Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 4
4 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLt 2001 I>V Samgönguráöherra boðar lækkun á flugleiðsögugjaldinu til að létta á fluginu: Flugfargjöld eru á þolmörkum Rekstur Flugfé- lags íslands er í kreppu. Vonir stóöu til að rekst- ur skilaði hagnaði á þessu ári eftir mikinn taprekstur ársins 2000 en all- ar líkur eru á að Böövarsson einniS verði tap á samgöngu- árinu 2(i01- Jón ráöherra. Karl Olafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, telur að til greina komi að fækka ferðum og hækka fargjöld. Samgönguráðherra, Sturla Böðv- arsson, segir að í stað þess að fella niður flug til ákveðinna staða sé ekki ómögulegt að einhver önnur flugfélög en Flugfélag íslands telji sér hagstætt aö fljúga á einhverja af þeim stöðum sem Flugfélag íslands fljúgi til í dag, sem geti verið erfitt á stóru vélunum, þ.e. Fokkerunum. „Þetta þarf því ekki að þýða aö áætlunarflug leggist af þótt Flugfé- lag íslands hætti. En það er augljóst að vegna þessara feiknalegu olíu- verðshækkana eru flugfélögin öll í erfiðleikum. Þvi er sú hætta vissu- lega fyrir hendi að það dragi úr þessu flugi en við munum reyna að koma til móts við öll félögin í innan- landsfluginu. Það bendir allt til þess að flugfar- gjöldin séu komin að þolmörkun þess sem hægt er í samkeppni við bílinn. En við vitum að t.d. eru far- gjöld með Herjólfi til Vestmanna- eyja verulega niðurgreidd og flugfé- Rekstur í kreppu Framkvæmdastjóri Flugfélags íslands telur koma til greina aö fækka feröum og hækka fargjöld. lagið er í samkeppni við þau og þarna þarf að koma til einhver upp- stokkun og hagræðing. Það hafa Flugfélagsmenn gert mér grein fyr- ir. Við höfum verið að bæta stöðu flugfélaganna með því að bjóða út flugleiðir sem áður voru reknar með miklum halla, s.s. með því að veita styrki til Grímseyjarflugs og til Gjögurs ásamt flugleiðum út frá Akureyri. Nú síðast var það svo út- boðið á sjúkrafluginu, sem flugfélög- in kepptust um að fá, og ætti t.d. að styrkja flugrekstur út frá Akur- eyri,“ segir samgönguráðherra. Rætt hefur verið um lækkun á flugleiðsögugjaldinu og mun sam- gönguráðuneytið gera grein fyrir því á næstunni," segir samgöngu- ráðherra, Sturla Böðvarsson. Einar Halldórsson, stöðvarstjóri Flugfélags íslands á Egilsstöðum, segist ekki óttast að hugsanlegur niðurskurður bitni á Egilsstaða- flugi, þeir muni halda sínu striki, enda í einni mestri fjarlægð frá Reykjavik. Flugfar til og frá Egils- stöðum er mjög mismunandi. Hægt er að fá far aðra leiðina á 5.500 krón- ur með því að bóka það á Netinu en venjulegt fargjald er liðlega 8.000 krónur. Einnig er hægt að bóka með 3ja daga fyrirvara og kostar það um 12.000 krónur báðar leiðir. Því far- gjaldi svipar til Apex-fargjalda á flugi erlendis. -GG Starfsmaöur Flugmálastjórnar í sumarleyfi: Ekkert flogið til Patreksfjarðar Flugvellinum á Patreksfiröi var lokað í gær, mánudag, og verður hann lokaður fram í ágúst, eða svo lengi sem sumarfrí starfsmannsins stendur. í spamaðarskyni verður ekki ráð- inn afleysingamaður í hans stað af háifu Flugmálastjómar en kostnað- ur við það mundi nema á þriðja hundrað þúsund krónur sem eru laun og uppihald á staðnum. Flugfélagið Jórvík hefur haldið uppi samgöngum til Patreksfjarðar sex daga vikunnar en á meðan á sumarfríi starfsmannsins stendur verða Patreksfirðingar og þeir sem þá vilja sækja heim um loftin blá að fljúga til Bíldudals með íslandsflugi. Þangað eru 28 km og um tvo fjall- vegi að fara en til Patreksfjarðar- flugvallar 25 km svo um sumartím- ann gerir það ekki útslagið. Um fimmfalt fleiri fljúga um Bíldudalsflugvöll á ári, eða um 500 manns á mánuði, á móti um 100 manns til Patreksfjarðar. Ekkert var flogið til Patreksíjarðar frá þvi í nóvember 2000 þar til í maímánuði sl. vegna þess að flugfélagið Jórvík, sem hefur leyfi til flugs á Patreks- fjörð nú, hafði þá ekki flugrekstrar- leyfi. Vandi þeirra sem búa á lands- byggðinni birtist því í ýmsum myndum. -GG Samherji og Síldarvinnslan stofna Sæblik Samherji hf. og Síldarvinnslan hf. hafa stofnað hlutafélagið Sæ- blik og á hvort félag 50% hlut í hinu nýja félagi. Tilgangur Sæbliks hf. er að ann- ast sölu á öllum frosnum og sölt- uðum síldar-, loðnu- og kolmunna- afurðum félaganna tveggja sem að því standa. Þar er Japansmarkað- ur þó undanskilinn og munu Sam- herji og Síldarvinnslan áfram nýta þar þau viðskiptatengsl sem fyrir hendi eru, án atbeina Sæ- bliks hf. Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur verið stærsti síldarsaltandi landsins undanfarin ár jafnframt því að reka umfangsmikla fryst- ingu á uppsjávarfiski í landi. Sam- herji rekur m.a. annars fjölveiði- skipið Vilhelm Þorsteinsson EA, sem á sl. fimm vikum hefur unnið um borð og landað um 2.000 tonn- um af síldarflökum, að verðmæti um 250 milljónir króna. Áætluð ársvelta hins nýja fyrir- tækis er um 3 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Sæbliks er Björgólfur Jóhannsson, sem jafn- framt er forstjóri Síldarvinnslunn- ar hf., sölustjóri er Einar Eyland og gæða- og framleiðslustjóri er Svanbjöm Stefánsson. -gk Erilsamt hjá lögreglu: Skemmdi tvo lögreglubíla - á flótta Lögregla hóf eftirför þegar bif- reið, sem ekið var um Miklubraut um áttaleytið á laugardagskvöld, sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Billinn ók á ofsahraða og þegar lögregla gerði aðra tilraun til að stöðva ökumanninn ók hann utan í tvo lögreglubíla. Aksturslag mannsins varð síð- an til þess að hjól hrökk af felgu og hafnaði bíllinn á steyptum kanti á Sæbraut. Ökumaðurinn var handtekinn og færður á stöð. Hann er grunaður um ölvun við akstur og var sviptur ökuréttind- um til bráðabirgða. Erilsamt var hjá lögreglunni í Reykjavík og mikiö unnið að um- ferðarmálum. Sjötíu ökumenn voru teknir á of miklum hraða, 12 vegna gruns um ölvun við akstur og 29 voru stöðv- aðir vegna þess að þeir voru ekki í beltum. -aþ Veðriö i kvöld Víða rigning eða skúrir Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða rigning eða skúrir, þó síst á Vestfjöröum. Hiti yfirleitt 7 til 12 stig. Solargangur og sjavarföll Sólarlag í kvöld 23.19 23 31 Sólarupprás á morgun 03.50 03.02 Síódegísfló& 15.42 20.15 Árdeglsflóó á morgun 04.06 08.39 Skýringar á veðuríákmsm ^*-~VINDÁTT —HITI -10° ^VINOSTYRKUR VreníT í metrum á sekóndu ^ rKUð f HBDSKlRT o ^3 0 LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAO o w 'xT Iw li W: ö ; RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA •W & = ÉUAGAN6UR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNiNGUR ÞOKA ÆT~ Ástand fjallvega ■;■<%*** A, j) A-r »S Ófært í Hrafntinnusker V ■ < HS, -¥ \. / 1 .■■:■.'■■ ,.j— p Langflestir hálendisvegir landsins eru nú færir jeppum. Nýjustu fregnir herma að búiö sé að opna slóða milli gy-tsp' V»tn«Jökull Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar, noröan ■ Langjökuls. Enn er þó ófært um 0 /'-'v-.' Dyngjufjalla- og Gæsasvatnaleið og V*fllr á tkyggAum *v»éum MýtdilsJóSíOM •ru lokaðlr þar Ui annaft sömuleiöis í Hrafntinnusker. www.vegag.is/foerd — Hlýjast í innsveitum Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Lítils háttar rigning meö köflum, einkum vestan til. Skúrir á víö og dreif. Hiti 8-15 stig, hlýjast í innsveitum. Fiinmtii Vindur: 4-6 m/íi Hiti 8° til 15' o Fremur hæg A-læg e&a breytlleg átt. Lftlls háttar rlgnlng me& köflum, einkum vestan tll. Annars skúrlr á ví& og drelf. Hltl 8 tll 15 stlg. Vindur: r"—N'v 4-7Vj Hiti 8° til 15° WM* Fremur hæg A-læg e&a breytlleg átt. Litlls háttar rlgnlng me& köflum, elnkum vestan til. Annars skúrlr á víö og drelf. Hitl 8 tll 15 stlg. Vindur: 5-6 m/* Hiti 8° til 15° Fremur hæg A-læg eöa breytlleg átt. Lítils háttar rlgnlng meö köflum, elnkum vestan tll. Annars skúrlr á víö og drelf. Hitl 8 tll 15 stig. 3H AKUREYRI úrkoma I gr. 8 BERGSSTAÐIR rigning' 7 B0LUNGARVÍK skýjaö 8 EGILSSTAÐIR 4 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 9 KEFLAVÍK rigning 9 RAUFARHÖFN alskýjaö 7 REYKJAVÍK skúr 9 STÓRHÖFÐI rigning 4 BERGEN léttskýjaö 10 HELSINKI alskýjaö 20 KAUPMANNAHÖFN skýjað 13 ÓSLÓ skúr 12 STOKKHÓLMUR þokumóöa 13 ÞÓRSHÖFN skýjaö 10 ÞRÁNDHEIMUR rigning 11 ALGARVE heiöskírt 19 AMSTERDAM léttskýjað 14 BARCEL0NA léttskýjaö 18 BERLÍN skýjaö 13 CHICAGO alskýjaö 24 DUBLIN skýjaö 14 HALIFAX skúr á síö kl. 14 FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG rigning 13 rigning á síö. kl.13 skýjaö skýjað þokumóða léttskýjaö heiösklrt léttskýjað skýjaö léttskýjaö skýjaö alskýjaö skýjaö 5 14 11 18 19 7 26 25 13 16 19 20 M’tMdMnkWML'iWiUifcm'wsMialiHBt-IMiltHi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.