Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 12
12 ______________________________ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 Skoðun I>V Miöborgin aö næturlagi Hræösla viö aö afhjúpa fretsisstefnuna? Áfengið er undir- rót vandans Spurning dagsins Notarðu Internetið mikið? Anna Körö, vinnur hjá Terra Nova: Já, mjög mikiö, helst tengt vinnunni og þaö kemur aö góöum notum. Bendt ívarsson, vinnur hjá ístex: Nei, það höföar ekki til mín. Guðjón Sigurösson, vinnur í Dressmann: Já, ég skoöa oft myndir af djamminu á Reykjavik.com. Bragi Gunnarsson, vinnur í Dressmann: Já, ég finn oft ritgeröir fyrir skólann á Netinu og þaö styttir mér ótrúlega tímann. Veigar Jónsson, nemi: Já, ég finn mér oft góóa tölvuleiki þar. Díana Hilmarsdóttir, vinnur hjá TM, og Kormákur, 4ra ára: Já, ég nota þaö í vinnunni og leita mér upplýsinga þar. Umræðan að undanfórnu um vanda miðborgar- innar hefði átt að kalla fram ýmsar áleitnar spurnir, ekki sizt um undir- rót þess vanda sem þar er svo sannar- lega við aö fást. Ég sakna opinskárrar og hreinskilinnar umræðu þar um. Máske vilja menn ekki fara út í þessa umræðu af ótta við að afhjúpa „bless- aða“ frelsisstefnuna í þessum málum sem ljóslega blasir við í nær óteljandi drykkjustöðum sem dritað hefur verið þarna niður. Inn í þetta blandast raunar um- ræðan um hið óhugnanlega fyrir- bæri vændi svo víða sem ugglaust er alvarleg staðreynd enda fátt sem gróðafíklar samfélagsins láta fram hjá sér fara ef arðs er von og þá eins og alltaf áður í engu skeytt um skömm eða heiður. Einnig þar kem- Baldur Kristinsson skrifar: Ég er einn fjölmargra áhorfenda sem sátu gapandi yfir Kastljósinu i sl. viku þar sem Gunnar Þór læknir og Arnþrúður Karlsdóttir sögðu frá þeim ofsóknum sem Gunnar hefur mátt þola af fámennri valdaklíku í Háskóla íslands svo og hjá Landspít- ala Háskólasjúkrahúsi. Og að eftir úrskurð nefndar og ákvörðun tveggja dómstiga sé enn verið að bregða fæti fyrir Gunnar er ákaf- lega óíþróttamannslegt svo ekki sé meira sagt. Þaö er ljótt til þess aö vita að einelti skuli viðgangast hjá æðstu menntastofnun þjóðarinnar „Á sama tíma er skellt skollaeyrum við ákalli þeirra sem við afleiðingarn- ar fást, aðvaranir þeirra byggðar á biturri reynslu jafnvel hafðar að hálfgerðu fíflskaparmáli einstaka fjöl- miðlunga. “ ur undirrótin til sögu, neyzlan hömlulausa, hvort sem er á áfengi eða öðrum eiturefnum, en áfengið er auðsuppspretta kráareigenda og aðaltekjulind. Og því þá ekki að nýta hana til örvunar þess að mega þjóna lægstu hvötum mannskepn- unnar? Og láta engu skipta örlög stúlknanna sem eru þolendur þessa. Það gleymist sem sé í allri þessari undarlegu umræðu hvert frelsisstefn- an óhefta hefur leitt okkur þar sem allt er leyft og ekkert má banna, ekki einu sinni koma minnstu vörnum við. „Það er hins vegar skylda alþingismanna að skipa nefnd til að fara ofan í saumana á þessu máli og kalla menn til ábyrgðar ef sannanlega er í pottinn búið eins og þau hjón lýstu.