Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 DV 29 -EIR A MIÐVIKUDEGI * Gráhæröir ekki sköllóttir „Það er mín reynsla að menn sem grána ungir halda frekar hárinu en hinir. Ég veit ekki hvers vegna,“ segir Guðlaugur Jónsson, hár- greiðslumeistari í Kirkjuhvoli í Reykjavík. Sjálfur segist Guðlaugur hafa verið grá- hærður allt lífið - og haldi hári. Gulli rakari Lét lita háriö rautt í París. „Annars hefur hárið á mér alltaf verið ósköp ljótt. Ég er ekki með gott hár. Ég lét einu sinni lita það rautt í París og geri það ekki aftur. Ég var svo lengi að vinna litinn úr,“ segir Guðlaugur. Jón, starfsbróðir Guðlaugs sem rekur rakarastofu í Skip- holtinu, heldur hinu gagn- stæða fram. Jón rakari segir að þeir sem missi hárið ungir verði ekki gráir. Þessu mót- mælir Guðlaugur eins og að framan greinir. Jón Steinar forseti? Ekki er ólík- legt að Jón Stein- ar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður bjóði sig fram til embættis forseta íslands þegar næst verð- ur kosið. Er það óþreyja hans og óánægja með núverandi forseta sem veldur því að Jón Steinar aftekur ekki með öllu hugsan- legt framboð. „Ég mun ekki gera athuga- semdir við það þó fréttir þessa efnis birtist í fjölmiðlum," segir Jón Steinar sem er rúmlega fimmtugur, kvæntur Kristínu Pálsdóttur Bergþórssonar fyrr- um veðurstofustjóra. Leiðrétting Aö gefnu tilefni skal tekið fram að hið nýja samgöngufyrirtæki, Strætó bs., tekur ekki ábyrgð á þeim farþegum sem biða eftir vögn- um í strætisvagnaskýlum fyrirtæk- isins. Fari þeir upp í önnur farar- tæki en þau sem eru merkt Strætó er það á eigin ábyrgð. Rónarnir vafra úr Kaffi Austurstræti: Þvo sér um hárið hjá Jónínu Ben - sorgiegt og óþolandi ástand, segir Jónína Keisaralið dagdrykkjufólks, sem flutt hefur sig um set frá Hlemmi og niður á veitingastaðinn Kaffi Austurstræti, notfærir sér snyrti- aðstöðu heilsuræktarstöðvarinnar Planet City í Austurstræti 8-10 til að þrífa sig. Er það gert i óþökk eigenda og starfsfólks en heilsu- ræktarstöðin er í næsta húsi viö drykkjustað fólksins. „Við erum í vandræðum með þetta og starfsfólkið mitt er hrætt. Þetta fólk hefur í hótunum við okkur,“ segir Jónína Ben sem bjóst við öðru þegar hún opnaði glæsilegustu líkamsræktarstöö landsins í hjarta höfuöborgarinn- ar. „Það er bæði sorglegt og óþol- andi að ekki sé tekið á þessu vandamáli. Hingað kom einn af gestunum af Kaffi Austurstræti og fór að þvo sér um hárið í vaski við snyrtiherbergin. Við lentum í vandræðum eins og gefur að skilja. Annar trylltist inni á veit- ingastaðnum hjá okkur og henti þar öllu um koll. Við erum ótryggð fyrir svona uppákomum," segir Jónína sem brýnir lögregl- una tii aðgerða en hún stendur jafnráðþrota gagnvart ástandinu í Austurstræti eins og hún var „Á 17. júní varð ég vitni aö því kaffihúsið til geymslu. Ég hef gagnvart Keisaranum þegar hann þegar lögreglan smalaði öllum aldrei séð sorglegri skrúðgöngu," var og hét við Hlemm. rónunum úr Austurstræti og inn á segir Jónína Ben. Rónavaskurinn í Planet City dvaiynd hari Starfsfólkiö býr viö hótanir og óttast nágrannana á Kaffi Austurstræti. Verkfæri úrelt með dularfullri ákvörðun: Milljörðum skrúfjárna hent - nýju skrúfukerfi þrengt inn á markaðinn Aggi sæti með nýju skrúfjárnin dvj»iynd hari Verslunarstjórinn í Byko mundar nýjungarnar aö hætti Morgan Kane -■ ekki tilræöi gegn mannkyni. „Þetta er bara þróun sem fag- mennirnir hafa fallið fyrir. Það er miklu betra grip í þessum nýju skrúf- um,“ segir Sigurð- ur Arnar Sigurðs- son, framkvæmda- stjóri hjá Byko, um nýja gerð af skrúf- um sem rutt hafa eldri og sígildari skrúfum af mark- aðnum. Nýju skrúf- urnar heita Torx og eru til í tveimur útgáfum; með sex raufum og svo sem ferhyrningur. Fyr- ir bragðið eru stj örnuskrúfjárn og hin með stakri rauf ekki lengur gjald- geng. Varlega áætl- að má gera ráð fyr- ir að íbúar jarðar- kringlunnar muni á næstunni henda milljörðum skrúf- járna þar sem þau passa ekki lengur fyrir nýja gerð skrúfna. - Eru ákvarðanir eins og þessar teknar á fundum leiðtoga helstu iðn- ríkja heims? „Ég get ekki svarað því hver tók upphaflega þessa ákvörðun. Menn kynnast þessu á sýningum erlendis og smám saman komast neytendur að því að þetta er betra kerfi. Við kaupum þessar skrúfur að mestu leyti frá Austurlöndum fjær og þetta nýja skrúfukerfi er alls staðar að ná yfirhöndinni. Þetta er bara þróun,“ segir Sigurður Amar og neitar því aðspurður að hér sé eingöngu um að ræða tilræði gegn mannkyni sem miði að því einu að selja heims- byggðinni ný skrúfjárn eina ferðina enn. Nýju Torx-skrúfurnar og skrúf- jámin sem hafa þann eiginleika fram yfír gamla kerfið að í skrúfu- hausnum er seguistál sem veldur þvi að skrúfan lafir alltaf á skrúfjáminu, þó það sé hrist. Þetta þykir sérlega hentugt fyrir skjálfhenta sem fagna mjög nýju skrúfunum. Sigurður Arnar í Byko gat ekki svarað því hvenær búast mætti við að hamarinn yrði úreltur í núver- andi mynd. Fastlega má ætla að ein- hvers staðar úti í heimi sitji menn og reyni að finna upp nýja gerð af hamri sem selja megi i milljarðaupp- lagi á einu bretti. En þá þarf líka að breyta nöglunum. lii-tt.i inyiHÍlpi Frjálsir við fótstalllnn dv-mynd e.ól Drengirnir príla frjálslega viö fótstall Jóns forseta sem ruddi brautina fyrir því sjálfstæöi og frelsi sem þeir búa viö í dag - oggera vonandi þar til yfir lýkur. m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.