Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2001
I>V
Fréttir
Húseiningaverksmiðja á Akranesi:
Byggingartími
styttur að mun
um árabil forsteypt fyrir viðskipta-
vini sína hluti eins og þakbita, und-
irstöður undir háspennulínur, kjall-
ara undir bortuma, sökkur fyrir
fískeldisker, flotbryggjur fyrir smá-
bátahafnir, sandgildrur á bíla-
þvottaplön, girðingarstólpa, undir-
stöður undir flaggstangir o.m.íl. En
með tilkomu nýju einingaverk-
smiðjunnar mun fyrirtækið for-
steypa einingahús sem þeir kalla
Smell-inn.
„Við höfum tekið eftir að kröfur
um byggingarhraða eru sífellt að
aukast og einnig kröfur um gæði,“
sagði Halldór Geir Þorgeirsson
framkvæmdastjóri. „Því má segja
að við höfum verið að mæta kröfum
viðskiptavina okkar með þessari
framleiðslu. Smell-inn-einingahúsin
eru afhent með viðhaldsfrírri veðr-
unarkápu og tilbúin undir
sandspörtlun að innan. Sömuleiðis
eru allar rafmagnslagnir komnar á
sinn stað. Af þessu leiðir mun
styttri byggingartími en með hefð-
bundnum aðferðum. Þar fyrir utan
eru einingarnar framleiddar við
kjöraðstæður þannig að veður og
vindar hafa ekki áhrif á steypu-
hörönun og steypugæði. Því geta
húsbyggendur valið þann tíma sem
þeim hentar. Smell-inn-húsin eru öll
einstök, þ.e. þau eru ekki fjölda-
framleidd. Viðskiptavinurinn kem-
ur með teikningu og við sjáum um
að móta hana í steypu.
Eftir að Hvalfjarðargöngin voru
opnuð hefur markaðssvæði okkar
stækkað til muna og í dag er höfuð-
borgarsvæðið okkar aðalmarkaðs-
svæði. Fjarlægðin verður sífellt af-
stæðari og ekkert sem segir að mik-
ið þurfi að muna í verði hvort sem
hús sé reist á Snæfellsnesi eða í
Kópavogi. Við höfum lagt mikla
vinnu í þróun og útfærslu á Smell-
inn-einingunum til að tryggja sem
besta útkomu þessara húsa hvað
varðar byggingartíma, verð og
gæði. Samsetning eininganna er
einstæð hér á landi. Við notum
ákveðið kerfi svo kostnaður og tími
við samsetningar verður í lágmarki,
auk þess sem einangrun helst nán-
ast óskert.
Einingarnar eru grófpússaðar að
innan með vélum sem tryggir ná-
kvæmni og sléttleika. Einnig hefur
okkur tekist að þróa aðferðir við út-
lagningu steypunnar þannig að við
getum boðið viðskiptavinum okkar
upp á að velja á milli margra lita á
veðrunarkápu. í raun er ekkert sem
stöðvar nema hugarflugið," sagði
Halldór Geir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Þorgeirs og Helga hf.
á Akranesi, við DV. -Daníel
ÁTVR á Grundarfjörð:
Vínbúð
fyrir jól
DV, GRUNOAFIRDI:________
A undanförnum árum hafa
Grundfirðingar þrýst mjög á að vín-
búð verði sett á stofn í bænum. Nú
hillir undir að ósk Grundfirðinga
rætist og þeir geti keypt áramóta-
vínið í heimabæ sínum.
Að sögn talsmanns ÁTVR verður
að líkindum opnuð vínbúð í bænum
um miðjan nóvember. Fimm aðilar
munu hafa óskað eftir samstarfi við
ÁTVR um rekstur vinbúðarinnar
en enn sem komið er hefur ekki ver-
ið gengið frá samningi.
Vinbúðin verður svokölluð „80
tegunda búð“ og eins og nafnið ber
með sér verða seldar áttatíu tegund-
ir áfengra drykkja, þar af átta teg-
undir af bjór.
-DVÓ/SHG
gWfi Við auglýstum
sófann og
unnumferðfyrir
tvo til London!!!
DV MYND DANIEL OIAFSSON
I húsaverksmiðjunni
Halldór Geir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Þorgeirs og Helga,
viö Smell-inn, einingar í nýju einingaverksmiöjunni.
DV. AKRANESI:~~
Ný húseiningaverksmiðja tók ný-
lega til stafa á Akranesi. Nú þegar
er búið að byggja á annan tug húsa
með þessum einingum og margar
pantanir liggja fyrir. Fyrirtækið
Þorgeir og Helgi var stofnað árið
1963 en það starfrækir nýju verk-
smiðjuna.
Hjá fyrirtækinu starfa tugir fag-
fólks við steinsteypuframleiðslu,
einingagerð og vinnuvélastjórnun -
fólk með þekkingu, reynslu, verk-
og tæknikunnáttu. Fyrirtækiö hefur
Smáauglýsing íDV
ER FYRSTA SKREFIÐ...
Hringdu núna í síma 5505000 eða skráðu inn smáauglýsingu á lf ÍSÍV-
I SUMAR DRÖCUM VIÐ ÚT
CLÆSILECA VINNINCA
í HVERRI VIKU
* Ferðir til London með lágfargjaldaflugfélaginu Go
* Grundig útvarpsklukka frá Sjónvarpsmiðstöðinni
* Olgmpus stafræn myndavél frá Bræðrunum Ormsson
* United ferðatæki frá Sjónvarpsmiðstöðinni
* Tasco kíkir frá Sjónvarpsmiðstöðinni
* Olgmpus diktafónn frá Sjónvarpsmiðstöðinni
' Beko 21 tommu sjónvarp með nikam, textavarpi
og veggfestingu frá Bræðrunum Ormsson
Sjonvarpsmíðstööin
■iniiuuiitiii • iliiutu 1 • ilm 111 iiu •