Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001______________________________________________________________________________________________ :PV Útlönd Lögreglumaður lætur lífið í sprengjutilræði Lögreglumaður lét lífið í sprengjutilræði ETA, skæru- liðasamtaka aðskilnaðarsinna Baska, í úthverfi Madrídar, höf- uðborgar Spánar. Auk þess særðust a.m.k. 12 almennir borgarar. Spænska lögreglan fékk aðvörun 45 mínútum áður en sprengjan sprakk frá manni sem sagðist vera meðlimur ETA. Lögreglumaðurinn lést er lögregla var að rýma hverfið þar sem sprengjunni var hótað og athuga grunsamlega bíla. Hann er 32. fómarlamb tilræða ETA á seinustu 18 mánuðum. Sprengjutilræðið kom degi áður en nýendurkjörinn forseti Baskahéraðsins, Juan Jose Ibarretxe, tekur við völdum. Ibarretxe, sem sjálfur er að- skilnaðarsinni, hefur beitt sér mjög fyrir lausn á ofbeldisverk- um ETA. Samtökin eru gjörn á Einn látinn og a.m.k. 12 særöir Svona var umhorfs eftir sprengjuna. Spánverjar eru löngu búnir aö fá sig fullsadda af ofbeldisverkum ETA og hafa skipulagt mótmælagöngur víöa um land. Búist er viö þúsundum í göngurnar. að tímasetja tilræði sín rétt fyr- ir stóra pólitíska atburði á Spáni til að vekja athygli á sér og draga úr umfjöllun um póli- tísku atburðina. Búið er að skipuleggja fjölda mótmælagangna gegn ofbeldis- verkum ETA viða um Spán. Stuðningur við baráttu þeirra hefur líka aldrei verið minni. Jafnvel á meðal Baska sjálfra hefur stuðningur við samtökin hrunið. Þetta kom fram í nýaf- stöðnum kosningum þar sem stjórnmálaflokkur tengdur sam- tökunum beið afhroð. Flokkur- inn missti helming atkvæða sinna og náði rétt um 10% fygli meðal baskneskra kjósenda. Vopnuð barátta ETA hefur nú staðið í yfir 30 ár eða frá 1968. Á þessum tima hefur ETA verið kennt um i kringum 800 morð. Bush og Koizumi Japanar styöja umbótatillögur Koizumis, jafnvel þótt þær veröi þeim erfiðar. Efnahagslífinu hrakar enn Japönsk yfirvöld viðurkenndu í fyrsta skiptið í 6 mánuði í gær að efnahagslífinu væri enn að hraka. Þau sögðu útflutning og neyslu halda áfram að dragast saman. 1 Japan er næststærsta efnahagskerfi heims og þar gætir ekki sömu bjart- sýni og í því stærsta. Bush Banda- ríkjaforseti sagði á dögunum að efnahagslífið væri á uppleið. Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, hefur heitið því að koma á umbótum og leynir því ekki að þær gætu orðið „sársaukafullar". Kannanir sýna 62 prósenta stuðning kjósenda við umbótatillögurnar. Sautján dauöir kettir í tré Þetta tré er oröiö þekkt i Ástralíu fyrir þaö aö þar byrjuöu aö birtast dauöir hangandi villikettir í mars síðastliönum. Villikettir í Ástralíu eru aö gera út af viö innfædd dýr í Ástralíu og viröist einhver vera aö vekja athygli á þvi. LÖgreglan leitar á heimili Condits Lögreglan í Washington-borg í Bandaríkjunum hóf leit á heimili þingmannsins Gary Condits seint í gærkvöldi. Sjónvarpsstöðvar i borginni sýndu lögregluþjóna fara inn í íbúð hans bakdyramegin. Leitin var gerð með samþykki Condits, sem hefur heitið fullri samvinnu við lögregluyfirvöld i mannhvarfsmáli Chöndru Levy, fyrrverandi lær- lings hans. Lögreglan hefur einnig lýst því yfir að Condit verði látinn taka lygapróf, eins og móðir Levy hefur krafist. Auk þess hefur Condit fallist á að gefa lögreglunni DNA-sýni. Þrátt fyrir allan hamaganginn segir lögreglan að demókrataþing- maðurinn sé ekki grunaður um að- ild að hvarfi lærlingsins, sem hefur ekki sést síðan 30. apríl. Condit hef- Heimili Condits Þingmaöurinn gaf fullt leyfi fyrir lög- regluleit á heimili hans i tengstum viö hvarf Chöndru Levy. ur viðurkennt opinberlega að hafa átt í ástarsambandi við Levy þegar hún hvarf. Lögreglan segist einung- is hafa verið að taka boði þing- mannsins um fulla samvinnu. Lög- reglan hefur yfirheyrt Condit þrisvar og eiginkonu hans einu sinni. Málið er hið erfiðasta fyrir fjöl- skyldu Levy, sem kom til Was- hington á mánudag. Fjölskyldan er bitur út í þingmanninn. Ísímtali við móður Levy í júní neitaði þing- maðurinn að hafa átt í sambandi við dóttur hennar. Ifyrstu yfir- heyrslum lögreglunnar bar hann því við að hún væri vinur hans. Það var ekki fyrr en á föstudag sem hann viðurkenndi ástarsambandið. Móðir Levy segir að Condit hefði átt að koma fram fyrr og sleppa því að ljúga. Bjóðum Lindu Rós hársnyrtimeistara velkomna aftur til starfa. Smm RAKARA- OG HÁRGREIÐSLUSTOFA Grand Hótel - Sigtúni 38 sími: 588 3660. STYRANLEGUR - BOR BORARALLTAÐ 300metra 150 til 450mm FRIKKI&UATTI LEXUS IS 200 05/01. Nýr, ABS og spólvörn, beinskiptur, 6 gíra, 6 diska magasín, loftkæling, 17“ álfelgur o.fl. Ásett verð kr. 2.900.000. Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.