Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 Skoðun I>V rníng dagsins Ertu búin/n að ferðast eitthvað í sumar? Stríðstímar eru óeðlilegir Aníta Kristjánsdóttir, 5 ára: Já, ég er búin aö fara í tjald og í sumarbústaö. Þórunn Gunnsteinsdóttir húsmóöir: Já, tvær útilegur, upp í Munaðarnes og svo í Skorradal, þaö var mjög fínt. stuöningsfulltrúi: Já, í Húsafell, Þórsmörk og Hraun- borgir. Stefnan er svo á tíu daga ferö um öræfin. Grétar Geir Þórarinsson, 5 ára: Já, á Hofsós og þaö var voöalega gaman. Asgerður Þrainsdottir, 7 ara: Búin aö fara tvisvar sinnum í Þórs- mörk, Húsafell og svo í Hraunborgir. Viðar Einarsson: Já, ég er búinn aö fara til Costa Del Sol og er á leiö til Akureyrar, mekka íslands. éJL Konráö Runar Friöfinnsson skrifar: Á stríðstímum er ekki óalgengt að menn missi stjórn á sér og fram- kvæmi hluti sem þá myndi ekki óra fyrir að þeir ættu eftir að gera en gerðu þó. Lesið bara söguna og þið komist að raun um að svona er þetta og ekkert öðruvísi. Svo koma friðartímar og - tími til hreingern- inga. „Sigurvegararnir" fara og leita uppi fólk sem fór fyrir til að draga það fyrir dómstóla, eða taka af lífi án dóms og laga. í dag er Milosevic, fyrrum forseti Júgóslavíu, fyrir rétti vegna stríðs- glæpa í landi sínu. Dómstóllinn sem dæmir hann var settur á laggirnar fyrir nokkrum árum tii að taka einmitt skjótt og örugglega á mál- um: „Þessir kallar mega ekki sleppa, heldur verður að draga þá til saka og framfylgja öllu réttlæti" eins og sagt er. Og nú sem sé situr þessi fyrrum valdsmaður i réttarsal og svarar til saka og mun að öllum líkindum verða dæmdur af þessum stríðsglæpadómstóli. Og menn anda léttar. Réttlætið hefur náð fram að ganga þegar öllu er á botninn hvolft. Eða er ekki svo? Þessu vilj- um við alltént trúa. „Sigurvegararnir" sleppa með skrekkinn og verða ekki dæmdir því að nú eru þeir komnir með lög- in í sínar hendur og lögin munu verja þá. Þeir eru jú sigurvegarar! Unnu stríðið og hinn sigraði situr á bekk sakamannsins, fyrirlitinn og dæmdur af almúganum. Öll stríð enda nefnilega með „sigurvegara og hinum sigraða". Þótt allir viti að báðir aðilar hegðuðu sér með svip- uðum hætti á meðan ófriðurinn varði og unnu svipuð spjöll á fólki og eignum. Enginn munur er á þessu þegar striðsástand geisar í löndum. - Vegna þess að ástandið er óeðlilegt, sjúkt, myrkvað. Milosevic á leiö í réttarsalinn „Öllu réttlæti veröur aö framfylgja“ eins og sagt er. „Ekkert hefur breyst. Og dómstóllinn mun væntan- lega halda dfram að dœma „hinn sigraða“ en hlífa sigurvegaranum sem hefur leyfi manna, þjóðarinnar...“ Já, virkur stríðsdómstóll er til. Þessi dómstóll leitar uppi aðila sem fremja voðaverk í styrjöldum, öðr- um til viðvörunar - að talið er. En samt eru í gangi tugir styrjalda víðs vegar um heiminn, i þessum rituðu orðum, hatrammar og ógeðslegar sem fyrr. Ekkert hefur breyst. Og dómstóll- inn mun væntanlega halda áfram að dæma „hinn sigraða" en hlífa sigur- vegaranum sem hefur leyfi manna, þjóðarinnar, til að vippa sér á bak við lög landsins sem hann sjálfur hefur búið til. En þetta er ekki aðalatriði máls- ins, heldur hitt, að þjóðin býr nú við frið; uppbyggingarstarf er hafið og almenningur getur aftur gengið ör- uggur um götur strætanna sem hann hefur alist upp á og jafnvel elskar. - Það er kjarni málsins. Fangar og frelsi Einar Ingvi Magnússon skrifar: Ungur maður hefur verið dæmd- ur í 16 ára fangelsi fyrir morð. Það var hörmulegur atburður sem kom honum þangað, stundarbræði býst ég við. Við verðum að standa reikn- ingsskil af gjörðum okkar. Það er einfaldlega lögmál lífsins. Og hver er sinnar gæfu smiður eins og hið fornkveðna segir. Mér var hugsað til þessa unga manns sem getur ekki um frjálst höfuð strokið vegna glæps síns en einnig til fólks al- mennt sem fer frjálst ferða sinna, án tálmana. - En sumir hverjir eru ekki frjálsir. Þeir eru fangar eigin gjörða og samvisku, þótt þeir hafi aldrei hlotið veraldlega dóma í dómskerfi samfélagsins. „Frelsissvipting innan fangelsisveggja þarf ekki að þýða eintóma óhamingju. Refsing er ávallt til bless- unar því hún snertir sam- visku manns.