“ og á íjölmennasta vinnustaö i eigu ríkisins á meðan verið er að kenna börnum og unglingum að varast slikt hið sama. Ekki er nokkur leið að bæta Við höfum enda nú um skeið lifað eft- ir því boðorði að frelsi íjármagnsins skuli gilda ofar velferð fólks og auð- vitað er þaö fjármagnið sem hér hefur knúið á um farveg eiturefnanna sem allra greiðastan og þá sem þar ráða ferð skiptir auðvitað engu hverjar af- leiðingarnar kunni að vera. Á sama tíma er skellt skollaeyrum við ákalli þeirra sem við afleiðingarn- ar fást, aðvaranir þeirra byggðar á biturri reynslu jafnvel haíðar að hálf- gerðu fiflskaparmáli einstaka fjöl- miðlunga. Ég hefi stundum spurt mig að því hve skelfilegt ástandið þurfi að vera orðið til þess að snúa þessari óheillaþróun við, að það megi verða algáð vitundarvakning meðal þjóðar- innar um að nú verði aö stemma á að ósi og menn fari í alvöru að hlusta á þá sem stöðugt fást við hinar hræði- legu afleiðingar sem svo víða sér stað í samfélagi okkar. Ég er sann- færður um að sú stund rennur upp, mér þykir aðeins grátlegt að hún skuli ekki löngu runnin upp miðað við ástand og afleiðingar. Gunnari Þór þann mannorðsskaða sem hann hefur þegar orðið fyrir eða bæta þær þjáningar sem yfir þau hjón hafa gengið vegna málsins. Það er hins vegar skylda alþingis- manna að skipa nefnd til að fara ofan í saumana á þessu máli og kalla menn til ábyrgðar ef sannan- lega er í pottinn búinn eins og þau hjón lýstu. Kjósendur og skattgreiðendur þessa lands munu ekki liða annað en að farið sé að lögum i þessum ríkisstofnunum og menn séu ekki lagðir í einelti ef þeir falla ekki í kramið hjá valdaklíkum sem telja sig eiga viökomandi stofnanir. Gullfoss Orkugjafi eins og aörir. Vetni þarf orku Torfi hringdi: Það er sífellt verið að óskapast yfir því að við íslendingar skulum ætla að virkja og taka land undir virkjanir og mannvirki. Og sumir þessara manna tala um að biða skuli eftir annarri og hagkvæmari orku, og eiga þá við vetnið. En vetn- ið þarf líka mikla orku. Ég sé ekki mikinn mun á baráttumálum um- hverfissinnanna svonefndu sem vilja drepa allt í dróma og þeirra sem sjá vetni sem orkugjafa fram- tíðarinnar. Hér þarf að virkja og það svo um munar. Auðvitað eigum við að nota þennan orkugjafa, foss- ana og einnig öll fallvötn, hverju nafni sem þeir nefnast, líka þá fal- legu og þá sem ort hefur verið um falleg ljóð. Ekkert myndi halda þeim fastar í hugum fólks og í minningunni en fogur umgjörð af manna höndum þar sem sem aflið og orkan kraumaði undir. Sakna pólitísku blaðanna Kjartan Kjartansson skrifar: Ég las grein Árna Bergmanns í DV sl. föstudag um að elta tíðarand- ann. Ég er sammála Árna að mörgu leyti þótt ekki sé ég sömu skoðunar og hann í pólitíkinni. En ég sakna (eins og hann líklega) pólitísku dag- blaðanna. Það var miklu meira líf í skrifum manna í þeim, og það var tekist á í stjómmálunum. Núna er þetta dæmalaus holtaþoka og væl í henni. Það er mikil hræsni í um- ræðunni í dag. Þar eltir hver annan, þótt menn skiptist í fylkingar. Fylk- ingamar eru líka litlausar og eiga fáa málflytjendur af viti, varla að þeir séu talandi (og alls ekki skrif- andi margir hverjir). Einstaka penna má þó greina en þeir hafa ekki nennt einhvern veginn að raða sér í fylkingarbrjóst neinna gilda eða samtaka. Já, ég sakna pólitísku blaðanna. Kjötmarkaðurinn við Kirkjusand Veröur lokað á næstunni. Helgi Seljan, form. Bindindissam- takanna IOGT, skrifar: Einelti er óþolandi Garri Stofnanir Garri er hneykslaður á aðför fjölmiðla, stjórn- málamanna og almennings að Áma Johnsen. Augljóst er aö störf Árna og viðskiptafærslur i byggingarnefnd Þjóðleikhússins em mistúlkaðar á alla kanta og slitnar úr samhengi við raun- verulegt innihald þeirra. Aðalatriði