Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 24
28
Tilvera
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001
I>V
Tuttugu
málverk
Kristbergs
Listmálarinn Kristbergur Ó.
Pétursson hefur opnað sýningu á
verkum sínum í Listasafni
Borgamess. Þar getur að líta 20
olíumálverk, það elsta frá 1995
og það nýjasta nýþornað.
Sýningin er opin alla daga
vikunnar frá 13-18 og á
þriðjudags og flmmtudags-
kvöldum til kl. 20.
Leikhús
■ UNGIR MENN A UPPLEH) Leikrit
Stúdentaleikhússins, Unglr menn á
uppleið, verður sýnt klukkan 20 í
kvöld í Kaffileikhúsinu. Miðaverð er
1.500 krónur en 2.800 með mat.
■ GÍTARTÓNLEIKAR í
SIGURJONSSAFNI Gítarleikararnir
Símon H. Ivarsson og Jörgen
Brllling ætla aö spila í sal
Listasafns Sigurjóns í kvöld og
hefjast tónleikarnir kl. 20.30. A
efnisskránni eru meðai annars verk
eftir Mozart, Beethoven, Gunnar
Reyni Sveinsson og íslensk þjóölög í
. útsetningu Jóns Ásgeirssonar.
Krár
■ ROKK A OAUKNUM Það verður
gott instrumental rokk í bland viö
góöa elektróníku í kvöld á
Gauknum. Þar koma fram: ívar Örn,
Salomon Kubl og Luna. Húsiö opnar
kl. 21. 18 ára aldurstakmark.
Hátíðir
■ LUNGA A SEYÐISFIRÐI A
morgun hefst á Seyðisfirði listahátíö
ungs fólks Austurlandi, „Lunga,."
Hátíöin er liöur í listahátíöinni Á
seyði. Hún stendur til 22. júlí.
Unniö veröur alla dagana í hinum
ýmsu listasmiöjum undir stjórn
landskunnra listamanna. Efnt veröur
til samkeppni í fatahönnun og
. lagasmíö og eru verðlaunin vegleg.
Sýningar
I PETUR I GALLERI KLAUSTRI
Pétur Behrens myndlistarmaöur
opna sýningu á mannamyndum í
Gallerí Klaustri aö Skriöuklaustrl í
dag. Þar eru tíu kolateikningar,
portrett af fólki. Sýningin er opin á
sama tíma og hús skáldsins, kl.
11-17 alla daga og stendur til 2.
ágúst.
■ LÁRUS LIST í LISTHÚSINU
Lárus Ust sýnir verk sín í Listhúslnu
í Laugardal. Sýningin ber yfirskriftina
Vitundarástand.
■ UÓSMYNPIR OG SKOTSKÍFUR
I HAFNARBORG I Hafnarborg, lista-
og menningarstofnun Hafnarfjaröar,
standa yfir tvær ólíkar sýningar. Á
efri hæð eru Ijósmyndir eftir Hans
Malmberg frá heimsókn hans til
íslands um 1950 og í Sverrissal er
sýning á dönskum skotskífum sem
tengjast íslandi.
■ MOSAIKSPEGLAR Á CAFÉ
KAROLINU A Café Karólínu á
Akureyrl sýnir listakonan Jonna 35
mosaikspegla, einn spegil fýrir hvert
ár sem hún hefur lifaö. Jonna tekur
líka þátt í sýningunni Akureyri í
myndlist sem nú stendur yfir.
■ SPILADOSIR í SAFNASAFNINU
Margrét Jónsdóttlr er meö sýningu
á spiladósum sem hún hefur unniö í
leir í Safnasafninu á Svalbarös-
strönd.
■ ÞÓRÐUR Á MOKKA Þórður
Ingvarsson sýnir tölvugrafíkmyndir
sínar á Mokka kaffi á
Skólavöröustígnum um þessar
mundir.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
Bíógagnrýní
Háskólabíó/Bíóhöllin - Bridget Jones’s Diari: ★ ★ ★fÁ
Kæra dagbók
Sif
Gunnarsdóttir
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Kynþokkafyllstu knattspyrnukonurnar:
Homfirsku knattspymukonum-
ar Ásgeröur Ingibergsdóttir, Embla
Grétarsdóttir og Rósa Steinþórsdótt-
ir lentu allar inn á topp tíu listan-
um yfir kynþokkafyllstu leikmenn
Símadeildarinnar sem knattspymu-
vefurinn Gras.is stóð fyrir í síðustu
viku. Embla var þar í efsta sæti og
Ásgerður og Rósa í 4.-9. Embla er
yfir sig hneyksluö þegar hún er
spurð hvort hún hafi átt von á þess-
um úrslitum. „Þetta er nú svo asna-
leg spuming aö ég get ekki svarað
henni. Ég vissi ekki einu sinni að
þessi kosning væri í gangi.“ Rósa
segist hafa glaðst fyrir hönd Horn-
firðinga, annars skipti þetta sig
engu máli og í sama streng tekur
Ásgerður. „Þetta er nú ekki það
fyrsta sem maður hugsar um þegar
maður fer á fætur,“ segir hún hlæj-
andi.
