Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 I>V Fréttir 7 Úrskurðað um Noral-framkvæmdir í ágúst: Bíðum með öndina - í hálsinum, segir formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar Frá Eskifiröi íbúar Fjarðabyggðar hafa miklar væntingar til fyrirhug- aðrar álversbyggingar í Reyðarfirði. Formaður bæjar- ráðs óttast mikinn brottflutning fólks ef ekkert verður af framkvæmdum. Frestur til að skila inn at- hugasemdum til Skipulags- stofnunar vegna umhverfis- mats á álverinu í Reyðarfirði rann út 6. júlí. Búist er við niðurstöðu stofnunarinnar í ágúst. Miklar væntingar eru til þessara framkvæmda fyrir austan en ljóst er að sú glæsi- mynd hrynur ef ekkert verö- ur af framkvæmdum. „Við bíðum auðvitað með öndina í hálsinum eftir niður- stöðu. Við höfum þó ekki ástæðu til að ætla annað en af þessum framkvæmdum verði,“ segir Ásbjörn Guðjóns- son, formaður bæjarráðs Fjaröabyggðar, en hann býr á Eskifirði. „Það er mikið í húfi og það verður dökkt fram undan hér á Austurlandi ef þetta gengur ekki eftir. Það er búið að leggja mikla vinnu í undirbúning og miklar væntingar hjá fólki. Ég býst við að margt fólk flytji á brott ef ekkert verður af þessu. Það má segja að það sé í raun allt undir í þessu máli. Ekki veitir heldur af að koma fleiri stoðum undir atvinnulíf- ið en fiskiðnaði. Ég blæs á þá gagn- rýni sem verið hefur á málið þó við verðum eflaust að hlýta einhverjum niðurstöðum sem koma úr umhverf- ismatinu. Við erum þó enn bjartsýn á að þetta gangi upp,“ segir Ás- björn. Málið verður væntanlega rætt á fundi bæjarráðs Fjarðabyggð- ar á fimmtudag og þá væntanlega líka mat Náttúruverndar ríkisins. Undanfarin misseri hefur nær öll umræða um framtíðaruppbyggingu á Austfjörðum miðast við að álver rísi í Reyðarflrði. Gert er ráð fyrir byggingu 900 íbúða, skóla, há- spennulína, jarðganga á milli byggðarlaga, vegagerð og fleiri þáttum. Ef ekkert verð- ur af fyrirhuguðum fram- kvæmdum þykir ljóst að þessi glæsta mynd uppbygg- ingar á Austfjörðum hrynur til grunna. Hagfræðistofhun Háskóla íslands tekur undir það sjónarmið og segir í um- sögn á umhverfismati að Austurland yrði fyrir miklu áfalli ef ekkert yrði af virkj- unar- og álversframkvæmd- um. Ljóst sé þó að ef slíkt yrði uppi á teningnum ykist þrýstingur á stjórnvöld að grípa til annarra úrræða fyr- ir austan. Skipulagsstofnun hefur fjór- ar vikur til að fara yfir um- sagnir og athugasemdir við umhverf- ismatið. Búist er við að um eða eftir 10. ágúst muni stofnunin úrskurða hvort hún fallist á framkvæmdir eða ekki í ljósi fyrirliggjandi umsagna. Hver svo sem sá úrskurður verður þykir ljóst að hann verður kærður til ráðherra sem tekur endanlega af skarið varðandi fyrirhugaðar fram- kvæmdir. Náttúruvemd ríkisins hefur dregið upp mjög dökka mynd af mengunará- hrifum álvers. Þá hafnar Náttúra- vernd ríkisins Kárahnjúkavirkjun sem mögulegum virkjunarkosti fyrir fyrirhugað álver í Reyðarfírði. -HKr. Furöu lostinn suður-afrískur sjómaður á Flateyri: Skipað að stytta línurennu Audi A6 2,8 V6 4x4, árg. '95,ek. 75 þús. km, ssk., leðurtopplúga, allt rafdrifið. Verð 2.260 þús. SERTILBOÐ 1.570 þús. Plymouth Voyager 3,0 I, 6 cyl., árg. '97,ek. 130 þ s. km, rennihurðir beggja megin. Verð 1.450 þús. ALLT AÐ 100% LÁN Einnig: Plymouth