Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 2
2 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 I>V Björn Bjarnason segist ekki vita hver hafi gefið Árna Johnsen prókúru: Ræddi við Árna um nefndarstörfin - ráðherra lagði þunga áherslu á að starfað væri samkvæmt erindisbréfi Stuttar fréttir Óvönduö vinnubrögð Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi sjálfstæð- ismanna, segir að vinnubrögð og stefnumörkun R- listans um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni sé bæði óljós og óvönduð. Það hangi í lausu í lofti í drögum að nýju aðal- skipulagi vegna átaka innan R-list- ans. - Fréttablaðið greindi frá. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir að hann hafi rætt við Áma Johnsen alþingismann um starfsháttu hans i nefhdum á vegum menntamála- ráðuneytisins, þ.m.t. byggingamefnd Þjóðleikhússins, m.a. i fyrravetur, en þá hafl honum ekki verið kunnugt um þessi vinnubrögð hans sem nú em al- þjóð kunnug. Því hafi hann ekki haft ástæðu til ræða störf hans í byggingar- nefndinni sérstaklega en hann hafi lagt þunga áherslu á að menn störfuðu sam- kvæmt erindisbréfum ráðuneytisins. „Ég veit ekki hver hefur gefið út pró- kúm til handa Árna Johnsen fyrir bygg- ingarnefnd Þjóðleikhúsins, því ég gef ekki út prókúm til manna vegna byggingarframkvæmda. Þetta mál á sér langa sögu. Ámi verður formaður nefhdarinnar árið 1990 og þá kann hann hugs- anlega að hafa fengið slíkt um- boð. En ég þarf að kynna mér þetta og átta mig alls ekki á því hvaðan það prókúruumboð er komið. Þetta er lykilmál sem ég þarf að fara ofan í núna. Ríkisendur- skoðun hlýtur einnig að fara ofan í það hver það er sem hefur heimild til að gefa út prókúm vegna byggingarfram- kvæmda," segir Bjöm Bjamason. „Ég taldi árið 1996 það eðlilegt að nefnd yrði starfandi áfram til að gera tillögur um framtíðar- uppbyggingu á Þjóðleikhúsinu því framkvæmdum var alls ekki lokið. Ég ítrekaði þá ósk í bréfi í júlí 1997 og síðan kemur mjög ítarleg skýrsla í apríl- mánuði 1999. Þá taldi ég miðað við erindisbréf nefndarinnar að meginverkefni hennar væri lokið. Hins vegar er það svo að það er veitt fé til viðhalds við Þjóðleikhúsið enda hafa menn verið að sinna þar brýnum viðhaldsviðgerðum. Það er frekar viðhaldsverkefnamál en bygg- ingamefndarmál," segir Bjöm Bjamason menntamálaráðherra. Um tima hefur vantað þriðja mann- inn í byggingamefnd Þjóðleikhússins sem er látinn. Menntamálaráðherra seg- ir að það hafi verið fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkis- ins. Framkvæmdasýslan hefur yfiram- sjón með verkinu eins og öðmm fram- kvæmdum en eftir að áætlanagerðinni var lokið var bara verið að sinna við- haldsframkvæmdum og því ástæðulaust að framkvæmdastjóri Framkvæmdasýsl- unnar kæmi frekar að málinu með setu í byggingamefnd sem hafi strangt til tek- ið lokið störfum. -GG Bjöm Bjarnason. Fjárlaganefnd: Hætt við Eyjaferð - og heimsókn til Árna Fjárlaganefnd Alþingis hefur hætt við fyrirhugaða ferð sina til Vest- mannaeyja síðar í vikunni. Meðal þess sem var á dagskrá var heimsókn i Höfðaból, hús Árna Johnsen. „Þetta var ákvörð- un sem ég tók upp á mitt einsdæmi og það af persónu- legum ástæðum," sagði Einar Oddur Kristjánsson, starf- andi formaður nefndarinnar, í samtali við DV í gær. Ólafur Öm Har- aldsson, formaður fjárlaganefndar, er í fríi, staddur í jöklaferð. „Nefndin hefði ekki getað farið forystulaus til Eyja og því fokkaðist þetta upp.