Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Blaðsíða 15
14
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2001
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2001
27
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Sjörn Kárason
Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugeró: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndþirtingar af þeim.
Alþjóða hvalveiðiráðið
í dag hefst ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins í London
þar sem fjallað verður um umsókn íslendinga um aðild.
Einhliða yfirlýsing okkar um umsókn hefur legið fyrir um
skeið og sömuleiðis sá fyrirvari sem tengdur er henni,
nefnilega að ísland viðurkenni ekki hvalveiðibannið frá
1986. Er með þessum fyrirvara í raun verið að vega upp á
móti þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda á sínum tíma að
nýta sér ekki réttinn til að mótmæla banninu, eins og Norð-
menn gerðu, og vera því ekki bundnir af því. Bæði umsókn-
in og fyrirvarinn eru í eðlilegu framhaldi af yfirlýstri
stefnu íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar á ný en
hvorki umsóknin né fyrirvarinn felur í sér neina ákvörðun
um að hefja slíkar veiðar. Hins vegar eru íslensk stjórnvöld
að stíga með þessu skref sem gerir þeim kleift að blanda sér
í umræðuna um hvalamálin með virkum hætti á ný eftir að
hafa farið í „lautarferð“ í kjölfar úrsagnarinnar úr ráðinu
árið 1992. Ljóst er að áformin um að byggja upp valkost við
hvalveiðiráðið tókust ekki sem skyldi og hinn raunverulegi
vettvangur hvalamála var áfram í Alþjóða hvalveiðiráðinu.
Því er það svo að hvar í flokki sem menn standa varðandi
afstöðuna til hvalveiða hér heima þá virðist almenn sam-
staða um að ganga í hvalveiðiráðið.
Deilan hér heima og erlendis snýst hins vegar um fyrir-
varann og ljóst er að ýmis ríki og samtök innan Alþjóða
hvalveiðiráðsins munu á fundinum í dag og áfram í vik-
unni reyna að koma í veg fyrir inngöngu íslands vegna fyr-
irvarans. Á yfirborðinu eru átökin, sem munu fara fram
um inngöngu íslands, tæknileg og lagaleg en í raun eru þau
pólitísk. Þau snúast um grundvallarspurninguna um hvala-
friðun eða hvalveiðar. Málið snýst um það hvort inn í ráð-
ið kemur nýr meðlimur sem er yfirlýstur hvalveiðisinni og
hvort þessi nýi meðlimur getur með inngöngu sinni búið í
haginn fyrir hugsanlegar hvalveiðar sínar i framtíðinni.
Þetta er spuming um valdahlutföll í ráðinu og það hvers
konar ráð hvalveiðiráðið vill vera. Hinar lagatæknilegu
mótbárur við fyrirvara íslendinga virðast ekki vega þungt
þegar meginandi stofnsáttmála Alþjóða hvalveiðiráðsins er
skoðaður. Þar er augljóslega verið að mynda alþjóðasamtök
sem gefa þjóðum kost á þátttöku þrátt fyrir að hafa aðra
stefnu en fram kemur í einstökum samþykktum ráðsins.
Þetta kemur skýrt fram í ákvæðunum um að ríki geti mót-
mælt samþykktum ráðsins innan tiltekins tíma og þannig
verið óbundin af þeim. Með þessu móti er auðvitað verið að
tryggja að innan Alþjóða hvalveiðiráðsins geti starfað ólík-
ir aðilar og að einstaka samþykktir, sem koma illa við eitt-
hvert aðildarríki, knýi það ekki til að fara úr ráðinu. Stofn-
skrá ráðsins hvetur þannig beinlínis til þess að Alþjóða
hvalveiðiráðið sé vettvangur ólíkra sjónarmiða og rúmi
innan sinna vébanda þá sem kunna að lenda í minnihluta
hverju sinni. Miðað við þann anda er ljóst að ísland á skil-
yrðislaust heima í ráðinu á þeim forsendum sem sótt er
um.
