Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Blaðsíða 10
10
Útlönd
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2001
DV
Alberto Fujlmori
Montesinos, hægri hönd Fujimoris,
kennir honum um spillinguna. Fuji-
mori felur sig nú í Japan.
Njósnaforinginn
bendir á Fujimori
Vladimiros Montesinos, fyrrver-
andi njósnaforingi í Perú, segir Al-
berto Fujimori, útlægan fyrrverandi
forseta, hafa fyrirskipað honum að
nota hundruð þúsunda dollara í
mútugreiðslur til að tryggja
forsetanum pólitískan stuðning.
Montesinos var handtekinn í síð-
asta mánuði eftir að myndbands-
upptökur sýndu hann múta stjóm-
arandstæðingi til að fá hann til
ganga til liðs við stjóm Fujimoris.
Mútugreiðslunar komu í kjölfar
kosningasigurs Fujimoris árið 2000.
Þær voru tilraun hans tii aö tryggja
sér meirihlutastuðning þingsins.
Montesinos segir múturnar hafa ver-
ið í formi peninga, bíla og gjafa. Per-
úsk yfirvöld berjast nú fyrir því að
fá Fujimori framseldan frá Japan.
Lífvörður Arafats
handtekinn
Yfirvöld í Israel segjast hafa látið
handtaka einn af lífvörðum Yassers
Arafats, leiðtoga Palestínumanna,
fyrir nokkrum dögum. Hann er
sagður hafa játað að hafa átt aðild
að árás sem varð ísraelskum her-
manni að bana á Vesturbakkanum.
Palestínsk yfirvöld eru að rannsaka
málið.
Skoðanakannanir á meðal ísraela
og Palestínumanna sýna vonleysi
manna um frið á svæðinu. Meira en
40 prósent aðspurðra sögðu að eng-
in von væri um langtímafrið á milli
þjóðanna. 59 prósent Palestínu-
manna og 46 prósent ísraela töldu
að átök og ofbeldi myndu einkenna
samband þjóðanna eftir 5 til 10 ár.
58 prósent Palestínumanna studdu
árásir á almenna ísraelska borgara.
G8-ríkin ljúka fundi:
Draga Afríku inn í
alþjóöavæðinguna
Róstusömum fundi 8 helstu iðn-
ríkja heims lauk í Genúa í gær.
Leiðtogar ríkjanna náðu samkomu-
lagi um umfangsmikla áætlun til
að ná Afríku upp úr sárri fátækt.
Ætlunin er að koma Afríkurikjum
inn í efnahagskerfi heimsins, með
öðrum orðum stuðla að útbreiðslu
alþjóðavæðingarinnar til Afríku.
Áætlunin mun meðai annars ná yf-
ir lýðræðisþróun í Afríku, aðgerðir
gegn spillingu, aukin viðskipti
milli Afríkurikja og umheimsins,
einkavæðingu í Afríku og fjárfest-
ingu í heilbrigðiskerfi og menntun.
Kanadamenn munu leiða áætl-
unina en tilkynningar um hver eigi
heiðurinn af framgangi áætlunar-
innar hafa verið misvísandi.
Breskir fjölmiölar greina frá því
að Afríkuáætlnin hafi einungis ver-
ið frjókorn í huga Tonys Blairs for-
sætisráðherra fyrir tveimur dög-
um.
Kanadískur embættismaður
sagði aftur á móti að Kanadamenn
hefðu „augljóslega" tekið forystu í
Fjarlægja múra
Stálmúrinn í kringum fundarstaö G8-
ríkjanna í Genúa var fjarlægöur í
gærkvöld.
málinu sem hefði möguleika á því
að verða alþjóðlegt framlag.
Carlo Guiliani, 23 ára gamall mót-
mælandi, var skotinn í höfuðið af
lögreglu í Genúa á föstudag. Lögregl-
an hefur upplýst að hann sé á saka-
skrá og hafi verið handtekinn áður í
mótmælum. Faðir Guilianis lýsir
honum aftur á móti sem andstæð-
ingi ofbeldis sem láti óréttlæti ekki
líðast. Sonarins beið kæra fyrir ólög-
lega vopnaeign þegar hann lést.
Tony Blair brást ókvæða við
spumingum fréttamanna í gær um
hvort leggja ætti fundi G8 ríkjanna
niður. Hann sagði lýðræðislega full-
trúa þjóðríkjanna ekki mundu gefa
eftir fyrir skrflslátum óeirðaseggja.
Ákveðið hefur verið að næsti G8-
fundur verði haldinn á afskekktum
stað í Klettafjöllum þar sem lögregla
mun eiga auðveldara með að halda
utan um ástandið. Talið er að fund-
urinn í Genúa um helgina sé sá síð-
asti sinnar tegundar. I framtíðinni
verði tekið meira tiflit til þrýstihópa
og þjóðum jafnvel fjölgað.
^Oðkaupsveisiur—úftsarrtcomor ■— skemmtonír—lónleikar —sýningar—kynrwgar og fl. og t og ft.
I
Risotjðid - veðsiutjðici.
,.og ýmsir fylgihlutir
skipuleggja ó etlirminnilegan viðburi
Tryggið ykkur oa ieigið stórt tjald á
staðinn - það marg borgar sig.
Tjöld af öllum stœrðum
fró 20 - 700 m*.
leigium einnig borð
og stóla í tjöldin.
aSelga skðta
..með skátum á heímavellí
sfmi 550 9800 • fax 550 9ðOt • bi«®scoutJs
Tjaldbúö mótmælenda
Mótmælendur I Genúa settu upp tjaldbúö á Carlini-leikvanginum um helgina.
