Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö OV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjórí: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýslngastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugeró: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndþirtingar af þeim. Aðstandendur harmleiks Harmleikur Árna Johnsen alþingismanns í Þjóðleik- húsinu vekur spurningar um, hvaða aðstæður í þjóðfélag- inu valdi röð tilviljana af því tagi, sem þingmaðurinn hef- ur lýst í fjölmiðlum. Mistökin voru framin fyrir opnum tjöldum, án þess að viðvörunarbjöllur hringdu. Sjaldgæft er, að islenzkir stjórnmálamenn séu taldir skara eld aö eigin köku á þann hátt, sem óttazt er, að gerzt hafi í bygginganefnd Þjóðleikhússins og hugsanlega viðar í fjölbreyttum stjómarstörfum þingmannsins. Pólitísk spilling á íslandi er yfirleitt allt annars eðlis. Stjórnmálamenn reyna að vísu að koma sér í notalega stóla í stjórnkerfinu, þegar þeir eru orðnir þreyttir i póli- tíkinni. Og margir eru mikið fyrir sértæka góðgerðastarf- semi á kostnað skattborgaranna, til dæmis þegar kosn- ingastjórar þeirra fá ábúð á ríkisjörðum. Hins vegar hefur á síðustu árum verið lítið um, að stjórnmálamenn rugli saman eigin vösum og vösum stofn- ana á valdasviði þeirra. Menn hafa því haldið, að stjórn- sýsla ríkisins sé almennt í þeim skorðum, að harmleikur af tagi Árna Johnsen komist ekki á fjalirnar. Umhverfis formann byggingarnefndar Þjóðleikhússins standa samt nokkrir menn, sem höfðu aðstöðu til að benda þingmanninum á að fara að stjórnsýslulögum. Þeir létu eigi að síður gott heita og bera því sameiginlega ábyrgð á frekari þróun málsins yfir í harmleik. Athyglisverður er þáttur framkvæmdastjóra BYKO, sem neitaði að upplýsa um leiðréttingar og bakfærslur í bókhaldi fyrirtækisins, þótt þar væri að finna þau atriði, sem einna mestu ljósi gætu varpað á tilraunir manna til að mynda varnarmúr um mistök þingmannsins. Auðvitað er alvarlegt, ef bókhald fyrirtækja úti í bæ er leiðrétt og bakfært til að draga úr likum á frekari fram- vindu uppljóstrana í meintu spillingarmáli viðskiptaaðila. Því má búast við, að framkvæmdastjórinn þurfi að út- skýra sumt, þegar málið fer í opinbera rannsókn. Þjóðleikhússtjóri virðist hafa sofið á fundum í tveggja manna byggingarnefnd Þjóðleikhússins og látið formann- inn um vinnuna. Hann kom af fjöllum, þegar málið sprakk í loft upp og er seint og um síðir að reyna að nudda stírumar úr augunum og átta sig á dagsbirtunni. Það boðar ekki gott, ef flnimenn taka sæti í nefndum án þess að vilja vinna í þeim og hafa ekki hugmynd um, hvort þar sé farið að reglum eöa ekki. Menn verða sam- ábyrgir í framgöngu nefnda, þótt þeir hafi aðeins farið með þægileg grínhlutverk í harmleiknum. Einna undarlegastur er þáttur framkvæmdastjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, sem virðist líta á sig sem eins konar bókara með það hlutverk að raða reikningum í möppur og skrifa nafnið sitt á þá, án þess að í því felist neitt samþykki fyrir innihaldi reikninganna. Efasemdir hljóta að vakna um, hvort ríkið þurfi Fram- kvæmdasýslu, sem lítur á sig sem bókara fremur en eftir- litsaðila. Annaðhvort má leggja stofnunina niður eða draga hana til ábyrgðar fyrir að hafa látið viðgangast sér- stæða starfshætti, sem eru ávísun á vandamál. Alvarlegastur er þáttur menntaráðherra, sem skipar byggingarnefnd Þjóðleikhússins og leyfði, að formaður hennar væri sinn eigin eftirlitsaðili. Sú