“ Einar Oddur Kristjánsson þvertók fyrir að Eyjaferðin hefði verið slegin af vegna máls Áma Johnsen sem raunar á sæti í fjárlaganefnd. Hefðu áður- nefndar persónulegar aðstæður for- ystumanna nefndarinnar ekki komið upp og ferðin ekki verið blásin af vegna þeirra, segir Einar að menn hefðu vísast hugleitt málið og metið hvort viðeigandi hefði verið að fara til Eyja og í heimsókn til Áma. „Mér finnst þetta mjög slæmt mál og mönnum bregður alltaf við svona. En ég veit að nú hefur forseti Alþingis falið Ríkisendurskoðun að fara yfir þetta mál og í framhaldinu mun það skýrast," segir Einar Oddur Kristjáns- son. -sbs Einar Oddur Kristjánsson. Ofsaakstur á 170 Lögreglan í Kópavogi stöðvaði síð- degis í gær sautján ára ökumann fyr- ir ofsaakstur á Suðurlandsvegi. Pilt- urinn, sem fékk ökuskírteinið fyrir mánuði, mældist á 170 kílómetra hraða við Hólmsá skammt frá Reykjavík. Hann var sviptur ökuleyf- inu á staðnum. Skömmu síðar mæld- ist annar ökumaður á 150 kílómetra hraða á sömu slóðum. Að sögn lög- reglunnar í Kópavogi var mikil um- ferð á veginum i gær og áhyggjuefni hversu oft ökumenn virða ekki regl- ur um hámarkshraða. -aþ Stakk af Lögreglan í Reykjavík var kvödd í Súðarvog um miðnættiö í nótt. Bíl hafði verið ekið á kyrrstæða bifreið. Ökumaðurinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Bílamir voru báðir mikið skemmdir eftir árekstur- inn og þurfti kranabíl til að fjarlægja þá. Tildrög árekstursins eru í rann- sókn hjá lögreglu. -aþ Ljót aðkoma Bíleigandi skoðar skemmdir á bíl sínum eftir að ungir piltar unnu skemmdarverk á Smiðjuveginum á taugardagskvöid. Skemmdarverk á níu bílum Um miðnætti á laugardagskvöld barst lögreglu í Kópavogi tilkynn- ing um að tveir piltar gengju ber- serksgang á bílastæði við Smiðju- veg. Á bílastæðinu var nokkur fjöldi bíla og höfðu piltamir brotið rúður og ljós í niu bílum þegar lögregla kom á vettvang. Þeir gerðu tilraun til að flýja en náðust skömmu síðar. Piltarnir eru 16 og 17 ára og var hringt í foreldra þeirra og þeir beðnir að sækja þá á lögreglustöð- ina. Að sögn lögreglu er tjónið tölu- vert sem bíleigendur hafa orðið fyr- ir. -aþ Árni Johnsen sakaður um virðisaukaskattsvik: Greiddi vinnu með gjóf til Blindrafélagsins - segir Gísli Helgason tónlistarmaður sem fékk samviskubit „Ég vann nokkur verk fyrir Áma Johnsen í sambandi við Stór- höfðasvítuna. Hann spurði mig hvort við gætum haft þetta nótu- laust og sleppt virðisaukaskattin- imi. Mér brá í brún enda Ámi al- þingismaður og sitjandi í fjárlaga- nefnd,“ segir Gísli Helgason tón- listarmaður um viðskipti sín og Árna Johnsen. Gisli segist strax hafa neitað að taka þátt í undanskoti á virðis- auka enda stríddi slíkt gegn sam- visku sinni. „Mér finnst ástæðulaust að menn séu að standa í svoleiðis lög- uðu,“ segir Gísli sem fékk ekki reikninginn greiddan að svo stöddu. Hann segir að nokkru síðar hafi þingmaðurinn komiö til sín í þeim erindagjörðum að sækja eitthvað Árni Johnsen. Gísli