Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagíö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guómundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim. Siðferðiskennd misboðið Nýlegur dómur undirréttar í einhverju hrottalegasta nauögunarmáli sem upp hefur komið hér á landi vekur upp margar spurningar um dómavenjur og gildismat. Þriggja ára fangelsi fyrir aö svíviröa unga konu og mis- þyrma henni á annan hátt ofbýður öllu venjulegu fólki. Og þegar haft er í huga að glæpamaðurinn á að baki langa sögu afbrota - dæmdur 20 sinnum frá 1992 fyrir umferðarlagabrot, þjófnaði, rangar sakargiftir og lik- amsárás - er dómurinn óskiljanlegur. Svokallaður HelgafeUsnauðgari hefur vakið upp óhug meðal þjóðarinnar og vægur dómur undirréttar sært réttlætiskennd hennar. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur rétt fýrir sér í DV í gær þegar hann segir að þetta sé „afar sérkennilegur dómur“ en hann bendir á að dómar- ar hafi svigrúm til að beita mjög hörðum refsingum í nauðgunarmálum eða allt að 16 ára fangelsi. Jón Stein- ar segir athyglisvert að bera saman dóma yfir fíkniefna- neytendum við nauðgunardóma. Þar virðist lítið sam- hengi vera á milli dóma og alvarleika afbrota. Á það hefur verið bent oftar en einu sinni hér í DV að gildismat þjóðar birtist í mörgum myndum. Á liðnu ári var fimmtugur níðingur dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisafbrot gegn unglings- stúlkum, auk smánarlegra miskabóta. Sama ár var fúl- menni dæmt í 75 þúsund króna sekt fyrir að hóta ung- um pilti lífláti og likamsmeiðingum við innheimtu fikniefnaskuldar en Pólverja var hins vegar gert að greiða 400 þúsund króna sekt fyrir að smygla áfengi til landsins. Þannig endurspeglast gildismat okkar íslendinga í dómum. Að leggja líf ungrar konu í rúst með hrottalegri nauðgun er metið jafngilt þremur árum af lífi fúlmenn- is með langan afbrotaferil að baki. Því miður hefur það viðhorf náð að festa rætur að eitt meginmarkmið refsivistar sé betrun sakamanns. Þetta viðhorf er ekki aðeins rangt heldur hættulegt þegar kemur að refsingu glæpamanna sem ekkert virða. Dóm- ar yfir slíkum mönnum mega aldrei vera annað en skilaboð samfélagsins um hvert gildismat þess raun- verulega er. Þriggja ára dómur yfir Helgafellshrottanum misbýður siðferðiskennd allra og vekur upp alvarlegar spurningar um dómavenjur, ekki síst þegar vægur dómur í nauðg- unarmáli er borinn saman við dóma fyrir önnur afbrot. Skilaboð samfélagsins til dómstólanna verða að vera ein- föld; hingað og ekki lengra - við krefjumst þess að þeir sem leggja líf samborgara í rúst verði beittir hörku og svigrúm til refsinga samkvæmt lögum nýtt að fullu. Staðreyndin er sú að allur almenningur hefur annan mælikvarða - annað gildismat - en dómstólar landsins. Við slíkt verður ekki unað til lengdar og dómarar lands- ins verða að skilja að dómar verða að vera í takt við hugmyndir borgaranna, ætli þeir að halda mikilvægri stöðu sinni í samfélaginu og trúverðugleika sínum og trausti. Hæstiréttur á eftir að kalla Helgafellsniðinginn fyrir dóm. Dómarar Hæstaréttar eiga því tækifæri til að leið- rétta ranglæti og um leið senda skýr skilaboð um gildis- mat lítillar þjóðar. Óli Björn Kárason X>V Eflum menntun í heimabyggð Tækifærum til menntun- ar er mjög misskipt eftir bú- setu. Þó það geti talist hollt fyrir alla að hleypa heim- draganum ætti það að vera jafngilt hvort sem búið er I borg eða sveit. Hvert