ákvörðun stríöir beinlínis gegn stjómsýslulögum og var raunar upphafleg forsenda þess, að málið rambaði í núverandi stöðu. Þingmaðurinn hefði aldrei lent í harmleik sínum, ef einn af ofangreindum aðilum hefði unnið vinnuna sína í samræmi við reglur um opinberar framkvæmdir. Jónas Kristjánsson DV Skoðun ' Brunabótamat og afskriftir „í þessum sveiflum verður skýrt að samhengi er ekki milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs. í mikilli eftirspum getur verð verið verulega hœrra en bygging- arkostnaður og óhœtt er að fullyrða t.d. að höfuðborg- arsvœðið skiptist í mörg verðsvæði. “ Allverulegar umræður hafa orðið í fjölmiðlum að undanförnu um lækkun brunabótamats á húseign- um. Lækkunin kemur í kjölfar lagasetningar Al- þingis, en með lögum nr 34/1999 var tekið inn i lög um brunatryggingar það nýmæli að reikna skuli af- skriftir við brunabótamat húseigna. Lögin segja: „Skal matið taka til þeirra efnislegu verðmæta hús- eignarinnar sem eyðilagst geta af eldi og miðast viö byggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, við- halds og ástands eignarinnar að öðru leyti.“ Hér er átt við að afskrifa skuli húseign og má þá túlka afskrift sem lækkun verðgildis gamallar eða not- aðrar húseignar í samanburði við nýja. Bókhaldslegar afskriftir Fasteignamatinu er hér ætlað að taka tillit til afskrifta á annan hátt en gert er í bókhaldslegum afskrift- um sem eru hluti rekstrarkostnaðar, framleiðslukostnaðar eða kostnaðar við þjónustu. Bókhaldslegar afskrift- ir eru venjulega línulegar, þ.e. ákveðinn hundraðs- hluti verðgildis á hverju ári en afskriftir húseigna í þessum skilningi þurfa að taka tillit til hrömunar hús- eignar á ákveðnu tímabili. Viö slíkar afskriftir þarf að taka tillit til mismun- andi líftima hinna ýmsu byggingarþátta og mismun- andi viðhalds. Fræðilega séð má skipta þessum af- skriftum í þrjá flokka, efnis- lega hrörnun, úreldingu vegna skertrar nýtingarhæfni og hagrænn- ar afskriftir sem endurspegla verð- rýrnun vegna ýmissa breyttra skil- yrða eða aðstæðna. Lækkun mats Við afskriftir sem þessar þarf að taka tillit tO þess að viðhald hús- eigna getur verið mjög mismunandi. Island er eitt af fáum löndum þar sem brunatrygging húseigna er skyldutrygging og þá ekki aðeins íbúða heldur allra húsa, atvinnuhús- næðis og útihúsa o.s.frv. Þetta atriði er nokkurt umhugsunarefni. Eftir því sem ég veit best taka erlendar þjóðir við afskrift á brunabótamati inn bæði afskrift á efni og vinnu. Fasteignamatið afskrifar aðeins efn- isþætti en ekki vinnuþætti húseign- arinnar. Þetta lækkar talsvert af- skriftimar. Meginhugsun löggjafans er sjálf- sagt sú, þegar ákveðið er að taka skuli tillit til aldurs, slits og annars ástands húseignarinnar, að tjónþoli skuli jafnsettur fyrir og eftir bruna- tjón. Athyglisvert er að húseigandi getur ekki brunatryggt húseign sina fyrir hærri upphæð en nemur bruna- bótamati. Heildarbrunabótamat sem nú er gefið út er sjálfsagt samræm- ing á eldri mötum sem gerð hafa ver- ið í fortíðinni af ýmsum aðilum út frá ýmsum forsendum og frávik þvi misunandi. Tenging við veöhæfni Fasteignaverð hefur sveiflast mjög á undanförnum áratug. Upp úr 1990 var verð lágt en hefur hækkað mjög í uppsveiflunni með vaxandi eftir- spurn á höfuðborgasvæðinu. I þess- um sveiflum verður skýrt aö sam- hengi er ekki milli byggingarkostn- aðar og markaðsverðs. í mikilli eftir- spurn getur verð verið verulega hærra en byggingarkostnaður og óhætt er að fullyrða