Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 9
9
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001
DV Norðurland
Ný skíðalyfta sett upp í Hlíðarfjalli fyrir veturinn:
Fullkomnasta skíðalyfta landsins
Bæjarráð Akureyrar heimilaði á
fimmtudag að gengið verði til við-
ræðna við austurríska skíðalyftu-
framleiðandann Doppelmayr um
kaup á nýrri fjögurra sæta stóla-
lyftu í Hlíöaríjall við Akureyri sem
mun gjörbreyta allri aðstöðu skíða-
fólks í íjallinu. Þetta verður lang-
fullkomnasta og um leið afkasta-
mesta lyfta hér á landi til þessa,
fjórfalt afkastameiri en sú gamla.
Áætlaður kostnaður við hina nýju
stólalyftu er um 160 milljónir króna
með virðisaukaskatti og greiðir Ak-
ureyrarbær um 105 milljónir króna
á móti Vetraríþróttamiðstöðinni.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir í
Hlíðarfjalli vegna nýrrar lyftu geti
hafist mjög fljótlega enda er að því
stefnt að lyftan verði komin upp um
miðjan desember nk.
Það hefur lengi legið fyrir að end-
umýja þyrfti stólalyftuna í Hlíðar-
fjalli. Gamla lyftan, sem á sinum
tima var fyrst sinnar tegundar á
landinu, var sett upp árið 1967 og er
því 34 ára gömul. Vinnueftirlitið
hefur gert athugasemdir við lyftuna
og fyrir lá að hún yrði ekki sett í
gang á komandi vetri án þónokkurs
viöhalds. Fyrir nokkrum vikum
heimilaði bæjarráð Akureyrar síð-
an að óska eftir tilboðum frá fjórum
aðilum í nýja stólalyftu og bárust
tilboð frá fjórum þekktum framleið-
endum. Eftir ítarlegan samanburð á
tilboðunum þar sem horft var til
verðs, gæða, afkastagetu og þjón-
ustu var það niðurstaða bæjarráðs
Akureyrar að tilboð Doppelmayr
væri hagstæðast.
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíð-
arfjalli, segir að mjög fljótlega muni
starfsmenn í fjallinu taka niður
gömlu lyftuna. Siðan verði jarðvegs-
vinna og uppsteypa nýrra stöpla
boðin út. I október eða byrjun nóv-
ember þarf lyftan að vera komin til
landsins og þá þegar verður byrjað
að setja hana upp.
-GG
DV-MYND BG
Skipt um lyftu
Gamla lyftan stendur enn í fjallinu en nú styttist í aö hún veröi fjarlægö og ný lyfta taki hennar pláss.
Stjórnmálaályktun ungra sjálfstæðismanna í bundnu máli:
Þorvaldur Makan, formaður Varðar
Akureyri:
Nýr byggingareit-
ur í Glerárhverfi
Umhverfisráð Akureyrarbæjar
hefur samþykkt breytingu á aðal-
skipulagi svæðisins norðan og aust-
an við Glerárkirkju niður að Hlíðar-
braut, en þar er óbyggt svæði sem
áformað er að byggja íbúðarhús á.
Vilborg Gunnarsdóttir, formaður
umhverfisráðs, segir að ekki liggi
fyrir hversu margar íbúðir verði
byggðar á þessu svæði. Þéttleiki
byggðarinnar muni ekki liggja fyrir
fyrr en deiliskipulag hafi verið sam-
þykkt, en hún segist telja að þama
verði 60-80 íbúðir. -gk
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson,
fyrirliði 1. deildar liðs KA í knatt-
spyrnu og sonur Sigbjörns Gunnars-
sonar, fyrrum þingmanns Alþýðu-
flokks og núverandi sveitarstjóra í
Mývatnssveit, var kosinn formaður
Varðar, félags ungra sjálfstæðis-
manna á Akureyri, á aðalfundi
félagsins sl. laugardag.
Fráfarandi formaður, Amljótur
Bjarki Bergsson, sem varð m.a.
þekktur fyrir það að fá samþykkt í
stjórn Varðar að eðlilegt væri að
ríkisborgararétt-
ur yrði bundinn
því að getað tal-
að íslensku, er á
forum til náms í
Mexíkó. Kosning
formanns var
mjög spennandi
en frambjóðend-
ur voru tveir,
þeir Laurent F.
Þorvaldur Makan Somers og Þor-
Sigbjörnsson. valdur Makan
Sigbjörnsson. Endurtaka þurfti
atkvæðagreiðsluna til að fá úrslit.