Hitt verður síðan einvígi lögfræðinga og diplómata að
leiða í ljós hvort hvalaverndarsinnum tekst að halda ís-
landi úti á þeirri forsendu að íslendingar séu með lagakrók-
um að komast hjá hvalveiðibanni eða hvort íslendingar
komast inn á þeirri forsendu að það sé fyllilega löglegt og
eðlilegt. Baráttan verður lagatæknileg en niðurstaðan
hápólitísk. En sigri hvalafriðunarmenn er það ekki einung-
is enn eitt áfallið fyrir íslensk stjórnvöld, sem yrðu þá að
taka hvalastefnu sína til allsherjar endurskoðunar. Það
yrði líka gríðarlegt áfall fyrir þann anda sem er að finna í
stofnskrá Alþjóða hvalveiðiráðsins. D. . 0 * ,
w Birgir Guðmundsson
DV
Skoðun
Hreinskilni og raunsæi
„Samkvæmt fréttum frá Evrópu ferðast ákveðnir hópar
manna milli staða gagngert til að œsa múginn og stofna
til vandrœða. Þessir menn nota œttjarðarást sem afsökun
fyrir óhœfuverkum og halda að þeir sleppi við refsingu ef
fjöldinn samþykkir skrílslœtin með þögn sinni. “
Um sl. mánaðamót sendu
Sky News okkur myndir frá
innflytjendahverfum Bret-
lands þar sem blóðug átök
áttu sér stað en lögreglan
mátti sin litils. Annars vegar
börðust Bretar og innflytj-
endur og hins vegar mis-
munandi hópar innflytjenda,
svertingjar og menn af asísk-
um uppruna.
Sams konar átök fara
einnig vaxandi á Norður-
löndum þó að ísland hafi
hingað til verið tiltölulega rólegt land.
En það skýrist aðallega af því hversu
fáir innflytjendur eru hér og hversu
gott atvinnuástandið hefur verið. Eng-
um hefur fundist stafa efnahagsleg
eða menningarleg ógn af útlending-
um. Þetta kann þó að breytast.
Neistí getur orðið að báli
íslendingar hafa gjaman litið á sig
sem vel menntaða og víðsýna þjóð
sem sé laus við fordóma gagnvart
fólki af öðrum litarhætti. Enda er mis-
munun vegna kynþáttar bönnuð sam-
kvæmt stjómarskránni.
Atvikið sem átti sér stað á þjóðhá-
tíðardaginn - að ráðist var á erlenda
ferðamenn af asískum upp-
runa í höfuðborg okkar ætti
þó að vekja okkur til um-
hugsunar. Það má ekki líta á
það sem einstakt tilfelli sem
best sé að gleyma. Fremur er
hér lítill neisti sem getur
orðið að stóru báli ef ekki er
gripið nægilega snemma í
taumana.
Feluleikur kringum
staðreyndirnar
Þó að okkur sé bannað að
mismuna fólki viljum við flest hafa
kringum okkur það sem við höfum
vanist frá barnæsku. Skiptir engu
hvort um tungu, hætti, siöi eða litar-
hátt sé að ræða. Flestir halda samt
fordómum sínum fyrir sjálfan sigr og
erfitt er að finna mann sem viður-
kennir að hann sé tortrygginn í garð
útlendinga. Það er kannski einmitt
þessi staðreynd sem veldur því að
okkur gengur erfiðlega að trúa því að
til sé fólk sem vill í alvöru berja á inn-
flytjendum.
Ofbeldismenn grípa tækifæriö
Til eru samt þeir sem finna and-
rúmsloftið og fá útrás fyrir ofbeldis-
hneigð sína í útlendingahatri. Sam-
kvæmt fréttum frá Evrópu ferðast
ákveðnir hópar manna milli staða
gagngert til að æsa múginn og stofna
til vandræða. Þessir menn nota ætt-
jarðarást sem afsökun fyrir óhæfu-
verkum og halda að þeir sleppi við
refsingu ef fjöldinn samþykkir skrils-
lætin með þögn sinni.
Styrking fyrir lága sjálfsmynd
En hverjir eru helstu þátttakend-
urnir í þessum óeirðum? Venjulega
eru þetta atvinnulaus ungmenni með
Stjörnustríð
Nú hefur nýkjörinn Bandaríkja-
forseti stigið sín fyrstu skref í utan-
ríkismálum. í megindráttum virðist
hann ætla að fylgja svipaðri stefnu
og uppi var í tíð fóður hans, í það
minnsta hvað Evrópu varðar. Hann
hefur keppst við að ráöa til starfa
gamla menn sem voru við störf í op-
inberri þjónustu í tíð Reagans og
Bush eldri. Þessi stefha byggist í
megindráttum á því að gera styrk
Bandaríkjanna svo afgerandi í nú-
tímahernaði að sameiginlegri árás
allra annarra í heiminum á þau
verði hrundið án teljandi manntjóns
eða annarra áfalla.