t.d. að höfuð- borgarsvæðið skiptist í mörg verð- svæði. Tenging lánsupphæða við bruna- bótamat orkar því tvímælis en teng- ing við söluverð með ákveðnum hundraðshlutum getur og orkaö tví- mælis i mjög sveiflukenndum mark- aði. Þar kemur og inn að verðmat og veðmat er ekki það sama þvi verð- mat er oftast augnabliksmat en veð- mat þarf að taka tillit til þess hvern- ig húseign heldur veröi yfir lengri tíma. Guðmundur G. Þórarinsson Guömundur G. Þórarinsson verkfræOingur Stígðu á vogina, Guðni I kjölfar uppljóstrana Samkeppnis- stofnunar í vor um samsæri „milli- liðamafiunnar" gegn neytendum í verðlagningu grænmetis og garðá- vaxta fór af stað hressileg umræða um þátt jurtaafurða í heilsufari og matarkostnaði almennings. Land- búnaðarráðherra lenti í harðri rimmu í sjónvarpi þegar honum var beinlínis kennt um að bera ábyrgð á lítilli neyslu landsmanna á heilsu- samlegum matvælum vegna okurs. Hann kipptist við eins og slegið hefði verið á snoppuna á hesti: „Þetta eru stórar fullyrðingar. Þetta verður skoðað nánar“. Já, og tíminn líður og sumarið senn á enda. Um þessar mundir ríkir nú venju- bundið „kartöfluástand" í landinu, þær smáar og margar óætar. Nefnd ráðherrans um grænmetismálin hef- ur verið að störfum í margar vikur og fyrstu viðbrögð urðu eins og reyndar mátti vita. Lækkaðir hafa verið tollar á um þremur tugum jurtaafurða, en það er sem tölva hafi útbúið listann því hann er fenginn með formúlunni: „Þrír tugir heita á þeim laukum og plöntum sem hafa minnsta þýðingu fyrir neytendur". - Guðni Ágústsson sagði að hann hefði komist til manns án þess að borða mikið grænmeti. Já, og þvílíks manns. Matur er mannsins megin „Þú ert það sem þú étur“ (L. Feuerbach), og sé það nú bara harðtólg eða smjér. Um þriðj- ungur þjóðarinnar á í glímu við ofþunga og jafnvel offitu og ráð- herrann þarf ekki nema að líta í kringum sig til að sjá það og stiga sjálfur reglulega á baðvog- ina og láta mæla í sér blóðfit- una. Ekki er hér verið að biðja neinna bölbæna, en ekki er ráð nema í tíma sé tekið og passa putt- ana við sætabrauðsdiskana. Þegar fólk er svangt getur það tæpast bara tekið sér gulrófu í hönd og stýft hana úr hnefa enda er það ekki ráðið sem dugar eitt sér. Neysluvenjur eru mikilvægt mál og ekki til flimtinga en langan tíma og alúð tekur að koma á neysluvenj- um sem tryggja til frambúðar heilsu- samlegan kost og heilbrigði. Þótt meðalaldur íslendinga sé hár miðað við margar aðrar þjóðir segir það ekki mikla sögu. Mjög margt fólk lif- ir við slæma heilsu langtímum sam- an og er þunglamalegt og þjáist af mörgum meltingar- og ofþyngdar- sjúkdómum sem og afleiöingum þeirra fyrir önnur líffæri, svo ekki sé minnst á krabbamein i ristli svo dæmi sé nefnt. Það hefur verið sagt að það þurfi að „bæta lífi við árin“ og það mætti ráðherrann hugleiða. Það hefur afger- andi þýðingu að temja börnum-frá upphafi góðar neysluvenjur í fjöl- breyttu fæði með jurtaafurðum af hvers kyns tagi og halda þeim sem mest frá gosdrykkjum og sælgæti, en það gerist ekki með tilskipunum einum saman heldur með alúð, umhyggju og skilningi, já, og kostar mikla vinnu og það er vont ef dýrt er einnig. Grænmeti og aðrar jurtaafurðir eru hér helmingi dýrari en í ná- grannalöndum, já, jafn- vel að Noregi meðtöld- um, eins og kom fram í fréttum nýlega. Tölur sýna einnig að neysla afurðanna er hér helmingi minni en gengur og gerist og er þó ástandið víða annars staðar heldur ekki nógu gott. Þingþref og streita