Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 28
Opel Zafira FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 Um 40% fækkun sauðfjár hjá Goða: Kúabændur eiga 75 milljónir hjá Goða - engin skilgreind Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka 1 Borg- arfirði, formaður Landssambands kúa- bænda, segir að ekki sé fulluppgert við bændur vegna nauta- kjötsinnleggs hjá Goða i apríl, maí og júní og þar eigi bænd- ur inni um 75 milljón- ir króna, og ekki hafi fengist skilgreind loforð um hvenær og hvort þetta fáist greitt. Þórólfur segist hafa verið fullvissað- ur um að Goði fari ekki í gjaldþrot og salan til Norðlenska dragi úr likum á því. Ekki verður um slátrun að ræða í haust í verktöku á nautgripum og svín- um, enda stendur sú slátrun allt árið en sauðfjárslátrun að mestu i 5 vikur. Þórólfur segist vona að stórgripaslátur- hús Goða á Hellu verði áfram notað, en engin trygging sé tyrir því, en bændur muni reyna að koma gripunum að sem víðast, t.d. slátri hann hjá Sláturfélagi Vesturlands og SS, það ráðist af biðlist- um. Óvissa ríki hins vegar um framtíð loforð um greiðslu Sláturfélags Vestur- lands og hætti Goði muni aðrir sláturleyf- ishafar taka við og eílast, sem kannski sé hagkvæmt fyrir naut- griparæktendur. Aðalsteinn Jóns- son á Klausturseli á Jökuldal, formaður Landssamtaka sauð- flárbænda, segir að aö leysa verði þetta sláturmál fljótt. „Það er nóg af sláturleyfishöfum sem eru tilbúnir að kaupa kjötið af bændum ef þeir hafa hús til að slátra í. Allir sem hafa möguleika á þvi að komast að í öðrum húsum en hjá Goða hafa tryggt sér það. Það var slátraö um 240 þúsund fjár hjá Goða í fyrra en viðbótarslátur- geta í öðrum húsum er um 100 þúsund fjár, og hún verður fullnýtt. Það verður því slátrað um 140 þúsund fjár í verk- töku hjá Goða. Þetta þýðir meiri flutn- inga á sauðfé og aukinn kostnað og vinnu fyrir sauðfjárbændur, en trygg- ingu fyrir því að fá afurðimar greidd- ar,“ segir Aðalsteinn Jónsson. -GG Þórólfur Sveinsson. DV-MYND GVA Fyrsta hringtorgiö á Vestfjöröum Tímamót veröa á Vestfjöröum þegar fyrsta hringtorgiö í fjóröungnum veröur tekiö í notkun innan skamms þar sem all- argötur mætast í miöbæ ísafjaröar. Á hringtorgið eftir aö bæta alla umferö í höfuöstaö Vestfiröinga og veröur meöal annars til þess aö nú geta ísfiröingar loks lagt bílum sínum almennilega viö kirkju staðarins þegar þeir mæta akandi í sunnudagsmessuna. Harðir andstæðingar aftur saman í stjórn eftir dramatískan hluthafafund: Sverðin slíðruð - segja deilurnar í Lyfjaversluninni efla fyrirtækið Norsku loðnuskipin: - Ákærur í dag Norsku loðnuskipin þrjú, sem færð voru til hafnar á Seyðisfirði vegna gruns um að þau hefðu veitt loðnu í lögsögu íslands eftir að kvóti þeirra þar var uppurinn, fá sennilega leyfi í dag tiil að sigla til Noregs eftir að kæra hefur verið gefm út á heridur skipstjórum þeirra. Skýrslutökum lauk i gærkvöldi. Dómsátt var í gær gerð i máli skip- stjórans á norska skipinu Magnarson sem fært var til ísafjarðar. Samið var um að útgerð skipsins greiddi 1,8 milljóna króna sekt og þá voru um 700 tonn af 750 tonna afla skipsins gerð upptæk. Sektarféð rennur í Landhelg- . issjóð en Magnarson sigldi úr ísafjarð- 'lMi' arhöfn eftir að málinu lauk. -gk Þorlákshöfn: Síld á stöng Starfsmenn hafnarinnar í Þonaks- höfn urðu í gær varir við kolsvartar síldartorfur í höfninni. Að sögn Er- lends Jónssonar hafnarvarðar er síld- in smá, líklega um 8 til 15 cm á lengd. „Ég man ekki eftir að hafa séð torfur hérna í höfninni. Það er náttúrlega gott ef Suðurlandssíldin er komin og sannast sagna þá er allt vaðandi í sDd hérna. Það var maður hérna í gær- kvöld sem náði að húkka nokkrar með veiðistöng og þríkrækju," segir Er- lendur Jónsson um hið óvenjulega ástand í Þorlákshöfn. -aþ Sigurvegari dramtísks hluthafa- fundar í Lyfjaverslun íslands í gær er án efa Lárus Blöndal sem barðist hart fyrir því að fá rift ákvörðun fráfarandi meirihluta á kaupum á Frumafli, fyrirtæki Jó- hanns Óla Guðmundssonar. Lárus segir aö orrahríðin hafi verið mik- il. „Þetta er búið að taka heilt sum- arfrí og nokkrum vikum betur. Ég held að þetta sé fyrst og fremst sigur fyrir Lyfjaverslun íslands. Ég lít alls ekki á þetta sem neinn persónulegan sigur fyrir mig. Nú eiga menn bara að taka höndum saman um að vinna úr þeim mörgu verkefnum sem fyrir liggja og gera þetta að enn betra fyrir- tæki en það er í dag.