Stjórnmálaályktun aðalfundar
Varðar er í bundnu máli sem er
mjög óvenjuleg aðferð en kannski
betri en langur texti.
Velvild alla skal virkja
vilji menn þjóðina styrkja.
Leggjum lið
landinu við.
Fortíð ei skal sýta,
framtíö sjálfa nýta.
Bæði veitum birtu og yl,
bömin hlakka til.
Hér við losum helsi,
heldur viljum frelsi.
Reisum höfuð hátt,
hér viljum áfram blátt.
í samlyndi lifum og sátt,
stefnum i rétta átt.
Treystum tryggðarbandið,
tökum þátt, eflum landið.
-GG
Kiliutaq til löndunar og í slipp
Grænlenski togarinn Kiliutaq kom um helgina til Akureyrar vegna slipptöku. Landaö var úr honum 300 tonnum af
frystri rækju sem fer meö Eimskipi til Danmerkur. Lögreglan þurfti aö hafa afskipti af þremur skipverjum sem voru of-
urötvi í miöbæ Akureyrar öörum til ama. Þeir voru vistaöir tímabundiö í fangageymslum lögreglunnar meöan mesti
móöurinn rann af þeim.
Akureyri:
Heimamenn á sumartónleikum
Sumartónleik-
ar í Akureyrar-
kirkju hafa geng-
ið vel það sem af
er en á þessum
tónleikum sem
haldnir eru í Ak-
ureyrarkirkju á
sunnudögum kl.
17 og eru ókeypis
hafa öðlast sér-
stakan sess á
Listasumri á Akureyri. Þá sækja
jöfnum höndum heimamenn sem
ferðamenn. Um næstu helgi er kom-
Sigrún Arna Arn- Hulda Björk
grimsdóttir. Garðarsdóttir.
ið að því að heimamenn verði í að-
alhlutverkum, en kunnir erlendir
listamenn hafa þegar komið fram.
Flytjendur á sunnudag eru Eyfirð-
ingarnir og Akureyringarnir Hulda
Björk Garðarsdóttir, sópran, Sigrún
Arna Arngrímsdóttir, mezzósópran,
og Björn Steinar Sólbergsson, orgel-
leikari.
Á efnisskrá verða verk eftir Ey-
þór Stefánsson, Jón Hlöðver Áskels-
son, Atla Heimi Sveinsson, Jón
Leifs, Jehan Alain og Gabriel Fauré.
Allir eru listamennirnir með
framhaldsnám að utan, þær Hulda
Björk og Sigrún Arna frá Bretlandi
en Bjöm Steinar frá ítaliu.
Björn Steinar
Sólbergsson.
Gerð go-kart-
brautar að hefjast
Go-kart-braut
Go-kart-bílar njóta vaxandi vinsæida og hugmyndin
er aö koma upp braut fyrir slíka bíla á Akureyri.
„Við ætluðum að
vera búnir fyrir löngu
að hefja framkvæmdir
við brautina en þetta
hefur tafist. Ef við hins
vegar komumst i gang
með framkvæmdir
núna í vikunni þá verð-
ur búið að opna braut-
ina eftir svona mánuð,“
segir Sveinn Guð-
mundsson en hann hef-
ur fyrir hönd Kappakst-
ursklúbbs Akureyrar
sótt um aksturssvæði
fyrir „go-kart-braut“ á
Glerárdal rétt ofan bæjarins,
skammt frá athafnasvæði Skotfélags
Akureyrar.
Umhverfisráð Akureyrar hefur
tekið erindinu jákvætt og falið um-
hverflsdeild að gera svæðið hæft til
úthlutunar og breyta gildandi
skipulagi til samræmis við það.
Málið mun svo koma fyrir fund bæj-
arstjórnar í dag.
Sveinn segir að keppni á svoköll-
uðum „go-kart-bílum“ njóti mjög
vaxandi vinsælda og Akureyringar
hafa m.a. keppt í þessari íþrótt þrátt
fyrir að hafa ekki um nokkurt skeið
haft neina aðstöðu til æfinga. -gk
DV-MYND BG
Með nef fyrir minjum?
Þaö hefur vakiö athygli þeirra sem fara um Akureyrarflugvöll aö nef af gamaiii
flugvél viröist standa út úr einni byggingunni. Þarna er á feröinni fiugvéi sem
auökennir flugminjasafniö og starfsemi þess og á flugvélanefiö aö minna þá
sem hafa nef fyrir minjum á aö safniö sé góöur staöur heim aö sækja!