Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 29 Tilvera Biöfrettir Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Ljóskusmellur á toppnum Nýjasta kvikmynd leikstjórans Roberts Luketics var frumsýnd vestra nú um helgina. Vinsældir myndarinnar létu ekki á sér standa og skaust hún beinustu leiö í fyrsta sæti bandaríska listans. Það er Reese Whiterspoon, sem margir muna úr Fear og Cruel Intentions, sem fer með aðalhlutverkiö, hlutverk ljóskunnar, í myndinni. Mótleikarar Whitherspoon eru Luk Wilson, Matthew Davis og Victor Garber. Legally Blonde segir frá systrafélagsformanninum, Elle Woods, sem lendir í þeirri HELGIN 13._ 15. júlí Bráðgáfuð Ijóska Reese Whihterspoon í Legally Blonde. óskemmtilegu aðstöðu að kærastinn segir henni upp. Hann er á leið í laganám og hún ákveður að elta hann. Þá koma í ljós áður óþekktir hæfileikar hennar. í öðru sæti listans er svo kvikmyndin Score með gömlu hetjunum Marlon Brando, Robert De Niro og Ed Norton í aðalhlutverkum. Vinsælasta mynd síðustu viku, Cats & Dogs, heldur enn velli og er í þriðja sæti. Margir höfðu spáð myndinni í fjórða sæti, Final Fantasy;The Spirits Within, betra gengi en raun varð á. SÆTI FYRRI VIKA TITILL ALLAR UPPHÆÐIR 1 ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA. INNKOMA INNKOMA FJÖLDI HELGIN: ALLS: BÍÓSALA O Legally Blonde 20.377 20.377 2620 o The Score 19.018 19.018 2129 o 1 Cats & Dogs 12.033 58.945 3040 0 Final Fantasy: the Spirlts Within 11.408 19.028 2649 o 2 Scary Movie 2 9.554- 52.975 3220 o 5 The Fast and the Furious 8.088 115.615 2899 o 6 Dr. Dolittle 7.483 84.734 2829 o 4 Kiss of the Dragon 6.010 24.122 2100 o 3 A.l: Artlficial Intelligence 5.214 70.097 2830 e 7 Tomb Raider 3.883 122.512 2164 0 8 Shrek 3.603 247.280 1767 0 9 Atlantis: The Lost Empire 2.582 74.705 1702 0 10 Baby Boy 2.108 24.660 1014 © 12 Pearl Harbour 1.968 190.112 1210 © 11 crazy/beautiful 1.183 15.240 1242 0 13 Swordfish 1.005 67.675 902 © 14 Moulin Rouge 753 52.467 492 © 15 Sexy Best 503 3.901 179 © 16 The Mummy Returns 459 200.219 593 © 18 Memento 321 23.005 190 Vinsælustu myndböndin: Spennandi fjalladramatík Bandariska spennumyndin Vertical Limit klifrar enn upp metsölulistann, var í þriðja sæti í fyrri viku en situr nú á toppnum. í Vertical Limit segir frá ungum fjall- göngugarpi, Peter Garret, sem lendir í miklum raunum þegar hann freistar þess að bjarga lífi systur sinnar, Annie. Hún er nefnilega innilokuð í nokkurs konar ísgröf, í 26 þúsund feta hæð, á íjallinu ógurlega, K2. Hver einasta sek- únda skiptir máli þar sem systirin og björgunarmenn hafa takmarkað súr- efni. Bróðirinn leitar til reynds íjallamanns og saman leggja þeir á brattann - til aö bjarga systurinni. Með helstu hlutverk fara Chris O’Donnel, Robin Tunney og Scott Glenn. Leik- stjóri myndarinnar er Martin Campbell. Tvær kvikmyndir eru nýjar á listanum þessa vikuna, annars vegar Pay It Forward og hins vegar Bless the Child. Þættir 13 til 24 úr sjöundu syrpu banda- rísku gamanþáttanna Friends komu út á myndbandi í liðinni viku. Ekkert lát virð- ist á vinsældum „vin- anna“ sem raða sér þegar í staö á vin- sældalista Mynd- marks. Spenna á fjöllum Sögusviö Vertical Limit er hiö ógurlega fjall K2. FYRRI VJKUR SÆTI VIKA Tmu. (DREIFINGARAÐILI) Á USTA © 3 Vertical Limit (Skífani 2 O 3 Unbreakable isam myndbönd) 3 O 2 Meet the Parents isam myndböndj 5 o 4 Crouching Tiger Hidden Dragon (skífan) 4 o 5 Wonder Boys (Sam myndböndi 4 o 6 Chill Factor isam myndböndi 3 o ný Pay It Forward isam myndbóndi 1 o ný Bless the Child iskIfani 1 0 8 The Family Man isam myndbönd) 7 © 9 0 Brother, Where Art TIiou,(háskólab!