Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 I>V Fréttir Ný stjórn kosin í Lyfjaverslun íslands: Dramatískur hluthafafundur - samþykkt aö leita riftunar á kaupum á Frumafli Fléttan gekk upp dv-myndir brink Lögmennirnir Lárus H. Blöndal, Jón Steinar Gunnlaugsson og Gunnar Jónsson bera saman bækur sínar viö upphaf hluthafafundarins, eftir aö í Ijós kom aö Hæstiréttur dæmdi andstæöingum Frumaflskaupanna í vil. Eftirleikurinn á fundinum var þeim auöveidur. Lýsti Lárus því yfir á fundinum að samkomulag hefði náðst með báðum fylkingum um að stilla upp lista. Gerð var tillaga um að í nýrri aðalstjóm tækju sæti Margeir Pétursson, Lárus Blöndal, Stefán Bjamason, Örn Andr- ésson og Grímur Sæ- mundsen og í vara- stjórn Ólafur Njáll Sigurðsson og Ingi Óttarsson. Var stjórn- arkjör staðfest með lófaklappi í kjölfar at- kvæðagreiðslunnar. í fráfarandi stjórn sátu Grímur Sæmundsen, formaður, Nýlr menn í stjórn Örn Andrésson og Lárus H. Blöndal voru meðal hörðustu andstæðinga Frumaflskaupanna - og höföu sigur. Þeir eru báöir í nýju stjórninni. Stjóm Lyfjaverslunar íslands sagði öll af sér og ný var kosin á dramatískum hluthafafundi á Grand Hotel í Reykjavík síðdegis i gær. Fráfarandi stjómarformaður, Grímur Sæmundsen, gaf út yfirlýs- ingu um afsögn stjórnar eftir að hafa lýst sýn meirihluta hennar á ferli mála varðandi kaupin á Frum- afli og lesið upp úr dómi Hæstarétt- ar. Sá dómur sem kveðinn var upp skömmu fyrir fundinn í gær skyld- ar sýslumanninn í Reykjavík til að setja lögbann á kaupin sem hann hafði áður hafnað að gera. Var ný stjórn kosin og tillaga samþykkt að leita riftunar kaupa á Frumafli. Fyrir fram var búist við hörðum átökum á fundinum um þau deilu- mál sem tröllriðið hafa starfsemi fé- lagsins undanfarnar vikur. Deilurn- ar hafa snúist um ákvöröun meiri- hluta stjórnar fyrirtækisins um kaup á Frumafli hf. á 860 milljónir króna og fór Lárus Blöndal lögfræð- ingur fyrir hópi hluthafa sem vildu rifta þeim kaupum. Hafði Lárus far- ið fram á það við sýslumann að setja lögbann á gjörninginn en var hafnað og því var einnig hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Stein- ar Gunnlaugsson, lögfræðingur Lárusar og félaga, áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem sneri i gær við úrskurði héraðsdóms og sýslu- manns. Mikil fundarsókn Óvenju góð fundarsókn var á þennan hluthafafund og og mættu þar fulltrúar fyrir ríflega 423 millj- óna króna hlutafjár af 430 milljóna Afsögnln Grímur Sæmundsen, fráfarandi stjórnarformaöur, þungur á brún í ræöustóii, eftir erfiöa daga. Lárus Blöndal kvaddi sér hljóðs eftir ræðu fráfarandi formanns Lyfjaverslunar íslands, Gríms Sæ- mundsen, á hluthafafundinum í gær. Lýsti hann því að fyrirhuguð kaup á Frumafli væru sjö til átta hundruð milljónum króna of dýr. Verðmæti Frumafls fælist fyrst og króna atkvæðisbærs hlutafjár í fyr- irtækinu. Það þýðir að fulltrúar 97,81% hluthafa voru mættir til fundarins. Dagskrá fundarins í gær var aug- lýst í sex liðum. Þar var um að ræða samninga fyrirtækisins um A. Karlsson hf., Thorarensen lyf ehf. og margumræddan kaupsamning á Frumafli hf. Þá átti einnig að ræða vantraust á stjóm Lyfjaverslunar. Sá dagskrárliður var þó felldur nið- ur eftir að stjórnin sagði öll af sér. Lárus Blöndal bar upp tillögu um að fundurinn samþykkti að leita eftir ógildingu eða riftun á samningi um kaup á öllu hlutafé í Frumafli af Jó- hanni Óla Guðmundssyni sem und- irritaður var af meirihluta stjórnar félagsins hinn 20. júní 2001. Var stjóm félagsins falið að leita allra leiða sem tiltækar eru til að ná fram ógildingu eða riftun á þessum samn- ingi. Alls greiddu fulltrúar fyrir 313,7 milljóna króna hlutafjár atkvæði með riftunartillögunni eða 78,3%, en 20,4% greiddu atkvæði gegn henni. Einungis 1,4% sátu hjá. fremst í viðskiptavild í gegnum Öld- ung sem er með samning við rikið um rekstur hjúkrunarheimilis við Sóltún. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður lýsti því síðan að með úrskurði Hæstaréttar væri staðfest að enginn löglegur samn- Lárus Blöndal, Ólafur G. Einarsson, Óskar Magnússon, Öm Andrésson og varamennimir Ásgeir Bolli Kristins- son og Ólafur Jónsson. Fallið var frá síðasta lið dagskrár hluthafafundarins um vantraust á Lárus Blöndal. ingur hefði komist á varðandi kaupin á Frumafli. í samtali við DV eftir fundinn sagði Jón Steinar að í slíkum lögbanns- málum væri ekki endanlega skorið úr um þau lögskipti sem málið snerist um. „Það er hins veg- ar kveðið skýrt að orði í forsendum þessa dóms Hæstaréttar um efnisat- riði málsins. Mér finnst því að þeir aðilar sem urðu að láta i minni pok- ann ættu að átta sig á því og leitast við að semja sig frá málinu á grund- velli þeirra forsendna sem þar eru skýrar að mínu mati.“ - Hvað með framhald málsins? „Þegar lögbann er lagt á er nauð- synlegt að krefjast staðfestingar á lögbanninu fyrir dómi og það verð- ur auðvitað gert. Þetta er vegna þess að eðli lögbanns er að vera bráðabirgðaaðgerð. Lögbannið bein- Margeir Pétursson var á fundi nýrrar stjórnar að loknum hlut- hafafundinum kosinn formaður. Hann sagði í fundarlok í gær að ljóst væri að lýðræðið hefði verið í heiðri haft þar sem hann hefði fengið umboð um 600 af 780 hlut- höfum. -HKr. Fundarstjórinn Leitað var til formanns Lögmanna- félagsins, Jakobs R. Möllers, til aö stjórna fundinum í gær. ist gegn Jóhanni Óla Guðmunds- syni sem er einstaklingur sem telur sig hafa átt í viðskiptum við Lyfja- verslun Islands. Það er hans að ákveða hvemig hann meðhöndlar málið í framhaldinu." -HKr Vonbrlgðln Athafnamennirrnir Óskar Magnússon, Bolli Kristinsson og Hannes Guömundsson voru hlynntir kaupunum á Frumafli, en játuöu sig sigraöa á fundinum. Frumaflssamingi Lyfjaverslunar verður rift: Of dýru verði keyptur - farið verður í staðfestingarmál, segir Jón Steinar Gunnlaugsson Valgerður til Ungverjalands Valgerður Sverr- isdótir iðnaðarráð- herra heldur í opin- bera heimsókn til Ungverjalands í haust. í ferðinni mun hún m.a. undir- rita samning þjóð- anna um samstarf í orkumálum. Mbl. sagði frá. Jörð skalf í Árnessýslu Jarðskjálfta varð vart á Selfossi um miðjan dag í gær. Upptök skjálftans reyndust vera um 2 kílómetra frá bænum, nánar tiltekið í Ingólfsfjalli. Styrkur skjálftans mældist 1,8 á Richter-kvarða. í kjölfarið fylgdu tveir minni eftirskjálftar. w •:’J4r . #8 9 - Ji *<f— !i t * Wf -- tf Frekari rannsóknar þörf Talsmenn fyrirtækisins Cranfield segja rannsókn sína sem unnið er að á tildrögum og viðbrögðum vegna flugslyssins í Skerjafirði á sl. ári á lokastigi. Þeir segja að kanna þurfl betur ýmsa þætti málsins, s.s. hvíld- artíma flugmanna og björgunarstarf, m.a. hvað olli þvi að þyrla Landhelg- isgæslunnar var kölluð seint til. Olíudreifingu mótmælt Fulltrúar Sjómannafélags Reykja- víkur og Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði stöðvuðu timabundið í gær olíulöndun úr erlendu skipi með pólska áhöfn á Siglufirði. Félögin segja vinnulög brotin með því að er- lend skip með erlenda áhöfn annist olíudreifingu til staða á landsbyggð- inni. Leikskólagjöld hækka Borgarráð Reykjavikur hefur sam- þykkt að hækka leikskólagjöld. Al- menn gjöld hækka í 25 þúsund krón- ur á mánuði, þau verða 18.900 fyrir námsmenn og 12.900 fyrir þá sem eru í forgangshópi, s.s. einhleypa. Ahorfandi slasaðist Maður á miðjum aldri fótbrotnaði í áhorfendastúkunni að Hlíðarenda í gærkvöld. Leikur Vals og Breiðabliks var hafinn þeg- ar atvikið átti sér stað en talið er að maðurinn hafi snúið sig fyrst og síðan fót- brotnað þegar hann féll niður. Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð að leikvanginum og var mað- urinn fluttur á Slysadeild Landspítal- ans. Þriggja bíla árekstur Þriggja bíla árekstur varð á Bú- staðavegi um hálftíuleytið í gær- kvöld. Sjö manns voru í bílunum þremur og voru fluttir á slysadeild en meiðsl fólksins reyndust minni hátt- ar. Gangandi vegfarandinn komst yfir götuna og var sá eini sem ekki fór á slysadeildina. Sóttu fótbrotna konu Björgunarsveitin Kyndill úr Mos- fellsbæ sótti í gær konu sem haföi ökklabrotnað í Esjunni. Konan, sem er á áttræðisaldri, var komin upp í miðjar hlíðar þegar óhappið átti sér stað. Sjúkrabifreið beið hennar við fjaUsræturnar og var hún flutt á Slysadeild Landspítalans. Að sögn lögreglu var tilkynnt um óhappið um hálfsexleytið og tveimur stundum'síðar var konan komin und- ir læknishendur. -gk/-aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.