Þrjú kerfi
Kjarni þessara hernaðaryfirburða
eiga að byggjast á þrem þáttum; í
fyrsta lagi hinu geysiöfluga eftirlits-
kerfi í gervitunglum, kafbátum og
öðru njósnadóti um allan heim. í
annan stað þeirri upplýsingatækni,
sem gerir Bandaríkjamönnum kleift
að túlka upplýsingar frá öllu þessu
njósnadóti sér í hag en í þessum efn-
um standa Bandaríkjamenn marg-
„/ þessu Ijósi er nauðsynlegt að endurmeta afstöðuna
til NATO og USA. Breytingamar eru að gerast hvort
sem okkur líkar betur eða verr, hvorum megin hinna
alþjóðlegu kantsteina við teljum oss liggja. “
og skækjulíf
faldlega framar öllum
öðrum samanlagt.
Þriðja kerfið er enn
ómótað en það eru vopn
sem grandað geta flug-
skeytum og öðrum send-
ingum áður en þær gera
usla 1 Bandaríkjunum.
Hér imdir falla einnig
vopn sem ætlað er að
draga úr þörfinni fyrir
hefðbundinn hernað,
svo sem flugskeyti sem
stýrt er á hemaðarlega
mikilvæga staði og gera sama gagn
og margra vikna sprengjuregn áður.
Gallar
Gallarnir viö þetta kerfi eru ekki
þeir að þetta sé óframkvæmanlegt,
eins og sumir halda fram. Þessi
stefna mun skapa önnur vandamál.
Vitaskuld eru hernaðaryfirburðir
mikilvægir þegar huga skal að utan-
rikisstefnu ríkja, samanber þau
sannindi Ludviks von Kausewiz að
stríð sé framhald utanríkisstefnu
þjóðar með öðrum aðferðum en á
friðartímum. Út frá því sjónarmiði
kann að sýnast rétt að efla hernaðar-
mátt Bandaríkjanna gagnvart öllum
öðrum.
Gallinn er meðal annars innávið,
að helstu óvinir Bandaríkjanna
kunni að leynast innan landamæra
ríkisins og að stjömustríðsáætlun
dragi úr getunni og viljanum til þess
að berjast gegn þeim, óvinum á borð
viö fátækt, glæpum, misrétti og of-
neyslusjúkdómum hvers konar. Gall-
ar við stjörnustríðsáætlunina eru
einnig útávið. Hún þjappar óvinum
saman á fleiri sviðum en þeim hern-
aðarlegu. Kínverjar og Rússar hafa
stofnað til „Sjanghaí 5“ sam-
starfsins, þar sem Kina og fjög-
ur lönd í fyrrum Sovétrikjum,
sem liggja að Kína, gerðu með
sér friðar og vináttusamninga í
Sjanghaí nú fyrir skemmstu..
Skækjulíf
Versti gallinn við þessa áætl-
un er það hlutverk sem vinum
Bandaríkjamanna er ætlað í
framtíðarskipulagi heimsins.
Hingað til hafa ríkin innan
NATO verið jafnréttháir aðilar
innan þess, allir hafa lagt af mörk-
um, þar hafa Bandaríkin verið
fremst meðal jafningja.
Ef stjörnustríðsáætlunin nær fram
að ganga, þá breytist hlutverk þjóð-
anna í NATO þannig að þær þiggja
upplýsingar úr hinu öfluga upplýs-
ingakerfi Bandaríkjamanna, sem eru
þeim allt að því lífsnauðsynlegar í
sumum tilvikum (til dæmis staðsetn-
ingarkerfi gerfitungla), án þess að
leggja nokkuð á móti nema blíðu
sína. Það kalla ég að Bandaríkin
gjöri sér vinveittar þjóðir í NATO aö
skækjum, þar sem þær eru keyptar
upp með verðmætum upplýsingum
fyrir fylgilag.