Ekki er vitaö hvort umhverfisvernd er hugsjón þessara mótmælenda en
ástandiö minnir um margt á verslunarmannahelgi á íslandi. Ákveöiö hefur
veriö aö næsti fundur G8-ríkjanna veröi haldinn á afskekktum staö í Kletta-
fjöllunum í Kanada.
Neyðarástand
í Indónesíu
Blaðberar óskast
til afleysinga í eftirtalin hverfi
Garðabær til 18. ágúst
Garðatorg, Hrísmóar
og Kjarrmóar
Kópavogur til 3. sept.
Ásbraut og Hraunbraut
^ | Upplýsingar í síma 550 5000 / 550 5777
Abdurrahman Wahid,
forseti Indónesíu, sem er
valtur í sessi, lýsti yfir
neyðarástandi í landinu 1
gærkvöld á sama tíma og
réttarhöld hófust í
ákærumáli hans. Hann
boðaði til kosninga í
landinu eftir ár og fyrir-
skipaði tafarlausa upp-
lausn þingsins. Amien
Rais, forseti indónesíska
þingsins, sagði hins veg-
ar að það skyldi hunsa
skipanir forsetans og
halda áfram að fara yfir
ákærumál hans. Lögregluforinginn
í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, fyr-
irskipaði mönnum sínum aö vernda
þinghús landsins, svo ákærumálinu
yrði haldið áfram.
Agum Gumelar, öryggismálaráð-
herra Indónesíu, lýsti yfir afsögn
sinni fljótlega eftir að Wahid til-
kynnti um ákvörðun sína.
Hann segir Megawati
Sukarnopoutri varaforseta
hafa talið sér hughvarf. Því
ákvað hann að sitja áfram og
berjast gegn Wahid forseta.
„Ég er tilbúinn til að láta reka
mig,“ sagði hann. Gumelar
sagðist hafa ráðið Wahid frá
því að lýsa yfir neyðarástandi
en forsetinn hafi af miklum
tilfinninga-þunga staðið fast
við ákvörðun sína.
Rais, forseti þingsins, sagði
að ef aflt gengi að óskum yrðu
Indónesar komnir með nýjan
forseta fyrir kvöldið í kvöld.
Wahid virðist hafa mistekist að
öðlast stuðning hersins. Þó hefur
hann íslamskir ofsatrúarmenn í
landinu bakhjarlar hans. Tvær
sprengjur sprungu í kirkjum í
Jakarta með þeim afleiðingum að yf-
ir 60 slösuðust.
Megawati
Varaforsetinn þyk-
ir líklegur eftir-
maöur Wahids.
Ekki Kohl að kenna
Sjálfsmorð
Hannelore Kohl var
ekki eiginmannin-
um, Helmut Kohl,
að kenna. Þetta
kemur fram í sjálfs-
morðsbréfi Hanne-
lore sem blaðið
Welt am Sonntag
birti útdrátt úr í gær. Þýsk dagblöð
sögðu hana hafa framið sjálfsmorð
vegna vanrækslu Kohls.
Hýddir fyrir drykkju
25 menn voru hýddir opinberlega
í íran um helgina fyrir að drekka og
selja áfengi. Þeir fengu 70 til 80
vandarhögg hver.
Nektarströnd lokað
Dómari hefur úrskurðað að nekt-
arströnd listamanna við Þorsk-
höfða á austurströnd Bandarikj-
anna skuli lokað. Bæjarfélagið hafði
leyft herlegheitin en nágrannar
kærðu.
Etna hræðir þorpsbúa
íbúar í sikileysku þorpi við rætur
eldfjallsins Etnu flykktust til kirkju
í gær og báðu til guðs að hrauntung-
ur næðu ekki til þorpsins.
Verið líkari Kínverjum
Mahatir Mohamad, forsætisráð-
herra Malasíu, biður malasíska
meirihlutann í landinu að taka sér
kínverska minnihlutann til fyrir-
myndar. Hann segir malasísku
menninguna hafa leitt til glæpa-
öldu. Sjálfur er hann Malasi
Vilja sjá skattskýrsluna
Dómarar í „flug-
miðamáli" Jacques
Chiracs Frakk-
landsforseta krefj-
ast þess nú að sjá
skattskýrslu forset-
ans. Þeir vflja vita
hvaðan hann fékk
rúmar 32 milljónir
króna til að greiða fyrir lúxusferðir
sínar.
Stjórnmálaflokkar leyfðir
Yahya Hammeh, forseti Gambíu,
hefur aflétt banni á stjórnmála-
flokka sem hann kom frá völdum
með byltingu 1994. Hann varar and-
stæðinga sína þó við því að verða til
vandræða, þá fari þeir í gröfina.
Koizumi leiðir til sigurs
Junichiro Koizumi,
nefndur ljónshjarta af
fylgismönnum sínum,
virðist ætla að leiða
Frjálslynda lýðræðis-
flokkinn til sigurs í
þingkosningunum eft-
ir viku. Þriggja flokka
stjórn hans heldur meirihlutanum,
samkvæmt nýrri skoðanakönnun.
Sultur í Súdan
Sameinuðu þjóðirnar vara við þvi
að hungursneyð sé yfirvofandi i
hlutum Afríkuríkisins Súdans.
Þurrkar hafa verið gríðarlegir í
landinu upp á síðkastið. Undir svip-
uðum kringumstæðum létust 250
þúsund manns á 9. áratugnum.
Bróðir Condits handtekinn
Bróðir þingmannsins Garys
Condits var handtekinn um helgina.
Talið er að FBI muni yfirheyra
hann í sambandi við hvarf lærlings
og unnustu Condits, Chöndru Levy.