Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001
Fréttir DV
Trillukarlar á Suðureyri vinna dag og nótt - „landslið“ úr öllum landshornum:
Ganga á orkudrykkjum
- segir fiskmarkaðsstjórinn - „er eiginlega mamma karlanna“
DV, SUÐUREYRI:
Arni
Árnason.
Grlðarlegar ann-
] ir og mikil veiði er
hjá trillukörlum á
Suðureyri sem
flestir eru komnir
víða af landinu.
„Við höfum mest
séð um 60 trillur
hérna í einu enda
er svo stutt á miðin
- þetta er alveg sér-
stakt og einstaklega samheldið
samfélag manna hér viö bryggjuna.
Það eru forréttindi að vera á með-
al þessa fólks,“ segir Árni Árna-
son, fiskmarkaðsstjóri á Suður-
eyri.
„Við erum búnir að vera að
landa í alla nótt. Maður drekkur
8-12 orkudrykki á dag og tekur í
nefið líka til að halda sér gang-
andi. Við eigum von á slæmu veðri
núna og erum eiginlega fegnir -
margir sem þú sérð hérna á bryggj-
unni eru búnir aö vaka í meira en
sólarhring,“ segir Árni sem kom
frá Reykjavík sem byggingarverk-
taki fyrir sex árum.
Árni segir að trillukarlarnir séu
svo hjálpsamir hver við annan að
stundum setji einn trillukarl grill á
bryggjuna og matreiöi fyrir hina.
„Það er mjög gaman að sjá þetta,"
segir Árni. Hann kemur aflanum í
hús fyrir trillukarlana þar sem
fiskurinn er slægður og settur í
gáma og sendur ýmist noröur í
land, á Suðurnes, til höfuðborgar-
svæðisins eða annað til frekari
vinnslu og síðan útflutnings.
„Ég er eins og mamma þeirra,"
segir Árni. Hann útvegar mönnum
ýmsa nauðsynlega þjónustu til út-
gerðarinnar. Flestir búa karlarnir
í bátunum þann tima sem þeir eru
DV-MYNDIR GVA
Tvö tonn eftir daginn
Verðmæti aflans er 280 þúsund krónur. Af því fá trillukarlarnir tveir 40
prósent. Ekki slæmt, en á þaö ber þó aö líta aö menn mega ekki fiska meö
þessum hætti nema í 23 daga á ári.
á Suðureyri á sumrin. „Það er bara
ekki pláss fyrir þá annars staðar í
bænum því það er svo mikill upp-
gangur hérna. Útlendingar eru líka
sestir hér að og fara hvergi,“ segir
Árni.
110 þúsund fyrir daginn
Þegar DV ræddi við menn á
bryggjunni á Suðureyri í gær voru
feðgar úr Nökkvavogi í Reykjavík
að landa tveimur tonnum af þorski
eftir daginn. Fyrir kílóiö af vænum
fisk fást 130-150 krónur. Af þessu
fær trillukarlinn 40 prósent og
deilist sú upphæð oftast niður á tvo
því á flestum bátunum eru tveir
menn. Áhöfnin úr þessum túr fékk
því samtals um 110 þúsund krónur
fyrir daginn en heildaraflaverðmæt-
ið er 280 þúsund.
„Ég er sestur að hérna,“ segir
fiskmarkaösstjórinn. „Trillurkarl-
arnir koma hingað á sumrin en á
veturna kemst lífið í fastari skorð-
ur. Þá er gert út á línu, menn róa á
morgnana og koma inn síðdegis -
vaka ekki svona lengi í einu eins og
núna. Við þurfum ekkert hér frá
neinum. Við viljum bara fá vinnu-
frið. Mennirnir við Austurvöll mega
vita að við höfum allt af öllu,“ sagði
Árni Árnason.
Um helgina er búist við miklum
mannfjölda í Súgandafjörð - á Sælu-
daga á Suðureyri. Margur
trillukarlinn á þá von á konu sinni
og börnum og ekki síst taka bæjar-
búar á móti „gömlunf' Súgfirðing-
um sem leggja leið sína á heima-
slóðir. -Ótt
Þróttarar á Suöureyri
Feögarnir Snæbjörn Sigurgeirsson
t.h. og Sigurgeir Snæbjörnsson eru
úr Nökkvavogi í Reykjavík en eru á
fullu í veiöiskapnum fyrir vestan.