Það er ekki gæfulegt að landbún- aðarráðuneytið skuli hafa með verð- lagsmál umræddra matvæla að gera í stað þess að láta þau alfarið falla undir almenn lög um verðlagsmál að því er innflutning varðar. í öðru lagi er það ekkert sniðugt að ráðherrann sjálfur skuli draga lappirnar og við- urkenni ekki mikilvægi þess að móta stefnu í þessum efnum sem er í samræmi við heibrigðismarkmið. Þótt íslendingar hafi getað slæmst í gegn um aldimar á trosi og tólg eru lifnaðarhættir nú aðrir og innanmör brennur ekki eins og áður við slátt- inn heldur sest hann undir húðina og innan í æðar og veröur ekki bara kjaftaður burt. Megi Guðni Ágústs- son sýna það að hann komist sjálfur yfir á beinu brautina í eigin neyslu. - En frómar óskir fylgi honum. Jónas Bjamason „Það er ekki gœfulegt að landbúnaðarráðuneytið skuli hafa með verðlagsmál umræddra matvæla að gera í stað þess að láta þau alfarið falla undir almenn lög um verðlagsmál að því er innflutning varðar. “ Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur —iF Forsetinn og tiltekt „Við hér á Raufarhöfn getum ekki verið þekktir fyrir það að vera eftirbát- ar annarra í sýslunni hvað ánægjulega heimsókn forsetans varðar. Undirritað- ur gekk um svæðið á milii hótelsins og kirkjunnar nýlega og er þar vægast sagt óþrifalegt. Bilhræ og hlutar úr bíi- um um alit, kör og netadræsur i ómældu magni, timbur í öllum stærð- um og gerðum og varahlutir úr vinnu- vélum. Hversu ömurlegt er um að litast á einmitt þessum kafla þorpsins. Eins og menn muna gaf Slippfélagiö veru- lega afslætti af málningu þegar Raufar- hafnarhreppur hélt upp á 50 ára afmæli sitt og eru þeir þar á bæ enn á ný til í slaginn. En eins og undirritaður komst að þá er enn talað um þetta stórátak Raufarhafnarbúa hjá Slippfélaginu og þar á bæ eru menn býsna montnir af því að hafa málað heilt þorp.“ Reynir Þorsteinsson sveitarstjóri á heimasíðu Raufarhafnarhrepps Fyrirlitiö smáríki „Þvílíkur herkóngur. Hann hóf fjögur strið og tapaði þeim öllum og gerði Serbíu að einangr- uðu, örsnauðu og fyrir- litnu smáríki. í leiðinni splundraði hann draumsýn heillar kyn- slóðar um nýja Evrópu. Það er sem sagt fyllsta ástæða til að rétta í máli mannkynsins gegn Slobodan Milosevic. Þjóðin afhenti honum völdin og fylgdi honum glaðbeitt á vit geðveikinnar. Milosevic gældi við fantasiur þjóðarsál- arinnar um mikið og voldugt riki Serba og kynti um leið undir tor- tryggni gagnvart öllum sem ekki voru Serbar. Hann spilaði af yfirvegun og nákvæmni á tvær frumstæðustu til- •finningar mannsins: Lostann og ótt- ann. Serbneskir nauðgarar grétu undir ræðum um ágæti föðurlandsins." Hrafn Jökulsson á pressan.is Snorri Styrkársson, byggdarráði Skagafjardar: Búmannsraunir og grátkonukverkar „Ha?! En í fúlustu alvöru þá get ég með engum hætti tengt þessar hræringar í kjötiðnaöinum því aö ímynd bænda meðal þjóðarinnar hafi beðið hnekki. Ég held að ímynd bænda sé auk þess alis ekki slæm, raun- ar ágæt en hins vegar eru búmannsraunirnar og grát- konukverkamar alltaf til staðar enda er staða bænda almennt fremur bágborin borið saman við aðrar stétt- ir landsins. Auövitað em til bændur sem gera það harla gott. En eftir því sem oftar er æpt úlfur, úlfur, því sjaldnar er hlustað á þær raddir bænda. Framsetn- ing bændaforystunnar á verkefnum landbúnaðarins gæti oft veriö betri, hefur skaðað ímynd bænda í sí- endurteknu vandamáli sem aldrei ætlar að leysast." Flosi Ólafsson leikari: Viðskiptaaula- háttur í gangi „Goði