Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2001
Fréttir I>V
Lundavertíð á fullu í Vestmannaeyjum:
Einn fugl á mínútu
- og 880 fuglar yfir daginn er metið hjá Adda í London
„Ég er búinn að stunda lunda-
veiði í nokkur ár eins’ og margir
hérna í Eyjum,“ sagði Isleifur Arn-
ar Vignisson eða eins og Vest-
manneyingar þekkja hann best,
Addi í London. Hann var þá ný-
kominn úr veiði neðan úr fjöru í
Stórhöfðanum.
Viðurnefni sitt fékk hann af húsi
langafa síns sem var nefnt eftir
London, höfuðborg Bretlands.
Mörg hús í Eyjum gengu undir
nöfnum breskra og annarra er-
lendra borga, likt og gerðist t.d. á
ísafirði og víðar á árum áður. Sjálf-
sagt valda náin samskipti íslenskra
og erlendra sjómanna þessum nafn-
giftum. Bæði var þar t.d. um að
ræða tíðar siglingar íslenskra sjó-
manna til breskra hafna og breskra
togarasjómanna sem komu mikið
við í íslenskum höfnum við veiðar
sínar við ísland.
Addi segir fjölda lunda í Eyjum
misjafnan. Það færi eftir æti við
eyjarnar og veðurfari. „Þegar æti
er nálægt, þá er yfirleitt mikill
fugl,“ segir Addi. Ekki er gott að
háfa lundann nema það sé nokkur
vindur þannig að hann fljúgi upp.
Veiðitímabil á lunda stendur ann-
ars frá 1. júlí til 15. ágúst. Addi seg-
ir að ungir peyjar í dag séu hættir
að nenna því að fara í lundaveiði.
Ekkert bætist við af nýjum strák-
um í hóp veiðimanna. I dag nái
hópurinn sem stundar þetta að ein-
hverju leyti vart hundrað manns.
„Ég held að það sé hætta á að þetta
DV-MYNDIR GVA
Lundaveiöimaðurinn Addi! London
/ miöri lundabreiöu og afrakstri dagsins á Stórhöföa í Vestmannaeyjum.
geti jafnvel dottið út á næstu árum.
Það þarf að hafa fyrir þessu og það
er orðið erfitt að fá menn út í eyjar
í lundaveiði. Samt er þetta mikið
sport, mjög hressandi og partur af
lifinu."
- Hvað ná menn miklu af lunda á
dag?
„Ég held að metið sé um
1400-1500 fuglar á dag hjá einum
manni, en það er einsdæmi. Það
hefur hins vegar verið nokkuð sér-
stakt í ár, mest hefur það verið
tvær og hálf kippa hjá mér, en
kippan er 100 fuglar."
Einn fugl á mínútu
- Hvað hefur þú veitt mest?
„Það var fyrir nokkuð mörgum
árum þá náði ég 880 fuglum yfir
daginn. Þetta var um tíu tíma törn
stanslaust. Það gerir um einn fugl á
mínútu. Maður þarf því að vera
sérstaklega vel á sig kominn til að
geta þetta. Það er ekki síst puðið
við að bera þetta. Núna var ég hér
alveg niðri við sjó í Stórhöföanum.
Það var því töluvert fyrir þessu
haft. Ég þurfti að fara upp band og
stiga með á annað hundrað fugla."
- Myndir þú treysta þér í 880
fugla í dag?
„Ef sú staða kæmi upp þá er
aldrei að vita. Þetta gerist ekki
nema mikið sé af ungum fugli sem
kemur af sjónum. Þá getur þetta
orðið svart á örskömmum tíma,“
sagði Addi í London.
-HKr.
Skýrsla mengunarnefndar:
Fögnum til-
lögum um
jafnræði
- segir FÍB
Runólfur
Ólafsson.
„Það er margt at-
hyglisvert að finna
í þessari skýrslu og
við fögnum tillög-
um um að auka eigi
jafnræði milli dísil-
og bensínbíla," seg-
ir Runólfur Ólafs-
son, framkvæmda-
stjóri FÍB. Nefnd á
vegum samgöngu-
ráðherra skilaði frá
sér fyrir helgina skýrslu og tillögum
um að stemma stigu við mehgun í
umferðinni - og þar með útblæstri
gróðurhúsalofttegunda.
