Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 Fréttir DV Einstök svaðilför strokuhests á Suðurlandi: Lét sig vaða í Þjórsá og synti á haf út - hljóp síðan tíu kílómetra og náðist skammt frá Stokkseyri Átta vetra hestur, sem er nýkom- inn til tamningar að Sandhólaferju í Djúpárhreppi, strauk á dögunum úr gerði og hélt i mikla svaðilfór. Hest- urinn hélt sem leið lá niður með Þjórsá og fundust spor hans á Háfs- fjörum og til hans sást við árósinn. „Við fórum strax að leita hestsins þegar við uppgötvuðum að hann var horfmn. Við fundum spor á Háfs- fjörum og allt benti tii að hesturinn heföi farið yfir ósinn,“ segir Sigurð- ur Óli Kristinsson sem rekur tamn- ingastöð ásamt konu sinni Birnu Káradóttur að Sandhólaferju. Sigurður segir Þjórsá mjög straumþunga á þessum slóðum. „Það sást til hans þar sem hann lét vaða út i ána og straumurinn hreif hann þegar í staö og fleytti honum til sjávar," segir Birna. Taliö er að hesturinn hafi synt um 800 metra áður en hann náði landi hinum megin árinnar. Náðist eftir eltingarleik Baráttan við hafiö og straum- þunga Þjórsána bugaði þó ekki klár- inn sem hélt ferð sinni ótrauður áfram. Hann náðist ekki fyrr en að loknum eltingarleik við Baugsstaði austan Stokkseyrar og hafði þá lagt aö minnsta kosti tíu kílómetra að baki, eftir að hann kom upp úr sjón- um. Strokuhesturinn, sem gengur undir nafninu Gjafar, mun upp- runninn Norðanlands og hugsanlegt að heimþrá hafi sett að honum. Eig- andi hans er búsettur í Reykjavík. Sigurður Óli segir ekki vita hvort heimþrá hrjáði klárinn en greini- legt sé aö hann hafi ætlað sér í burtu. „Hann hefur verið hjá okkur í tvær vikur og lítið samlagast hinum hrossunum. Lengst af hefur hann haldið sig einn úti í homi. Hann bíður líklega eftir öðru tækifæri til að komast í burtu," segir Birna og bætir við að trúlega séu það mikil viðbrigöi fyrir hestinn, sem er orð- inn átta vetra, aö koma í tamningu DV-MYND E.ÓL. Siguröur Óii og strokuhesturinn Gjafar Svaöilför hestsins þykir meö miklum ólíkindum en hann lagöist til sunds í Þjórsárósum áöur en hann fór margra kílómetra leiö á landi. eftir að hafa verið frjáls og óháður um langan tíma. Hann sé þó þrátt fyrir allt prýðilegur reiðhestur. Við hestaheflsu Birna og Sigurður Óli segja klár- inn við hestaheilsu og ekki að sjá að ævintýrafór hans um Suðurströnd- ina og barátta við óblíð náttúruöfl hafi haft nokkur áhrif á hann. „Bóndinn á Hala hafði á orði við okkur að hann hefði ekki í 65 ára búskapartíð sinni vitað til að skepna kæmist lífs af eftir sund i Þjórsárósum. Þetta er þvi greinilega hinn mesti þrekhestur," segir Sig- urður Óli Kristinsson á Sandhóla- ferju. -aþ/NH Sameining vestra: Þetta mun styrkja okkur - segir oddvitinn Svo kann að fara Jað þrjú sveitarfélög sameinist á þessu ári, þ.e. Dalabyggð og Saurbæjarhreppur á Vesturlandi og Reyk- hólahreppur á Vest- fjörðum. Sigurður R. SiguröurRúnar™1188,011’ - - - Dalabyggðar, segu- að vel miði á fundum Friöjónsson. þessara sveitarfélaga. „Ég sé fyrir mér að þessi sveitarfélög sameinist á þessu ári en veit ekki hvort aðrir eru sömu skoðunar. Ég tel að þetta muni styrkja okkur og gera okk- ur samkeppnishæfari við önnur byggð- arlög. Hugmyndin er að það verði kos- iö um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga