Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Blaðsíða 12
12
________MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2001
Skoðun r>v
Farþegaskip í Reykjavíkurhöfn
Erlent, ekki íslenskt enn.
Miðað við Færeyinga
Spurning dagsins
Ferðu oft í bíó?
Pétur Sveinsson, vinnur
í Sundlaug Kópavogs:
Fer mjög sjaldan í bíó, mér finnst
þaö frekar dýrt.
Dollý Nielsen leikskólakennari:
Nei, alls ekki. Mér finnst þægilegra
aö horfa á sjónvarpiö.
Eydís Eir Björnsdóttir nemi:
Já, ég vinn í kvikmyndahúsi og finnst
þaö fín afþreying.
Sigríður Einarsdóttir nemi:
Já, en mér finnst þaö frekar dýrt. -
En mamma og pabbi borga þannig
aö þaö er allt í lagi.
Þorvaldur Valgarðsson bóndi:
Nei, þaö eru mörg ár síöan ég
fór síöast.
Stefán B. Jónsson rafeindavirki:
Nei, ég fer mjög sjaldan. Ég fór síð-
ast fyrir hálfu ári.
Einmitt þessa
dagana er ástæða
til aö bera okkur
saman við Færey-
inga. Þeir eru nú
á svipuðum tíma-
mótum og við
árið 1944 þegar
við fengum okkar
sjálfstæði - á
stríðstímum. Á
friðartímum, árið
2001, eru Færey-
ingar að eygja algjört sjálfstæði.
Þeir hafa sýnt mikla biðlund og
liggur ekkert á. Þeir eru búnir að fá
frá Dönum flest er þeir þurfa. Þeir
hafa malbikaða vegi þvert og endi-
langt um eyjarnar, þ.m.t. jarðgöng.
Við erum enn að ólmast með vega-
gerðina i borg og sveit og verður lít-
ið ágengt. Raunar erum við ekki
enn búnir að átta okkur á hvort við
ætlum að stíla upp á vegi og jarð-
göng eða loftflutninga. Samgöngur á
sjó eru að mestu úr sögunni hvað
varðar mannflutninga - illu heilli.
Færeyingar sigla hingað og taka
þá sem vilja ferðast sjóleiðina til og
Guðmundur Gíslason
skrifar:
Ekki hafa forráðamenn Flugfé-
lags íslands (innanlandsflugsins)
fyrr tekið þá ákvörðun að hætta
flugi til tveggja áfangastaða til að
lina rekstrarerfiðleikana en mikil
óp berast til eyrna þeirra sem setið
hafa við sjónvarps- og útvarpstækin
síðustu daga. Þar kom m.a. fram
einn þingmaður framsóknarmanna
og setti sig í spor íbúa Eyjamanna
og Hafnarbúa á Hornafirði, og taldi
öll tormerki á því að Flugfélagið
hætti flugi til þessara staða. - Fyrr
skyldi ríkisstyrkur tiltækur með
einhverju móti til að koma til móts
við rekstrarerfiðleikana í innan-
landsfluginu.
Miðað við Færeyinga erum
við íslendingar ekki einu
sinni hálfdrœttingar í olíu-
málum þótt vitað sé að set-
lög séu undir mestöllu land-
grunni á Skjálfandaflóa. “
frá íslandi. Hér er stefnan hjá ey-
þjóð norður í ballarhafi að farga
slíkum skipum og ferjum hvað mest
við megum. - Miðað við frændurna
Færeyinga erum við Islendingar illa
settir með samgöngur á sjó og landi.
Og nú eru Færeyingar að veðja á
mesta happafeng sinn frá upphafi.
Olíuborun er hafin í færeyskri lög-
sögu. Þeir munu njóta olíunnar án
þess aö þurfa að spyrja kóng eða
prest í Danmörku. Miðað við Fær-
eyinga erum við íslendingar enn
ekki einu sinni hálfdrættingar í ol-
íumálum þótt vitað sé að setlög séu
undir mestöllu landgrunni á Skjálf-
andaflóa. Þau eru órannsökuð en
líkurnar á olíu hér eru ekkert
minni en hjá Færeyingum. En við
„En forstjóri Flugfélags ís-
lands hefur sagt að fullnað-
arsvarfrá stjómvöldum sé
einmitt það að ríkisstyrkur
fáist ekki lengur í innan-
landsflugið og standi ekki
til að veita hann. “
Skilaboðin voru sem sé þessi: Það
skal samt fljúga og þá með tilstyrk
ríkisins ef ekki vill betur. En for-
stjóri Flugfélags íslands hefur sagt
að fullnaðarsvar frá stjómvöldum
sé einmitt það að ríkisstyrkur fáist
ekki lengur í innanlandsflugið og að
ekki standi til að veita hann. Þing-
kjósum að leita fyrst langt yfir
skammt i stað þess að kanna málið
á landgrunninu við landið
í greinaskrifum hér í blaðinu á
árunum 1987-1990, um setlög sem
hér hafa fundist, settu íslenskir sér-
fræðingar í orkumálum fram kenn-
ingar sínar. Þar kom m.a. fram að
þær vísbendingar sem fram hafa
komið kölluðu á frekari aðgerðir.
