Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 13
13
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001
I>V
I leit aö loftöndum
NIFCA, norræna stofnunin um samtímalist, er
með ýmsu móti að reyna að koma til móts við
undirstrauma listalífsins á Norðurlöndum, þá
sem til þessa hafa ekki notið viöurkenningar
hins „opinbera" menningargeira. Ung-
mennakúltúr er þar ofarlega á blaði, einnig ým-
iss konar menningarstarfsemi innflytjenda sem
hingað til hafa verið sagðir afskiptir hvað þetta
snertir.
í þessu ljósi ber að skoöa sýninguna „Norræn-
ir hlutir“ sem finna má í Norræna húsinu án
þess þó að margir hafi tekið eftir henni. Sem er
miður, því þrátt fyrir fremur sundurlaust yfir-
bragð og óljós markmið er hún borin uppi af ein-
lægni þátttakendanna en þeim var uppálagt að
búa til hluti/myndverk sem þeir töldu fela í sér
birtingarmyndir hins „norræna". Sjálfir eru þeir
innflytjendur eða aðkomumenn í einhverju
Norðurlandanna.
Myndlist
Ég segi „óljós markmið" því í dag er sennilega
fátt eins tilgangslaust eins og að reyna að skil-
greina hið „norræna". Meira að segja hafa ýms-
ir norrænir listamenn og hönnuðir af yngri kyn-
slóð opinberlega lýst frati á tilraunir utanaðkom-
andi aðila til að setja mannlíf og sjónlistir á
Norðurlöndum undir sama hatt; segja slíkt fimb-
ulfamb einungis til þess fallið að draga athygli
frá Norðurlandabúum sem einstaklingum og
heimsborgurum. Ég hef áður líkt slíkum tilraun-
um við gamalt myndverk þeirra Friðriks Þórs og
Steingríms Eyfjörö, „í leit að loftöndum", en í
því má sjá þá félaga liggja á grænum bala og
gapa upp í vindinn.
Að forðast niðurstöður
Hvorki í verki þeirra Friðriks og Steingríms
né „innílytjendanna" er því aö vænta niður-
staðna. Maður gerir einungis þær kröfur til lista-
mannanna að þeir nálgist viðfangsefni sitt með
skapandi hugarfari og forðist i lengstu lög að
gefa sér niðurstoður uns allir möguleikar hafa
verið kannaðir.
Því er það sem við sjáum myndlistarmenn af
pólskum, armenskum, líbönskum, finnskum,
argentínskum og austurlenskum uppruna prófa
sig áfram með útilokunaraðferðinni. Þegar upp
er staðið er líklegt að viö vitum meira um hluti
og viðhorf sem ekki innihalda snefil af „nor-
rænu“ heldur en það sem „norrænt" er. En það
er líka í góðu lagi vegna þess hve frjó og víðfeðm
eftirgrennslan þeirra er.
Hún varðar ekki einasta hugmyndina um
landamærin, bæði í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu, heldur teygir hún sig yfir í pælingar
um einkarými og opinbert rými og tekur til
margumræddrar togstreitu milli svokallaðra jað-
arsvæða og menningarmiðju. Anga af öllum
þessum hugmyndum er að finna í verkum ís-
lenska þátttakandans Óskar Vilhjálmsdóttur.
Aðrir þátttakendur tefla saman þeirri sjón-
rænu arfleifð sem þeir voru með í farteskinu
þegar þeir settust að á Norðurlöndum og því
menningarlega áreiti sem þeir mæta í nýju
heimalandi. Segja má að þetta tvennt renni sam-
an í „merkjafræði" Önnu Zadros Hansen þar
sem steypt er saman margs konar stílfærðum
skilaboðum. Einnig er hægðarleikur að líta á ílát
Nirans Baibulat, gamlan og brotinn borðbúnað
sem listamaðurinn hefur tínt upp af vegi sínum
og skeytt saman með ýmsum hætti, sem mynd-
líkingu - fyrir sundraðan persónuleika hins
landflótta aðkomumanns sem tekur sér ævinlega
huglæga búsetu mitt á milli heimalands síns og
aðsetursstaðar.
Heimlli birtunnar
Verk Miguels Vega Olivares eru allt í senn,
ókennileg, ofvirk og óræð. Þau fara í taugarnar
á okkur; við viljum vita hvað þau eru að flækj-
ast fyrir okkur og hvað þau eigi aö fyrirstilla.
Sjálf vilja þau ekki þurfa að réttlæta tilveru sína.
Kannski er í þessu verki dulin vísan til hins
erkitýpíska aðkomumanns.
En þótt þátttakendur forðist í lengstu lög að
skilgreina hið „norræna" og líti aukinheldur á
„hlutinn" sem afar teygjanlegt fyrirbæri eru þeir
að einu leyti „norrænir" samkvæmt bókinni.
