Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 r>v Michael Portillo Vann fyrstu umferð útsláttarkosn- inga til leiðtoga íhaldsflokksins. Enginn féll út Fátt kom á óvart í fyrstu umferð kjörs þingmanna Ihaldsflokksins á leiðtogaefni ílokksins. Michael Portillo var þar fyrstur, Iain Dunc- an Smith varð í öðru sæti og Kenn- eth Clarke í þriðja. David Davis og Michael Ancram voru jafnir í neðsta sæti með 21 atkvæði hvor. Þrátt fyrir að reglan segi að einn frambjóðandi eigi að detta út í fyrstu umferð leiðtogakjörsins þá verða Davis og Ancram áfram með í annarri umferðinni sökum jafnteflis. Enginn árangur af viðræðum Enginn árangur náðist á öðrum degi viðræöna um lausn á deilumálum stjórnmálaflokka kaþólikka og mótmælenda á Norður-írlandi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahem, forsætisráðherra írlands, eru báðir viðstaddir viðræðurnar og reyna að stýra deiluaðilum í rétta átt. Viðræðum átti að halda áfram i dag. Gerry Adams, leiötogi Sinn Fein, og David Trimble, fyrrverandi fyrsti ráðherra Norður-írlands, sögðu báðir að viðræðurnar hefðu verið strembnar og enginn árangur hefði náðst. Aðaldeilumálin eru talin vera tregða Irska lýðveldishersins til að afvopn- ast, málið sem olli afsögn Davids Trimble fyrir rúmri viku. Á móti vilja kaþólikkar sjá hraðari Gerry Adams Finnst viðuræðurnar vera gagnlegar fyrir alla aðila. endurbætur á lögreglumálum í landinu og algjört brotthvarf breska hersins. Þegar viðræðum lauk í gær sakaöi Trimble leiðtoga Sinn Fein um viljaleysi við að uppfylla sinn þátt í friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa. Afvopnun IRA er þar efst á baugi. Adams þvertók fyrir þetta og sagði Sinn Fein vinna að heilum hug að lausn málsins. Hann jók einnig á bjartsýni manna þegar hann lýsti þvi yfir að honum þætti viðræðurnar vera góðar fyrir alla aðila. Ef ekkert gengur í samkomulagsátt í dag verður viðræðunum frestað í einn dag. Þær halda áfram á föstudag. Talsmaður Tony Blair sagði að forsætisráðherrann myndi mjög líklega sitja viðræðurnar áfram. T JALDSIL Inniheldur hvorki olíu né parafín sem getur orsakað köfnun. KÍSILL ehf. • Reykjavík • sími 551 5960 Ylnning^hafar í 6rolls o« Oorks-leiknuin 16 Grolla og Gorka-pakkar Lovísa Lind Valgeir Leifur Jón Ágúst Birkir Pálsson Friðfinnur S. Sigurðsson Jakob F. Stefánsson Karen Ó. Bjömsdóttir Magnús R. Sigurbjörnsson Ása Hulda Hjalti Magnússon Bjarni Óskarsson Kristjana Þrastardóttir Guðjón Ingi Sigurðsson Jóhann P. Haroa ðarson Finnur Jónssgn Valgerður E. Árnadóttir nr. 15119 nr. 15120 nr. 15637 nr. 16725 nr. 17670 nr. 12979 nr. 12894 nr. 18146 nr. 17648 nr. 7766 nr. 17823 nr. 15826 nr. 17245 nr. 11331 nr. 5476 nr.17145 Krakkakiúbbur DV óskar vinningshöfum til hamingju.Vinningarnir verða sendir í pósti næstu daga. Þökkum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna. Kveðja, Tígri og Halldóra Flóö í fangelsl Flytja þurfti 1200 fanga um set í Taílandi í gær þegar miklar monsúnrigningar komu af stað flóðum. Auk þess þurftu um 4000 fjöiskyldur að flýja heimili sín vegna fióöanna. Monsúnrigningar eru árviss atburður á þessum tíma árs. Palestinsk kona skotin til bana ísraelskir hermenn skutu 35 ára gamla