Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 DV Lifandi tónlist á bók Það er auðvitað ekki tónlist- in ein sem selur geislaplötur; útlitið á plötunum hefur tölu- vert að segja, auk þess sem það gefur vísbendingu um menn- ingarlegan ásetning útgáfunn- ar. Til þessa hefur fyrirtæki ís- landsvinarins Manfreds Eichers, ECM, verið í miklum metum meðal áhugafólks um óvenjulega tónlist, ekki sist nútímadjass, nýja tónlist eftir virt tónskáld og ýmiss konar tónlistarbræðing, ekki einasta vegna gæða tónlistar og flytj- enda hennar, heldur einnig fyrir stílhreint útlit á plötun- um - sérstök bók hefur verið ara, rafurtónlist, rappara og bigband-spilara til að túlka Goldberg-tilbrigði Bachs (910 054-2). gefm út um grafíska hönnun Eichers og spennandi hugleið- ingar um tónlistina í fylgirit- um. „Týpísk" ECM-geislaplata er til dæmis „In cerca di cibo“ þar sem klarínettuleikarinn Gianluigi Trovesi og harm- oníkuleikarinn Gianni Coscia leika saman gömul þjóðlög og nýja tónlist en plötunni fylgt úr hlaði af menningarvitanum Umberto Eco. Og það þarf vart að taka fram aö bæði tónlistar- mennirnir og Eco eru í fínu formi. Heimatilbúnir tónlistarkokkteilar Útlit á geislaplötum er mér ofarlega í huga vegna þess að ég hef um nokkurt skeið haft undir höndum úrval af plötum frá nýrri útgáfu, Winter & Winter, sem er einnig heimilisföst í Múnchen. Japis er dreifingaraðili hennar hér á landi. Til þessa hefur útgáfan sent frá sér um 60 plötur þar sem róið er á svipuð mið og Eicher: gömul klassík, ný klassík, nútímadjass, sjald- heyrð þjóðlagatónlist og heimatilbúnir tónlistar- kokkteilar. Útlit á þessum plötum Winters & Winters er hins vegar allt annað en á ECM-plöt- unum. Sérhver plata er eins og lítil innbundin bók eða listrænt bókverk með drifverki í bak og fyrir. Útskorið plötuhulstur er fremst í hverri „bók“ og innfelldri plötu fylgir bæklingur þar Óformlegt „ Villa Skjaldarmerki geislaplatnanna lógó“ Winter& Winter-útgáfunnar, skjaldarmerki Medici-fjölskyldunnar í Medici, eftir 16. atdar málarann Pontormo, en í þeirri villu hafa margar plötur útgáfunnar veriö teknar upp. sem meira er lagt upp úr ljósmyndaefni og graf- ískum þáttum heldur en beinhörðum upplýsing- um. Hafandi meðhöndlað um tylft þessara „bóka“ fann ég raunar hvergi útskýringar neins staðar, til dæmis vegna hvers ein plata er helguð fremur slæmri „lifandi“ upptöku á tónlist Wagners, leikinni af danshljómsveit á San Marco-torgi í Feneyjum (910 013-2). Eða hvers vegna harmoníkuleikarinn Teodoro Anzellotti var fenginn til að taka upp tónlist eftir Erik Satie (910 031-2). Eða þá af hvaða hvötum Uri Caine, afkastamikill útsetjari og tónlistarflytj- andi hjá útgáfunni, kaus að nota gospelsöngv- upptökum frá tangóbúllum í Buenos Aires (910 011-2) og Wagner-plötunni sem áður er nefnd. Nýjar upptökur á gömlum „Tin Pan Alley“ dægurlögum frá New York (910 038-2) eru líka helst til gassalegar fyrir minn smekk. í öllum tilfellum er einum of miklu af sjálfri tónlistinni fórnað fyrir „stemningar", þ.e. frammiköll og umhverfis- hljóð. En því verður ekki á móti mælt aö allar eru þær augnayndi og fara vel í hillu. Aðrar plötur frá Winter & Winter auka verulega á þekkingu og skilning sæmi- legra upplýstra tónlistará- heyrenda. Mér fannst fengur að upptökum af „tenórasöng" gamalla Sikileyjarbúa sem er merkileg en næstum útdauð tónlistarhefð (910 021-2). Og plata með upptökum orgelleikarans Lorenzo Ghielmi á verkum eftir 16. aldar tón- skáld og Arvo Párt, í bland við bjölluhljóm (910 055:2), er áhrifamikil, jafnvel fyrir þá sem ekki hafa smekk fyrir orgelleik. Loks skal fúslega