar og hlægilegar
Að sögn Nicolasar tengist myndin
því að Jagúarmenn voru aö gefa út
plötu sem fer í rætumar á fónk-tón-
listinni. „Fönkið er í raun kvik-
myndatónlist sem var samin við
biómyndir svartra í Hollywood.
Þetta voru myndir eins og Sheba
Baby, Superfly, Foxy Brown og
Súperfly TNT. Flestar voru ægileg-
ar klisjur og það voru framleiddar
fleiri hundruö myndir fyrir botn-
lausan markað. Sumar myndirnar
þóttu mikið „rebel“ og menn þorðu
í fyrsta skiptið að sýna rasisma og
„funkí grúví“ heim svartra. Mynd-
irnar voru líka rosalega „korní“ og
það var gert út á það. Þetta var í
fyrsta sinn sem menn þorðu að sýna
brjóst og kynlíf."
Nicolas segir að á sínum tíma
hafi sumar blaxploitation-myndirn-
ar verið bannaðar en í dag flokkist
þær sem „kult“, saklausar og hlægi-
legar.
Leikin tilvísun
Tónlistin í blaxploitation-mynd-
James Bond í blaxploitation-stíl
/ þá daga voru karlmenn hörkutól
meö djúpa rödd, í útvíðum buxum
og gullkeöju um hálsinn. Konur voru
kynbombur í þröngum mini-pilsum
og háum leöurstígvélum.
Nicolas Péturs Blim kvikmyndagerðamaður
Jagúar - The Movie er leikin tilvísun í blaxploitation-myndirnar meö tónlist eft-
ir Jagúar. Hún er á lélegri og frasakenndri bandarísku og aö sjálfsögöu
„ döbbuö “ eins og gömlu myndirnar.
um við mikið af þessum myndum
og hlustuðum á fónk. Upprunalega
átti myndin ekki að vera nema tíu
mínútur til kortér en var tuttugu og
sex mínútur þegar upp var staðið.
Jagúar - The Movie er leikin tilvís-
un í blaxploitation-myndirnar með
tónlist eftir Jagúar. Hún er á lélegri
og frasakenndri bandarísku og að
sjálfsögðu „döbbuö" eins og gömlu
myndirnar. Við fengum latasta þýð-
andann sem við fundum til að þýða
hana þannig að textinn er frekar
„komí“, „O baby“ verður „sæl vin-
an“ og þar fram eftir götunum."
Erfið mynd
„Ólavía Hrönn Jónsdóttir leikur
vondu konuna en Tinna Manswell
er kvenhetjan, Oleg Titov hand-
boltakappi leikur risann og Árni
Salomonsson dverginn, þannig að
þetta eru allt stór nöfn. Myndin er
bæði vel og illa leikin og á köflum
bæði súrrealísk og einfóld - Ed
Wood í blaxploitation-stíl.“
Nicolas viðurkennir að í raun-
inni sé mjög erfitt að gera svona
mynd. „Þetta er svona „on off‘
mynd, annaðhvort „filar“ fólk hana
eða ekki.“
unum var fonkið og það lifði. Menn
eins og James Brown og Maco Park-
er eru mjög þekktir og sumt af því
sem þeir sömdu fyrir myndirnar er
klassík í dag.
„Við gerð myndarinnar skoðuð-
Bíógagnrýni
Laugarásbíó/Bíóhöllin/Háskólabíó - Tomb Raider -jf
Jolie bjargar málum
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Margar misheppnaðar tilraunir
hafa verið gerðar til að koma vin-
sælum tölvuleikjum á hvíta tjaldið
og í langflestum tilfellum hefur það
mistekist, aðallega vegna þess að í
kvikmyndum þarf meiri dýpt í sög-
una en í tölvunni. Síðast var það
Dungeons and Dragons og þar áður
Super Mario Brother og Wing
Commander, svo einhverjar séu
nefndar. Tomb Raider er liklegast
dýrasta tilraunin í þessa áttina og
enn sem fyrr er það skortur á góðri
sögu sem gerir það að verkum að
Tomb Raider fellur á eigin bragði,
fer offari í sjónrænum tæknibrell-
um á kostnað sögunnar. Tomb
Raider hefur þó eitt fram yfir fyrr-
nefndar kvikmyndir: Angelina
Jolie. Það geislar af þessari glæsi-
legu leikkonu i hlutverki Löru Croft
og fer hún létt meö að bera myndina
uppi.
Sagan sem við fáum í Tomb
Raider gæti verið endursögð b-
mynd frá sjötta áratugnum. Fyrir
fimm þúsund árum er töfrahlutur,
Þríhymingur Ijóssins, brotinn í
tvennt. Sá sem setur þessa tvo hluti
saman á réttum timapunkti ræður
tima og rúmi. Nú er komið að þess-
um tímamótum og félagsskapur sem
stefnir að heimsráðum er með alla
anga úti í leit af brotunum tveimur.
Þar á bæ er vitað hvar brotin eru
niöurkomin, en lykilinn að lausn-
inni hafa þeir ekki. Hann er á heim-
ili lafði Löru Croft. Croft kemst að
leyndarmálinu. Hún veit samt ekki
ekki hvar brotin eru og þarf því á
illmennunum að halda jafn mikið
og þeir þurfa á henni að halda. Um
stundarsakir sameinast hið vonda
og hið góða í ferð sem tekur þau
heimsálfanna á milli.
Þegar á myndina er litið þá rekur
hún rætur sínar til Indiana Jones
og þá sérstaklega Raiders of the
Lost Ark. Lara Croft, eins og hún
birtist okkur, er þrátt fyrir að vera
fornleifafræðingur eins og Jones,
meira í ætt við James Bond og því
fær Tomb Raider yfirbragð Bond-
myndanna þegar Croft á í hlut. Indi-
ana Jones var aldrei jafn nútímaleg-
ur og Croft og Bond auk þess sem
varla var hægt að segja að hann
væri fullkominn. Croft mistekst
aldrei neitt frekar en Bond.
Það er í raun óþarfi aö minnast á
aðra leikara en Jolie. Hún hefur það
sterka útgeislun að allir aðrir verða
eins og statistar við hlið hennar.
Jolie hefur þjálfað sig vel og hefði
sjálfsagt haft enn meiri áhrif á
áhorfandann hefði hún fengið betri
sögu. Það er til dæmis lítið varið í
að sjá hana eyða kröftum sínum á
vélmenni sem hún hefur heima hjá
sér og notar sem æfingatæki. Þess
skemmtilegra er að sjá hana í atrið-
inu þegar hún svífur um loftið í
teygju um leið og hún gengur frá
um það bil tveimur tugum óvina.
Sjálfsagt verður gerö framhalds-
mynd og ég er viss um að það er
hægt að gera góða og skemmtilega
mynd um Löru Croft með Jolie í
hlutverki hennar en þá verður
húmorinn að vera betri og mótsagn-
ir minni í sögunni. -HK
Leikstjóri: Simon West. Handrit: Patrick
Massett og John Zinman. Kvikmynda-
taka: Peter Menzies jr. Tónlist: Graeme
Revill. Aöalleikarar: Angelina Jolie, Jon
Voight, lan Glen, Daniel Craig og Richard
Johnson.