Um þessar mundir er starfandi á
vegum fjármálaráðherra nefnd sem
skoða á möguleikann á því að af-
nema þungaskatt á dísilbíla. Áætlað
er að nefndin skili tillögum sínum í
haust. Runólfur segist fagna ef stíga
eigi skref í þá átt, ljóst sé nú þegar
að þungaskattskerfið standist ekki
til að mynda jafnræðisreglur. Þvi
hafi verið gerðar breytingar á því,
stundum tvisvar á ári hverju að
undanfómu. „Við viljum að þú
borgir alla skatta af dísilolíunni
strax við tankinn en að kerfið virki
ekki þannig að eftir því sem þú
keyrir meira því minna þurfir þú að
borga í opinber gjöld. Flestir sem
hagsmuna eiga að gæta eru fylgj-
andi breytingum úr þungaskatti í
olíugjald en mótstaðan virðist helst
vera hjá olíufélögunum. Þau óttast
væntanlega að með því dragi úr ol-
íusölu," segir Runólfur Ólafsson.
í skýrslu nefndar samgönguráð-
herra er áréttað að dísilbílar mengi
ekki jafnmikið og haldið hefur ver-
ið fram í gegnum tíðina. Undir
þessa staðhæfingu tekur fram-
kvæmdastjóri FÍB. Segir hann að
með þróun dísilvéla hafi tekist að
draga úr megnun um nærfellt helm-
ing - og sú þróun muni vísast halda
áfram með sömu tækniframförum.
-sbs
DV-MYND EIRIKUR JÖNSSON
Frá Islandsmótinu í Mosfellsbæ
Berglind R. Guömundsdóttir á Seiöi frá Sigmundarstööum og Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Oddi frá Btönduósi létu til sín
taka í ungmennaflokki á ístandsmótinu í hestaíþróttum í Mosfellsbæ.
íslandsmót í hestaíþróttum í Mosfellsbæ:
Kópavogsstúlka með sex gull
Berglind R. Guðmundsdóttir
(Gusti) fór mikinn á íslandsmóti í
hestaíþróttum í Mosfellsbæ í gær
og sigraði í sex greinum af átta í
ungmennaflokki. Það var sama
hvort um fjórgangs- eöa fimm-
gangsgreinarnar var aö ræða,
hún reið á vaðið og hafði sigur.
Ekki spillti fyrir að hún keppti í
fjórgangsgreinunum á hesti frá
kærastanum, Daníel I. Smára-
syni, sem einnig vann til margra
verðlauna. Berglind var stiga-
hæsti knapinn í ungmennaflokki
og vann íslenska tvíkeppni og
skeiðtvíkeppni. Hún sigraði í
gæðingaskeiði á Óttu frá Svigna-
skarði. Elín H. Sigurðardóttir
(Geysi) varð önnur á Grana frá
Saurum og Kristján Magnússon
(Herði) þriðji á Eldi frá Vallanesi.
Berglind sigraði í fjórgangi á
Seiði frá Sigmundarstöðum. Dan-
íel I. Smárason (Sörla) var annar
á Tyson frá Búlandi og Sylvía
Sigurbjörnsdóttir (Fáki) þriðja á
Fógeta frá Oddhóli. Berglind sigr-
aði í tölti á Seiði frá Sigmundar-
stöðum. Árni Pálsson (Fáki) var
annar á Teiti frá Teigi og Guðni
S. Sigurðarson (Mána) þriðji á
Glampa frá Fjalli. Sylvía Sigur-
björnsdóttir (Fáki) sigraði í fimi
á Oddi frá Blönduósi. Guöni S.
Sigurðsson (Mána) var annar á
Fróða frá Miösitju og Daníel I.
