Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001_________________________________________________________________________________________________ IDV Útlönd George W. Bush Fer diplómatísku ieiöina til aö afla stuönings viö viöskiptabann á Kúbu. Frestaði lögum gegn Kúbu George W. Bush Bandaríkjafor- seti frestaði um 6 mánuði að virkja umdeilt lagaákvæði Helms-Burton- laganna. Það hefði gert Bandaríkja- mönnum leyfilegt að lögsækja hver þau fyrirtæki sem nota sér eignir sem kommúnistar sölsuðu undir sig í byltingunni 1959. Ákvörðun Bush þykir sigur fyrir Evrópusambandið sem hefur barist gegn lagaákvæðunum en allmörg evrópsk fyrirtæki hafa fjárfest á Kúbu. Að sama skapi sitja Banda- rísk fyrirtæki og kúbanskir útlagar í Bandaríkjunum uppi með að geta ekki lögsótt evrópsku fyrirtækin. Búist haföi veriö við harðari af- stöðu Bush gegn Kúbu. Hann sagði hins vegar að ákvörðunin myndi verða til þess að flýta lýðræðisþró- un á Kúbu. í kjölfar ákvörðunarinn- ar myndi stuðningur við aðgerðir Bandaríkjamanna gegn kommún- istum aukast. Fátækt í Argentínu Stjórnvöld ætla aö skera niöur útgjöid og iækka laun. Laun lækkuð í Argentínu Bæði flokkar stjórnar og stjómar- andstöðu í sveitarstjórnarmálum í Argentínu styðja áætlun sem miðar að því að skera niður eyðslu til að stemma stigu við erlendar skuldir. Stjórn Fernandos de la Rua, for- seta landsins, er með umdeild áform um að skera verulega niður útgjöld til að freista þess að bjarga landinu út úr efnahagskreppu. Meðal ann- ars verða almenn laun lækkuð um 13 prósent, ellilífeyrir iækkaður og ríkisútgjöld lækkuð svo þau verði ekki meiri en innkoman í ríkiskass- ann. Aðgerðimar eru afar umdeild- ar meöal almennings í Argentínu. Bent hefur verið á að þær geti hægt enn á efnahagslifinu þar sem kaup- máttur og ríkisumsvif dragast veru- lega saman. Markaðir í Bandaríkj- unum og Asíu hafa þó óttast að van- ræksla Argentínu á að borga skuld- ir sínar gæti valdið alþjóölegri kreppu en Alþjóöagjaldeyrissjóður- inn var bjartsýnn á bata efnahags- lifsins i landinu. Louis Michel Evrópusambandið virkar ekki án þátttöku borgaranna. ES úr sambandi við borgarana Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins viðurkenndu á fundi sem þeir héldu í gær að sam- bandið væri ekki í sambandi við hinn almenna borgara innan þess. Þessar vangaveltur koma i kjölfar höfnunar íra á Nice-sáttmálanum sem er hvað mest tengd við litla þátttöku. Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu, sem fer með stjórn Evrópu- sambandsins nú, lagði áherslu á að sambandið gæti ekki virkaö né vax- ið án þátttöku borgara þess. Utan- rikisráðherra írlands, Brian Cowen, sagði kynningarherferð um hlut- verk Evrópusambandsins vera á teikniborðinu hjá ríkisstjórn landsins. Einnig var talað um að nota skóla til að kynna hlutverk Evrópusambandsins. Lína Langsokkur vanvirt Sænski kvikmyndagerðarmaður- inn Palle Thorsson hefur verið ásakaður um að vanvirða orðspor barnahetjunnar Línu Langsokks. Palle klippti myndbúta úr uppruna- legu sjónvarpsþáttunum þar sem m.a. sést í nærbuxur Línu og setti saman þannig að það á að sýna eró- tíska hlið á þáttunum. Palle segist hafa fengið hugmyndina þegar hann sá stelpuna sem lék Linu sem full- orðna og gjafvaxta konu. Karin Nyman, dóttir Astrid Lind- gren, höfundar Linu Langsokks- bókanna, segir að móðir sin sé mið- ur sín yfir þessari meðferð á hugar- fóstri sinu. Karin segir ekki vitaö hvað gera skuli, bókaforlagiö verði að ákveða allt slíkt. Bush og félagar = ioftslagsstórslys Þetta eru skilaboöin sem