samfélag, hver byggð, þarf stöðugt að sækja fram hvað menntun varðar. Hér styður hvert menntunarstig annað. Auk- ið námsframboð í heima- byggð styrkir sjálfsímynd- ina, eykur samkeppnis- —— hæfnina og hefur feikileg margfeldis- áhrif í nærsamfélaginu. Framfarir í fjarskiptatækni bjóða upp á fjöl- breyttan stuðning í þessu starfi. Það er mikil blóðtaka fyrir hvert byggðarlag að senda allt ungt fólk burt til menntunar frá 15-16 ára aldri og verður erfiðara eftir því sem skólaárið lengist. Fjarveran eykst, íjölskyldubönd og rætur í heimahög- um slitna. Á þessum aldri er hvert ár dýrmætt sem fjölskyldan getur hald- ið saman í heimabyggð. Ný stefna í menntamálum Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar Jön Bjarnason þingmaöur Vinstri hreyf- ingarinnar - græns framboös. - græns framboðs hafa flutt tillögu til þingsályktunar um samfellt nám til 18 ára aldurs. Tillagan varð ekki afgreidd á síðasta þingi en var send til umsagnar og kynnt víða um land. Hún hefur vakið marga til um- hugsunar. Þar er lagt til að allt grunnnám verði skipu- lagt þannig að ungt fólk innan sjálfræðisaldurs hvarvetna á landinu geti stundað það daglega frá heimili sínu. Hluti námsins verði starfstengdur og þá jafnframt höfð hliðsjón af umhverfi, atvinnu- og menningarlífi viökomandi byggð- arlags. Náminu Ijúki formlega með námsgráðu. Endurskoða þarf síðan skipulag annars framhaldsnáms, tæknináms, sérnáms og háskólanáms með tilliti til þessara breytinga grunnnámsins þannig aö tryggð verði eðlileg sam- fella og tenging við alla framhalds- menntun í landinu. Núverandi framhaldsskólar munu víðast geta séð fyrir námsframboði á tveimur siðustu árum í samfelldu tólf ára námi en þar sem þeir eru ekki til staðar er eðlilegt að þetta nám verði byggt upp við þá grunnskóla sem fyrir eru. Snæfellingar, Dalvíkur- byggð og Olafsfirðingar sækja fram Samkvæmt fréttum nýver- ið hafa Dalvikurbyggð og Ólafsfjaröarbær nú ákveðið að sækja fram í eflingu menntunar í heimabyggð. Og menntamálaráðuneytið hefur lýst sig reiðubúið til að hefja viðræður við þessi sveitarfé- lög um stofnun tveggja ára framhaldsskóla. Sveitarfélög- in við norðanvert Snæfells- nes eru einnig í viðræðum um stofnun framhaldsskóla fyrir Ólafsvík, Grundarfjörð og Stykkishólm. Standa ber vörð um fram- haldsdeildirnar í Stykkis- hólmi og Ólafsvik og styrkja námið í Grundarfirði uns önnur sterkari skipan náms kemst á . Núverandi reglur um kostnaðar- og tekjuskiptingu milli ríkis og sveit- arfélaga mega ekki verða til þess að hamla eðlilegri þróun og skipan „Framboð menntunar leggur grunn að samkeppnishœfni atvinnulífs og búsetu á hverjum stað. “ — Krakkar á smíðavelli í Ólafsfirði. fjar- menntamála í landinu. Er nú þegar orðið brýnt að endurskoða reglur um fjármögnun náms á grunn- og fram- haldsskólastigi en leggja þarf aukna áherslu á eflingu náms í heima- byggð. í því sambandi er brýnt að fara afar varlega í því að loka eða takmarka starf litlu sveita- skólanna. Þeir eru lífæð ná- grannasamfélagsins og lok- un þeirra getur haft óaftur- kræfar afleiðingar fyrir samfélagið og búsetuna í landinu öllu. Menntun er byggöamál Öflugt menntakerfi sem nær til allra landsmanna er forsenda velferðar og hag- vaxtar. Framboð menntunar leggur grunn að samkeppn- ishæfni atvinnulífs og bú- setu á hverjum stað. Þjóðinni er nauðsyn að virkja þá krafta og þekkingu sem býr í verkkunnáttu og menningu á hverjum stað, vítt og breytt um landið. Þau mikilvægu