Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Blaðsíða 13
13
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2001
PV______________________________________________________________________________________________________________________Menning
Unisjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Hliöstæður náttúrunnar
- Sumarsýningin 2001 í Færeyjum
Edward Fuglo
Heimsborgarar Norður-Atlantshafsins.
Utan sem innan er Norðurlandahúsið í Fær-
eyjum augnayndi, auk þess sem það fellur vel
að bæjarlandslagi Þórshafnar. Úr íjarlægð sker
það sig ekki úr öðrum biksvörtum húsum í
bænum nema fyrir það að torfþekjur þess eru
slegnar með reglulegu millibili. Það er líka
auðheyrt á tali heimamanna að húsið hefur
gert í blóðið sitt, verið lyftistöng menningunni
á staðnum og opnað ýmsar gáttir til annarra
landa.
Eini sýnilegi gallinn á þessu annars ágæta
menningarhúsi er að erfitt er að koma þar fyr-
ir myndlist með góðu móti. Allar tiiraunir til
sýningarhalds þar hafa í för með sér rask og
tilhliðranir, uppsetningu á sérstökum milli-
veggjum og soldið tilviljunarkenndar uppheng-
ingar í hólf, loft og glugga. En færeyskir mynd-
listarmenn eru almennt svo ánægðir með starf-
semi hússins og forstöðumann þess, kjamakon-
una Helgu Hjörvar, að þeir eru tilbúnir að
horfa fram hjá þessari ávöntun.
Myndlist
Svokallaðar sumarsýningar, yfirlitssýningar
á því helsta sem er að gerast í færeyskri mynd-
list, eru settar upp í húsinu á hverju ári og er
eina slíka að finna þar um þessar mundir. Á
henni eru verk eftir 14 myndlistarmenn sem
fæddir eru á árunum 1920-1965, allt frá Ingálvi
av Reyni til Edwards Fuglö. Nú veit ég ekki á
hvaða forsendum akkúrat þessir listamenn
voru valdir til sýningarinnar. í Listasafni Fær-
eyinga er til dæmis að finna sýningu á verkum
Ankers Mortensens, heimspekilega sinnaðs
kólórista sem virðist eiga fullt erindi á sýningu
sem þessa.
1 nýlegri og greinargóðri bók Bárðar Jákups-
sonar um færeyska myndlist (útg. Atlantia)
kemur einnig fram að álitlegur hópur ungra
myndlistarmanna, sem fæddir eru eftir 1970, er
nú farinn að láta að sér kveða í færeysku lista-
lífi. Feginn hefði ég viljað sjá fulltrúa þeirra á
þessum vettvangi.
Síbreytilegt Ijós
Fyrir aðkomumann ofan af íslandi, einkum
þann sem hefur reynslu af færeysku listasýn-
ingunni í Listasafni Reykjavikur árið 1999, er
þessi sumarsýning tæpast nógu nýstárleg. Ef
mig misminnir ekki sýna textíllistakonumar
Astrid Andeassen og Tita Vinther sömu verkin
- eða a.m.k. mjög svipuð - og þær voru með á
þeirri sýningu og Tróndur Patursson, höfund-
ur margra rösklegra náttúruafstraksjóna á
gler, sýnir hér öllu veigaminni verk, nokkra
glerfugla. Ég saknaði þess lika að sjá ekki
Enn og aftur staðfestir þessi
sumarsýning hins vegar hversu
nauðsynlegt það er fœreyskum
listamönnum að „tala við nátt-
úruna til að finna sitt eigið
tungutak“ eins og Gunnar Hoy-
dal segir um þá í sýningarskrá
frá 1999. Og ekki að ástæðu-
lausu því, eins og Hoydal segir
við sama tœkifœri, þá er nátt-
úran í Fœreyjum „svo nálæg,
landið svo hrikalegt, síbreyti-
legt Ijós og litir ráðast á sjáöldr-
in úr öllum áttum“.
hversu nauðsynlegt það er færeyskum lista-
mönnum að „tala við náttúruna til að finna sitt
eigið tungutak" eins og Gunnar Hoydal segir
um þá í sýningarskrá frá 1999. Og ekki að
ástæðulausu því, eins og Hoydal segir við sama
tækifæri, þá er náttúran í Færeyjum „svo ná-
læg, landið svo hrikalegt, síbreytilegt ljós og
litir ráðast á sjáöldrin úr öllum áttum“. Nátt-
úrutengdur expressjónismi er því sterkasta
aflið í færeyskri myndlist og hefur verið það
frá því Mikines var og hét. Sem lýsir sér í því
að listmálarinn gengur á hólm við náttúruna,
jafnt land og haf og byggðina, sem í Færeyjum
er eðlileg framlenging þessarar náttúru, sjá
grasi gróin þökin. Ýmist dregur hann
kvaðratrótina af henni eða verður eitt með
henni - eða hvort tveggja. Og sparar hvergi lit-
ina. Það gera heldur ekki gömlu prjónakonurn-
ar þeirra Færeyinga, eða þeir sem dubba sig
upp fyrir Ólafsvökuna.
