Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2001
Fréttir DV
Gunnar Arnórsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni:
Stuttar fréttir
Við erum lagðir í
hálfgert einelti
- vitleysisvinnubrögö og tilviljanakenndar lokanir sem ná ekki upp stofninum
Unnu fyrstu skákirnar
Hannes Hlífar Stef-
ánsson og Jón Viktor
Gunnarsson unnu
báðir fyrstu tvær
skákir sínar á Czech
Open-skákmótinu
sem fram fer í Pardu-
bice í Tékklandi.
Island rekið úr ráðinu?
Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins
hófst nú í morgun í London. Stefán Ás-
mundsson, þjóðréttarfræðingur og for-
maður íslensku sendinefndarinnar, tel-
ur nokkur ríki ætla að beita sér fyrir
því að ísland verði rekið úr ráðinu.
Júlíus Geirmundsson ÍS 270
Er aö gera góöan túr en slær þó líklega ekki metiö frá síöustu veiöiferö.
Gunnar Arnórsson skipstjóri á
ísafjarðartogaranum Júlíusi Geir-
mundssyni ÍS-270 segir lokanir Haf-
rannsóknastofnunar á svæðum
ákaflega tilviljanakenndar og þeir
sem eru í bolfiski séu lagðir í hálf-
gert einelti.
Togarinn er á veiðum um 20 míl-
ur vestur af Bjarginu ásamt þremur
öðrum togurum, þeim Baldvini
„kóngi“ Þorsteinssyni, Helgu Maríu
og Rifsnesi. Þar var norðaustan
bræla í gær. Gunnar Arnórsson
skipstjóri segir að ekki séu líkur á
að metið frá síðasta túr verði slegið
en þá var togarinn aöallega á grá-
lúðu og kom að landi með 166 millj-
ón króna verðmæti. Togarinn er nú
á þorskveiðum og er aflaverðmætið
orðið 93 milljónir króna og kemur
togarinn til löndunar á ísafirði um
næstu helgi. Ef miðaö er viö að afla-
verðmæti verði svipað á þeim sólar-
hringum sem eftir eru af túrunum,
eða allt að 5 milljónir á dag, verður
aflaverðmætið um 120 milljónir
króna.
„Það er einhver slæðingur af tog-
urum fyrir austan land auk þess
sem nokkrir eru inni til löndunar
um helgina sem voru á karfa á
Reykjaneshryggnum. Það er hins
vegar voöalega lítið að hafa á
Reykjaneshrygg núna. Þetta er hins
Þriggja ára drengur:
Varð undir
dráttarvél
Þriggja ára drengur datt af drátt-
arvél sem faðir hans ók á Skálholts-
vegi efst á Skeiðum og varð undir
henni. Hann var fluttur með sjúkra-
bifreið til Reykjavíkur og reyndist
óbrotinn en marinn á fæti og inn-
vortis. Því fór betur en á horfðist.
Dráttarvélin var alls ekki búin
þeim búnaði sem krafist er í dag um
flutning á farþegum. Þær reglur
voru ekki komnar i gildi þegar hún
var keypt en það heimilar samt ekki
flutning á farþegum.
Mikil umferð var á Suðurlandi
um helgina, þúsundir manna á ferð-
inni, stór hluti þeirra í tengslum við
þá 5.100 sumarbústaði sem eru í Ár-
nessýslu. Fjölmennt var einnig á
tjaldsvæðum. Fimm ökumenn voru
teknir, grunaðir um ölvun við akst-
ur. -GG
vegar góður þorskur sem við erum
að fá hér þrátt fyrir sögur sem mað-
ur heyrir úr landi um að þetta sé
mikiö undirmálsfiskur. Við vorum í
Nesdýpinu fyrir tveimur dögum en
þeir lokuðu því þar sem innan um
var smærri fiskur. Ég er búinn að
vera viö þetta síðan ég var 14 ára,
eða í 35 ár, og hef ekki séð neinar
umtalsverðar breytingar, þó ein-
hverjar ár frá ári, og sé því ekki
ástæðu til að vera með svo tíðar
skyndilokanir. Það er þó breyting á
göngumunstri þorsksins en því
veldur breyting á hitastigi sjávar og
lofts, sjávarhitinn er miklu meiri
nú en undanfarin ár.