skref sem sveitarfélögin viö utanverð- an Eyjafjörð og á norðan- Snæfellsnesi eru að stíga verða vonandi hvatning fyrir önnur. Markmiðið er að ungt fólk eigi kost á samfelldu námi í heimabyggð í þaö minnsta til 18 ára aldurs. Annað verði undantekning. Jón Bjarnason verðu Skólafrelsi í augsýn Maður nokkur sagði að íslending- ar hefðu allir verið læsir og skrif- andi þegar skólaskyldu var komiö á í landinu. Máliðkun var hluti af menningu landsmanna frá fornu fari. Það þurfti ekki skyldu til að efla þann áhuga. Líklega var það forræðis- hyggjan frá Evrópu sem var undir- rótin að skólaskyldunni. Skólaskyldan gerði að verkum að farið var að kenna sömu fög með sama hraða öllu ungviðinu. Svo er reyndar enn að vissu leyti. Þeir sem eru næmir og áhugasamir um bók- fræðin þurfa að dragnast með þá sem engan áhuga hafa og eru seinir. Þannig útvatnast og tefst menntun þeirra fljótlærðu Fá ekki að þroska sín áhugasvið Þeir bóktregu eru þannig fláðir sjálfsímynd og áhuga snemma (en reynast nú samt oft bestu þegnamir, þegar þeir hafa náð sér eftir niöur- brjótandi áhrif skólaverunnar). En svo vill til að menn, og ungviðið líka, eru misjafnir. Flestir hafa áhuga á einhverju og geta þroskað sinn séráhuga og hæfi- leika snemma ef þeir fá tækifæri. Það er margt annað en skræðulestur í stöðluðum bóknámsfögum sem get- ur komið þeim til gagns. Fyrir suma gæti verið betra að læra tónlist frek- ar en tungumál, dansmennt frekar en dönsku eða trésmíði í staðinn fyr- ir tölvufræði. Sumir myndu þroskast best af að fá að vera með fullorðnum við störf og læra þannig eitthvaö nýtilegt. Ofskólun og rangskólun íslensk ungmenni fá þó ennþá að taka þátt í atvinnulífinu, meira en í mörgum ná- grannalöndum. Reyndar fer þetta hríðversnandi hér líka. Reglufargan Evrópusambands- ins, m.a. um vinnumarkaö og vinnu ungmenna, er í kjölfar EES- samningsins farið að teygja sína dauðu hönd til ís- „ Víðsýnir menn, a.m.k. Hafnfirðingar og ^ð' °a8ð menntamálaráðherra, hafa áttað sig á að skólann, hann er menntunin í landinu verður best þar sem skól- Þegar orðinn unum er stjómað af þeim sem kunna það, það g,1,^11 ánuöurn of er að segja skólastjórum ogkennurum.“ - Betra vært að Listahátíð í Lækjarskóla í Hafnarfirði. skipta skólunum upp í styttri annir og hvetja nemendur, sérstaklega þá eldri, til þess að taka þátt I atvinnulifinu inn á milli. Fyrirtæki eru farin að flytja inn fólk til starfa, meira að segja stofnanir íslenska rík- isins eru farnar að ganga á undan viö að flytja inn fólk frá fjarlægum heimshorn- um. íslendingarnir eru nefnilega að „mennta sig“ í skólum, á kostnað ríkisins. Margir að óþörfu, þegar að er gáð fer mikið af þeirra tíma í nám sem hvorki þeir né samfélagið hafa gagn af. Fyrir marga væri best að fá að taka þátt í atvinnulífinu snemma, finna sér áhugasvið og einhvem staö í samfé- laginu. En sækja síðan nám þegar þroskinn og áhuginn kallar, eftir sín- um þörfum og getu. Annars gæti far- ið eins og hjá mörgum ungmennum í Evrópusambandinu; verða gagnslaus að þvælast fyrir, tjóðruð á skólabekk langt fram á fullorðinsár, og losna svo út úr skólunum rúin frum- kvöðlakrafti og kjarki (og sjá jafnvel fyrir sér að verða atvinnulaus mest- allt lífið). Brautryðjendur í Hafnarfirðí Fyrsta virkjunin var í Læknum, fyrsta stóriðjuverið i Straumsvík, og nú fyrsti kerfisskólinn, sem fær eitt- hvert frelsi í Áslandi. Víðsýnir menn, a.m.k. Hafnfirðingar og menntamálaráðherra, hafa áttað sig á að menntunin í landinu verður best þar sem skólunum er stjórnað af þeim sem kunna það, það er að segja skólastjórum og kennurum. Frelsi, frumkvæði og framsækni gæti Friðrik Daníeisson efnaverkfræöingur þannig orðið ráðandi í skólastarfinu. Stjórnvalds- afskipti og fyrirmæli kerf- isins, eða embættismenn í ráðuneytum víðs fiarri, þurfa þar ekki nálægt að koma (þeim gæti nægt að gefa út samræmd próf í reikningi og íslensku ann- að slagið, það mætti m.