í vetrarbyrjun." -DVÓ Tveir á dag - úr þjóðkirkjunni Tveir Islendingar sögðu sig úr þjóð- kirkjunni á degi hverjum það sem er af ársins - og rúmlega það. Úrsagnir úr þjóðkirkjunni eru helmingur þeirra breytinga sem urðu á trúfélaga- skráningu á fyrstu sex mánuðum árs- ins en alls kusu 406 að yfirgefa kirkj- una. Þar af kusu 129 að vera utan trú- félaga en aðrir hurfu í Ásatrúarsöfn- uðinn, Fríkirkjur og óháða söfnuði. Á móti þeim sem hurfu úr þjóð- kirkjunni voru rúmlega hundrað skráðir í hana með nýskráningu og er þar undantekningarlaust um að ræða nýfædd börn. -EIR Kaupfélögin eiga inni verulega fjármuni hjá Goöa: Goði rær lífróður - taprekstur á öllum sláturhúsum á síöasta ári Goði hefur selt öll sín vöru- merki til Norðlenska mat- borðsins sem er í meirihluta- eigu KEA. Um 140 starfsmenn hafa unnið hjá kjötvinnslum Goða í Borgamesi og í Reykjavík en talið er að um 20 störf flytjist til Akureyrar fljótlega en með með því að leggja niður kjötvinnsluna á Kirkjusandi i Reykjavík leggj- ast niður um 40 störf. Ekki stendur til að leggja niður kjötvinnsluna í Faxafeni í Reykjavík. Eiríkur Jóhanns- son, kaupfélagsstjóri KEA, segir að mjög áhættusamt hefði verið að yfirtaka allan rekstur Goða, en með samn- ingnum náist fram hag- kvæmni án verulegrar áhættu. Til hjálpar Goða Við slátrun haustið 2000 hlupu Kaupfélag Austur-Skaftfell- inga á Höfn (KASK) og Kaupfélag Héraðsbúa (KHB) á Egilsstöðum undir bagga með Goða til þess að fyrirtækið gæti staðið í skilum við bændur vegna uppgjörs á sláturinn- leggi. Kaupfélögin eiga enn inni verulega fjármuni hjá Goða og margir velta því fyrir sér hvort það verði of stór baggi fyrir þau, glatist það fé t.d. ef Goði fari í gjaldþrot. Eigendur Goða róa hins vegar lif- róður þessa dagana til þess að bjarga fyrirtækinu. Erfitt ef peningar tapast Pálmi Guðmundsson, kaupfélags- stjóri á Höfn, segir að erfitt sé að sjá nú hvaða fjárhagsleg áhrif salan á kjötvinnslum Goða hafi á KASK en sláturleyfið standi eftir og ekki sé annað fyrirsjáanlegt en að slátrað verði á Höfn í haust í verktöku þó taprekstur hafi verið á öllum slátur- húsum á síðasta ári. „Sláturhúsin í landinu eru rekin með tapi, afurðalán hafa ekki verið aðgengileg svo eigendur hafa þurft að lána Goða svo fyrirtækið geti staðið í skilum við bændur. KASK á töluverðar eignir til að mæta áföllum en auðvitað verður það erfitt tapist þess- ir peningar. Til þess að koma þessum sláturhúsum í rekstur þarf að fækka þeim verulega. Það er hinn sári sannleikur í málinu. Það eru í gangi við- ræður milli Bændasamtak- anna og Goða um að slátrað verði í verktöku en það er ljóst að það verður ekki gengið til næsta hausts með sama hætti og var í fyrra,“ segir Pálmi Guðmundsson. Ekkf á brauðfótum Ingi Már Aöalsteinsson, kaupfélagsstjóri á Egilsstöð- um, segir að skuldir Goða við KHB hafi lækkað mikið en því fari fjarri að rekstur kaupfélagsins standi á brauðfótum vegna þessara miklu skulda, jafnvel þótt Goði verði gjald- þrota. „Með sölu á kjötvinnslunni mun Goði ekki fara í gjaldþrot. Það er ásættanleg lausn ef slátrað verður i verktöku í sláturhúsi Goða á Foss- völlum og væntanlega mun Norð- lenska svo kaupa megnið af kjötinu beint af bændum. Aðrir munu einnig versla við bændur. En það er ljóst að málin