Þáttur af sjálfsvitund
En þessi rómantíski náttúruexpressjónismi
Færeyinga er langt í frá einsleitur, eins og sést
með því að bera saman tilvistarlegar rannsókn-
ir Nestorsins Ingálvs av Reyni á efnisheimin-
um og ljósmettuð - impressjónísk - uppbrot
Torbjörns Olsen á sjávarlandslaginu úti fyrir
vinnustofu hans. Eða þá tilraunir Bárðar
Jákupsson til að skapa myndrænar hliðstæður
náttúrunnar og viðleitni Eyðuns av Reyni til
að yfirfæra sjálf náttúruöflin á striga. Þeir
Zacharias Heinesen, Amariel Norðoy og Kári
Svensson búa sér síöan til myndvettvang þar
sem á sér stað stööug víxlverkan hins náttúru-
lega og mannlega.
Það má vel vera að þessi tegund færeyskrar
málaralistar þarfnist endurnýjunar. En hún
nýtur gríðarlegra vinsælda meðal Færeyingra
sjálfra, eins og undirritaður sannreyndi i heim-
sóknum sínum á fjölda heimOa í Þórshöfn. Og
meðan þessi málaralist er svona ríkur þáttur af
sjálfsvitund Færeyinga er fásinna, ef ekki yfir-
gengUegur hroki, að afgreiða hana sem útúr-
borulega og úrelta, eins og íslenskur starfs-
bróðir minn leyfði sér að gera fyrir nokkrum
misserum. Aðalsteinn Ingólfsson
veigameiri verk
eftir hinn lit-
næma Olivur af
Neyst heldur en
nokkrar vatns-
litamyndir og tvö
steinþrykk. Loks
hefði ég haft efa-
semdir um erindi
Edwards Fuglo á
þessa sýningu
hefði ég ekki séð
glimrandi bóka-
skreytingar hans
og færeysku
kvikmyndina
Bye bye bluebird,
þar sem hann er
ábyrgur fyrir
sviðsmynd og
búningum.
Enn og aftur
staðfestir þessi
Olivur við Neyst sumarsýning
Ljósaskipti að sumri. hins vegar
mannsgaman
/ \\\
Hringleikar
Fór einn sunnudaginn í lífi mínu á afskaplega
mikla frumsýningu í leikhúsið stóra við Hverfis-
götu. Konan mín aldrei fegurri við hlið mér,
klædd eins og verslunareigendur vUja hafa það
- og ég eins og hengdur upp á þráð í svörtu
jakkafótunum sem hafa rýrnað með seinni
árum. Skómir sem skuggsjá.
Tókum þessi passlegu andköf þegar við sáum
að forsetinn var einnig mættur til leiks. Og er-
lend kona í armi hans, skartsöm og skínandi.
Tókum af okkur yfirhafnirnar eins og þær væru
munaðarvara og gengum til salar sem var að
fyUast af fóngulegu fólki í betri fótum bæjarins.
Kliður þegar forsetinn kom í salinn og aUir
stóðu upp nema einn. Það er alltaf einn. Því
næst síðustu hóstar og hvískur í eyranu. Lág-
vært skrjáf í lakkríspoka. Svo lyftist þögnin yfir
stuölabergsloftið og tjöldin drógust hvort í sína
áttina. Dramað hafið; íslenskir leikarar að baða
út öngum og orðum.
Ég festist fljótt í gamla kæknum mínum sem
einatt leitar á mig i óþægilega miklu fjölmenni.
Hann snýst um hringinn, giftingarhringinn. Ég
á það tU að snúa honum rangsælis, hratt og
lengi. Get ekkert gert að þessu, nema ef ég tek
hann af mér. Þá linnir þessum leiða kæk sem
konan lítur homauga.
Var sumsé kominn inn í miöja sýningu og
með hringinn í lófanum, þvölum lófanum. Reri
aðeins í gráðið eins og þegar dramað ætlar allt
að drepa og fórnaði svolítið höndum. Og hringn-
um líka. Heyrði hvemig hann rúllaði niður
hvern stallinn af öðrum og varð sannfærður um
að allir næmu hljóðið. Dúmmsaladúmm.
Fann hringinn í hléinu þegar flestir voru fam-
ir á barinn. Hinir góndu á mig með rassinn upp
í loftið, skammt þar frá sem forsetinn sat. Fékk
mér tvo á barnum. -SER
Römm ádeila á Rás 1.
