Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Blaðsíða 28
Opel Zafira
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2001
Beit lög-
reglumann
Kona beit lögreglumann aðfaranótt
sunnudagsins en hún var stöðvuð í
Ártúnsbrekku, grunuð um ölvun-
arakstur. Konan hafði ekki ökurétt-
indi en hafði þó nægan aldur til akst-
urs sem er ekki nóg eitt og sér. -GG
Aðsúgur aö
lögreglu
í Garðabæ var lögreglan kölluð til
að skakka gleðskap en varð þá fyrir
aðkasti. Lögreglubíll var skemmdur
og voru tveir fluttir á lögreglustöð.
Annar fékk að gista þar til hádegis á
sunnudag eftir yfirheyrslu hjá rann-
sóknardeild en hinn fékk að fara heim
um nóttina. Töluverð ókyrrð var í
Garðabæ, rúður brotnar í tveimur
húsum með grjótkasti og allt fram að
hádegi var lögreglan að taka upp ung-
linga sem voru mjög ölvaðir á al-
mannafæri og til vandræða. -GG
Dauðaslys
Dauðaslys varö á Vesturlandsvegi
undir Hafnarfjalli um klukkan tvö að-
faranótt sunnudags. Kona sem ók
jeppabifreið í suðurátt missti stjórn á
bánum svo hann fór út af hægra meg-
in, lenti upp á hliðarveg, stakkst ofan i
‘Z-** lækjarfarveg og inn í rofabarö með
þeim afleiðingum að eiginmaöur henn-
ar, á sjötugsaldri, sem sat í framsæti,
lést. Ökumaðurinn var fluttur á Land-
spítalann 1 Fossvogi.
Nafn hins látna er ekki hægt að birta
að svo stöddu. -GG
Lögreglumaður slasast:
, Æð í rifnaði
Lögreglumaður slasaðist á hafnar-
svæðinu á Húsavík á laugardagskvöld-
ið er hann hugðist ganga á milli
manna sem voru í slagsmálum. Tölu-
verður fjöldi fólks var á Húsavík um
helgina vegna svokallaðra Mærudaga.
Lögreglumaðurinn féll aftur á bak er
hann greip til annars mannsins og
hugðist toga þá í sundur og við það
rifnaði æð í lærvöðva. -GG
Harður árekstur
Tveir voru fluttir á slysadeild á laug-
ardagsmorgun eftir að fólksbíll og
strætisvagn rákust saman við gatnamót
Breiðholtsbrautar og Miðskóga en
meiðsl þeirra voru ekki alvarleg. Hinir
slösuðu voru báðir farþegar í fólksbíln-
um og þurfti að beita klippum slökkvi-
liðsins til að ná öðrum þeirra út. -GG
Góöir vinir
Þessi fallega mynd leiöir huga hestamanna án efa aö íslandsmóti í hestaíþróttum sem fram fór /' Mosfellsbæ um helgina. Sjá bls. 6 og 18.
DV-MYND ÞOK
Útgerðarmaður íhugar kröfugerð á fiskmarkaði:
Kolólöglegt samráð
um kaup á fiski
- klárlega óheimilt, segir Fiskistofa og ætlar að rannsaka málið
Verulegt verðfall hefur verið á
fiskmörkuðum að undanfómu, að
sögn Braga Bjamasonar á Homa-
firði sem gerir út þrjá báta. Hann tel-
ur að ástæðan sé kolólöglegt samráð
fiskkaupenda.