ætlaði að neita að borga bændum það sem þeir eiga enda vill enginn vera með þeim. Það er því síður en svo að ímynd bændastéttarinnar hafi beðið hnekki að undanfómu, jafnvel styrkst. Fyrir mér hefur ímynd bænda svo sem ekkert breyst við þetta mál, þetta er einhver viðskiptaaulaháttur sem er i gangi eins og venjulega. Við bændur stöndum eftir keikari en áður. Er ekki allt í lagi hjá Sláturfélagi Suðurlands? Hvaða heilvita manni dettur það i hug að ímynd bænda bíði hnekki. Þaö er alltaf verið að níða niður bændur vegna ein- hvers sem þeim kemur ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það þykir okkur bændum." Þórður Möller, forseti JC-ísiand: Bœndur standa utan við „Ekki hef ég það á tilfinning- unni að bændur hafi farið illa út úr almenningsálitinu að und- anförnu. Mér finnst þeir algjörlega standa utan viö þetta sameiningarmál Norðlenska og Goða. Enda hefur bóndinn sjálfur ekkert meö þetta mál að gera, en kannski heföi þetta ekki gerst hefðu bændur verið virkari í framleiðsluferli kjötvinnslanna. Bændur fá allt of lítið fyrir sitt kjöt og aðrar afurðir, svo kannski eru millilið- imir allt of margir. Það er löngu oröið tímabært að stokka þessi afurðasölumál í landbúnaðinum upp, það mundi t.d. bæta verulega ímynd bænda.“ Hrannar Bjöm Amarsson borgarfulltrúi: Ekki nógu góðir málsvarar „Það er mín skoðun að ímynd bænda hefur aö mörgu leyti skaðast í umræðu undanfarinna ára, ekki bara nú vegna umræðna um sameiningar kjöt- vinnslna. Sumir álíta að þetta sé rekstur sém heyri sögunni tO, en ég er algjörlega á öndverðum meiði. Sem sérstakur áhugamaður um umhverfismál tel ég að bændastéttin gegni lykilhlutverki i framþróun í þeim málaflokki á komandi árum og áratugum. Kannski bændur eigi heldur ekki nógu góða málsvara eigin ágætis en það er við ramman reip aö draga í mik- illi umfiöllun um styrki, tollavemd og aðra neikvæða hluti sem menn sjá í umhverfi bænda og því erfitt fyr- ir þá að ná vopnum sínum í þessu umhverfi." d Mlklar breytingar eiga sér stað í kjötiönaðinum og óvissa rikir um afkomu margra sauðfjárbænda sem skipt hafa vlð Goða. Myllusteinar í garðinum Það eru steinar í götu, eða öllu heldur garði Áma Johnsen, þessa dagana og hann hefur lagt þá sjálfur enda þekktur af dugnaði og framkvæmdagleði. En þess- ir tilteknu óðalssteinar virðast ætla að verða Áma pólitiskir myllusteinar um háls. Því það er alveg ljóst að dularfulla steinahvarfið (ekki ein af bókum Enid Blyton), sem nú hefur reyndar verið upplýst þar sem steinarnir eru fundnir, þýðir aðeins eitt. Þorri þjóðarinnar mun krefiast þess að Árni Johnsen segi af sér þing- mennsku fyrir frjálslega meðhöndlun á almannafé og ekki síst fyrir að ljúga að þjóðinni í gegnum fiölmiðla. Og innan Sjálfstæðisflokksins hlýtur að vera þrýstingur á Árna að segja af sér. Ámi Johnsen á sér sem sé formæl- endur fáa um þessar mundir vegna viðskipta sinna með timbur og grjót í nafni Þjóðleikhússins. En enginn er með öllu sekur og alltaf má finna ein- hverja vörn í hverju máli. Hvað er hægt að segja Árna til málsbóta i stóra steinamálinu? Hvernig myndi t.d. lagaflækju- og fléttusnillingur á borð viö Jón Steinar Gunnlaugsson (hann tengist ekki stóra steinamálinu, þrátt fyrir millinafnið) verja Árna ef þetta mál væri formlega fyrir rétti? Veltum því ögn fyrir okkur likt og Sýsifus grjótinu upp fiailið um árið. Prófsteinninn 1 fyrsta lagi mætti minna almenn- ing, pistlahöfunda og aðra álitsgjafa og síðast en ekki síst stjómmálamenn á það sem stendur í biblíunni: „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta (óð- als)steininum.