Á Rás 1. í dag byrjar
Njörður P. Njarðvík aö
lesa þýðingu sína á sög-
unni Dagur í Austur-
botni eftir Antti Tuuri.
Höfundur sögunnar er
einn helsti nútímahöf-
undur Finna og hlaut
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
fyrir söguna árið 1985. Hún gerist á sól-
heitum júlídegi í Austurbotni. Allfjöl-
menn fjölskylda hefur safnast saman til
þess að skipta með sér lítilfjörlegum
arfi. Fljótlega kemur i ljós mikil innri
spenna meðal þessa fólks. Bak við at-
burðina á þessum degi er blóði drifin
saga héraðsins, meðal annars vetrar-
stríðið við Rússa og framhaldsstríðið
eins og Finnar kalla þátttöku sína í
heimsstyrjöldinni síðari. Dagur í Aust-
urbotni er í senn litrík fjölskyldusaga
og römm ádeila á hemaðarhyggju.
Lesturinn hefst kl. 14.03.
Allt sem sýnist
Um helgina var opn-
uð myndlistarsýningin
„Ailt sem sýnist" í Gil-
félaginu á Akureyri og
era það þrír útskriftar-
nemar frá AKI-listahá-
skólanum í Hollandi,
þau Magnús Helgason,
Þuríður Kristjánsdóttir
og Lilja Hauksdóttir
(verk á mynd) sem sýna. í Ketilhúsinu
er sýningin „Bæjó, Hver vegur að heim-
an er vegurinn heim“ sem fjórir nemar
úr Listaháskóla Islands sýna og er loka-
niðurstaða sýningarferðalags þeirra um
landið undir þemanu Hringferðin.
Sýnendur eru Daníel, Huginn Arason,
Geirþrúður Finnbogadóttir, Hjörvar og
Bryndís Ragnarsdóttir. Á svölum Ketil-
hússins er sýning finnsku listakonunn-
ar Elenu Koskimies. Sýningarnar eru
opnar daglega frá kl. 14-18. Lokað á
mánudögum.
Sögukort MM
Mál og menning hef-
ur gefið út sögukort í
mælikvarða 1:600 000
sem er nýjung á ís-
lenskum kortamarkaði.
Kortið sýnir alla helstu
sögustaði íslands, frá
landnámsöld til vorra
daga. Bent er á staði
þar sem atburðir úr ís-
lendingasögum eða þjóðsögum gerðust,
sem og atvik úr íslandssögunni, jafn-
framt því sem staldrað er við staði þar
sem voveiflegir atburðir eða sögulegir
hafa átt sér stað og þjóðkunnir menn
vaxið úr grasi.
Alls eru sögustaðimir um 280 talsins
og fylgir kortinu bók í handhægu broti
með skýrum og greinargóðum texta. Á
bakhlið kortsins eru lýsingar og lit-
myndir af helstu sögustöðum landsins.
Sögukortið og meðfylgjandi bók eru
afgreidd saman í vandaðri öskju.
Lóa á flóamarkaði
Um helgina opnaði Ólöf
Björk Bragadóttir - Lóa -
myndlistarsýningu í sal
félagsins íslensk graflk í
Hafnarhúsinu, hafnar-
megin. Eftir BA-próf í
frönsku- og fjölmiðlafræði
frá Háskóla Islands stund-
aði Lóa nám í kvikmyndafræði við Uni-
versité Paui Valery i Montpellier í
Frakklandi frá 1991-1993. í framhaldi af
því nam hún myndlist i École des Beaux-
Arts í sömu borg og lauk þaðan masters-
gráðu í júní á síðasta ári. Lóa hefur hald-
ið nokkrar sýningar í Frakklandi og á Is-
landi, síðast í Skriðukiaustri í Fljótsdal.
Hún er nú kennari í myndlist við
Menntaskólann á Egilsstöðum þar sem
hún vinnur að uppbyggingu myndlistar-
brautar ásamt því sem hún vinnur að
eigin myndlist. Auk þess sinnir hún fjöl-
miðlastörfum.
Á sýningunni eru ljósmyndir í lit tekn-
ar á flóamarkaðnum í borginni Mont-
pellier í Suður-Frakklandi. Á myndunum
má finna hluti sem teknir eru úr sínu
vanalega samhengi. Þannig eru þeir
komnir á nýjan stað þar sem þeir segja
hver öðrum sína sögu og hafa þannig um
stund stofnað nýja fjöiskyldu, nýtt lands-
lag. Myndirnar eru teknar ofan frá, eins
og úr flugi farfugla yfir framandi slóðir
sem endalaust taka breytingum.