við- urkennt að áðumefnd Goldberg-plata Uri Caine, með öllum sínum skavönkum, er á köflum stór- skemmtileg. Aðalsteinn Ingólfsson Gleðja og pirra Ekki það að þessar mús- íktilraunir geri ekki í blóð- ið sitt; sumar þeirra gera það vissulega. Hugleiðingar eða útskýringar þátttak- enda hefðu einfaldlega auk- ið á ánægju þess sem þetta skrifar. Þessar plötur frá Winter & Winter gera því hvort tveggja að gleðja og pirra. Sjálfur hef ég tak- markaða ánægju af „lif- andi“ plötum útgáfunnar, til dæmis hávaðasömum Geislaplötur Mozart treysti sér ekki í giíarútsetningar Gítarleikararnir Símon H. ívarsson og Jörgen Brllling Þeir leika m.a. verk sem koma úr smiöju Gunnars Reynis Sveinssonar tón- skálds. „Gunnar er svo magnaður aö hann dreymir verk sín, “ segir Símon. „Á hverjum morgni vaknar hann meö lag í kollinum og parf aö laumast inn í vinnu- herbergi til þess aö ná aö skrifa þaö niöur áöur en hann gleymir því. Helst má ekki yröa á hannfyrren eftir hádegi. “ Á næstu dögum munu gítarleik- ararnir Símon H. ívarsson og Jörgen Brilling frá Þýskalandi halda nokkra tónleika um landið en þeir spiluðu saman víða um Þýska- land á síðastliðnum vetri við góðar undirtektir. Á efnisskránni eru verk frá ólík- um tímabilum, m.a. eftir W.A. Moz- art og L. von Beehtoven, sem aðrir hafa útsett fyrir tvo gítara. „Mozart og Beethoven hafa senni- lega ekki treyst sér í það að útsetja verk sín fyrir gítar," segir Símon og hlær. „Það voru bara gítarleikarar sem það gerðu, vegna þess að hljóð- færið er svo merkilega rammflókið í sínum einfaldleik." Símon og Brilling leika einnig lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson og ís- lensk þjóðlög í útsetningu Jóns Ás- geirssonar. í ár fagna þeir Simon og Gunnar Reynir Sveinsson tíu ára farsælu samstarfi en í samvinnu þeirra hafa orðið til mörg verk fyr- ir einleiksgítar sem munu verða hljóðrituð á næstunni. Á tónleikun- um þeirra Símonar og Jörgens gefst áheyrendum tækifæri til að kynnast tveimum verkum eftir Gunnar Reyni sem hafa orðið til í þessu samstarfi. Símon er spurður að því hvernig slík gítarverk verða til. „Gunnar er eitt atkvæðamesta tónskáld okkar og hann er svo magnaður að hann dreymir verk sin,“ segir Símon. „Á hverj- um morgni vaknar hann með lag í kollinum og þarf að laumast inn í vinnuherbergi til þess að ná að skrifa það niður áður en hann gleymir þvi. Helst má ekki yrða á hann fyrr en eftir hádegi, svo maður eigi það ekki á hættu að skemma snilldarverkin. Siðan er hann að útfæra lögin fram eftir degi og stundum kem ég þar inn í ef hann ákveður að verkið skuli leikið á gítar." Símon hefur siðastliðin 20 ár kennt við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar en auk þess að kenna á hljóðfærið sitt kennir hann kennslufræði og kamm- ermúsík. Hann hefur og leikið inn á þrjár hljómplötur. Hann kynntist Jörgen Brilling hér á landi fyrir nokkrum árum og hófst þá þeirra samstarf. Brilling hefur leikiö með Sinfóníuhljómsveit Hamborgar, ýmsum kammersveitum og komið fram á mörgum tónlistarhátíðum, m.a. í Eutin og i Hustum. Þá hefur hann verið ötull við að flytja verk nútímatónskálda og hefur auk þess leikið inn á þrjár hljómplötur við mikið lof gagnrýnenda. En hvað er unnið með því að fara út á land að spila? „Það er allt unnið með því,“ svarar Símon. „Það er lífsnauðsyn- legt að hitta annað fólk og finna nýja strauma. Ég á marga vini sem ég hef kynnst í þessum lands- byggðarreisum og við þá hef ég samskipti sem eru mér mjög dýr- mæt.