Heimsmótjiáskóla:
Háskóli íslands
í öðru sæti
Skáksveit Háskóla íslands náði
glæsilegum árangri á heimsmóti há-
skóla sem lauk í Singapore í gær.
Sveitin hafnaði í öðru sæti. Sveitin
tapaði 1 1/2-2 1/2 í hreinni úrslita-
viðureign gegn hinni geysisterku
kínversku sveit Nan Kai sem fram
fór í gær. Kínverjarnir voru stiga-
hærri á öllum borðum. Engu að síð-
ur glæsilegur árangur hjá íslensku
skáksveitinni en hana skipuðu:
Þröstur Þórhallsson, Magnús öm
Úlfarsson, Sigurbjörn J. Bjömsson
og Páll A. Þórarinsson. -HK
DV-MYND SIGRÚN BJÖRGVINSDÓTTIR
Heltt
Hitastigiö á Austfjöröum fór vel yfír
tuttugu stigin í gær og eflaust munu
stærri tölur sjást á næstunni.
Eins og á Spáni
DV, EGILSSTOÐUM:___________________
Það er heitt á Austfjörðum þessa
dagana eins og myndin frá Café Nilsen
á Egilsstöðum sýnir. Þar sat fólk ut-
andyra í gær undir sólhlifum og varð
að orði: Þetta er bara eins og á Spáni.
Veitingastaðurinn er í einu af elstu
húsum Egilsstaða sem er þó ekki nema
rúmlega hálfrar aldar gamalt og byggt
af dönskum manni. Síðustu fimm árin
hefur verið þama veitingahús. Þegar
fréttamaður heimsótti vertinn átti
hann von á 35 Finnum í kvöldmat. Þeir
báðu um íslenskan mat og átti að bjóöa
upp á sjávarréttasalat, hangikjöt og
jafning ásamt ýmsu meðlæti og kaffi og
pönnukökur. -sb
CMR á rústum íslenskrar miðlunar:
Ekki í kennitöluleik
- segir Árni Sigfússon - vorum komnir fram af hengifluginu
„Við erum ekki í
kennitöluleik.
Samstarfssamning-
ur íslenskrar miðl-
unar viö hið nýja
fyrirtæki, CMR,
var eina færa leið-
in til að fá svigrúm
til aö endurskipu-
leggja reksturinn.
Sigfússon. Við vorum komnir
fram af hengiflug-
inu,“ segir Árni Sigfússon, for-
stjóri Tæknivals, sem er einn
stærsti hluthafi í markaðsfyrir-
tækinu Islenskri miðlun sem er
ein rjúkandi rúst eftir misheppn-
aðan rekstur víða um land. Fimm-
tíu starfsmenn hafa verið launa-
50 störf og hundr-
uö milljóna i húfi
- jnaitiinU J íýttöprvn
Framkvæmdastjórinn hættir-
- 4(1 N«arf»i»rnn Uiuulau«ii tilun i nuií '
KUtkí ravMos terintr CKM *■& nir h*n.kur>ó,-í liAins
Mér líst glimrandi vel
Hörmungasaga
Fréttir DV af málefnum ístenskrar
miðlunar.
Höfuöstöövarnar á Krókhálsi
CMR flutt inn og greiöir leigu til íslenskrar
miölunar.
lausir um mánaða-
skeið, framkvæmda-
stjóri horfið á braut
og tekjur í engu sam-
ræmi viö kostnað. Því
tóku hluthafar sig
saman og stofnuöu
nýtt fyrirtæki sem yf-
irtekur verkefni og
starfsemi íslenskrar
miðlunar.
„CMR-markaðs-
lausnir greiða leigu til
íslenskrar miðlunar
fyrir afnot af tækja-
búnaði og öðru og sú
leiga fer í að greiða
skuldir og kostnað
sem íslensk miðlun
stendur frammi fyrir.
Án þessa samstarfs-
samnings hefði öllum
rekstri verið lokið.
Þetta er heiðarleg leið
til að bjarga þvi sem
bjargað verður," segir
Árni Sigfússon og
leggur áherslu á að án
þessara aðgerða hefði
starfsfólkið aldrei
fengið launin sín og
ekki heldur haft
vinnu.