Spiluðu með strákunum fyrst
Þær kippa sér ekkert upp viö vel-
gengni í keppnum stúlkurnar, enda
eru þær vanar henni úr fótboltan-
um. Rósa og Ásgerður, leikkonur í
Val, hafa báöar spilað meö landsliö-
inu undanfarin ár og Embla sem er
i KR er farin aö leika meö landsliði
21 árs og yngri. Allar byrjuðu þær
ungar að sparka bolta og hófu sinn
keppnisferil meö Sindra á Horna-
firði. Ásgerður segist hafa prófað
allar greinar íþrótta, handbolta, fót-
bolta, blak og frjálsar, en byrjað í
fótboltanum fyrir alvöru 12-13 ára.
Rósa og hún rifjar upp aö engir
stelpnaílokkar hafi verið í fótboltan-
um á Höfn þegar þær voru að byrja
svo þær og vinkona þeirra, Maren
Albertsdóttir, hafi bara spilað meö
Rósa, Embla og Ásgerður
Þótt þeim þyki gott að vera á grasi eru þær ekki mjög uppteknar af úrslitum Gras.is
strákunum. „Við fórum með þeim á
pollamót og fengum sérstakar skóla-
stofur út af fyrir okkur að sofa í.
Strákunum fannst það svolitið mik-
ið svindl!"
Þær eru sammála um að líf þeirra
snúist mikið kringum boltann enda
sé hann bindandi sport. En hvað
skyldu þær vera að sýsla annað?
Rósa starfar í höfuðstöðvum ís-
landsbanka á Kirkjusandi. Aðspurð
hvort hún sé þá ekki komin á græna
grein í fjármálaheiminum hlær hún
við og segist ekkert vera búin að
ákveða hvað hún geri i framtíðinni.
Ásgerður starfar hjá Þórarni Sig-
þórssyni tannlækni, bæði í bókhaldi
og kliník. Embla segist „bara“ vera
í bæjarvinnunni. Þær segjast allar
eiga auðvelt með að fá frí ef þess
þurfi með. „Ég réð mig með því for-
orði í upphafi," segir Rósa og held-
ur áfram. „Samstarfsfólkið er
spennt fyrir því hvemig mér gengur
og peppar mig upp svo ég þarf ekki
að kvarta." Ásgerður segist líka fá
að sníða sín frí kringum leikina.
Feguröardrottningar
Hornfirðingar voru fyrir löngu
búnir að uppgötva fegurð þessara
stúlkna þótt þeim lánaðist ekki að
stöðva þær heima í héraði. Þær Ás-
gerður og Rósa tóku báðar þátt i feg-
urðarsamkeppni Austurlands Ás-
gerður 1994 og Rósa 1995. Sú síða-
nefnda fór þar með sigur og var því
fulltrúi Austurlands í fegurðarsam-
keppni íslands. Að lokum kemur
spurning sem flestir hafa örugglega
beðið eftir. Eru þær á lausu? Embla
verst allra frétta af sínum einkamál-
um en þær Ásgerður og Rósa segjast
báðar vera í sambúð. Þá vitum við
það. -Gun
Þrjár hornfirskar
á topp tíu listanum
Renee Zellweger er stórgóð í hlutverki sínu
Bridget Jones er persóna sem skríöur beint inn í hjartað á manni og maöur
bæöi hlær og finnur til meö henni. Handritiö er eins og best veröur á kosið:
bæöi hnyttiö og rómantískt.
Bridget Jones (Renee Zellweger) er
einhleyp ensk kona um þrítugt sem
býr í London og vinnur hjá bókafor-
lagi. Hún er óánægð með ýmsa hluti
eins og til dæmis finnst henni hún
vera 10 kílóum of þung, hún á ekki
frábæran kærasta og hún bæði reykir
og drekkur of mikið. Allt þetta reynir
hún að bæta með því að skrá líf sitt í
dagbók sem hún kaupir eftir skelfilegt
nýárspartí hjá foreldrum sínum. Þar
punktar hún nákvæmlega hjá sér
hversu þung hún er hverju sinni,
hvað hún drekkur margar flöskur af
hvitvíni og hvað hún reykir margar
sígarettur á dag. Svo skrifar hún um
skrautlega vini sína og mennina sem
hún elskar og hatar og elskar að hata
- en þeir eru tveir, Daníel yfirmaður
hennar á forlaginu (Hugh Grant) sem
er sætur og sjarmerandi og augljós-
lega skíthæll og Mark Darcy (Colin
Firth) sem er snobbaður og stífur og
búinn að vera ófyrirgefanlega dóna-
legur við hana alveg frá því að þau
hittust fyrst í fyrrnefndu voðalegu
partíi. Það sem gerist milli hennar og
þeirra er skemmtilegra að sjá í bíó en
að lesa um hér. En ég lofa mörgum
flækjum, fyndnum atriðum, ljúffengri
rómantík og margs konar nærbuxum!