„Við emm búnir að vera að landa
í eina viku og tókum eftir að eitt-
hvaö óvenjulegt var á ferðinni og
verðið búið að vera mjög lágt í
nokkra daga,“ segir Bragi. „Markað-
urinn lét mig ekkert vita hvað væri
að gerast. Þá fór ég að verða óróleg-
trn og hringdi í einn kaupandann
sem ég þekki. Hann sagði mér hvem-
ig í pottinn væri búið. Fiskkaupend-
ur hefðu tekið sig saman og létu einn
bjóða í aflann fyrir sig. Þannig hrap-
aöi verðið t.d. á ufsa úr um eða yfir
60 krónur á kílóið í 30 krónur, eða
um 50%. Það var líka vísir að þessu
í þorskinum," segir Bragi. Hann
sagðist einnig hafa talað lengi við
Baldvin Gunnarsson í Keflavík sem
boðið hafði í fiskinn á markaðnum
fyrir aðra fiskkaupendur. „Hann við-
urkenndi að svona væri í pottinn
búið. Ég taldi mig vera að leggja fisk-
inn inn á frjálsan fiskmarkað sem
greinilega er ekki frjáls lengur," seg-
ir Bragi Bjamason og hyggst kanna
kröfugerð á markaðinn. Hann sagði
slíkt samráð auðvelt þar sem mark-
aðimir væm allir samtengdir um
tölvukerfi.
Þegar DV hafði samband við
Baldvin Gunnarsson í gær vildi
hann ekkert tjá sig um málið en
sagði aðeins: „Ég hef ekkert um
þetta mál að segja.“
Sigurjón Aðalsteinsson hjá eftir-
litssviði Fiskistofu sagðist ekki
hafa heyrt um þetta einstaka mál
þegar DV ræddi við hann síðdegis 1
gær en sagði aö það yrði rannsak-
að. Hann sagði allt slíkt samráð
brot á reglum um fiskmarkaði. „Ég
lít því á þetta sem brot ef rétt reyn-
ist. Við höfum fengið ábendingar
um sambærileg mál sem ekki hafa
reynst á rökum reist. Slíkt samráð
er klárlega óheimilt."
Sigurjón sagðist ekki gera sér
grein fyrir hver lögsaga Fiskistofu
væri í slíku máli. Hún væri ekki
skýr og taldi hann þetta tilvik lík-
lega komið út fyrir svið hennar.
Hann sagðist þó myndu ræða þetta
við lögfræðinga Fiskistofu.
-HKr.
„ Flestir ölvaðir ökumenn eru á aldrinum 17 til 20 ára:
Olvunarakstur veldur einu slysi á viku
Ölvunarakstur er næstalgengasta or-
sök dauðaslysa í umferðinni samkvæmt
nýrri skýrslu Rannsóknamefndar um-
ferðarslysa. Á síðasta ári voru 2.298
manns kærðir vegna ölvunaraksturs.
Árið á undan voru þeir 1959 en skýring-
una á fjölda tilvika má fremur rekja til
öflugra eftirlits en að ölvunarakstur
hafi færst i vöxt.
I tilkynningu frá VÍS segir jafhframt
að ölvaðir ökumenn valdi að jafnaði
einu slysi á viku. Um 40% þeirra
ökumanna sem teknir em hafa svo mik-
iö áfengismagn í blóði að þeir eru óhæf-
ir til aksturs. Tölur yfir ölvunarakstur
og umferðarslys síðustu ár leiða einnig
í ljós að hlutfallslega flestir ölvaðir sem
Eftlr einn el aki neinn
Á síöasta ári voru 2.298 ökumenn
kæröir fyrir ölvunarakstur.
lenda í umferðarslysum em karlmenn á
aldrinum 17 til 20 ára.
Yngsti hópurinn er í miklum meiri-
hluta þeirra sem em endurkrafðir af
tryggingafélögum eftir að hafa valdið
umferðarslysi undir áhrifum áfengis. Á
síðasta ári fengu 77 ökumenn endur-
kröfu vegna ölvunaraksturs og nam
hæsta endurkrafan 2,5 milljónum kr.
Þegar em tíu látnir í umferðarslysum
á árinu og hefúr VÍS sett af stað þjóðar-
átak sem ætlað er að hvetja landsmenn
til le®ast á eitt í baráttunni gegn um-
ferðarslysum. ökumenn em beðnir að
undirrita tíu umferðarheit og felur eitt
þeirra i sér loforð um að aka aldrei und-
ir áhrifúm áfengis. -aþ
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560