Grand Voyager 3,01,6 cyl., árg. '97,ek. 79 þús. km, grásans., allt rafdrifið. Verð 1.880 þús. -MATTHÍASAR V/MIKLATORG S. 562 1717 • Fax 511 4460 Opið á iaugardögum Nýtt simanúmer 562 1717 J - en má svo lengja aftur í september DV, FLATEVRI: „Þetta eru skrýtn- ar reglur, við verð- um að stytta línu- rennuna og pallinn sem hún er á um 40 sentímetra. Þessi búnaður má ekki vera lengri en metri á lengd. En mér skilst að svo megi lengja þetta aftur 1. september. Þetta er mjög skrýtið," segir Anthony Craig Wales ,sjómaður á aflahá- marksbátnum Gylli ÍS frá Flateyri. Þegar DV bar að garði voru vélsmiðir því að stytta línurennu bátsins vegna nýrra reglna þar um. Það er ekkert nýtt að bátar séu styttir og lengdir, allt eftir duttlungum keríís- ins hverju sinni. Þessi suður-afríski sjómaður á Flateyri, sem alinn er DV-MYND GS Renna eftir reglugerö Anthony Craig Wales styttir ásamt tveimur vélsmiðum línurennu Gyllis ÍS til aö full- nægja reglum. að vinna að upp þúsund kílómetra frá sjó, á afar erfitt með að skilja tilgang þessa fyrirkomulags enda muni vinnuað- staða um horð versna til muna og leiða af sér minna öryggi fyrir áhöfnina sem er að róa á smábátum á einhver viðsjálustu fiskimið í veröldinni. „Þetta verður hættulegra en áður. Það verður þrengra að athafna sig á þilfarinu sem kostar að við verðum að klöngrast um við miklu verri aðstæður en áður var. Ég bara skil ekkert í svona reglum sem gera störf manna hættulegri en þau voru fyrir," segir Anthony, furðu lostinn yfir íslenska reglugerðarbákninu sem setur sér- stakar reglur um línurennur smá- báta. -GS Ódrepandi sjóhundur á níræðisaldri: Rær á soðpottaleyfi - og lætur boð og bönn sér í léttu rúmi liggja Eyjólfur Guð- mundur Ólafsson, sem nú býr á dval- arheimilinu Hlíf á ísafirði, sækir enn sjóinn þrátt fyrir háan aldur. Hann er fæddur 27. desember árið 1916 og veröur því 85 ára á þessu ári. Hann leggur á Djúpið á skektu sinni hvenær sem færi gefst. Eyjólfur lætur boð og bönn kvótakerfisins ekki á sig fá og segist nú kvóta- laus róa á „soð- pottaleyfi1' eftir fiski úr ísafjarðar- djúpi. Hann lætur það heldur ekkert aftra sér þó fæturnir sé örlítið famir að fúna og drjúgur spölur að fara til skips. Hann er vaknaður DVJvlYND GVA Odrepandi sjóhundur Eyjólfur Guðmundur Ólafsson, sem nú býr á dvalarheimilinu Hlíf á ísa- firði, sækir enn sjóinn þrátt fyrir háan aldur. Hann er fæddur 27. desember árið 1916. Hann rær á skektu sinni hvenær sem færi gefst og sækir sinn soðningarkvóta. fyrir allar aldir til að gá til veð- urs og rær hvenær sem gef- ur á sjó. Það sem ekki fer ferskt í pottinn hjá Eyjólfi og ættingj- um hans hengir kappinn gjarnan upp í fljótandi hjall á Presta- bugtinni eða sel- ur úr skúffubíl sínum á götum miðbæjarins. Þar vigtar Eyjólfur beint upp úr kassa soðninguna fyrir bæjarbúa. Fleyið er nokkuð við aldur eins og eigandinn en ferðir vélbátsins Rúnu inn og út Skutulsfjörðinn eru fyrir löngu orðnar fastur þáttur í mannlíf- inu á ísafirði. -HKr. Melstari Schumacher hefur lagt nafn sitt við þessa ryksugu Höfum það á hreinu... Astæöurnar eru: 1) Hún er frá AEG 2) Hún er 1800 w 3) Hún hefur Ferrari útlitið Mkb«l SCIUJMACIIKR Mjög vönduð, ekta formúlu-húfa fylgir gripnum. Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.