“ Þeir eru óhamingjusamir og íjötraðir í andlega hlekki sem jafn- vel læknavísindin hafa engin ráð gegn. Sumir eru bugaðir af sorg og samvisku. Aðrir bíða dauðans vegna óábyrgrar hegðunar sem sýkt hefur þá af eyðni, krabbameini af völdum reykinga og svo mætti lengi telja. Frelsissvipting innan fangelsis- veggja þarf ekki að þýða eintóma óhamingju. Refsing er ávallt til blessunar því hún snertir samvisku manns og á að fá okkur til að íhuga lögmál lífsins, bæta ráð okkar og verða betri manneskjur. Menn koma sér í alls konar skuldir við guðleg lögmál sem ríkja í lífi okkar. Við verðum aö standa reikningsskil af öllum okkar gjörð- um. Og þótt misgjörðir okkar hafi komið okkur á bak við lás og slá, vegna þess að við erum ófullkomin og vissum ekki betur, getum við samt fundið frelsið innan fangelsis- veggjanna með því að öðlast skiln- ing á lögmáli orsaka og afleiðinga og sættast við Guð og menn. - Það vildi ég sagt hafa þessum unga manni. Þá er Frjálslyndi flokkurinn búinn að minna á sig á ný varðandi framboð til borgarstjórnar- kosninganna. Flokkurinn bylti sér aðeins sl. vet- ur og lét þá aö því liggja að hann hygði á fram- boð til sveitarstjórna og samkvæmt fréttum í vikunni eru þau áform flokksins alveg óbreytt. Garri sér að ílokkurinn er enn ekki kominn með endanlegan frambjóðanda í höfuðborginni og vill því gripa tækifærið til að stinga upp á Sverri Hermannssyni sjálfum í efsta sætið. Hin skel- egga dóttir hans gæti síðan verið i öðru sæti til að tryggja þetta sem fjölskylduframboð og síðan gætu einhverjir vandalausir komið næst - Valdi- mar Jóhannesson eða Jón í Jámblendinu eða einhver annar. Best væri náttúrlega ef frjálslynd- ir næðu að leggja niður innbyrðisdeilurnar og fá hinn sívinsæla Gunnar Inga Gunnarsson heilsu- gæslulækni í lið meö sér en litil von mun þó til þess. Raunar kæmi ekki á óvart þótt Gunnar Ingi og hans stuðningsmenn myndu líka bjóöa fram því líkt og félagar þeirra í Frjálslynda- flokknum hljóta þeir aö sjá að nú er tækifærið vegna þess að allir eru orðnir svo leiðir á R-list- anum og Sjálfstæðisflokknum. Jafnvel Grýla Garri sá það nefnilega í Fréttablaðinu í gær að Margrét Sverrisdóttir Her- mannssonar gerir sér vel grein fyrir því tækifæri sem nú hefur gefist því hún segir ljóst að sjálf Grýla myndi fá talsvert af atkvæðum ef hún byði sig fram og ekki veit Garri hvort fleiri en hann tóku þessum skilaboðum þannig að hún væri í raun að skora á Gunnar Inga að fara fram líka - en hitt er ljóst að Gunnar hefur lengi veriö grýla Frjálslynda flokksins. Og hver veit nema fleiri gagn- merk þjóömálasamtök stökkvi á þennan vagn líka og dettur Garra í hug að úr því Grýla er líkleg til að fá at- kvæði þá hljóta líka græningjar, kristilegir og Flokkur mannsins að eiga meiri séns en nokkru sinni fyrr. Örlítlll óttl En þó svo að Garri muni ávallt fagna fram- gangi Sverris Hermannssonar og fjölskyldu hans í pólitík, hvort sem það er í landsmálapólitík, bankapólitík eða bara í sveitarstjórn, þá vekur það óneitanlega nokkurn ótta að hann skuli velja einmitt þennan tíma til að fara fram. Sverrir, og allt hans fólk, er auðvitað - þó hann vilji ekki viðurkenna það akkúrat núna - góður og gegn sjálfstæðismaður og þeir sem styðja hann eru auðvitað gegnheilir sjálf- stæðismenn líka. Því er hætt við að framboð frá hinni frjálslyndu fjölskyldu Sverris muni spilla mun meira fyrir sjálfstæðismönnum í borg- inni en fyrir Reykjavíkurlist- anum. Og vegna þess að Garri er dyggur stuðnings- maöur og aðdándi Davíðs og Sjálfstæðisflokksins hefði hann kosið að Sverrir gerði eitthvað sem spillti frekar fyrir R-listanum en Sjálfstæðisflokknum. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða og þvf mun Garri - eins og hinir stórkarlarnir í Sjálfstæðisflokknum - áfram naga handarbökin fyrir það að hafa farið svona ógæti- lega að Sverri í Landsbankanum þarna um árið þegar hann þurfti að yfirgefa bankann með einn plastpoka í hendinni eins og hver annar plast- pokamaður. Það var jú þá sem þetta byrjaði allt saman. Garn Tækifæri gripiö Sjónvarpið í nýtt húsnæði Nauöungaráskriftin þvingar. RIJV veröur aö loka Erla Magnúsdóttir skrifar: Það er kannski að bera í bakkafull- an lækinn að minnast enn á Sjón- varpið og dagskrá þess, eftir allt sem á undan er gengið frá áskrifendum sem telja sig ekki bara hlunnfarna hvað dagskrána varðar, heldur eru uppgefnir að geta ekki um frjálst höf- uð strokið vegna nauðungaráskriftar RÚV og þá sérstaklega Sjónvarpsins. Það er ótrúlegt að ráðamenn, þ.m.t. þingmenn, skuli verja þetta rándýra apparat, Sjónvarpið, og skuli ekki skynja andúð fólks gagnvart Sjón- varpi RÚV. Og yfir þessu situr svo fyrrverandi borgarstjóri okkar keng- boginn og eins og í „hnappheldu" og má sig hvergi hræra. Starfsmenn RÚV sjá um það. En nú er mælirinn fullur. Sjónvarpinu verður að loka. Óborganlegar greinar Guðrún Jacobsen skrifar: Eftir að hafa fylgst með harmagráti fólks í dagblöðunum undanfarna mánuði, fólks sem almennt talað sér ekki út yfir sinn eigin grautardisk, finnst mér ég skyldug að þakka inni- lega þeim pistlahöfundum DV sem skemmta mér. Blaðamenn sem leggja það á sig að skrifa jafn óborganlegar greinar og til að mynda „Músik og matur“ eða „Sumarfríið mitt“ ættu að vera hærra launaðir en almennt ger- ist og gengur í okkar „þrautpínda" þjóðfélagi. - Ég endurtek þakkir mín- ar tU þessara manna. I Smáranum í Kópavogi Er þörf á fleiri verslunarbáknum? Fleiri „kringlur“ óþarfar Halldór Árnason hringdi: Ég efast um að fleiri nýjar „kringl- ur“, eins og sú sem nú er þegar í hinni einu viðurkenndu Kringlu sem við eigum þarna við Miklubrautina, gangi hér á höfuðborgarsvæðinu. Eða hvaðan ætti aUur sá fjöldi að koma tU að versla í nýrri ógnarstórri verslun- armiðstöð í Smáranum í Kópavogi? Ég efast líka um að önnur svona svo fín verslunarmiðstöð, sem Kringlan við Miklubraut er, rísi þarna í Smár- anum. Mjög stórar verslunarmið- stöðvar eru fremur þvingandi og um- fram aUt þreytandi að ganga um. Það finnur maður í svipuðum „moUum“, t.d. þama vestur í Minneapolis, þótt gaman sé að koma þar einu sinni. Verða að breytast Björn Sigurðsson skrifar: Nú er mér, eins og svo mörgum, mjög brugðið yfir þeim fáránlega dómi sem féU í nauðgunarmáli sem átti sér stað í HelgafeUssveit árið 1999. Það er alveg ótrúlegt að fyrir svona hrotta- fengna og viðbjóðslega nauðgun og lik- amsárás skuli óþokki þessi vera dæmdur í aðeins þriggja ára fangelsi. Ég sé ekki að þeir dómarar séu hæfir í starfi sem dæma á þennan hátt. Það er alveg ljóst að ef ekkert breytist til batnaðar (og þá á ég við í átt tU sann- gimi og almennrar dómgreindar) í þessu auma dómkerfi okkar fer svo að almenningur tekur lögin í eigin hend- ur. Það lítur svo út að yfirvöld á Is- landi hafi ekki kjark til þess. Ég vU hvetja fólk til að láta í sér heyra um þetta mál - því það varðar okkur öU. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavik. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.