ö.o. hafa kunnáttukvöð í grunnfogum í staö skóla- skyldu). Frelsi í augsýn Það verður vonandi ekki bara Áslandsskóli i Hafnarfirði sem fær eitthvert sjálfstæði. Allir skólar landsins þurfa frelsi frá óþörfum lög- um og reglum, miðstýrðum forræðis- lausnum skólakerfisins, skrifstofum og launadeildum ráðuneyta og sveit- arfélaga. Það er fiölbreytileikinn sem íslenska þjóð vantar, ekki eintóma skræðumenntaða skjáglópa, steypta í sömu mót. Foreldrana vantar fleiri valkosti fyrirr börnin sín, ungling- ana vantar minni og mannlegri skóla með markmið, ungmennin þurfa menntun að sínum áhuga sem hæfir atvinnu sem þörf er fyrir og völ er á. Allir skólar, frá grunnskólum í há- skóla, þurfa sjálfstæði. Hvort sem þeir verða sjálfstæðar stofnanir, fé- lög, fyrittæki eða einstaklingar. Þá geta þeir lagað sína starfsemi að kalli tímans og boðiö sínum nemend- um upp á það sem þeir vilja og þurfa. Þá verður til fiölbreytt þekking í landinu, löguð að þörfum einstak- linganna og atvinnulífsins, og jafn- vel íslands. Friðrik Daníelsson Spurt og svarað Hafa Norðmenn stundað rányrkju í íslenskri landheígi? Amar Sigurmundsson, formaður fiskvinrtslustöðva Efla skal eftirlitið „Það er ljóst aö við þurfum að vera mjög vel á varðbergi varð- andi veiðar útlendinga innan og á mörkum fiskveiðilögsögunnar, sem og í grænlensku lögsögunni í þessu tilfelli. Landhelgisgæslan hefur staðið mjög vel að málum. Þessi niðurstaða á ísafirði segir okkur að við þurfum að efla þetta eftirlit, ekki sist á mörkum íslands og Grænlands. Við erum að veiða úr takmarkaðri auðlind og þetta færir okkur sannindi um það að það er viss freisting í þvi aö hafa möguleika á því að veiða á tveimur veiðisvæðum. Ég tel ekki að Norðmenn stundi rányrkju á íslandsmið- um og þessar þjóðir hafa unnið saman en þessi tilvik segja okkur að vera vel á varðbergi." Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags fslands Ekkiað hefjast nú „Það er alveg ljóst að ef þeir eru að veiöa mun meira en þeim ber samkvæmt samkomu- lagi þjóðanna eru þeir í vissum skilningi að stunda rányrkju. Við erum að veiða úthlutuðum afla og allir verða að hlíta því. Ég veit ekki hvort þetta hefur staðið lengi en það væri mjög skrýtið ef Norðmennimir væru að hefia þetta at- hæfi í dag. Við erum með dómstóla og þarna eru menn að fremja verknað sem er í andstöðu við okkar lög svo það þarf að fara með þessi mál fyr- ir þá. Ég hef ekki verið á sjó mjög lengi en þrátt fyrir það kemur þetta ekki á óvart þvi menn beita öllum ráöum til þess að auka sinn hlut.“ Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstœðisflokks Kemur ekki á óvart „Norðmenn eru ekki að stunda rányrkju en þeir eru að seilast lengra en þeir hafa samninga til og hafa jafnvel gert lengi. Ég hef vitað lengi að það er mjög takmarkað sem hægt er að treysta afla- skýrslum. í svona kerfum mega menn alltaf reikna með því og það er ekki hægt að stunda svona veiði- eftirlit nema með gríðarlegu miklu eftirliti. Ég er einn af þeim sem hafa haft miklar efasemdir um það að hægt sé yfir höfuð að halda uppi einhverju veiðieftirliti. Viöurlög eru mjög þung við þessum brotum, það vantar ekkert á refsirammann, hann er alveg í toppi, bæði aflaupptekt og fiársektir. Þetta kemur mér því ekkert á óvart.