“ - Hvað með áhrif deilnanna á félagið? „Ég held ég geti sagt að þau séu frekar jákvæð. Mér skilst að starfsmenn hafi verið mjög ein- huga á bak við það sem við höfum verið að gera. Ég held að þetta Lárus Grímur Blöndal. Sæmundsen. hafi frekar þjappað saman starfs- mönnum þeirra þriggja fyrirtækja sem verið er að sameina í Lyfja- verslun íslands á bak við þann málstað sem við vorum að flytja á fundinum." - Voru menn ekki að missa af neinum tækifærum með því að samþykkja riftun á kaupsamn- ingnum á Frumafli? „Ég ætla ekki að dæma um þaö á þessum tímapunkti. Hins vegar snerist þetta ekki um kaupin á Frumafli ein og sér. Það snerist um kaupin samkvæmt þessum Ögmundur Ingibjörg Sólrún Jónasson. Gísladóttlr. við sig í Samfylkingunni. Össur lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann vildi kaupsamningi sem gerði ráð fyrir afhendingu á um 180 milljónum króna hlutafjár að nafnvirði í Lyfjaversluninni sem eru upp á tæpan milljarð miðað við gengið í dag.“ Grímur Sæmundsen varð ásamt meirihluta stjórnarmanna undir á hluthafafundi Lyfjaverslunar ís- lands í gær. Hann var þó eigi að síður endurkjörinn í nýja stjórn félagsins ásamt Lárusi Blöndal og sagði í samtali við DV að mönnum bæri eðlilega að hlíta niðurstöð- um fundarins. „Hluthafarnir hafa tekið afstöðu í þessu máli og þar á undan tók Hæstiréttur afgerandi afstöðu og það mótaði fundinn mjög mikið. Niðurstaðan er því skýr og menn verða bara að vinna í samræmi við hana.“ - Verður ekkert erfitt fyrir þig að ganga nú til liðs við nýja stjórn i ljósi liðinna atburða? „Nei, ég er búinn að vinna að málefnum Lyfjaverslunar íslands í á fjórða ár og hef áhuga á að gera það áfram. Þetta eru reyndar menn sem flestir unnu meö mér í fyrri stjórn og átti ég þá við þá mjög gott samstarf. Deilum aðila er þó í sjálfu sér ekki lokið. Það þarf aö leysa mál þó fundurinn hafi ákveðið að beina því til stjórnar að rifta þessum samningi við Frumafl. Það er í sjálfu sér engin niðurstaða og menn verða nú að setjast niður og finna lausn- ir. Ég ætla að leggja mitt af mörk- um í því að slíkar lausnir finnist." - Eru áhrif deilnanna ekki slæm? „Það er oft talað um að betra sé illt umtal en ekkert. Ég held að Lyfjaverslun íslands komi til með að standa sterkari eftir þennan ágreining en fyrir. Svona ágrein- ingur styrkir innviði þegar upp er staðið og skerpir á. Ég vona að ný stjórn beri gæfu til aö vinna úr þeim krafti sem er í félaginu.“ -HKr. Sjá nánar bls. 2 Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 FEKK5THUN A FLUGU? Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin: Kann að meta heiðarleika - segir Ögmundur Jónasson, „Jú, það er greinilegt að Össur Skarphéðinsson lítur á Ingibjörgu Sól- rúnu sem flokksfélaga og samherja og ég skil það svo að borgarstjóra þyki eðlilegt að setja málið í það samhengi. Mér finnst ágætt að fólk komi hreint til dyranna, það gerir Össur og það gerir borgarstjóri einnig," segir Ög- mundur Jónasson, þingmaður VG, um þau ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að hún hafi skilning á og telji eðlilegt að Össur Skarphéðinsson sem stjórnmálaleiðtogi vildi fá sem flesta sterka stjórnmálamenn til liðs Vinstri grænum Ingibjörgu i framboð til Alþingis fyrir Samfylkinguna, en Ingibjörg hefur sagt að það komi ekki til greina að óbreyttu. „Ég met það þegar menn tala heiðarlega um hlutina eins og hér er gert, en við eigum hins vegar núna í könnunarviðræðum um samstarf milli þessara þriggja flokka, Samfylk- ingar, Framsóknar og Vinstri grænna, og þar er rætt um málefni og síðan munu menn ræða um hvemig aðkoma flokkanna verður að sam- starfinu ef af verður," segir Ögmund- ur Jónasson. -BG Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.