Miðað við Færeyinga, sem við mun-
um senn taka alvarlega verði þeim
að góðu svarta guUið neðansjávar,
ættum við íslendingar ekki að þurfa
að örvænta, við þekkjum okkar vitj-
unartíma þar sem nákvæmlega
sömu aðstæður eru fyrir hendi hér
til olíuvinnslu.
En við getum staðist Færeyingum
snúning með þvi að kaupa svo sem
eitt farþegaskip, litið eitt stærra en
Norrænu. Miðað við Færeyinga
gætum við vel við það unað, a.m.k.
þar til krafan um olíuborun við ís-
land verður orðin jafn hávær og
krafan um afsögn Eyjaþingmanns-
ins. Og það er alltaf eitt sem stend-
ur upp úr hverju sinni á íslandi.
Það er fyrir öllu.
menn, margir hverjir - eins og t.d.
sá sem kom í sjónvarpsviðtalið sl.
miðvikudag - ætla sér hins vegar að
taka upp keflið að nýju og hlaupa
fyrir fram tapað boðhlaup að ríkis-
kassanum í þeirri von að geta
tryggt enn eina sporsluna í tap-
rekstur innanlandsflugsins.
Þetta er borin von. Þingmenn
geta hætt að láta sig dreyma um rík-
isstyrk til innanlandsflugsins. Þeir
eiga að hlusta á forstjóra Flugfélags
íslands sem hefur sagt: „Við teljum
okkur hafa gert þeim (stjórnvöld-
um) það alveg ljóst aö ekki sé
grundvöllur fyrir því að halda uppi
flugi til þessara staða.“ - Svo mörg
eru þau orð og sælir er þeir sem
skilja þau - og láta þar við sitja.
Skal samt fljúga - með ríkisstyrk
WKKKKKM
liilplf®
Heilu glerhúsahverfin?
Amamálið, eða „The Johnsen Case” eins og
þeir nefna það á CNN og BBC, á eftir að draga
ýmsa dilka á eftir sér, bæði pólitíska og sið-
ferðilega, og þar eru örugglega ekki öll kurl
komin til grafar enn. Það hefur vakið athygli
Garra að stjómmálamenn hafa verið heldur
tregir til að tjá sig um málið til þessa. Það er
skiljanlegt með flokksbræður Áma sem auðvit-
að vilja ekki sproksetja vin og félaga opinber-
lega og kjósa að láta þögnina hljóma. En maður
hefði haldið að andstæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins myndu reyna aö notfæra sér þetta mál til að
koma höggi á flokkinn. En það hefur ekki gerst
nema í litlum mæli.
En skýringin er í sjálfu sér einföld. Og Björn
Bjarnason dregur hana fram í dagsljósið i yfir-
heyrslu DV um helgina. BB er spurður að því
hverjar hann telji pólitískar afleiðingar Áma-
málsins verða og svarar: „Mér sýnist að and-
stæðingar mínir og Sjálfstæðisflokksins ætli að
gera þetta að flokkspólitísku máli. Slíkt er mjög
vandmeðfarið, sérstaklega fyrir þá sem eru í
glerhúsi.”
Pottabrot
Þarna liggur sem sé hundurinn graflnn, í
glerhúsinu. Menntamálaráðherra er beinlínis
að segja að ýmsir andstæðingar Sjálfstæðis-
flokksins hafl ekki það traustan siðferðisgrund-
völl undir fótum að þeir geti leyft sér að standa
á torgum og hrópa: „Spilling! Spilling!" Þarna
fullyrðir Björn í raun að víða séu pottar brotn-
ir og kantsteinar í molum utan Sjálfstæðis-
flokksins. Og ef andstæðingar flokksins skipu-
leggi nú gríðarlegt grjótkast úr glerhúsum þá
muni þeir steinar hitta grjótkastarana sjálfa,
líkt og ástralskir bjúgverplar væru á lofti.