palest- ínska konu til bana í morgun samkvæmt frétta- stofu Reuters. Atvikið átti sér stað á Vesturbakkan- um þegar ísraelskir her- menn hófu skothríð á leigubíl sem konan var í þegar hann reyndi að komast hjá vegatálmum. Þá skutu palestínskir byssumenn annan Palest- ínumann sem grunaður var um að vera uppljóstr- ari fyrir ísrael. Embættis- menn palestínskra yfir- valda hafa hvatt fólk til aö taka ekki lögin í eigin hendur held- ur að leyfa dómstólum að dæma svikarana. Bandaríkjastjóm studdi í gær kröfur ísraels um að starfsmenn Samein- uðu þjóðanna afhendi ísraelum myndband sem varpað gæti ljósi á hvarf þriggja ísra- elskra hermanna ná- lægt Líbanon í októ- ber síðastliðnum. Hiz- bollah-samtökin eru grunuð um verknað- inn og talið er að mannræningjamir sjáist á myndbandinu. Málið er orðið hið vandræðalegasta fyrir Sameinuðu þjóðirnar þar sem þær hafa staöfastlega neitað tilvist mynd- bandsins, allt þar til í seinustu viku þegar loks var viðurkennt að það væri til. Styöur ísraela Vill að ísraelar fái myndband. Montesinos geösjúklingur Dómari í máli fangelsaða njósna- foringjans Vla- dimiros Montesinos sagði í gær að hann væri geðsjúklingur sem væri sífellt að úthugsa málsvörn sína. „Hann talar of mikið og reynir að afvegaleiða mann,“ sagði dómarinn. Demókrata dreymir betur Bandarísk rannsókn sýnir fram á að repúblikanar eru þrisvar sinnum líklegri til að fá martraðir en demókratar. Auk þess er algengara að í draumum þeirra birtist meiri árásargirni, ólukka og ógnun. Skothríö í Gautaborg Maður var skotinn á næturklúbbi í Gautaborg í nótt. Talið er að þrír menn hafi valdið skothríðinni. Þetta er þriðja skotárásin í borginni síðustu vikuna. Tennisleikari kemur á ró Nýkrýndi Wimbledon-meistarinn Goran Ivanisevic hefur komið á ró i Króatíu. Þjóðin klofnaði í tvennt í afstöðu sinni til framsals meintra stríðsglæpamanna til Haag, en tennisleikarinn geysivinsæli hefur sameinað Króata á ný. 20 hýddir í íran Tuttugu manns voru hýddir opin- berlega í Teheran, höfuðborg Irans, í gær. Hýðingin var refsing fyrir dreifingu á syndsamlegum geisla- diskum og myndböndum. Sprengjumanni gefiö líf Kviðdómur í máli Tansaníumanns sem sprengdi banda- ríska sendiráðið í heimalandi sínu náði ekki saman um að veita honum dauðadóm. Hann var dæmdur í ævi- langt fangelsi. Dýr da Vinci Teikning eftir endurreisnarlista- manninn Leonardo da Vinci var seld á tæpan 1 og hálfan milljarð króna á uppboði í Lundúnum í gær. Chirac vitnar ekki Yfirlýsing hefur borist frá skrifstofu Jacques Chiracs Frakklandsforseta um að hann hyggist ekki sitja fyrir svör- um í rannsókn á meintu fjármála- hneyksli hans. írakar dæla olíu á ný írakar hófu í gær að dæla olíu á ný til Vesturlanda, í fyrsta skiptið í rúman mánuð. Olíuverð lækkaði í kjölfarið í gær. Móöir myrti börn sín 23 ára móðir í Venesúela myrti í gær þrjú ung börn sín með rottu- eitri. Henni mistókst síðan að svipta sjálfa sig lífi. Gaddafi vinsæll í Sambíu Muammar Gaddafi, leiðtogi Líb- íu, hefur öðlast miklar vinsældir í Afríkuríkinu Sambíu fyrir hug- myndir sínar um sambandsríki Afr- íku. Fundi Einingarsamtaka Afríku í Sambíu lýkur í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.