Smárason (Sörla) þriðji á Tyson
frá Búlandi. Guðni S. Sigur-
björnsson (Mána) sigraði í fimm-
gangi á Njálu frá Arnarhóli. Dan-
íel I. Smárason (Sörla) var annar
á Vestfjörð frá Fremri-Hvestu og
Fanney G. Valsdóttir (Ljúf) þriðja
á Óðni frá Þúfu. Sjá nánari frétt-
ir af mótinu á bls. 18. -EJ
Umsjön: Birgir Gudmundsson
Sumarferöin dýrari
í heita pottinum var verið að ræða
um úttekt DV um helgina á spillingu
og meintri spill-
ingu stjómmála-
manna í 30 ár. Þar
er m.a. fjallað um
afmælisveislu Val-
gerðar Sverrisdótt-
ur í mars í fyrra og
rifjað upp tilboðið
til starfsmannafé-1
lagsins í ráðuneyt-
inu um að það gæti farið í afmælis-
veisluna á Lómatjörn í staöinn fyrir
að það færi í árlega sumarferð á
kostnað ráðuneytisins. Sem kunnugt
er sá umræðan til þess að Valgerður
kaus að borga sjálf fyrir fólkið norður
eins og annað í veislunni en í úttekt-
inni um helgina er sagt að ekki sé vit-
að hvort sumarferðin fræga var farin
eða ekki. 1 pottinum hefur það hins
vegar verið upplýst að sumarferðin
var farin og hún mun hafa veriö mun
dýrari en sem nemur ferðakostnaði
fólksins til Lómatjarnar!....
Nær ekkert rætt við Björn
Eins og endranær fylgjast pottverjar
grannt með skrifum Björn Bjarnason-
ar á heimasíðu hans en í nýjasta pistli
hans rekur hann
nokkuð Ámamálið.
Þar upplýsir hann
um samskipti sín
við Árna Johnsen
eftir að Þjóðleikhús-
málin komust í há-
mæli og þykir mörg-
um athyglisvert hve
lítil þau hafa verið.
Bjöm segir: „Ég fór austur á Egilsstaði
fóstudaginn 13. júlí til að taka þátt í
setningu 23. landsmóts UMFÍ. Skömmu
eftir að ég kom þangað hafði ritari
minn samband við mig og skýrði mér
frá því, að fréttamenn vildu ná í mig
vegna einhvers máls, sem tengdist
Áma Johnsen og Þjóðleikhúsinu. Náði
ég Árna í farsíma hans og sagði hann
mér að komið hefði upp smámisskiln-
ingur í samskiptum sínum við BYKO.
Sending til sín hefði fyrir mistök verið
stíluð á Þjóðleikhúsið - þetta væri
smávægilegt mál og mundi það leið-
rétt. Ég hvatti hann til að fá skýra yf-
irlýsingu um mistökin frá BYKO,
hann taldi það í sjálfu sér óþarft, þetta
lægi svaíkýrt fyrir. Sagðist ég vona,
að þetta llystist á farsælan hátt og síð-
an kvöddumst við og höfum ekki rætt
saman síðan, þannig að ég hef eins og
aðrir fylgst með hinni einstæöu at-
burðarás í flölmiðlunum."
Heima um verslunar-
mannahelgina!
Pottverjar voru að velta fyrir sér
hvert þeir ættu að fara um verslunar-
mannahelgina þegar þeir rákust á
könnun á reykja-
vik.com þar sem
verið er að spyrja
hvert menn ætli.
Þar virðast 29%
Reykvíkinga ætla
að vera heima en
23% ætla til Eyja á
þjóðhátið. Um 15%
segjast ætla á Eldborg og 7% til Akur-
eyrar á Eina með öllu, 5% ætla að
heilsa upp á Hallbjöm Hjartarson á
Skagaströnd, 3% ætla í Galtalæk en
bara 1% á Neistaflug...........
Fór þegar Gylfi fór?
í pottinum hafa menn mikið velt fyr-
ir sér brotthvarfi Þorsteins Pálssonar
úr forstjórastarfi hjá Kaupási en sjálfur
gaf hann þá skýringu að kominn væri
tími á breytingar
hjá sér. Þeir sem
! gerst til þekkja
segja hins vegar að
Gylfi Arnbjörnsson,
sem tfi skamms
tíma var fram-
kvæmdastjóri Eign-
arhaldsfélagsins Al-
þýðubankinn,
stærsta hluthafans í Kaupási, hafi sem
stjórnarformaður félagsins verið sá
eini sem studdi Þorstein. Hann hafi
ekki átt stuðning annarra stjórnar-
manna eða hluthafa sem ekki hafi alls
kostar líkað hvernig málum er komið
hjá fyrirtækinu og einkum haft áhyggj-
ur af mikilli skuldastöðu. Þegar Gylfi
hvarf á braut til framkvæmdastjóra-
starfa hjá ASÍ hafi Þorsteinn séð að sér
var ekki lengur sætt og því ákveðið að
breyta til, eins og hann sjálfur komst að
orði....