Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Blaðsíða 23
35 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2001 DV Tilvera Monica Lewinsky Monica Lewinsky er fædd 23. júlí 1973 í San Francisco. For- eldrar hennar eru Marcia Vilensky og Bernie Lewinsky. Monica var fræg á sínum tima fyrir un- aðsstundir sínar með Bill Clinton Bandaríkjaforseta meðan hún var lærlingur í Hvíta húsinu. Málið olli á sínum tíma miklu íjaðrafoki og um tíma var talið að Clinton þyrfti að segja af sér en með klækjum tókst honum að sannfæra fólk um sakleysi sitt. Monica sat í súpunni. Hún á yngri bróðir sem heitir Michael. i viuuramir <C Gildir fyrir þriöjudaginn 24. júlí Vatnsberinn (20. ian-18. febr.l: . Niðurstaða í ákveðnu máli verður til þess að þú þarft að takast ferð á hendur. Vertu hrein- skilinn og stattu á þínu ef þú ert viss um að þú hafir rétt fyrir þér. Fiskarnir (19. fehr.-20. marsl: Einhver leiðindi verða Ivegna þess að einhverju verður ljóstrað upp sem átti að halda leyndu. Viðleitni þín til að reyna að heilla einhvern hefur mikil áhrif. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): . Þú ert mjög vel upp- ' lagður og drífandi fyrri hiuta dags, það _ gæti ruglað einhvem. Þér teksFmeð lagni að snúa mál- um þér í hag. Nautið (20. apríl-20. maí): Einhverjar breytingar verða á áætlimum þin- um. Sjónarmið ann- arra verða ofan á og verður útkoman góð þótt þú eigir erfitt með að viðurkenna það. Tvíburarnir 121. mai-21. íi'u-itu Mikið óskipulag er á ' hlutunum í dag og ekki liklegt að mikil- væg niðurstaða fáist. Rétt er að sýna varkámi í pen- ingamálum. Krabbinn 122. iúni-22. iúiíi: Viðskiptavinir eða aðr- i ir sem tengjast við- skiptum þínum era trúlega að leyna þig Evérju. Vertu rólegur, á morg- un verður ástandið allt annað. Liónið (23. iúli- 22. ágúst): Aðstæður í vinnunni kreijast varkámi. Ef þú ætlar að fjárfesta eða sinna viðskiptum skaltu leita ráðlegginga. Happatöl- ur þinar eru 3, 17 og 32. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Þú uppgötvar að ein- hver sem þú hefur \\^ttalið vin þinn er ekki • ' allur sem hann er séð- ur. Ekki gera þig sekan um sögu- burð. Forðastu alla uppgerð. Vogjn (23. sept.-23. okt.l: Þú þarft að taka sárs- aukafulla ákvörðun varðandi einhvem. Þú ert farinn að taka á þig heldur mikla ábyrgð. Hlýddu samvisku þinni. Sporðdreki I24. okt.-?1. nóv.l: Eitthvað sem þú hefur lagt mikið á þig fyrir jjer ekki líklegt til að skila þeim árangri sem þú væntir. Best væri að byrja al- veg upp á nýtt. Bogamaður (22. nóv.-21. des.t: .Nú snýst allt um ferða- rlag sem er í bígerð. Þar munt þú kynnast nýju fólki. Vinátta breytist í eitthvað meira. Happatölur þínar era 8, 22 og 30 Steingeitln 122. des.-19. ian.l: Fundur, þar sem pen- ingamál verða rædd, skilar veralegum ár- angri. Fréttir sem her- ast'þér leiða til óvæntrar og já- kvæðrar þróunar. >/ Glaðar á góðri stund Listakonan Guöný Rósa Ingimarsdóttir (t.v.) ásamt Elfu Dögg Kristinsdóttur sem hljóp í skaröiö fyrir eigendur gallerísins. Sverrir og Ingibjörg Ingibjörg Þórísdóttir, vinkona listakonunnar, og Sverrir Jakobsson sagnfræðingur litu bæði inn í litla galleríiö viö Hlemmtorg. Tognuð tunga á Hlemmi - sjötta einkasýning Guðnýjar Rósu Það fer ekki mikið fyrir Gallerí@hlemm- ur.is í Þverholti en það hefur engu að síður vakið athygli í íslenska