Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 Fréttir DV ^ Helgafellsnauðgarinn situr í fangelsi og afplánar: A upptökuheimili frá 13 ára aldri - umpólaðist við skilnað foreldra sinna, segir nákominn vinur Nauðgun Helgafellsnauögarinn misþyrmdi sambýliskonu sinni meö hroöalegum hætti. Aö sögn vinar hans trylltist hann af afbrýöisemi og næstu ktukkustundirnar nauögaöi hann og svívirti 17 ára sambýliskonu sína. Myndin er sviösett. „Mér er óskiljanlegt hvers vegna maðurinn framdi þennan hroðalega verknað. Hann hafði búið með stúlkunni í fjögur ár og ég veit ekki til þess að hann hafi áður lagt á hana hendur,“ segir nákominn vin- ur nauðgarans sem misþyrmdi sam- býliskonu sinni með hroðalegum hætti að Kiljá í Helgafellssveit í ágúst 1999. Eftir atburðinn hótaði maðurinn fórnarlambinu nokkrum sinnum með símhringingum og SMS-boðum og fékk lögregluáminn- ingu. Nokkru síðar hvarf hann úr landi og var sem jörðin hefði gleypt hann þar til sænska lögreglan hand- tók hann ári síðar fyrir ölvun- arakstur. Skömmu seinna féllst hann á að fara til íslands og svara fyrir glæp- inn í sumarhúsinu að Kiljá. Vinur hans segir að hann hafi tryllst af af- brýðisemi sem hafi markað upphaf atburðarásarinnar. Hamingjurík sska Nauðgarinn átti hamingjuríka æsku í sjávarplássi suður með sjó. Þegar hann var 13 ára að aldri skildu foreldrar hans og fjandinn varð laus. „Hann var glaðvært barn og ærslafullur en það var ekkert illt i honum. Þegar foreldrar hans skildu var eins og hann umpólaðist og hann leiddist út í innbrot og bíl- þjófnaði,“ segir vinur hans sem ekki vill láta nafns síns getið vegna þess hve viðkvæmt málið er meðal fjölskyldu og vina. Hann segist alls ekki vilja mæla verknaði vinar síns bót. Hann verði að axla ábyrgð af þeim hræðilega verknaði sem hann gerðist sekur um þegar hann nauðgaði sambýlis- konu sinni og misþyrmdi. „Hann hefði mín vegna mátt fá lengri fangelsisdóm," segir hann. Nauðgarinn, sem var 22 ára þegar atburðurinn átti sér stað, lenti á upptökuheimili fyrir vandræðaung- linga nokkru eftir skilnað foreldra sinna. Þar segir vinur hans að hon- um hafi nokkrum sinnum verið refsað með því að teipað hafi verið fyrir munn hans og hann lokaður niðri í kjallara. „Grunnurinn að glæpaferli hans var lagður á upptökuheimilinu. Strax og hann varð 16 ára tók við fangelsisvist. Fangelsið skemmdi hann enn frekar og gerði hann að þeim manni sem hann nú er,“ segir vinur hans. í fangelsi Nauðgarinn situr nú í fangelsi og afplánar dóm vegna auðgunarbrota. í framhaldinu mun hann taka við af- plánun vegna nauðgunarinnar. Samkvæmt dómi héraðsdóms er honum gert að sitja inni í þrjú ár en allar líkur eru til þess að mál hans fari fyrir Hæstarétt. Lögfróðir menn telja yfirgnasfandi líkur á því að Hæstiréttur þyngi dóminn í ljósi þeirrar miklu reiði sem er í samfé- laginu vegna málsins. Refsiramminn í nauðgunarmálum heimilar allt að 16 ára fangelsi en dómahefð hefur ráðið því að nauðg- arar fá ekki meira en þriggja ára fangelsi og gjarnan minna. Vinur Helga- fellsnauðgarans