Verk þeirra flestra eru nefnilega gegnsýrð birt-
unni eða hugmyndinni um hana. 1 áðurnefndum
málverkum Onnu Zadros Hansen kemur birtan
innan frá; stafar af gullmettuðum flotunum sem
hún virkjar eins og íkonamálararnir forðum.
Glermyndir Armens Matinian eru þrungnar
birtu (og e.t.v. meðvitund um Hammershoj) og
Miguel Vega Olivares beitir birtu á dramatískan
hátt í verkum sínum. 1 installsjón sinni notar
Christine Candolin birtu til að leysa upp hið efn-
islega og birtan er afgerandi þáttur í ljósmynda-
verkum Óskar Vilhjálmsdóttur og Önnu Hallin.
Birtan er síðan forsenda þess að „Fræin“ sem
Danuta Haremska stráir um gólf nái aö dafna.
Kannski er niðurstaða sýningarinnar sú að
„Norðurlönd" séu fyrst og fremst samheiti fyrir
„heimili birtunnar" sem er auðvitað fullkomlega
óáþreifanlegt fyrirbæri eins og hver annar loft-
andi.
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýningarrými Norræna hússins er opiö frá 12-17 alla
daga nema mánudaga og stendur sýningin Norrænir
hlutir til 6. ágúst.
DV-MYNDIR HARI
A Tea-Party eftir hina finnsku Niran Baibulat
ílátin má líta á myndlíkingu fyrir sundraðan persónuleika hins landflótta aðkomumanns sem tekur sér
ævinlega huglæga búsetu mitt á milli heimalands síns og aðsetursstaðar.
Kynþáttafordómar, kynlífs-
þjónusta og kvennafræði
Fjölbreytní .i -
Timaritið Vera er komið
út I þriðja sinn á þessu ári
og halda Elísabet Þorgeirs-
dóttir ritstýra og blaðakonur
hennar áfram að skrifa um
það sem betur má fara í
samfélagi okkar. Að þessu
sinni eru það málefni inn-
flytjenda sem fá stóran part
af Veru - undir yfirskrift-
inni Fjölbreytni auðgar.
í grein Guðrúnar Pétursdóttur, forstöðumanns
Miðstöðvar nýbúa, kemur fram að fordómar og
mismunun komi sjaldnast fram í ofbeldi og aug-
ljósri mismunun heldur i „hversdags rasisma"
eða duldum birtingarmyndum fordóma sem lýsa
sér t.d. með því að „fólk er látið afskiptalaust og
einangrað, það er talað niður til þess, það er tor-
tryggt, því er sýndur hroki og yfirlæti, það fær
verri þjónustu, það er uppnefnt og niðurlægt, því
er sýnd ókurteisi, óþolinmæði og pirringur...".
Viðtöl eru við innflytjendur frá Filippseyjum,
Víetnam, Mexíkó og Póllandi, um bakgrunn
þeirra og ástæður þess að þau fluttu til íslands,
en einnig er rætt við formann Samtaka gegn
kynþáttafordómum á íslandi og forstöðukonu
Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum.
I Veru er rætt við nokkra viðskiptavini nekt-
arstaða sem hafa keypt sér kynlífsþjónustu og
lýsa þeir samskiþtum sínum við nektardans-
meyjarnar. Maður um fertugt segir í viðtali við
Elísabetu Þorgeirsdóttur að það hafi góð áhrif á
karla undir vinnuálagi að fá „athyglina sem
stelpurnar veita manni þegar þær keppast við að
koma á viðskiptum," og segir enn fremur að
nektarstaðurinn hafi í hans tilfelli „virkað eins
og karlaathvarf". Þessi maður varð vitni að því
þegar viðskiptavinur kvartaði yfir því að fá ekki
kynlífsþjónustu og stelpan sem hann hafði keypt
af einkadans var ávítuð.
Margt er fleira í Veru. Talað er við hina
bandarísku Bonnie J. Morris sem flutti einleik-
inn Hefnd kvennafræðikennarans í Kaffileikhús-
inu í maí en verkið er hárbeitt skopádeila á hin-
ar fjölmörgu klisjur um kvennafræði og femin-
isma. Bonnie þessi er ekki leikkona að aðalstarfl
heldur doktor í kvennasögu og prófessor við
George Washington háskóla. í viðtalinu segir
hún m.a. að um öll Bandaríkin séu ungar klárar
stelpur sem ekki leggja í að taka kvennafræði-
kúrsa af ótta við að fá á sig „lesbíustimpil“. Þeim
sé líka stundum strítt á því og þegar þær hafa
látið skrá sig í kúrsana segi kærastar þeirra:
„Hvað, ætlar þú nú að verða ljót og drusluleg og
fara að hata karlmenn?"