Stóra skóflumálið
Þetta er örugglega rétt hjá Birni. Glerhúsin
eru víða og hýsa ekki bara alþingismenn. Garri
vann fyrir mörgum ámm sem verkamaður hjá
litlu bæjarfélagi úti á landi. Og er ekki í frásög-
ur færandi, nema fyrir það að úti í bílskúr
Garra er skófla sem er kirfilega merkt sem eign
viðkomandi bæjarfélags. Garri sem sé þjófstal
þessari ágætu skóflu sem keypt var fyrir al-
mannafé og flutti með sér suður. Þessi skófla er
ekki dýr en eins og Davíð sagði, upphæðirnar
skipta ekki máli heldur eðli brotsins. Garri hef-
ur framið glæp. Og viðurkennir hér og nú brot
sitt og dregur ekkert undan, nema nafnið.
Ástandið er örugglega víða brothætt í gler-
húsalandinu.
Garri
Offari gegn Árna
Garðar H. Björgvinsson útgerðarm. skrifar:
Mér flnnst sann-
arlega farið offari
gegn Árna John-
sen. Davíð Odds-
son segir t.d. Árna
engan grundvöll
eiga sem þingmað-
ur ef hann nýtur
ekki trausts
kjósenda. Fróðlegt
er að heyra. Ég
spyr: Er Davíð að
upphefja sig á
kostnað Árna? Eru ósannindi ekki
nokkurn veginn það sama og smá-
vægilegt og léttvægt hnupl? Er þetta
þjóðfélag ekki rekið með blekkingum
og ósannindum? Og hvað með
meintar mútugjafir? Lítum okkur
nær. Alla vega á Árni góðan bak-
grunn. Hve margan sjómanninn hef-
ur móðir Áma glatt með góðum mat-
arbita? - Góður guð styrki hana í
þessari orrahríð.
Garöar H.
Björgvinsson.
Menn líti
sér nær.
Ódýr og góö þjónusta
Vinnufélagar senda þennan pistil:
í Reynisbakaríi við Dalveg er við-
mót og þjónusta starfsfólksins til fyr-
irmyndar. Stúlkurnar þar eru falleg-
ar og bros þeirra fæst í kaupbæti
með gómsæta bakkelsinu sem er
bæði ódýrt og gott. Þarna er hægt að
tylla sér og njóta veitinganna á
staðnum. Við vinnufélagar, sem
störfum þarna skammt frá, njótum
þess að versla í þessu bakaríi sem
við álítum vera til fyrirmyndar. Með
þakklæti fyrir okkur félagana í gegn-
um árin.
Gengið frá borði
Leggjast fiugsamgöngur endan-
lega niöur?
Er flugið úrelt?
H.P.O. skrifar:
Flugfélag íslands boðar að leggja
niður áætlunarflug til Hafnar í
Hornafirði og Vestmannaeyja. Tap-
rekstri er borið við en áður hefur
verið lagt niður áætlunarflug til ann-
arra staða þar sem flugið stóð ekki
undir kostnaði. Svo virðist sem það
sé aðeins tímaspursmál hvenær fé-
lagið leggur allt innanlandsflug nið-
ur því aðeins eru örfáir staðir eftir
sem enn er haldið uppi áætlunar-
flugi til. Fyrir nokkrum árum var
innanlandsflugið gefið frjálst og far-
gjöld lækkuðu mikið vegna sam-
keppninnar. En nú er engu líkara en
að hún hafi drepið niður allt áætlun-
arflug og eru samkeppnisfélögin illa
leikin eftir slaginn. Er nú spuming-
in hvort grimm samkeppni eigi við í
innanlandsflugi þar sem markaður
er tiltölulega lítill?
Víöa pottur brotinn
Sigrún Einarsdóttir^hringdh
Þingmaður einn hefur misfarið
með fjármuni sem honum var trúað
fyrr. Allir þeir sem til máls taka í
sambandi við þetta mál segja að
brjóta þurfl það til mergjar. Eðlilegt
er að taka undir þá kröfu. Hins veg-
ar er lítið á það minnst að víðar
kann pottur að vera brotinn og að
meðferð opinberra fjármuna þoli
ekki öll dagsljósið og enn síður að
farið verði ofan í saumana á flár-
málaumstangi þeirra stjórnmála-
manna sem hæla sér af að vera fyrir-
greiðslupólitíkusar. Hvenær eru þeir
að hygla sjálfum sér og hvenær kjör-
dæminu og umbjóðendum sínum?
m
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reylgavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.