“ Ekki tala um þaö „Stöðugt fleiri hafa að undanfórnu tekið undir með þeim sem telja að háir vextir og veik staða íslensku krónunnar sé orðin íslenskum fyrir- tækjum og íjölskyldum slíkur myllu- steinn um háls að vart verði við unað. Þarna hafa menn á borð við Hörð Arn- arson í Marel og Þorgeir Baldursson í Odda tjáð sig opinberlega með mjög skýrum hætti svo að eftir hefur verið tekið. Þeir sem ekki vilja ræða málin hafa svo sem látið í sér heyra líka. Nokkrir hafa opinberlega lýst hneyksl- an sinni yfir því að þessi mál skuli yf- irleitt vera rædd. 1 leiðara dagblaös var nýlega fialiað um illa ígrundaða aðfór að veikburða gjaldmiðli. 1 sama streng hefur þekktur verðbréfamiðlari tekið og er helst á honum að skilja að umræðan innan iðnaðarins hafi valdið falli krón- unnar. Vandinn er meiri en svo að við í iðnaðinum getum leyst hann með því einu að þegja þunnu hljóöi." Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri á si.is. Frjósamar refalæður „Síðustu refalæðurnar eru væntan- lega gotnar nú, en eins og i minknum. Flest bendir til þess að gotið hafl geng- ið vel. Heyrst hafa tölur frá 6 til 7 og jafnvel fleiri hvolpa á paraða læðu en það verður að teljast mjög gott. Geld- prósentan virðist samt vera meiri á sumum búum nú í ár en áður og vilji refabændur skoða það nánar er ég til- búinn til þess. Flær og flugur eru til vandræða fyrir þá sem búa í minkabú- inu en ekki síður fyrir þá sem vinna þar. Það er því kostur fyrir alla ef þessum dýrum er útrýmt. Mikilvægt er að halda þessu niðri með fyrirbyggj- andi eitrun í þá kassa sem læður og hvolpar eru flutt í og síðan í þá kassa sem hvolpamir komu frá.“ Einar S. Einarsson ráöunautur í fréttabréfi. Þórarinn E. Sveinsson, forstöðumaður á Akureyri Grjótkast úr glerhúsi „Rányrkja er stórt orð og varla rétt að kalla þetta það. Þetta er hins vegar lögbrot því Norðmenn- irnir eru greinilega ekki að fara eftir settum regl- um og samningum með því að gefa upp töluvert minni afla en þeir era að taka. Ég er því ánægður með að íslensk landhelgisgæsla er að taka á því, hvort sem Norðmenn eiga í hlut eða aðrar þjóðir. Traust okkar til þeirra hefur þorrið í bili, hvað varðar aflatölur en við íslendingar ættum að fara varlega í að kasta grjóti úr glerhúsi út af yfirsjón frænda vorra. Hafa Norðmenn ekki tekið íslensk skip við ólögleg athæfi? En þetta eru siðaðar þjóðir sem taka á þessu eftir Guðs og manna lögum." Margfaldur munur er á tilkynntum afla og afladagbók norskra loönuskipa viö íslandsstrendur samkvæmt mælingum Landhelgisgæslunnar. Norsk skip færö til hafnar. Skoðun Vanlaunuö störf og oflaunuð Sú stefna að meta erfið störf og oft á tíðum lítt eftirsóknarverð til lægstu launa er ekki aðeins óréttlát, hún er heimskuleg. Þeir sem móta þessa stefnu bera því við að um sé að ræða störf sem ekki krefiast mikillar menntunar eða sérþekkingar. Sú haugalygi lýsir aðeins fáfræði þeirra sem senda menn út af örkinni til að varna því að tilteknar atvinnustéttir komist upp úr fátæktarbaslinu. Skýrt og nærtækt dæmi eru þroska- þjálfar sem þurfa að stunda nokk- urra ára háskólanám til að fá starfs- réttindi. Þar að auki þurfa þorska- þjálfar að búa yfir fórnfúsri lund og