Af öðru efni má nefna hringborðsumræður
um könnun sem VR lét nýlega gera um viðhorf
fólks til vinnunnar en þar kom fram að talsverð-
ur munur er á því viðhorfi eftir kynjum. Skrifað
er um greinasafn Helgu Kress um kvennarann-
sóknir og íslenskar bókmenntir auk þess sem
söngkonan Heiða skrifar um tónlist og Úlfhildur
Dagsdóttir fjallar um kvikmyndir.
__________________Menning
Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Danir sjá eftir
Tr ier-millj ónum
Nú er komið í ljós að Dansarinn í
myrkrinu, hin einstæða kvikmynd
Lars von Triers með Björk í aðalhlut-
verki, hefur halað inn rúma tíu millj-
arða króna á heimsvísu síðan hún var
frumsýnd í Cannes í fyrravor. Eins og
menn muna hlutu þau bæði, Lars og
Björk, gullpálma í Cannes og það auð-
veldaði áreiðanlega kynningarstjórun-
um störf sín. Aðrir gerðu þeim erfið-
ara um vik; mörgum gramdist sú
dökka mynd af bandarísku réttlæti
sem þar birtist og/eða áttu bágt með
að þola sérkennilegu aðalpersónuna
Selmu sem Björk túlkaði svo eftir-
minnilega.
Það sem Dönum gremst nú er að
obbinn af þessum milljörðum fer beint
til erlendra fjárfesta sem voru óragari
en heimamenn við að leggja fé í kvik-
myndina. Myndin kostaði um það bil
milljarð og er dýrasta kvikmynd sem
framleidd hefur veriö í Danmörku, en
nafn leikstjórans og aöalleikaranna
þriggja voru nægileg trygging fyrir
gæðum svo útlendir peningamenn
buðu í sýningarréttinn sem framleið-
andinn Zentropa neyddist til að selja.
Nú fá þeir peningana sína til baka, en
aðeins um 7% af gróðanum „koma
heim“.
Peter Aalbæk Jensen, forstjóri
Zentropa, er að setja á fót öflugan
kvikmyndaþróunarsjóð í von um að
koma í veg fyrir slík slys i framtíð-
inni. Umsóknarfrestur um fyrstu út-
hlutun úr sjóðnum rennur út 13.
ágúst.
Dulinn boðskapur?
í Fréttabréfi Háskóla íslands er að
finna lista yfir lokaverkefni kandídata
sem brautskráðust í febrúar. Mörg
verkefnanna hafa þannig nöfn að þau
beinlínis hljóta að vera áhugaverð og
skemmtileg. Nokkur verkefni má hér
nefna í því samhengi, sem og deildina
þar sem hverju verkefni fyrir sig var
skilaö, en því miður hefur menningar-
síða ekki undir höndum nöfnin á höf-
undunum.
í kjólinn fyrir jólin - Læknadeild
Lögfræðileg hugvekja um höfunda-
rétt arkitekta - Lagadeild
Sala timburs frá Lettlandi til Banda-
ríkjanna - Viðskipta- og hagfræðideild
„Við svofelld annarleg orð, sem ein-
hver rödd lætur falla." Raddir í ljóð-
um - Heimspekideild
Sjálfvirk hitastýring biðofna ÍSALS
- Verkfræðideild
Áhrif lýsis á tímaferla tumor
necrosis factor (TNF) og interleukin
(IL)-10 myndunar í kviðarholsátfrum-
um. - Raunvísindadeild
Stöðugleiki leysikoma í kræklingi -
Raunvísindadeild
Hellisbúinn -
dulinn boðskap-
ur - Félagsvís-
indadeild
„Lífið er dýrt,
dauðinn þess
borgun" Trú og
tákn í tengslum
við íslenska
andláts- og útfararsiði á 20.öld. - Fé-
lagsvísindadeild
„... eins og stirðnað lík.“ Sagnaflutn-
ingur fyrr og nú í félags- og menning-
arlegu samhengi. - Félagsvísindadeild
Hugsanabæling í reykingafíkn - Fé-
lagsvisindadeild
Reynsla eiginmanna kvenna með
langvinnan teppusjúkdóm í lungum -
Hjúkrunarfræðideild
Bland í poka
Nú stendur yfir í biðskýlinu á
Hlemmi ljósmyndasýningin „Bland í
poka“. Ljósmyndirnar eru teknar af
áhugaljósmyndaranum Bjarneyju E.
Sigvaldadóttur, vagnstjóra hjá Strætó
bs. Sýningin hófst 12. júlí og stendur
til 12. ágúst.