seg- ir að hann hafi um árabil verið í óreglu og aðeins einu sinni reynt að hætta. „Þá lenti hann í mótorhjólaslysi og fótbrotnaði. Þá ákvað hann að reyna að losna úr ruglinu en bindind- ið entist stutt,“ seg- ir maðurinn. Nauðgarinn hefur setið í fangelsi meira og minna síðan hann var 16 ára. Vinur hans telur líklegt að á síðastllðnum níu árum hafi hann eytt sex árum á bak við rimlana. „Hann hefur aldrei látið segjast. Þó hann hafl losnað á skilorði hefur hann ekkert hugsaö um að lenda ekki inni. Þannig hefur hann hvað eftir annað veriö tekinn fyrir að rjúfa skilorð," segir vinur hans. -rt Fangelsi fyrir árás á konur Akureyringur um þrítugt hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur fyrir árás á tvær kon- ur á skemmtistaðnum Sjallanum en atburðurinn átt sér stað um mitt ár 1999. Konurnar tvær voru á leiðinni upp stiga í húsinu sem liggur að klefa plötusnúða þegar maðurinn kom þar að. Hann hrinti annarri konunni niður stigann og hafnaði hún ofan í pappakassa á gólfinu. Hina konuna togaði hann niður stigann með þeim afleiðingum að höfuð hennar rakst utan í stiga- handriðið áður en hún féll niður á gólfið. Þar hélt hann henni fastri á hárinu þar til hin konan gat komið til hjálpar. Sýslumaðurinn vísaði málinu frá á þeirri forsendu að rannsóknar- gögn þóttu ekki nægjanleg eða lík- leg til að ná fram sakfellingu. Ríkis- saksóknari felldi ákvörðun sýslu- manns úr gildi og lagði fyrir hann að hlutast tii um yfirheyrslu tveggja vitna en framburður þeirra reyndist siðan vega þungt þegar refsing í málinu var ákveðin. Maðurinn neitaði ávallt sök í málinu. Dómurinn taldi hins vegar framburð kvennanna trúverðugan og studdan vitnum. Maðurinn var því dæmdur í 60 daga fangelsi, skil- orðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða konunum tveimur tæplega 130 þúsund króna bætur með vöxtum og til greiðslu alls málskostnaðar. -gk Sýknaður af ákæru um nauðgun Tæplega þrítugur karlmaður hef- ur verið sýknaður af ákæru um að hafa í janúar á síðasta ári notfært sér andlega annmarka konu um tví- tugt og haft við hana samfarir á sal- emi vinnustaðar hennar. Fyrir Hér- aðsdómi Norðurlands eystra var krafist refsingar yflr manninum og að honum yrði gert að greiða kon- unni 400 þúsund króna í miskabæt- ur. Maðurinn játaði að hafa haft sam- ræði við konuna á vinnustað henn- ar en þaö hafi verið með samþykki hennar. Fram kom að ákærði hefur verið undir eftirliti geðlækna, sál- fræðinga og félagsmálastofnana um langa hríð og var metinn 75% ör- yrki árið 1991 á grundvelli þroska- hömlunar. Fyrh' dómi komu fram staðhæf- ing mannsins gegn staðhæfingu konunnar um hvort nauðgun hafl átt sér stað. Dómnum þótti að teknu tilliti til ýmissa þátta málsins var- hugavert að telja sök mannsins sannaða og sýknaði hann því af öll- um kröfum. -gk Maður aera ílúði til útltindu ftá 15 mánaðíi dómi og kynicrðismálTT rátmsúkn: Framsals krafist á nauðg ara og árásarmanni - <;ftirlýKtur oí lutnrpol - Svíar himdtcikii miuininn k< rr» U> U:» imuIu : trm i v-í «mt UfTKW* a|»ly>W»i *í «tvn»Av * VíHiiSvl d bvr iftftÍM 4 $.!»