“ í kvöld kl. 20.30 spila þeir Símon og Brilling í Deiglunni á Akureyri og eru tónleikamir í samvinnu við Listasumar. Á laugardaginn verða tónleikar í Reykjahlíðarkirkju kl. 21 og á sunnudaginn leika þeir fé- lagar á Húsavik í sal Borgarhólsskóla kl. 20.30. Að lokum mun gitardúettinn leika í Reykjavík í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og eru tónleik- arnir þriðjudaginn 17. júlí kl. 20.30. __________________Menning Umsjón; Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Stjörnur í Fálkanum Nýr Fálki, sem ber undirtitilinn Frjó hugsun - fleyg orð, er kominn út. Blaðið sækir útlit sitt að nokkru í hinn fyrri Fálka, sem kom út á árunum 1928 til 1966, stofnaður af Skúla Skúlasyni og Vilhjálmi Finsen. Fálkinn er stjörnum prýddur; Ingi- björg Sólrún Gísladóttir skrifar inn- gang og óskar nýju blaði allra farar- heilla, myndlistarmaðurinn vinmargi, Erró, skrifar frá París og íjallar um flugu í höfði vinar síns - sem hélt sýn- ingu á erótískum verkum Picassos, Matthias Johannessen skrifar um það sem hann þekkir best, ljóðlistina, og Vigdís Finnbogadóttir fjallar um hina nýju tíma í skemmtilegri grein. í ritstjórarabbi Ragnars Halldórsson- ar er upplýst hvað það er sem ritstjórn Fálkans hyggst beita sér fyrir með útgáfu blaðsins. Ragnar segir að hin ráðandi menning samtím- ans sé „kílómetri á breidd en aðeins sentímetri á dýpt“ og að allir mæli- kvarðar á sannleika og fegurð virðist horfnir. Úr þessu ætli Fálkinn að bæta. „ Vió viljum örva feguróarskynió meö því að benda á þaó sem er fallegt og fag- urfrœóilega athyglisvert, meó hjálpfólks sem hefur nœmt auga fyrir slíku. í vió- leitni blaösins til þess að fjalla um menningar- og listvióburói veróur þetta haft í huga. Viö viljum heyra hvaó hefur snortiö eóa heillaó fólk. Ef menningar- eóa listviöburöur hefur hrifió einhvern finnst okkur spennandi að heyra hvers vegna. Ef einhver er djúpt snortinn yfir einhverju langar okkur aó heyra frá því. En blaöiö mun sleppa því aó fjalla um þaö sem er síóra í staö þess aö gagnrýna þaó. “ Fleiri stjörnur eiga sér stað í Fálkan- um. Ari Magg segir frá baklandi nokk- urra Ijósmynda sinna, Anita Briem spjallar um harðan heim leikaranema í London og Hallgrímur Helgason rithöf- undur fer á veitingahús stjörnukokks- ins Sigga Hall og borðar einn með gemsanum sínum. Didda og Höfuð konunnar Undanfamar vikur hefur skáldkonan Didda kynnt þekktar djass og soulsöngkon- ur frá síðustu öld í þættinum Stakir sokkar á Rás 1. Söng- konurnar eru Bessie Smith, Ethel Waters, Billie Holiday, Nina Simone og Tina Turner. Didda hefur valið lög sem fjalla um kvenleg málefni. Konur að syngja um konur, konur að syngja um ástarsorg o.s.frv. Undirtitill þáttarins í dag er Höfuð konunnar. Flutt eru pólitisk lög með skuggalega skynsamlegum skila- boðum, eins og segir í dagskrárkynn- ingu. Þátturinn var á dagskrá í morgun kl. 10.15, en þeir sem misstu af honum þá, skal bent á að hann verður endurflutt- ur í kvöld kl. 20.30. Náttúrusýn Sex myndlist- arkonur, þær Dröfn Guð- mundsdóttir, Freyja Önundar- dóttir, Gunnhild- ur Ólafsdóttir, Jóhanna Sveins- dóttir, Sigríður Helga Olgeirsdóttir og Sesselja Tómas- dóttir standa fyrir samsýningu að Hótel Eldborg í Kolbeinsstaðahreppi í sumar. Þessi sýning nefnist Náttúrusýn, en hún samanstendur af landlags- og fugla- myndum ásamt leirskúlptúrum. Á sýn- ingunni eru myndir unnar með; grafik- tækni, olíulitum á striga og tré, gler- myndir og skúlptúrar mótaðir með leir. ÖÚ verkin eru til sölu. Listakotskonur eru hópur af listakon- um sem um árabil ráku Gallerí Listakot á Laugavegi 70 í Reykjavík en að sam- sýningunni stendur aðeins hluti þeirra kvenna. Sýningin stendur til 15. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.