Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 10
10
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001
X>v
Frí endar meö skelfingu
Peter og Joanne Lees voru
í hnattreisu.
Enn leitað að
skotmanni
Vonir um að finna Bretann Peter
Falconio á lífí hafa dvínað. Peter
var skotinn og hafður á brott af
byssumanni sem stoppaði Peter og
kærustu hans á sveitavegi í norður-
hluta Ástralíu í gær. Mikið blóð
fannst á þeim stað sem hann var
skotinn á.
Lögregla á svæðinu hefur skipu-
lagt mikla leit á svæðinu. Leitin er
hins vegar erflð þar sem um stórt og
strjálbýlt svæði að ræða. Frum-
byggjar hafa verið fengnir til að
rekja slóð byssumannsins en rign-
ing heftir störf þeirra.
Unnusta Peters komst undan eftir
að byssumaðurinn hafði ætlað að
neyða hana inn í skott bíls sins.
Hún faldi sig og náði svo í hjálp.
Lítill skriður í lofts-
lagsviðræðum
Mikið er sagt skOja á milli sendi-
fulltrúa Evrópusambandsins og
Bandaríkjanna á loftslagsráðstefn-
unni í Bonn. Ráðstefnan hófst á
sunnudag og mun standa i tvær vik-
ur.
Allra augu beinast að Japan, sem
vill ekki staðfesta nema Bandaríkin
geri slíkt hið sama. Evrópusam-
bandið telur þó enn möguleika á að
sannfæra Japana um að staðfesta
sem þýðir að nógu margir hafi stað-
fest til að hægt sé að hrinda Kyoto-
sáttmálanum í framkvæmd.
Bush Bandaríkjaforseti ákvað að
staðfesta ekki sáttmálann þar sem
hann væri byggður á ótraustum vís-
indum og óréttlátur gagnvart
Bandaríkjunum og efnahag þeirra.
Zemln og Pútín
Hittust í Moskvu um helgina og und-
irrituðu vináttusamning. Gagnrýndu
eidftaugavarnakerfi Bandaríkjanna.
VIII að Nató
verði lagt niður
Vladimir Pútín Rússlandsforseti
vill að Nató verði lagt niður og í
stað þess komi samevrópsk samtök
sem Rússland væri aðili að. Hann
lýsir því einnig yfir að eldflauga-
vamarkerfi Bandarikjamanna sé
óþarft, þar sem engin yflrvofandi
hætta steðji að þeim.
Pútín hitti Jiang Zemin, forseta
Kína, um helgina. Þeir gáfu út sam-
eiginlega yfirlýsingu að fundi lokn-
um og mæltu með því að ABM-
samningur Rússa og Bandaríkja-
manna yrði ekki afskrifaður, það
gæti ógnað stööugleikanum.
Þingmenn stinga
upp í Blair
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, varð að sætta sig við að
rúmlega 120 þingmenn úr hans eig-
in flokki settu ofan í við hann við
kjör á nefndarmönnum í tvær þing-
nefndir. Ríkisstjóm Blairs hafði
ákveðið að setja af tvo nefndarfor-
menn. Það voru þau Gwyneth
Dunwoody, formaður samgöngu-
nefndar, og Donald Anderson, for-
maður utanríkisnefndar.
Þau tvö hafa verið dugleg við að
gagnrýna störf Blairs og stjórnar
hans ef þeim hefur fundist það þurfa
og fannst mörgum sem stjórnin væri
að nota tækifærið og losa sig við
vandræðagemsana. Þetta fékk ekki
góðan hljómgrunn meðal almennra
þingmanna Verkamannaflokksins.
Það dugði fyrir þessa rúmlega 120
þingmenn til að koma í veg fyrir að
nýjar uppstillingar ríkisstjórnarinn-
ar í samgöngu- og utanríkisnefndirn-
ar yrðu samþykktar. Þetta þykir
mikið áfall fyrir Blair.
Mótbyr hjá Blair
Tapið á þinginu þykir mikill ósigur
fyrir Blair.
Skipan í þingnefndir er nú undir
smásjánni. Það þykja ekki vera
vönduð vinnubrögð að ríkisstjórnin
skipi þingnefndarmenn sem eiga að
fara yfir störf hennar og láta vita
hvað er gott og hvað má betur fara.
Robin Cook, leiðtogi Verkamanna-
flokksins í þinginu, lagði til að þeg-
ar yrði farið í að yílrfara þær að-
ferðir sem notaðar séu til vals á
þingnefndarmönnum.
Hann sagði einnig ný nöfn verða
lögð til samþykktar sem formenn
þingnefndanna tveggja. Talið er að
gömlu nefndamennirnir verði settir
inn aftur.
Mörgum þykir ríkisstjórn Blairs
hafa verið full-yfirgangssöm i mörg-
um málum og viðkvæm fyrir gagn-
rýni.
Því hefur verið haldið fram að
þingmenn hafi geflð Blair og stjórn
hans tækifæri fyrstu fjögur árin af
einskærri ánægju með að leggja
íhaldið að velli.
Umdeildar skólabækur
Umdeildu japönsku sögukennslubækur sem vakið hafa upp milliríkjadeilur í Austur-Asíu eru loks komnar á markað.
Skólar í Japan eru tregir til að kaupa bókina af ótta við enn verri tengsl Japans við ríkin á Kóreuskaganum og Kína,
sem hafa krafist breytinga á efni bókarinnar. Hún þykir taka óhóflega vægt á stríðsglæpum Japana í seinna stríði.
