Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Síða 28
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001
Bensínverö
'*t Að mati FÍB er frekari lækkun á
næstunni eölileg.
Heimsmarkaður:
Jákvæðar horfur
„Bensín lækkaði um tvær krónur
á sunnudag og að öllu óbreyttu eru
horfumar jákvæðar. Þetta eru góð-
ar fréttir fyrir bíleigendur og við
ættum að sjá meiri lækkun á næst-
unni,“ segir Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
bifreiðaeigenda.
Olíufélögin lækkuðu öll sem eitt
litraverðið á bensíni um tvær krón-
ur síðastliðinn sunnudag. Olíufélög-
> in lækkuðu einnig lítraverðið um
þrjár krónur þann 25. júní og er
bensín því um fimm krónum ódýr-
ara nú en það var lengstum í síðasta
mánuði.
Eftir lækkunina á sunnudag kost-
ar lítri af 95 oktana bensíni með
fullri þjónustu kr. 102,90. í maí fór
heimsmarkaðsverðið á 95 oktana
bensíni upp í um 370 dollara tonnið.
Upp úr miðjum maí tók það að
lækka. Um síðustu helgi var verðið
á Rotterdammarkaði komið niður í
242 dollara tonnið. -aþ
Kógavogur:
Staðmr að verki
Lögreglan í Kópavogi handtók
þrjá unglinga í Salahverfi í nótt.
Unglingarnir höfðu brotið bílrúðu
og látið greipar sópa í bílnum. Þau
voru skammt frá bílnum þegar lög-
regla kom auga á þau og færði í
fangageymslur þar sem þau gistu í
nótt. Að sögn lögreglu verða ung-
lingarnir yfirheyrðir í dag.
-aþ
Þroskaþjálfar:
Beint í ráðherra
- ef ekki semst í dag
„Okkur hefur ekki verið sýnd
nein linkind en fundur okkar og
viðsemjenda í gær lofar góðu. Það
verður annar fundur í dag og við
höfum ástæðu til að vera bjartsýn,"
sagði Sólveig Steinsson, formaður
Þroskaþjálfafélagsins, í morgun. „Ef
þetta bregst í dag þá sé ég ekki ann-
að ráð en að fara beint i fjármála-
ráðherra."
Þroskaþjálfar hafa þegar samið
við Reykjavikurborg og sveitarfé-
lögin en eftir er að semja við ríkis-
valdið. Fyrir bragðið eru um 130
þroskaþjálfar í verkfalli en aðeins
35 að störfum. -EIR
DV-MYND E.OL.
Arekstur og bílvelta
Haröur árekstur jeppa og fólksbíls varö á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í gær. Viö áreksturinn valt annar bíll-
inn. Aö sögn lögreglu voru tveir fluttir á slysadeild Landspítalans en þeir voru ekki taldir alvarlega slasaðir. Taliö er aö önnur bifreiöin hafi fariö yfir gatnamótin
á „rauögulu“ Ijósi. Báöar bifreiöar eru mikiö skemmdar eftir áreksturinn. Umferö um Reykjanesbraut taföist nokkuö sökum slyssins.
Ástæða mikilla viðskipta með deCODE-bréf rétt fyrir stórsamning:
Hugsanlegt er að
eitthvað hafi lekið út
- svolítið skítugt eða óvanalegt, að mati Kaupþings
Aðilar i verðbréfaheiminum segja
hugsanlegt að mikilvægar viðskipta-
upplýsingar hafi lekið út og haft áhrif
á viðskipti deCODE skömmu áður en
uppiýst var í gær að íslensk erfða-
greining og Roche hefðu undirritað
stórsamning sem metinn er á 30 millj-
arða króna. Það vekur furðu þeirra að
bréfin hækkuðu um 42,3% eftir mikil
viðskipti á Nasdaq-markaðinum i
Bandaríkjunum á fóstudag. Á mánu-
dagsmorgun var hins vegar fyrst upp-
lýst um samninginn.
Nærri má geta að hægt er að ávaxta
um tugi eða jafnvel hundruð milljóna
ef bréf eru keypt með vitneskju um að
stórtíðindi séu í vændum. Bréfln
hækkuðu um 3,66 dali á hlut og var
lokagengið 12,31 dalur á fóstudag. í
gær var lokagengið 9,9 dalir á hlut.