CMR stendur fyrir
Customer Relations-
hip Management og
nýr framkvæmda-
stjóri þess er Gylfi
Þórisson sem áður
var forstöðumaður
GSM-deildar íslands-
síma. Auk Tæknivals eru aðaleig-
endur íslenskrar miðlunar Kaup-
félag Árnesinga og Sparisjóður
Hafnarfjarðar.
„Þaö er enn óljóst hvað verður
um íslenska miðlun en þetta var
eina leiðin til að eiga möguleika á
að semja um skuldir fyrirtækis-
ins og að því stefnum við,“ segir
Árni. -EIR
Ekki meiri styrkir
Sturla Böðvarsson
samgönguáðherra
hefur brugðist
þannig við þeim
„kröfum“ forsvars-
manna ýmissa sveit-
arfélaga á lands-
byggðinni um auk-
inn styrk til innan-
landsflugs að flugið hafa verið styrkt
mikið á undanförnum árum og ekki
sé fyrirhugað að styrkja innanlands-
flugið á næstunni.
Bílstjórar sömdu
Nýr kjarasamningur milli Bif-
reiðastjórafélagsins Sleipnis og Sam-
taka atvinnulífsins hefur verið undir-
ritaður en efni hans ekki upplýst að
svo stöddu. Samningaferlið tók 18
mánuði og haldnir voru um 50 samn-
ingafundir áður en deiluaðilar
komust að niðurstöðu.
Þrengsli á gjörgæslu
Hvert rúm er skipað á gjörgæslu-
deild Landspítala i Fossvogi, m.a.
vegna tíðra slysa að undanförnu.
Verði ekki lát á slyasahrinunni gæti
komið til alvarlegra vandræða á
deildinni vegna plássleysis.
Þyrlar upp moldviöri
Einar Rafn Har-
aldsson, talsmaður
samtakanna Aíl fyr-
ir Austurland, segir
að Náttúruvernd
ríkisins þyrli upp
moldviðri og vinnu-
brögð stofnunarinn-
ar varðandi umsögn
um álver í Reyðarfirði séu dapurleg.
Stattu þig, Páll
Aðstandendur þroskahefts fólks
fjölmenntu i miðbæ Reykjavíkur í
gær til að vekja athygli á slæmri
stöðu skjólstæðinga sinna og seina-
gangi t samningaviðræðum ríkisins
og þroskaþjálfa. Hópurinn afhenti
Páli Péturssyni félagsmálaráðherra
áskorun af þessu tilefni og fékk Páll
að heyra það frá einum fundarmanna
að hann ætti að fara að taka til hend-
inni í ráðuneyti sínu og sýna aö hann
væri starfi sínu vaxinn. „Þetta er
móttekið," var svar ráðherrans.
Togarafjöldi í Hafnarfirði
Mikill fjöldi erlendra togara var í
Hafnarfjarðarhöfn í gær. Þeir voru
hátt í 20 talsins þegar flest var og
flestir rússneskir eða þýskir. Togar-
arnir hafa að undanförnu stundað
karfaveiðar á Reykjaneshrygg og
þessir voru að koma inn til löndunar
að þeim loknum.
Óheftar veiðar áfram
Strandþjóðirnar við norðanvert
Atlantshaf sem stunda kolmunna-
veiðar héldu fund í Færeyjum í gær
þar sem freista átti að ná samkomu-
lagi um veiðarnar. Fundurinn bar
engan árangur og verða því
kolmunnaveiðar óheftar áfram og
hver veiðir sem betur getur.
Enginn pappír til
Enginn pappir er til í landinu til
að nota í ný ökuskírteini og verður
ekki fyrr en um næstu mánaðamót.
Þangað til kemur það í hlut sýslu-
manna á hverjum stað að gefa út
bráðabirgðaökuleyfi til þeirra sem
þurfa ný skírteini.
Haldið til haga
Með viðtali við
Sigurð Friðjóns-
son, oddvita Dala-
byggðar, á bls. 6 í
DV i gær, var fyrir
mistök birt mynd
af Sigurði Á.
Friðþjófssyni. Hér
er birt rétta
myndin.
-gk