listheiminum DV-MYNDIR EINAR J. í réttri hæð Þaö skyldi þó ekki vera aö Guöný Rósa hafi haft börn í huga þegar hún valdi þessu verki staö en eins og allir vita á smáfólkiö oft erfitt meö aö njóta listarinnar til fullnustu vegna smæöarinnar. með sýningum ungra og efnilegra listamanna. Enn ein sýningin var opnuð í galleríinu um síðustu helgi og að þessu sinni prýddu verk Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur veggina. Sýning Guðnýjar Rósu ber yfirskriftina Tognuð tunga og á henni má sjá verk sem hún hefur unnið á þessu ári og því síðasta. Mikil aðsókn að Hótel Reykholti: Reykholt er Mekka Norðmanna - segir hótelstjórinn, Óli Jón Ólason DV-MYND: DVð Hótelhaldarar Óli Jón Ólason og Steinunn Hansen, hótelhaldarar á Hótel Reykholti sem rek- iö er allt árið. DV, REYKHOLTI:______________________ Mikil og góð aðsókn er að heils- árshótelinu í Reykholti og mun meiri en þau Óli Jón Ólason og Steinunn Hansen hótelhaldarar gerðu ráð fyrir þegar þau tóku við rekstrinum. „Við tókum við hótel- inu um áramótin 1997-1998. Þá var ekki byrjað að markaðssetja hótelið sem heilsárshótel en það hafði verið hérna Edduhótel á sumrin og við nutum góðs af því til að byrja með . Síðan hefur gengið mun betur á vet- urna en við áttum von á. Mikið hef- ur verið um fundi, ráðstefnur, æf- ingar og námskeið og sifellt fleiri hópar koma hingaö." ðli Jón segir að þegar þau hafl byrjað með hótelið hafl þau verið með sextíu herbergi. „Nú eru þau 80. Þau 20 herbergi sem bætt hefur verið við eru öll með baði og getum við tekið við um 170 manna hópum. Hingað hafa komið hópar sem hafa komið beint frá Keflavík eða Reykjavík. Fundar- setan hér kemur til með að aukast þegar Snorrastofa kemst í gagnið þar sem haldnar verða alþjóðlegar ráðstefnur í miðaldafræði." Sérstaða Reykholts er mikil, að mati Óla Jóns. „Hér var sagan skrif- uö og hér er mikið að sjá til að mynda fornleifauppgröfturinn sem hér er unnið að, Snorralaug, Snorrastofa og Heimskringla. Þetta gerir það að verkum að hér kemur mikið af fólki frá Norðurlöndum sem eru mjög frótt um söguna. Sér- staklega eru það Norðmenn sem vita mikið enda er þetta fyrir þá eins og múslíma að fara til Mekka. -DVÓ Fjölskylda frá helvíti Veitingahúsakeðja í Bretlandi hefur framkvæmt könnun á því hvaða fræga fólk það myndi telja vera besta og versta fjölskyldu- fólkið. Viðskiptavinir keðjunnar voru spurðir með hvaða fólk það myndi helst og síst borða sunnu- dagsmatinn. Versti faðirinn var kosinn John Prescott, frammá- maður í Verkamannaflokknum, sem er fyrrverandi sjómaður frá Hull. Hann komst í sviðsljósið ný- lega fyrir að kýla mann sem henti eggi í hann þegar hann tók kosn- ingarölt. Versta móðirin var Anne Widdecombe, þingmaður íhalds- flokksins. Flestir voru á því að Li- am Gallagher, söngvari Oasis, yrði versti mögulegi sonurinn og Geri Halliwell, fyrrverandi krydd- stúlka, var kosin sem „lofthaus systir". Robbie Williams var hins vegar kjörinn sem besti sonurinn, hvernig sem á því stendur. John Prescott Bretar telja hann versta mögulega pabba í veröldinni enda kýldi hann mótmælanda í vor. hamingju dagar CITROÉN 16. júlí-3. ágúst 2001 NÝ NÁM www.ttsi.is TÖLVUTÆKNISKÓLI Í8LANDS Stofnuð 1918 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími 551 3010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.