Kvikmyndin um Dagbók Bridget
Jones er að sjálfsögðu byggð á sam-
nefndri metsölubók Helenar Fielding
sem kom út fyrir nokkrum árum og
allar konur (sem ég þekki a.m.k.) hafa
lesið og hlegið sig máttlausar yfir. Það
var því með óttablandinni eftirvænt-
ingu sem maður settist inn í kvik-
myndasalinn því oft er erfitt að koma
bók yfir á filmu en svei mér þá hvað
það tókst ofboðslega vel í þetta skipt-
ið. Valið á aðalleikkonuni, Zellweger,
var álitið vafasamt í fyrstu: af hverju
átti þessi álfakroppur frá Texas að
leika hina bresku þybbnu Bridget -
eiga Bretar kannski ekki ágætar
leikkonur? En hver sem sér bíómynd-
ina hlýtur að taka ofan hattinn fyrir
þeirri snilldarhugmynd að láta
Zellweger um aðalhlutverkið. Þeir
sem ákváðu það hljóta að hafa haft
sem mottó; viö höfum einfaldan
smekk, við veljum aöeins það besta. -
Þess vegna er þessi yndislega leik-
kona búin að koma sér upp enskum
hreim og hefur lifað á rjómakökum í
einhverja mánuði til að fylla út í fótin
hennar fröken Jones og áhorfendur
geta þakkað pent fyrir þvi það er
varla hægt að ímynda sér neinn gera
þetta betur - Kate Winslet meðtalin,
hana skortir viðkvæmnina sem
Zellweger hefur svo eftirminnilega.
Hugh Grant hefur ekki verið betri
síðan í Fjórum brúðkaupum, enda fær
hann hér loksins að leika eitthvað
annað en góða-pínu-utan-við-sig Eng-
lendinginn og kemur í ljós að hann er
mun skemmtilegri sem svikull
kvennabósi en t.d. elskulegur bóksali
í Notting Hill. Colin Firth er líka stór-
góður og afar myndarlegur í hlutverki
Mark Darcys, hins snobbaða lögfræð-
ings sem hrífst af hinni málglöðu og
klaufalegu Jones gegn vilja sinum.
Þeir sem þekkja skáldsöguna Hroka
og hleypidóma eftir Jane Austen
þekkja nafn Darcys sem aðalkarlper-
sónunnar þar, og þeir eiga fleira sam-
eiginlegt en bara nafnið.
Augljóst er að Helen Fielding dáist
mikið að skáldsystur sinni Austen og
stælir og stelur aðeins úr söguþræði
Hroka og hleypidóma í bók sinni um
Bridget Jones. Aðstandendur myndar-
innar notfæra sér þetta og koma með
annað snilldarbragð í leikaravali því
Colin Firth lék einmitt Darcy í Hroka
og hleypidómum sem BBC gerði svo
vel árið 1995 og var sýnt hér í Sjón-
varpinu.
Bridget Jones er persóna sem skríð-
ur beint inn í hjartað á manni og mað-
ur bæði hlær og finnur til með henni.
Handritið er eins og best verður á kos-
ið: bæði hnyttið og rómantískt og það
er ekki nóg með að aðalpersónumar
þrjár séu vel úr garði gerðar, með
þeim er heill hópur af vel heppnuðum
og vel leiknum aukapersónum, nokk-
uð sem aðeins virðist geta gerst í
breskum myndum. Leikstjórinn nær
að gera aðalpersónuna bæði drep-
fyndna en um leið hjartans einlæga og
heldur góðum dampi án þess nokkurn
tímann að keyra á aulabröndurum
eða klisjurómans. Dagbók Bridget Jo-
nes er einstaklega vel heppnuð gam-
anmynd. Drífið ykkur í bíó og góða
skemmtun.
Dagbók Bridget Jones Leikarar: Renee
Zellweger, Colin Firth, Hugh Grant, Jim
Broadbent, Gemma Jones, Embeth Dav-
idtz o.fl. Lelkstjórl: Sharon Maguire.
Handrit: Richard Curtis og Andrew
Davies eftir skáldsögu Helenu Fielding.