Reykingar hagkvæmar
fyrir þjóðfélagið
Samkvæmt skýrslu sem sígar-
ettuframleiðandinn Phillip Morris
lét gera eru reykingar þjóðfélags-
lega hagkvæmar.
Skýrslan, sem gerö var í Tékk-
landi, sýndi fram á að tékkneska
ríkið hefði sparað um rúma flmmt-
án milljarða króna árið 1997 vegna
reykingamanna.
Þetta fékkst út með því að reikna
út fjölda þeirra sem dóu um aldur
fram og komust þar með ekki á elli-
lífeyri né þurftu að nýta sér elli-
heimili né aðra þjónustu fyrir aldr-
aða og draga það frá töpuðum skatt-
tekjum og kostnað við umhyggju
seinustu stundir lifs þeirra.
Viðbrögð við skýrslunni hafa
vakið hörð viðbrögð hjá þeim sem
berjast gegn reykingum. Sérstak-
lega er horft á það að flest fyrirtæki
vilji halda lífl í viðskiptvinum sín-
Borgar sig fyrir alla
Reykingamenn sem deyja ungir sjúga
ekki peninga úr kerfinu sökum elli.
um. Eða eins Richard Daynard, sem
stýrir lögsóknum gegn tóbaksfyrir-
tækjum í Bandaríkjunum, segir:
„Svona hugsar maður ekki um líf
samborgara sinna.“
Talsmaður Phillip Morris segir
að skýrslan hafi verið gerð vegna
áframhaldandi umræðu um sköttun
á sígarettum í Tékklandi. Fyrirtæk-
ið framleiðir um 80% af sígarettum
sem reyktar eru þar.
Skýrslan hefur verið vefengd þar
sem ekki er tekið með að fólk kaupi
aðrar vörur ef það hættir að reykja.
Tóbaksfyrirtæki hafa verið þekkt
fyrir að nýta sér svipaðar rökfærsl-
ur til varnar þar sem ríki, oftast
bandarísk, hafa verið að lögsækja
vegna bóta fyrir kostnaði við að
annast sjúklinga sem fá sjúkdóma
sem hægt er að tengja beint við
reykingar.
mssssssm':
Vildi verða melludólgur
Vladimiros Montesin-
os, fangelsaður fyrrver-
andi njósnaforingi í
Perú, vildi senda her-
mönnum í frumskógum
norðurhluta landsins
vændiskonur svo þeir
yrðu ekki brjálaðir.
Hann líkti þeim við Róbinson
Krúsó. Þetta kom fram í myndbönd-
um hans.
47 létust í sprengingu
47 manns eru látnir eftir að
ólölega geymd sprengiefni sprungu í
þorpi í norðvesturhluta Kína í gær.
Svíi kveikti í konu
Óþekktur maður bar eld að konu
í Gautaborg eftirmiðdaginn í gær.
Hún bjargaði sér með því að
stökkva í sjóinn, en er illa brennd.
Concorde aftur á flug
Concorde-flugvél fer á loft i dag í
fyrsta skiptið síðan Concorde-flotan-
um var lagt í kjölfar mannskæðs
flúgslyss við París. Hún mun fljúga
frá London í átt að íslandi og aftur
til Bretlands í tilraunaflugi sem
reynir á betrumbætur á vélinni.
Fíkniefni í bleiubíl
Lögregluyfirvöld í Hondúras
komu höndum yfir 100 kíló af kóka-
íni í bleiuflutningabíl í gær. Talið
er að bílnum hafi verið stolið frá
öðrum flkniefnasmyglurum.
íhaldið kýs í dag
BpP” í dag verður einn
^ af þremur eftir-
««■:: gj standandi fram-
[ 'er bjóðendum í leið-
I ->* ■ togaslag íhalds-
Rk . Æ hokksins á Bret-
KÍfcV. '2Æ landi kosinn burt.
bL : Þeir tveir sem eftir
verða munu keppa
um hylli 300 þúsund skráðra flokks-
manna. Iain Duncan Smith er talinn
sigurstranglegastur í dag eftir erf-
iða helgi Michaels Portillos.
Kveikjaramaður skotinn
Breska lögreglan skaut mann til
bana sem hélt á kveikjara í líki
skambyssu með sex skotum í gær.
Verið er að rannsaka drápið.
Fangelsisstjóri rekinn
Serbneski dóms-
málaráðherrann lét
í gær reka yfir-
mann fangelsisins
sem hýsti Slobodan
Milosevic í Belgrad.
Hann hefur gefið út
dagbók með endur-
minningum um
undir hans væng.
Köttur með kúariðu
Sex ára gamall svissneskur kött-
ur greindist með sjúkdóm sem líkist
helst kúariðu. Kettinum var lógað.
veru Slobodans
Sprengja í Genúa
Böggulsprengja sprakk í ítölsku
borginni Genúa í gær. Þetta er upp-
hitun fyrir fund 8 helstu iðnríkja
heims í vikunni. Helstu þjóðarleið-
togar heimsins munu mæta.
Levy leitað í garði
Leitin að týnda lærlingnum
Chöndru Levy færðist yfir í almenn-
ingsgarð nærri íbúð hennar í Was-
hington í gær. Hún hafði leitað sér
upplýsinga um garðinn á Netinu.