gefandi hugarfari. Þeir eiginleikar verða seint metnir til fiár. Samt láglaunastétt Þroskaþjálfar tilheyra einni þeirra starfsstétta sem ríki og sveitarfélög telja að ekki séu margra skildinga virði þegar kjör þeirra eru ákveðin. Hlutskipti vel menntaðrar stéttar sem vinnur erfið og viðkvæm störf í þágu samfélagsins er að búa viö kjör sem meðal siðaðra þjóða teljast vart undir fátækramörkum. - Sjúkraliðar eru önnur starfstétt sem sem varla nýtur menntunar né mikilvægi starfa sinna þegar til launakjara kemur. Á þeirra herðum hvílir náin um- önnun sjúkra og aldraöra og ekki er sjaldgæft að störfin séu þess eðlis að annað fólk veigrar sér við að leggja hugann að því hvemig þau eru unn- in. Samt eru sjúkraliðar láglauna- stétt sem neyðist til að sækja hverja kjarabót með hörku þar sem fiárveit- ingavaldið spymir fast við fótum í hvert sinn sem stéttin fer fram á leiðréttingu sinna launakjara. Að vonum sækja þroskaþjálfar og sjúkraliðar í önnur og betur launuð störf og er því hörgull á menntuðu fólki til að fylla í skörðin þegar fækkar óðfluga í starfsgreinunum. Fátæktargildra í samkeppnisanda markaðsþjóðfé- lagsins eiga starfsgreinarnar sem hér em nefndar fá eða engin tæki- færi til kjarabóta. Heilbrigðiskerfin eru rekin af því opinbera og starfs- fólkið því háð ákvörðunum ráðu- neyta hvað varðar launakjör. Samn- inganefndir ríkisvaldsins starfa í umboði fiármálaráðuneytisins og eru bundnar af tilskipunum þaðan. Þegar opinberu ráðamennirnir eru búnir að ákveða hvaða stéttir eru ekki verðar mannsæm- andi launakjara eru þær settar til hliðar eins og stéttleysingjar á Indlandi. Úr því ástandi er erfitt að brjótast, eins og öðrum fá- tæktargildrum. Minna má á, sem endranær, að þeir embætt- ismenn sem véla um kaup láglaunastétta og yfirmenn þeirra úr hópi stjórnmála- manna njóta úrskurða greiðvikins kjaradóms þeg- ar þeirra eigin kjör eru ákvörðuð. Því þekkir þetta lið ekkert til kjarabaráttu nema frá þeirri hlið að halda kaupi annarra og þar með lifskjara á eins vesölu plani og mögulegt er að komast upp með. Því er borið við að hið opinbera þoli ekki útgjaldaauka og að fiárlög og fiárhagsáætlanir fari allar úr skorðum ef bæta á hag láglauna- hópa. Mlsréttiö eykst Hins vegar er aldrei minnst á að það skaði rikissjóð eða sveitarsjóði hið minnsta þegar veriö er að hækka laun kjaraaðalsins upp úr öllu valdi. Þótt aldrei séu til peningar til að bæta kjör þeirra sem annast aumustu meðbræður okkar og syst- ur eru aldrei vandkvæði á að ganga í sjóði til að hygla þeim sem bestar hafa tekj- urnar. Eins og í öðrum ríkjum markaðshyggjunnar eykst launamunur og misrétti hröðum skerfum. Á það jaftit viö á frjálsum vinnu- markaði og hjá því opin- bera og ekki síst hjá alþjóðastofnun- um sem eru að verða meö mestu at- vinnurekendum í heimi hér. Að- staða er notuð til að hygla sér og sín- um og öll samfélagskennd er að hverfa úr hugskoti þeirra sem fyrir- tæki, flokkar, lönd og embætti erfa. Auðvelt er að reikna út að umönn- um sjúkra og bjargarlausra er létt- væg í landsframleiðslunni. Því skal litlu til kostað. Sú er hugsun kjara- aðals og einstrengingslegrar mark- aðshyggju. Þess gjalda starfsstéttir sem hafa valið sér það vanþakkláta hlutskipti að létta byrðar þeirra sem þyngstar bera. Þroskaþjálfar tilheyra stétt sem er meðal þeirra sem hið opinbera telur ekki margra skildinga virði þegar kjör þeirra eru ákveðin. 94

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.