Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 20
Sársauki er
einstaklingsbundinn
- segir ný bandarísk rannsókn
Magn endorfíns var mismunandi í sjálfboöaliöum sem og magn viðtaka fyr-
ir boðefniö í heilanum. Petta fékkst með skönnun sjúklinga á meðan á tii-
rauninni stóð.
Niðurstöður
rannsóknar,
sem framkvæmd
var við lækna-
deild Michigan-
háskóla i Banda-
rikjunum, bend-
ir til þess að sársaukaupplifun fólks
sé jafnfjölbreytt og fingraför þeirra.
Sjálfboðaliðar voru sprautaðir með
hárri saltupplausn í kjálkavöðva.
Áhrifin eru svipuð og af völdum
ákveðinnar gigtar í kjálkum. Á með-
an var fylgst með ferium boðefna í
heilanum, sérstaklega endorflna,
með fullkomnum skönnunartækjum
sem gefa þrívíðar myndir af starfi
heilans. Auk þess voru sjálfboðalið-
amir beðnir um að lýsa sársaukan-
um í einu lýsingarorði af lista sem
búinn hafði verið til.
Mælingarnar gáfu í skyn að sárs-
auki væri afar einstaklingsbundinn.
Fjöldi viðtaka fyrir endorfín í heil-
anum sem og magn boðefnisins
voru mismunandi i hverjum heila
fyrir sig. Endorfín eru nokkurs kon-
ar innbyggð verkjalyf í líkamanum
og sjá um að vinna á móti sársauka-
tilfinningu hjá fólki. Auk þess þá
hafa þau áhrif á andlega líðan fólks
sem kemur fram í viðbrögðum þess
við sársauka. Viðtakar fyrir endor-
fín i heilanum eru þeir sömu og fyr-
ir verkjalyf á borð við heróín og
morfín auk venjulegra verkjalyfja
sem fást í apótekum án lyfseðils.
Tilefni rannsóknanna er að gefa
Tilefni rannsöknanna er
að gefa læknum betri
sýn á hvernig hægt er
að aðstoða fólk sem þjá-
ist af hvers konar verkj-
um. Sérstaklega er tekið
tillit til hækkandi meðal-
aldurs fólks og þeirrar
aukningar á fylgikvillum
sem þvi fylgja, eins og
liðagigtar og annarra
kvilla sem valda
krónískum verkjum.
læknum betri sýn á hvernig hægt er
að aðstoöa fólk sem þjáist af hvers
konar verkjum. Sérstaklega er tekið
tillit til hækkandi meðalaldurs fólks
og þeirrar aukningar á fylgikvillum
sem því fylgja, eins og liðagigtar og
annarra kvilla sem valda krónísk-
um verkjum. Vísindamennirnir
sem framkvæmdu rannsóknina
segjast ekki geta útskýrt af hverju
fólk finnur mismunandi til. Það er
næsta skrefið í rannsóknunum.
fnim.w»^iiMa»aiBagiiagaiai-maaaaa6nB5aia
Upphafskynninga Steve Jobs, forstjóra Apple, á MacWorld-sýningunum er
jafnan beöiö með eftirvæntingu innan tölvugeirans.
Steve Jobs í beinni
- kynnir m.a. Mac OS
Apple-búðin
(www.apple.is)
býður öllum
sem áhuga hafa
að koma og
horfa á beina
útsendingu á
risaskjá frá MacWorld í New York
á morgun, miðvikudaginn 18. júlí,
kl. 12.30. Tilefnið er upphafskynn-
ing Steve Jobs, forstjóra Apple.
Steve mun kynna nýjustu afurðir
Apple og svipta hulunni af mörg-
um spennandi nýjungum. Útsend-
ingin verður í Gullteig, Grand Hót-
el Reykjavík, Sigtúni 38.
Húsið verður opnað kl. 12.30 en
mælt er með því að menn mæti
tímanlega til að tryggja sér gott
sæti.
Þar sem aðgangur er takmarkað-
ur er krafist skráningar fyrir fram.
Hægt er að skrá sig og nálgast nán-
ari upplýsingar á vefslóðinni
www.apple.is/macworld.
Upphafskynninga Jobs er jafnan
beðiö með mikilli eftirvæntingu
Upphafskynning Steve
Jobs nú á MacWorld
Expo verður ekkert
síður spennandi en
áður þar sem von er á
nýjum tölvum ásamt
nánari upplýsingum
um nýja UNIX-byggða
stýrikerfið, Mac OSX.
Svo er ávallt von á ein-
hverjum övæntum til-
kynningum þegar Jobs
er annars vegar.
innan tölvugeirans þar sem undan-
tekningarlaust eru kynntar til sög-
unnar byltingarkenndar nýjungar
sem hafa mikil áhrif á stefnu
flestra stærstu tölvufyrirtækjanna,
enda er Apple af mörgum talið það
fremsta hvað varðar framsækni og
hönnun.
Upphafskynning Steve Jobs nú á
MacWorld Expo verður ekkert síð-
ur spennandi en áður þar sem von
er á nýjum tölvum ásamt nánari
upplýsingum um nýja UNIX-
byggða stýrikerfið, Mac OS X. Svo
er ávallt von á einhverjum óvænt-
um tilkynningum þegar Jobs er
annars vegar.
Áhugamenn um UNIX-stýrikerfi
eru því sérstaklega hvattir til að
mæta bæði til að sjá og prófa nýja
stýrikerfið því fyrir framan Gull-
teig verða nokkrar tölvur með Mac
OS X uppsettu.
Landbúnaður eldri en talið var
Hópur vísinda-
manna telur sig
hafa ýtt upphafi
landbúnaðar aft-
ur um eitt til tvö
þúsund ár. Hóp-
urinn, undir
stjóm Gordon Hillman, prófessors
við University College í London,
hefur unnið við uppgröft á land-
svæði í Sýrlandi seinustu 27 árin.
Eftir geislamælingar á steingerðum
leifum brennds korns kom í ljós að
það hafði verið ræktað fyrir um
13.000 árum, sem er eins og áður
sagði mun fyrr en talið var. Hillman
telur að uppgröftur á fleiri stöðum
eigi eftir að staðfesta þennan fund
hans og félaga hans.
Hillman telur að upphaf landbún-
aðar hafi verið þegar hópar veiði-
manna- og safnaraættbálks hafi
fundið gróðursælan stað sem gaf
mikið af sér af ávöxtum og villtu
korni. Þetta hafi verið á tíma þegar
veðurfar á þessum slóðum varð sí-
fellt heitara og rakara og að ætt-
bálkurinn hafí haldið sig á staðn-
um. Síðan féll hitastig skyndilega og
loftið varð þurrara. Hillman telur
að í stað þess að færa sig um set og
hætta á átök viö aðra ættbálka hafi
hópurinn ákveðið að halda kyrru
fyrir og hafið landbúnað.
Það hefur þónokkur þróun átt sér stað í landbúnaöarmálum á þeim 13.000 árum sem liöið hafa frá upphafi landbún-
aðar.
Phil Yialelogov, t.v., og Scott Lee-Guard sýna hér iTrack-samskiptatækið
sem hannað er af Cisco Systems í Canberra í Ástralíu. ITrack er allsherjar
samskiptatæki sem inniheldur tölvu, GPS-kerfi og netmyndavél. Meö iTrack
getur notandi sent ritað mál, myndir eða hljóð hvert sem er. Auk þess sér
GPS-kerfiö um að staðsetja notandann á örskotsstundu.