!»r»ll»s; »!• ««> !>mb *rtú*r.i( K/rir «« !ita»»*t»i......................... ... ....................... *-“■ IM—***- ....................................*r«u»t HtíS&lt* <Mu brít JwMMnr i Y/H* V ................. • tMWM&ttW.' KMÚNÍ ÖÚNV 55»f f'irir iíirí" ■’ Ir. tjttláii kl:% át-jUM ki nuftMit Nauðgara leitaö Frétt DV frá því í febrúar. rf* w igf* íí) J REYKJAVÍ Sólariag i kvöld 23.35 Sólarupprás á morgun 03.32 Síðdeglsflóö 22.18 Árdegisflóö á morgun 10.44 Skýringar á veöurtáknum 10 ____HITI 16' ■■Efflfflffii AKUREYRI 23.55 02.37 15.170 02.51 ViNDSTYRKUR i metriiín á sekúndu ■10; V, FROST tejÍB Slydda á hálendinu Norðaustan 5-10 m/s. Lítils háttar súld á Norður- og Austurlandi en slydda á hálendinu noröan Vatnajökuls. Skýjaö með köflum eöa léttskýjað annars staðar og hætt við síðdegisskúrum sunnanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast sunnanlands. 3fe>. "Ó LÉTTSKÝJAÐ HALF. SKÝJAB ALSKÝJAÐ SKÝJAD *iY RIGNING SKÚRIR SLYÐDA SNJÓKOiYiA ÉUAGANGUR '/0* ÞRUMU- VEOUR 0 SKAF RENNINGUR Ástand fjallvega U » Gæsavatnaleiö lokuö Langflestir vegir á hálendi íslands eru nú orönir færir. Þó er Dyngjufjalla- og Gæsavatnaleiö enn lokuð. Unnið er aö viðgerð á brú á leiöinni út í Fjörður og styttist í að sú leið veröi fær. Vegir á tkygg&um •væðum •ru lokaðlr þar tll annað vorður auglýat www.vagag.la/faanl ;io ifii Hlýjast sunnanlands Noröaustan 5-10 m/s. Lítils háttar súld á Norður- og Austurlandi. Skýjaö meö köflum eöa léttskýjað annars staðar og hætt viö síðdegisskúrum sunnanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast sunnanlands. Fostudgij Vindur: 4-7» Laujgardá 'igid StlllllU í ii no —^ Hiti 0° tii -0“ Hæg norölæg eða breytlleg átt. Skýjaö með köflum og þurrt að kalla. Hltl 6-15 stlg, hlyjast sunnanlands. :R. Vindur: 4-7 Hiti 0° tii -0’ Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hltl 6-15 stlg, hlýjast sunnanlands. Vlndun í 4-6 m/s ) Hiti 0° tit 4)“ Hæg breytlleg eða suölæg átt. Skýjað meö köflum og hætt við síödeglsskúrum austan tll. Heldur hlýnandl, einkum um landlð austanvert. AKUREYRI skýjaö 7 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK alskýjaö 4 EGILSSTAÐIR 6 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 7 KEFLAVÍK hálfskýjað 8 RAUFARHÖFN alskýjaö 5 REYKJAVÍK léttskýjaö 7 STÓRHÖFÐI skýjaö 9 BERGEN skúr 15 HELSINKI skýjaö 19 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 17 ÓSLÓ alskýjaö 16 STOKKHÓLMUR 19 ÞÓRSHÖFN rigning og súld 10 ÞRÁNDHEIMUR alskýjaö 13 ALGARVE heiöskírt 21 AMSTERDAM skúr á síð. klst. 16 BARCELONA mistur 21 BERLÍN rigning á síö. kl.18 CHICAGO léttskýjaö 21 DUBLIN skúr 11 HALIFAX súld 12 FRANKFURT rigning 16 HAMBORG rigning á s!ö. kl.15 JAN MAYEN skýjaö 4 LONDON skýjað 14 LÚXEMBORG MALLORCA heiöskírt 21 MONTREAL skýjaö 18 NARSSARSSUAQ alskýjað 7 NEW YORK hálfskýjaö 25 ORLANDO heiöskírt 23 PARÍS léttskýjaö 15 VÍN hálfskýjaö 18 WASHINGTON þokumóöa 20 WINNIPEG heiðskírt 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.