málsins er að Árni er að framkvæma mikið þjóðþrifaverk og er í raun að gera hluti sem aðrir stjómmála- menn og heilu stofnanimar hafa ekki treyst sér til að gera. Hann er að flytja ríkisstofnanir út á land. Störf Árna eru þannig í raun byggðapólitík í verki og því mætti allt eins kalla byggingar- nefnd Þjóöleikhússins byggðanefnd Þjóðleikhúss- ins. Hver segir að leikmunageymsla Þjóðleik- hússins þurfi endilega að vera í Reykjavík? Er hún ekki alveg jafn vel komin í grillhúsi Árna í Vestmannaeyjum? Það er því ekkert náttúrulög- mál sem segir að nauðsynlegt sé að „leiðrétta" pöntunarseðil fyrir byggingarefni hjá BYKO fyr- ir leikmunageymslu Þjóðleikhússins þó efnið eigi að fara til Eyja. Flytja tröppurnar líka Sama er að segja um óðalssteinana góðu sem fóru í hleðslu við títtnefnt grillhús i Eyjum. Hver segir að austurtröppurnar á Þjóðleikhúsinu geti ekki að hluta til verið úti í Eyjum? Hugsan- út á land lega gætu þær meira aö segja legið upp að leik- munageymslunni sem þar væri þá fyrir. Garra þykir sérkennileg sú afstaða að telja að allir skapaðir hlutir þurfi aö vera í Reykjavík og að allar framkvæmdir þurfi að fara fram á suðvest- urhorninu. Leikmunageymslan myndi sóma sér vel í Eyjum. Umhverfið er dramatískt. Og hver veit nema sú staðreynd ein og sér, að búningarn- ir væru komnir út á land, myndi verða til þess að leikaramir fylgdu á eftir og Þjóðleikhúsið setti loksins upp eitthvað af leikverkum í Eyjum og jafnvel annars staða á landsbyggðinni. Bún- ingamir úr Kardemommubænum gætu þannig kallað á uppfærslu á þessu sígilda leikriti í grill- skálanum góða, en spuming væri hvort ekki mætti stílfæra nöfn ræningjanna krúttlegu til heiðurs byggðastefnu Árna og kalla þá Kasper, Jesper og Johnsen. Smámunasemi - mismæli Garri vill því mótmæla illri meðferð á Árna og að hann skuli nú hafa verið knúinn til þess að segja af sér I byggingamefndinni. Fyrr má nú vera smámunasemin ef menn ætla að fara að hengja sig í ómerkileg mismæli hjá Áma um aö óðalssteinar séu í vörslu á brettum úti í bæ. Auðvitað meinti hann að steinarnir væru í grill- húsi á eyju úti í sæ. Og Garri er illa svikinn ef félagar og samherjar Árna i pólitíkinni, sem 1 raun hafa bakkað hann upp og gefið honum tækifæri til að láta gott af sér leiða fyrir byggðir landsins með því að flytja ríkisstofnun út á land, koma honum ekki til hjálpar. Garri auglýsir því eftir stuöningi við Áma frá Birni Bjamasyni menntamálaráðherra, sem er jú sá aðili sem Árni sækir umboð sitt til, og þá ekki síður frá Davíð Oddssyni sem er nú sá pólitíski foringi sem valið hefur Áma til trúnað- arstarfa í liði sínu. Gðfll Ódýrasta kjöt- staðnum lokað Kristnn Sigurðsson skrifar: Nú mun ódýmstu kjötsölunni hér í borginni, Kjötmarkaðinum við Kirkjusand, verða lokað á næstunni. Því miður munu þúsundir manna segja því vörur á Kjötmarkaðinum eru miklu ódýrari en í Bónusi, Hag- kaupi eða Nóatúni, svo dæmi séu tekin, en þar er öll kjötvara seld á toppverði. Ég skora á nýja eigendur að sýna smátillitssemi og halda kjöt- markaði með ódýrari kjötvörur áfram, kannski í samvinnu við Nettó eða jafnvel í Nettóversluninni sjálfri. Vonandi hugsa þeir hlýlega til okkar sem sjáum mikið eftir Kjöt- markaðnum viö Kirkjusand þar sem allt var ódýrara. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.ls Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.