Þó er minna af þorski á þessu
svæði en var í fyrra og hittifyrra en
það er hins vegar meira af sandsíli
á ferðinni. Ég veit hins vegar ekki
hvað það getur táknað, sennilega
hefur sjávarhitinn haft þau áhrif að
klakiö hefur tekist betur. En þetta
er allt órannsakað eins og fleira,
enda er nýja rannsóknarskip Hafró,
Árni Friðriksson, alltaf að rannsaka
og leita að loðnu ásamt öllum hin-
um skipunum. Loðnusjómenn eru
alltaf fyrstir að gala og á þá er hlust-
að. Þetta eru vitleysisvinnubrögð,
við sem erum á bolfiski lagðir í hálf-
gert einelti og lokanir ákaflega til-
viljanakenndar. Enda hafa þessar
lokanir ekki náð upp stofninum,“
segir Gunnar Amórsson skipstjóri.
Takmarkaöir fjármunir
Jóhann Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri Hafrannsóknastofn-
unar, segist ekki kannast við tilvilj-
anakenndar lokanir. Framkvæmdar
séu mælingar úti á miðunum og ef
hlutfall smáfisks sé of hátt, sé unn-
ið eftir ákveðnu ferli og komið á
skyndilokunum.
„Ef það eru stöðug brögð að þessu
á tilteknum svæðum gerum við til-
lögu til sjávarútvegsráðuneytisins
um lokun til lengri tíma, að undan-
genginni athugun, stutt gögnum
sem við fáum frá eftirlitsmönnum.
En auðvitað vildum við getað hald-
ið rannsóknarskipum okkar meira
úti en við höfum takmarkaða fjár-
muni til ráðstöfunar,“ segir Jóhann
Sigurjónsson. Hannsegir að Árni
Friðriksson sé nú í rannsóknarleið-
angri á kolmunna, síld og makríl-
kolmunna til 30. júlí, Bjarni Sæ-
mundsson fer í seiðaleiðangur 8.
ágúst til 31. ágúst umhverfis landið,
Dröfn er að rannsaka úthafsrækju
og smábáturinn Einar í Nesi er í
bergmálsmælingum ufsa á norður-
miðum og þar verða einnig rann-
sakaðar lífslikur þorsks á hand-
færaveiðum. -GG
Vatnstjón
Mikið tjón varð í versluninni Krón-
unni á Hvaleyrarholti er vatn flæddi
þar um verslunina. Það tók slökkvilið-
ið á þriðja tíma að dæla upp vatninu.
Einnig varð vatnstjón í Vesturbergi en
mun minna.
Bakkavík á rústum Nasco
Rækjuvinnslan Bakkavík hefur tek-
ið tO starfa í Bolungarvik og veitir hún
um fjörutíu manns vinnu um þessar
mundir. Hún er byggð á grunni Nasco
sem fór á hausinn fyrr á árinu.
Mokveiðl í Eystri-Rangá
Yflr eitt þúsund laxar hafa komið
upp úr Eystri-Rangá á þessu sumri.
Það er hér um bil helmingi meira en á
sama tíma í fyrra.
Ekkert hreindýraeldi
Ekki lítur út fyrir
að um hreindýraeldi
verði að ræða á Mel-
rakkasléttu að sinni.
Yfirdýralæknir
leggst gegn innflutn-
ingi á dýrum frá
Grænlandi og leyfir
ekki einu sinni flutn-
ing dýra frá Austfjörðum.
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
Franskir dagar verða haldnir á Fá-
skrúðsfirði dagana 26. til 29. júlí. Það
er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin.
Hún hefur vakið athygli, bæði á Is-
landi og í Frakklandi.
Innbrot
Tilkynnt var um nokkur innbrot í
íbúðir í Reykjavík í gær og var meðal
annars myndbandstæki stolið og fleiri
slíkum gripum sem hægt er að koma
í verð. Þegar fólk er frá vegna ferða-
laga fara þjófarnir af stað í skjóli næt-
ur.
Gulli stolið
Brotist var inn í gullsmíðaverkstæð-
ið Gull og græna skóga í Grafarvogi sl.
laugardagskvöld og stoliö þaðan tals-
verðum verðmætum.
Fagur fískur úr sjó dv-mynd gva
Sterkrauöur karfi, glænýr úr hafinu af Eyjamiöum, úr afla Sjafnar VE 37 í síöustu viku.
Uppnám vegna komu forstjóra Náttúruverndar ríkisins í Skaftafell:
Dekk á bíl forstjórans skorin
- eftir að hann birtist skyndilega og krafdist gistingar
Ráðist var á bO Áma Bragasonar,
forstjóra Náttúruvemdar ríkisins, í
SkaftafeOi á laugardag og dekkrn skor-
in. Gerðist þetta í kjölfar þess að tvær
stúlkur þurftu að yfirgefa nýtt starfs-
mannahús eftir aö Ámi krafist þess að
fá þar gistingu fyrir sig og 5 félaga sína.