umhverfisverndarsamtökin Greenpeace sendu til Bandaríkjanna og annarra landa sem ákveöiö hafa aö staðfesta ekki Kyoto loftslagssáttmálann. Loftbelgurinn var sendur á loft yfir jöklinum Perito Moreno i suðurhluta Argentinu i Andesfjöllunum. Táknrænn atburöur sem gefa á í skyn bráönun jökla meö hækkandi hitastigi. Viðræðuslit í skugga áframhaldandi ofbeldis Samningafundur um bætt sam- skipti milli erkióvinanna Pakistan og Indlands lauk i gærkvöldi án nokkurs árangurs. Mikil bjartsýni hafði ríkt í upphafi viðræðnanna sem eru þær fyrstu milli ríkjanna tveggja í tvö ár. Loforð um sameig- inlega yfirlýsingu höfðu verið gefin en ekkert varð úr. Bitbeinið sem gerði út um við- ræðurnar er Kasmír-héraðið. Per- vez Musharraf, forseti Pakistan, sagði áður en viðræðurnar hófust að nauðsynlegt væri að ná einhvers konar samkomulagi um deiluna um Kasmir-héraðið. Indverjar neituðu hins vegar að ræða það og vildu ein- beita sér að öðrum deilumálum milli ríkjanna. Talsmaður Pakistanstjórnar kenndi Indverjum um viðræðuslit- in. Hann sagði að lokayfirlýsing Forsetar hittast Musharraf t.h. hitti meöal annars Kocheril Raman Narayanan, forseta Indlands. hefði verið samþykkt af Musharraf og Vajpayee, forsætisráðherra Ind- lands, og utanríkisráðherrum land- anna. Hún hefði hins vegar komið breytt frá indverskum embættis- mönnum. Viðræðurnar í gær voru haldnar i skugga átaka í Kasmír þar sem 37 manns létu lífið. Uppreisn aðskilnaðarsinna hefur kostað 30.000 manns líflð frá árinu 1989. IGNIS 4x4 SPORTJEPPLINGURINN Meöaleyösla 6,91 1.575.000,- SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Slmi 568 51 00. Hrottafengin sjálfs- morðsárás í ísrael ísraelskur lögreglumaður í sjálf- boðavinnu var í 10 metra fjarlægð frá hrottalegri sjálfsmorðsárás palestínsku Jihad samtakanna nærri lestarstöð í miðhluta ísraels í gær. Lögreglumaðurinn fylltist grunsemdum þegar hann sá að tveimur bílum hafði verið lagt við strætisvagnastoppistöð, nokkuð sem er algerlega óleyfilegt í ísrael. Hann gekk í átt að stoppistöðinni og hafði rétt naumlega tekið upp skam- byssu sína þegar sprengingin varð. „Ég sá líkamshluta, fætur, hand- leggi og nýra. Það var hold á trjám og bílum í nágrenninu. Ég byrjaði á því að hjúkra þeim slösuðu, veita þeim fyrstu hjálp,“ sagði lögreglu- maðurinn. Jihad-samtökin lýstu fljótlega yflr ábyrgð á tilræðinu og sögðu tvítug- an meðlim samtakanna hafa komið sér í mannþröng og sprengt sig upp. 3 létust í sprengingunni og 4 særð- ust. Vettvangur sjálfsmorðsárásar Lögregtumenn rannsaka vettvang sprengjuárásar Jihad-samtakanna í gær. Viöstaddir lýstu því hvernig líkamshlutar og blóö þakti umhverfiö í kringum sprenginguna sem lagöi þrjá í vatinn. Jihad-samtökin sögðust vera að hefna brottnáms félaga samtakanna um helgina sem ísraelar stóðu fyrir. Aukinn viðbúnaður var í ísrael vegna gruns um að Palestínumenn skipulegðu sjálfsmorðsárásir við upphaf Maccabiah leikanna, Ólympíuleika gyðinga. Sá grunur reyndist á rökum reistur og voru gerðar tvær aðrar tilraunir til sjálfs- morðsárása í gær. Tveir palestínsk- ir piltar í kringum tvítugt sprengdu óvart sjálfa sig upp aðfaranótt mánudags þegar þeir voru að setja saman sprengju fyrir leikana. Auk þess var líbanskur maður handtek- inn í Jórdaníu en hann reyndi að smygla sprengjum yfir á Vestur- bakkann. Palestínsk yfirvöld fordæmdu sjálfsmorðsárásina í gær, ásamt ESB og Bandarikjunum. ísraelar voru hins vegar snöggir að svara, skutu á fjórar varðstöðvar palest- insku lögreglunnar nóttina eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.