Kári Stefánsson. Páll Gunnar
Pálsson.
Rósa Guðmundsdóttir hjá greining-
ardeild Kaupþings segir tímasetningu
hækkunarinnar skrýtna. „Við ætlum
ekki að ásaka neinn að svo stöddu en
við höfum bent á þetta. Þetta er mjög
óvenjulegt," segir Rósa.
Hún bendir á að Fjármálaeftirlitið
hafl hugsanlegt forræði í rannsókn á
þessu en málið heyri ekki undir
Verðbréfaþing eins og þegar fyrir-
tæki á íslenskum markaði eigi í hlut.
„Það væri e.t.v. hægt að sjá hvað
bankar eða fjármálastofnanir hafa
verið að gera en þau eru yfirleitt ekki
að þessu í eigin nafni. Einstaklingar
tala yfirleitt við miðlarana sem sjá
um viðskiptin fyrir þeirra hönd og
við getum ekki séð þetta nema til-
kynnt sé um flokkun á mörkuðunum
úti. Manni finnst þetta svolítið
skítugt, eða óvanalegt a.m.k. Það lítur
út fyrir að eitthvað hafi lekið út,“ seg-
ir Rósa.
Annar sérfræðingur i verðbréfum
tók enn dýpra í árinni en vildi ekki
koma fram undir nafni. Á hinn bóg-
inn finnast þeir líka sem segja að
stemning hafi verið að myndast á síð-
ustu dögum fyrir viðskiptum í félag-
inu, enda mál margra að bjartari tim-
ar séu fram undan. Því geti vel verið
að ekkert sé athugavert við gang
mála.
Stefna íslenskrar erfðagreiningar
er að tjá sig ekki um gengismál fé-
lagsins en Kári Stefánsson, forstjóri
íslenskrar erfðagreiningar, sagði í
Sjónvarpinu í gærkvöld að hann teldi
ólíklegt að upplýsingar hefðu lekið út
án þess að hann treysti sér þó til að
kveða fastar að orði.
Litlar upplýsingar fengust hjá Fjár-
málaeftirlitinu um málið. Starfsmað-
ur sagði að vegna utanlandsferða og
sumarfría yrði ekki hægt að ná í Pál
Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóra
stofnunarinnar, eða aðra talsmenn
fyrr en á fimmtudag. -BÞ
## Tveimur stúlkum vísað frá borði í Frankfurt:
Oskur og grátur í Flugleiðavél
Tveimur tvítugum stúlkum var vís-
að frá borði Flugleiðavélar í Frank-
furt í fyrrinótt vegna drykkjuláta.
Stúlkurnar voru að sögn sjónarvotta
vel við skál og höfðu í frammi hávaða
og læti í flugvélinni.
Áður en að flugferöinni kom höfðu
öryggisverðir flugvallarins haft af-
skipti af stúlkunum og reynt að róa
þær niður. Meðal annars var gripið til
þess ráðs að taka þær afsíðis og láta
þær bíða meðan aðrir farþegar væru
komnir inn í vélina.
„Biðin hefur sennilega reynst þeim
erfið því þær létu mjög illa þegar þær
komu i farþegarýmið. Þær neituðu að
sitja kyrrar þrátt fyrir ítrekuð tilmæli
Drykkjulæti ekkl liöin
Tvær stúlkur sátu eftir i Frankfurt
vegna þess áhöfn treysti sér ekki til
aö hafa hemil á þeim.
flugþjónanna. Öskur og grátur ómuðu
á víxl um vélina þannig að farþegum
stóð ekki lengur á sama,“ sagði far-
þegi í vélinni í samtali við DV.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, sagði að félaginu
hefði ekki verið stætt á flytja stúlk-
umar í því ástandi sem þær voru.
„Það var mat áhafnarinnar að þær
væru ekki ferðafærar og þeim því vís-
að frá borði. Þetta er í takt við okkar
vinnureglur - éf fólk er þannig
stemmt að það er líklegt til að valda
farþegum og starfsfólki óþægindum,
að ekki sé talað um ef málið snýr að
öryggi vélarinnar, þá er ekkert annað
að gera en skilja fóik eftir,“ segir Guð-
jón Arngrímsson. Lítils háttar seink-
un varð á brottfor vélarinnar vegna
atviksins. -aþ
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560