Helgason. sem hann hafi verið að vinna fyrir hann. „Hann hélt sig enn við það aö virðisaukaskatturinn yrði felldur niður. Ég sagði honum þá að ég yrði að skrá þetta sem gjöf frá honum til Blindrafélagsins. Hann samþykkti það og greiddi upphæð sem sam- svaraði vinnureikningi mínum án virðisaukaskatts. Þetta var skráð sem gjöf frá Árna Johnsen til Blindrafélagsins. Árni er dálitið skuldseigur og það tekur gjaman frá einum mánuði og upp í tvö til þrjú ár að fá borgað hjá honum. Ég mat það þannig að þetta væri eina leiðin til að fá borgað,“ segir hann. Gísli er Vestmannaeyingur eins og Ámi og þeir hafa þekkst í ára- tugi. Hann segir að sér sé hlýtt til Árna Johnsen, enda hafi Árni kennt honum að syngja og þeir hafi oft átt samleið. En í þessu máli hafi sér verið misboðið og samviskan hafi angrað hann. „Þetta hefur eflaust verið rangt mat hjá mér að afgreiða málið svona. Samviskan hefur nagað mig síðan þetta gerðist og ég tel því rétt að upplýsa þetta," segir Gísli. -rt Vinnuslys í Norðuráli Vinnuslys varð í Norðuráli á Grundartanga um áttaleytið i morg- un. Starfsmaður varð fyrir lyftara og slasaðist á fæti. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkra- húsið á Akranesi. Ekki var talið að maðurinn væri hættulega slasaður en hugsanlega fótbrotinn. Skuggi á Vestmannaeyjar í blaðinu Fréttum í Vestmanna- eyjum segir að Árni Johnsen, fyrsti þingmaður Suðurlandskjördæmis, sé í slæmum málum og kominn til Vestmannaeyja til að hugsa ráð sitt. Ekki falli þó aðeins skuggi á hann vegna steinamálsins og efnis- kaupanna í Byko heldur líka á Vest- mannaeyjar i heild. Aðgerðir vegna stöðu FÍ Vegna slæmrar stöðu Flugfélags ís- lands er það í at- hugun að létta af opinberum gjöldum af flugfélaginu segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Hann segir rekstr- arörðugleika fyrirtækisins mikið áhyggjuefni. - RÚV greindi frá. Selja hlutabréf Flugleiðir hafa selt hlutabréf i France Telecom og flugvélavara- hluti með 515 milljóna króna hagn- aði. Þetta kemur fram kemur í til- kynningu félagsins til Verðbréfa- þings íslands. Flugleiðir eignuöust hlut í France Telecom þegar FT keypti fjarskiptafvrirtækið Equant sem FÍ átti hlut í. Tíðari uppgjör Félögum skráðum á Verðbréfa- þingi íslands verður frá og með 3. ársfjórðungi þessa árs skylt að birta ársfjórðungsuppgjör. Áður var ein- ungis gerð krafa um birtingu hálfs árs uppgjöra auk ársreiknings. Of lítill kolmunnakvóti Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ, segir að tillögur Færeyinga þess efn- is að íslendingar fái aðeins 5% af vænt- anlegum heildar- kvóta kolmunna myndu kollvarpa samstarfi íslands og Færeyja á þessu sviði. Deilt var um skiptingu kvótans í Færeyjum í síðustu viku. - RÚV greindi frá. Ekki vínveitingaleyfl Borgarráð hefur hafnað því að næturklúbburinn Club Clinton fái endurnýjað áfengisveitingaleyfi. í bókun borgarráðs í gær segir að lög- reglustjórinn í Reykjavík mæli gegn því að klúbburinn fái endurnýjað leyfi fyrir áfengisveitingum. Haldið til Forsíðu- mynd DV í gær, mánudag, vakti mikla at- hygli. Að gefnu til- efni skal þó tekið fram að myndin var samsett í myndvinnslu DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.