“ Og enn fremur: „Dæmið ekki svo þér verðið ekki sjálf- ir dæmdir." Spilling og misnotkun á aðstöðu í efstu lögum samfélagsins er sem sé fyrirbæri sem ekki er beinlín- is nýtt af nálinni. Nægir að nefna dæmi sem tengjast brennivínskaup- um á kostnaðarverði, laxveiðum, veisluhöldum og risnu af ýmsu tagi. Þar hafa stjórnmálamenn í flestum til- fellum átt hlut að máli án þess aö þurfa gjalda fyrir með embættismissi. Snjall verjandi gæti því með góðu móti haldið því fram að það væri ákveðin hefð fyrir spillingu og mis- notkun á aðstöðu í þjóðfélaginu og steina- og timburkaupamál Árna Johnsen því enginn próf- steinn á pólitíska siðferðis- kennd hans. Og hann hefði í það minnsta ekki brotið hefð- arrétt. Ámi hefur sjálfur sagt að þarna heföi verið um fljót- fæmisleg mistök að ræða sem hann harmaði og væri auðvit- að ekki til fyrirmyndar en hann teldi sig ekki sekan um spillingu. Þetta hafa stjórn- málamenn sagt áður og verið tekið gott og gilt, þannig að það hefur líka myndast ákveðin hefð fyrir svörum af þessu tagi þegar spillingarmál koma upp á yfirborðið. Bretti eða pokar? Það má líka segja Árna það til máls- bóta að hann er enginn venjulegur þingmaður heldur einnig listamaður sem hefur raulað Göllavísur með sínu lagi og samið Stórhöfðasvítuna sem þeir þrír sem heyrt hafa telja óupp- götvað meistaraverk. Og það er auð- vitað alkunna að fiármál listamanna eru jafnan í miklum ólestri og þeir blanda öllu saman í heimilisbókhald- inu ef það er þá yfirleitt til staðar. Óreiða í fiármálum á auðvitað ekki að líðast hjá endurskoðendum og möppu- dýrum en það á að taka létt á fiár- málamistökum listamanna. I þriðja lagi má benda á að hugsan- lega hefur Johnsen sparað Þjóðleik- húsinu mikinn geymslukostnað með því að nota sjálfur grjótið í garðinn sinn. Þegar svo óheppilega vildi til að Árni frestaði framkvæmdum við steinlögnina við leikhúsið sama dag- inn og hann keypti steinana, þá stóð stofnunin frammi fyrir margra ára gríðarlegum geymslukostnaði á óðals- steinum á brettum eða i pokum. Að- eins snögg ákvörðun þingmannsins um að koma grjótinu fyrir í eigin garði kom í veg fyrir að kostnaðurinn félli á Þjóðleikhúsið. Og sömuleiðis má benda á að Árni skilaði pokunum undan grjótinu og innheimti skila- gjaldið sem ugglaust heföi ekki verið gert ef grjótið hefði verið lagt í leik- húströppur af iðnaðarmönnum. Þetta skilagjald hefur nú (vonandi) skilað sér til síns heima og þar með hefur leikhúsið sparað sér nokkra þúsund- kalla. En hvað um meintar lygar þing- mannsins? Árni Johnsen sagði í sam- tali við útvarpið að hann heföi ekki sagt ósatt í stóra í stóra steinamálinu, bara ekki sagt allan sannleikann. Þetta væri ekki gott en málið í heild væri ekki alvarlegt. Hvað þennan þátt varðar þá er heföarrétturinn mjög sterkur. Eða treystir einhver sér til aö nefna einn stjórnmálamann í veröldinni sem hef- ur sagt allan sannleikann í öllum mál- um? Þurfti Clinton að segja af sér fyr- ir aö þekkja ekki mun á kynmökum og munnmökum? Og er meiri munur á kynmökum og munnmökum en brettum og pokum? Þrátt fyrir öflugar varnir í þessu máli þá er auðvitað hugsanlegt að Árni Johnsen þurfi að taka pokann sinn. Eða brettið. Aðeins snögg ákvörðun þingmannsins um að koma grjótinu fyrir í eigin garði kom í vegfyrir að kostnað- urinn félli á Þjóðleikhúsið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.