Einn starfsmanna þjóðgarðsins, sem
ekki vOdi láta nafns síns getið, segir að
Ámi hafi birst þama skyndOega, kraf-
ist þess að fá gistingu í nýja húsinu
ásamt 5 félögum sinum. Þar vom fyrir
tvær starfsstúlkur sem em landverðir
og vom þær þar vom vegna þrenginga
í annarri starfsmannaaðstöðu. Þurftu
stúlkurnar því að flytja sig i aðra bygg-
ingu við þjónustumiðstöðina þar sem
þröngt um manninn um helgina.
„Hann bauð sjálfum sér gistingu og
beinlínis rak þær út með stælum og
það fannst okkur hér frekar
leiðinleg framkoma af yfir-
manni að vera. Þetta nýja hús
kemur í staðinn fyrir sumarbm
stað sem Ragnar Frank HaO-
dórsson, þjóðgarðsvörður hér,
fékk ekki að hafa lengur. Við
vissum ekkert um ferðir Áma
Bragasonar fyrr en hann birtist
hér með þessum fyrirgangi. Við
vissum að hann mundi koma í
sumar en ekki hvenær og ekki
að hann mundi gista hér við fimmta
mann og einhverjir starfsmenn þyrftu
aö víkja fyrir honum og hans vinum.
Á laugardagsmorguninn hafði verið
skorið á dekk bíls Áma og þau eyðOögð
og því kom hann hingað og tók bOinn
hjá okkur og fór með dekkin tO við-
gerðar á Höfn eða Kirkjubæjarklaust-
ur. Hann kom svo aftur og ók
strax í bæinn og stelpumar
fluttu inn aftur. Hann kvartaði
yfir þvi að það væri ekki nógu
þrOalegt þama. Hann hefur eng-
an rétt á því að kvarta undan
því, enda átti hann ekkert að
vera þarna og auk þess vora
ekki komin áhöld tO að þrífa þar
sem iðnaðarmennimir vora ný-
famir. Lögreglan var köUuð á
staðinn á laugardagsmorguninn
þegar dekkjaskurðurinn uppgötvaðist
og það vora aOir starfsmenn yfirheyrð-
ir en engin niöurstaða fékkst,“ segir
landvörðurinn.
Skýrsla lögreglunnar verður send
sýslumanni i dag tO frekari ákvörðun-
ar.
Ámi Bragason segist ekki vita hvað
hafi valdiö því að dekkin vora skorin
en hann segir verðmæti þeirra um 80
þúsund krónur. Hann segist ekki hafa
hugmynd um það hvort það tengist
gistingu hans og hans félaga í fjárhús-
inu í SkaftafeOi.
„Ég kaOaði auövitað lögregluna á
staðinn og óskaði eftir skýrslutöku og
hún talaði við starfsfólkið. Ég er ekki
búinn að kæra málið, það hefur sinn
gang.
- Era ekki líkur á því að þama hafi
starfsmenn þjóðgarðsins verið aö
verki?
„Ég vO ekkert segja um það og veit
það raunar ekki. Það var eitthvað ver-
ið að drekka á tjaldsvæðinu og hastað
á það fólk af starfsmönnum sem vora á
vakt,“ segir Ámi Bragason.
-GG
Árnl
Bragason.
Tryggva safn Ólafssonar
Norðfirðingar ætla
aö heiðra Tryggva
Ólafsson listmálara
með þvi að setja upp
safn með verkum
hans á staðnum.
Tryggvi ólst upp á
Norðfirði og hefur
sýnt heimahögunum
mikla tryggð þótt hann hafi búið í Dan-
mörku í áratugi.
Haldið til haga
Húnbogi Þorsteinsson, formaður
kaupskrárnefndar, segir að ekki sé rétt
að kaupskrámefnd hafi vísað umræðu
um reykköfunarálag slökkvOiðsmanna
á KeflavíkurflugveOi út af borði sinu
síðastliðinn fóstudag eins og haft var
eftir slökkvOiðsmanni í DV á
mánudag.
Það atriði fréttarinnar að Hæstirétt-
ur hafi úrskurðað að slökkvOiðsmenn
á KeflavíkurflugveOi skyldu fá
reykköfunarálag er einnig rangt.
Hæstiréttur hefur engan slíkan úr-
skurð feOt. -Gun/-Kip