geta ekki gengið eins og verið hefur hingað til,“ segir Ingi Már Aðalsteinsson. -GG Umsjóri: Birgir Guðmundsson Hugleysi í pottinum hafa menn verið að ræða um skýrslu ríkisendurskoðunar um ferliverk á sjúkrahúsum en þar er m.a. að finna ýmsa gagnrýni á það fyr- irkomulag sem rík- ir varðandi störf lækna. Fullyrt er að skýrslan hafi farið mjög fyrir brjóstið á mörgum læknum og þeim þótt að sér vegið. Angi af þessari gremju kemur fram í leiðara nýjasta Læknablaðs en þar skrifar Hannes Petersen, yfirlæknir á háls-, nef- og eyrnadeild LHS. Segir Hannes m.a.: „Látum kjurt aö amast við því að möppufólk fjalli af vanþekkingu um lækna og störf þeirra, en að þurfa að lesa og sitja undir ávirðingum hjúkr- unarfræðinga, okkar helstu samstarfs- manna, í niðurlagi skýrslunnar er alls óþolandi... Skrifað er þar meðal ann- ars að háls-, nef- og eymalæknar setji rör í hljóðhimnur að ástæðulausu!... Atvinnurógur af þessu tagi ber merki hugleysis sem er það alhliða að hvergi ber skugga á, svo stuðst sé við snilli skáldsins". Hver var svo að segja að átök milli heilbrigðisstétta væru úr sögunni? Sérstaða Samfylkingar Samningaviðræður um endurnýjað- an R-lista hafa verið til umræðu í pott- inum síðustu daga og sjá menn þar fyrir sér að sérstaða Samfylkingarinn- ar á þeim vettvangi sé talsverð. Sérstað- an felst i því að eins og málin hafa þróast hefur Sam- fylkingin í raun sex af átta borgarfulltrú- um flokksins - fram- sókn hefur tvo en VG í raun engan eymamerktan flokks- mann. Við nýja uppstillingu er ljóst að þessir sex fulltrúar komast ekki allir aö og þvi er samfylkingarfólki vandi á höndum því bæði framsókn og VG gera kröfu um jafna skiptingu sem þýðir að Samfylkingin fær tvo til fjóra fulltrúa, ef Ingibjörg Sólrún er talin með. Einhverjir verða þvi að víkja og er sagt að það gæti orðið viðkvæmt mál sem samfylkingarmenn vilji bíða með þar til á síðari stigum. Samfylk- ingarfólkið í borgarstjóm er, auk Ingi- bjargar Sólrúnar, Helgi Hjörvar, Hrannar B. Arnarson, Steinunn Valdis Óskarsdóttir, Helgi Péturs- son (sem mun vera að hætta) og Anna Geirsdóttir... Flestum er sama... Talsverð umræða hefur verið um samband þeirra Dorrit Moussaieff og Ólafs Ragnars Grímssonar eftir að Ágúst Einarsson skrifaði grein um málið á heima- síðu sinni í síð- ustu viku. Taldi Ágúst tíma til kominn að Ólaf- ur skilgreindi betur hvað þarna væri í gangi. Ekki virð- ist þó þjóðin hafa miklar áhyggjur af þessu sambandi eins og kom fram i síðdegisþætti á Rás 2 þar sem fjallað var um málið og í skoðanakönnun sem er í gangi á Pressunni á Netinu virðist niðurstaðan svipuð. Þar segja 19% að þau Dorrit og Óiafur eigi aö gifta sig, 8,1% telja að þau eigi ekki að gera það en 72,9% segja að þeim sé al- veg sama... Ungur ofurhugi Fréttablaðið er 2ja mánaða um þessar mundir og eru flestir sammála um að það hafi reynst góð viðbót í fjöi- miðlaflóruna. Þetta unga biað er í pottinum hefur það vakið athygli að blaðið virð- ist ótrautt ætla að keppa við Mogg- ann á sviði fasteignaauglýsinga en Fréttablaðið hefur verið með slíkar augiýsingar upp á síðkastið. Menn biða spenntir eftir aö sjá hvort hinum unga ofurhuga tekst að ráðast inn í þetta höfuðvígi auglýsingadeildar Morgunblaðsins...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.