Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 DV — Framkvæmdastjóri Goða telur litlar líkur á gjaldþroti fyrirtækisins: 7 Fréttir Leiga a slaturhusum til að sefa reiði bænda Litlar líkur eru á því að gjaldþrot blasi við Goða eftir að fyrirtækið seldi kjötvinnslur fyrir- tækisins í Reykja- vík og Borgarnesi til Norðlenska mat- borðsins að mati Kristins Þórs Geirs- sonar, fram- kvæmdastjóra fyr- irtækisins. Hann á ekki von á breyt- ingum á því nema í ljós komi að ein- hverjar eignir standi ekki undir sér. Mikil endurskipulagning á sér stað þessa dagana, reynt er að lágmarka áhættuþætti því reksturinn hafi verið ansi villtur sem engan veginn hafi staðist væntingar. Af þeim ástæðum er gripið til mjög harka- legra bremsuaögerða. „Þegar sameiningarviðræður við Norðlenska voru í gangi var stefnt að því að færa vinnslurnar til Akur- eyrar og ná þannig saman áður en ráðist yrði í byggingu dýrrar kjöt- vinnslu og því var flutningur aðal- stöðva Goða í Mosfellsbæ, Borgar- nesi eða Selfossi þá þegar út úr myndinni. Hagkvæmast var að fara norður þvi þar voru kjötvinnslur fyrir. Hluti af því að selja kjötvinnslurn- ar til Akureyrar orsakar það að ósamfella verður í rekstrinum. Sam- fella i rekstri veldur hins vegar þvi að alltaf eru ákveðnar viðskiptakröf- ur í gangi og síðan er skuldfært á birgja á móti. Þetta veldur því að það verður greiðslustopp í ákveðinn tíma, og margir álita það skýr merki um það að við séum að fara á hausinn. En við erum að gera þetta til þess að geta innheimt útistandandi reikninga til þess að geta staðið skil á kröfum, en eignir standa vel fyrir þeim. Það er styttra í rukkarana en í inn- heimtumanninn hjá Goða,“ segir Kristinn Þór Geirsson. Goði segir að til standi að reka áfram helming sláturhúsa félagsins, og þá í verktöku, en einhverjar um- ræður hafa verið í gangi við hópa um að leigja einhver sláturhúsanna fjög- urra, og hefur þeim verið sagt af framkvæmdastjóranum að það verði tekið á næstunni til alvarlegrar skoð- unar. „Sumum er svo heitt í hamsi að þeir vilja ekki að við vinnum neitt fyr- ir þá. Ef það sefar reiðina er ég alveg tilbúin til að skoða þá lausn mála þetta haust. Það er hins vegar ekki gáfulegt því við erum í fullum gír að undirbúa sláturtíð meðan aðrir sem ætluðu að koma að þessu eru það ekki. Svo þarf auðvitað að taka til í mannahaldinu eftir þessar breytingar, en starfsfólkið mun fyrst frétta það,“ segir Kristinn Þór Geirsson. -GG Fjölgun heimilislausra í hópi geðfatlaðra: Hefur ekkert með aukið ofbeldi að gera - segir Geðhjálp - Miðborgarhópur segir úrræðaleysi ríkja Fimmtíu manns eru heimilislausir í Reykjavík og eiga hvergi höfði sínu að að halla. Talið er að tíu af þessum fimm- tíu eigi við mjög al- varlegan vanda að etja en hinir séu á vergangi tímabund- ið vegna húsnæðis- leysis. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vinnuhóps um miðborgarmál sem lögð var fyrir borgarráð fyrr í vikunni. í skýrsl- unni kemur fram að um sé að ræða úrræðaleysi heilbrigðiskerfisins og Félagsþj ónustunnar. „Niðurstaða vinnuhópsins leiðir í ljós nauðsyn þess að flnna úrræði og auka þjónustu við heimilislausa, hvort sem þeir eru geðfatl- aðir eða ekki. Nú þegar er hafið sam- starf Félagsþjónust- unnar, Reykjavíkur- deildar Rauða krossins og fleiri til að bæta um betur,“ segir Snjólaug G. Stefánsdóttir, verk- efnisstjóri þróunar- sviðs Ráðhússins. í skýrslunni kemur einnig fram að Fé- lagsþjónustan vinn- ur þessa dagana að því að koma upp tveimur sambýlum fyrir 10 til 15 einstaklinga. Það leys- ir þó ekki nema hluta vandans. Þá vekur athygli að í skýrslunni er fjallað í sömu andrá um geðfatlað fólk og óreglumenn. Geðhjálp sendi frá sér ályktun um málið þar sem félagiö lýsir áhyggjum sinum af fjölgun heimilislausra. „Fjölgun heimilislausra i hópi geðfatlaðra hefur ekkert með aukið ofbeldi í miðbænum aö gera eins og lögregl- an hefur staðfest en er skömm sem yfirvöldum og hags- munafélögum ber að takast á við og breyta. í þessu sam- bandi mótmælir Geðhjálp harðlega lokunum geðdeilda í sumar sem þegar hefur valdið geð- sjúkum og aðstand- endum þeirra mikl- um óþægindum, segir í ályktun Geðhjálpar. Vinnuhópurinn leggur jafnframt til að útbúin verði handbók fyrir starfsfólk verslana og veitingahúsa um hvemig bregðast skuli við fólki sem er til vandræða sökum vímu- efnaneyslu eða af öðrum sökum. Bryndís Loftsdóttir, fulltrúi versl- unarfólks í vinnuhópnum, segir starfsfólk í miðbænum flnna til ör- yggisleysis, jafnt að degi sem kvöldi. Hún segir lögregluna vera allt frá 20 til 40 mínútum að bregðast við að- stoðarbeiðni og ljóst að auka þurfi samvinnu verslunarfólks og lög- reglu. Lögreglan mun reiðubúin að gera upplýsingar um þessi efni að- gengileg á vefsíðu sinni. -aþ Geöhjálp ályktar Félagiö mótmælir lokunum geðdeilda í sumar og segir þær þegar hafa valdiö geösjúkum og aðstandendum þeirra miklum óþægindum. Bryndís Loftsdóttir. OLYMPUS C-700 Stafræn myndavél með 10 faldri aðdráttarlinsu | P Aðdráttarafl ..þar fóru bláu fjöllin • 2,1 millj. punktar • 10x optical aðdráttarlinsa og 2,5x stafrænn aðdráttur/samtals 950 mm aðdráttur • USB tengi við tölvu • Tengi við sjónvarp • Tekur MPEG-hreyfimyndir |jj| jiij - * MYNDAVELAR Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.