ó) 8 0 7 The 6th Day iskífan) 6 ný Friends 7, þættir 17-20 isam myndbönd) 1 0 ný Friends 7, þættir 13-16 isam myndbönd) 1 © 10 Sugar and Splce (myndformi 4 0 ný Friends 7, þættir 21-24 (Sam myndbönd) 1 © 14 The Yards (skífan) 3 0 13 Little Nicky (myndformj 7 : © 15 The Contender (göðar stundiri 2 © 12 Bedazzled (skIfanj 9 © 11 The Replacements isam myndbóndi 6 ’A DV-MYNDIR VH Góöir taktar í húsmæöraboltanum Heimahúsmæöur kepptu í knattspyrnu viö aövífandi húsmæöur. Áhorfendur skemmtu sér hiö besta enda sýndu húsmæöurnar hina glæsiiegustu takta meö knöttinn. Fólki bar hins vegar saman um aö dómarinn væri hálfgeröur trúöur. í sól og sumaryl: Sælan á Suðureyri 2001 Meö lítlnn sætan hvolp Börnin hrifust mjög af ungviöinu í húsdýragaröinum á Sæluhelginni. El Sombrero Þaö bregst víst ekki aö hann Ölli setur upp mexíkanahattinn á tyllidögum. DV, SUDUREYRI:_____________ Sæluhelgi á Suðureyri lauk á sunnudagskvöldið eftir velheppnuð hátíðarhöld allt frá því á flmmtu- daginn. Blíða var lengst af en á laugardagskvöldið gerði dálitla rigningu sem entist mun skemur en margir hátíðargestir þessa nótt. Þetta var í sjötta sinn sem Sæluhelgin sem slík er haldin, en áður höfðu svokallaðar mansakeppnir farið fram um skeið. Reyndar er mansakeppnin ekki minnsti hluti Sæl- unnar. í ár voru þátttakendur í keppninni rúmlega 160 talsins og veiði óvenjugóð. Fiskurinn er veginn og metinn og geymdur í kerum þar til keppni lýkur en þá er honum gefið líf en yfirskrift mansakeppn- innar má segja að sé virðing fyrir fiskinum. Keppt er um mörg verðlaun, stærsta fiskinn, minnsta fisk- inn, flestu fiskana, undarlegasta aflann og svo fram- vegis. Heiðursgestir hátíðarinnar í ár voru hjónin Inga Jónasar og Guðmundur Elíasson en þau auðguðu mannlíf í Súgandaflrði á árum áður með tónlist og skemmtilegheitum. Þau hjónin fluttu suður fyrir nokkru vegna heilsubrests. Á sæluhelgi ber mest á Súgfirðingum, bæði heima- fólki og brottfluttum. En Súgfirðingar eru þekktir fyrir gestrisni og fagna vel öllum vinum fjarðarins sem ber að garði. Var fjölmenni í flrðinum nú sem endranær á Sæluhelgi, íbúatalan margfaldaðist og minnti götulífið á stundum á kamival á suðrænum slóðum. Sæluhelgin er orðin fóst í sessi í lífi Súgfirðinga. Fólk gengur að vandaðri dagskrá og góðri skemmt- un vísri ár eftir ár. Er þaö fyrst og fremst að þakka fámennum og harðsnúnum hópi mansavina sem leggja á sig ómælt erfiði ár eftir ár til að sæluhelgin góða geti orðið að veruleika. -VH Leifi og Marianna Þorleifur var lengst af bóndi á Noröureyri, sem grillir í handan fjaröarins. Leifi og Marianna eru fiutt til Suöureyrar og Noröureyrin komin í eyöi. Heiöurshjón voru helöursgestir Hjónin Guðmundur Elíasson og Inga Jónasar voru heiöursgestir hátíöarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.