Og afleiðingamar láta ekki á sér
standa á alþjóðlegum vettvangi, vest-
rænar þjóðir eru hættar stuðningi
við setu fulltrúa Bandaríkjamanna í
mikilvægum nefndum á vegum Sam-
einuðu Þjóðanna. í þessu ljósi er
nauðsynlegt að endurmeta afstöðuna
til NATO og USA. Breytingamar eru
aö gerast hvort sem okkur líkar bet-
ur eða verr, hvorum megin hinna al-
þjóðlegu kantsteina sem við teljum
oss liggja.
Guðmundur Ólafsson
litla menntun en þau hafa ekkert
betra að gera. Mörg þeirra þjást af
vonleysi og minnimáttarkennd, lenda
í drykkju og jafnvel eiturlyfjum. Það
er gott að finna einhvern sem hægt er
að berja á og styrkja þannig eigin
sjálfsmynd. Þá liggja útlendingarnir
vel við höggi.
Fyrirbyggjandi aðgeröir
nauösynlegar
Til að við hér á landi getum forðast
blossandi hatrið þurfum við líta á
málið af hreinskilni og raunsæi.
Innflytjendum verður að gera kleift
að læra íslensku en jafnframt þarf að
gera þeim skiljanlegt aö mállausir
geta þeir ekki tekið fullan þátt í þjóð-
félaginu. Fræða þarf íslendinga um
menningu innflytjendanna og minnka
þannig fordómana.
Hér nægja ekki neinar hátíöarsam-
komur heldur verður fræðslan að fara
þangað þar sem fólkið er: Á vinnustað-
ina. Enda benda nýlegar rannsóknir til
þess að fordómamir séu einmitt mest-
ir meðal ungs fólks á aldrinum 18-25
ára. Bæði atvinnurekendur, stéttarfé-
lög og stjómvöld verða að takast á við
þetta verkefni áður en of seint er.
Marjatta ísberg
Unimæli
Hnípnir þingmenn
Vestur í henni Ameríku
situr nú frekar hnípinn
þingmaður, Gary nokkur
Condit, demókrati frá Kali-
forniu. Hann er hnípinn af
því að hann er í vondum
málum. Þannig háttar til
að fyrir allmörgum vikum hvarf sporlaust
ung stúlka þar í landi, Chandra Levy að
nafni. Chandra þessi hafði verið tíöur
gestur á skrifstofu þingmannsins. Og þeg-
ar hún hvarf svona skyndilega og spor-
laust, þá var ekki óeðlilegt að lögreglan
vildi spyrja þingmanninn svolítið út í
það, hvort hann vissi nokkuð hvað hefði
orðið um hana. Og þingmaðurinn gerði
það sem menn gera svo gjarna þegar
standa á þeim öll spjót, hann byrjaði sem
sagt aö ljúga. Þingmaðurinn er í vanda af
því að hann brást rangt við þegar hann
var spurður út í einfalda hluti sem hægt
var aö svara með einfóldum hætti. Ekki
vantar að menn hafi krafist þess að þessi
þingmaður segði af sér en hann hefur
neitað því því að honum fmnst hann ekki
hafa gert neitt alvarlegt af sér.“
Karl Th. Birgisson, á strik.is
Á brauðfótum
„Deilur undanfarinna ára um fisk-
veiðistjórnunarke'rfið og dómar sem fall-
ið hafa um afmarkaða þætti þess hafa
gert það að verkum að núverandi skip-
an stendur fjarri því á traustum fótum.
Auðlindanefnd skilaði áliti sinu fyrir
bráðum ári, eftir ítarlega skoðun og
vinnu. Lögboðin nefnd sem endurskoða
á lögin um stjóm fiskveiða fyrir lok
þessa fiskveiðiárs er að störfum og mið-
að við fréttaflutning er engan veginn
ljóst hver niðurstaða þeirrar nefndar
gæti orðið. Margir vænta mikilla breyt-
inga en enga samstöðu er enn að finna
innan eða milli stjómarflokkanna.
Svanfrlöur Jónasdóttir þingmaður, á
heimasíöu sinni
Spurt og svarað Hefurðu trú á því að minna umstang verði á útihátíðum um verslunarmannahel.
Geir Þorsteinsson,
framkvœmdastjóri KSÍ
Ríkt í þjóðarsál-
inni að drekka
„Ég hef enga trú á því að það
verði minni drykkjuskapur um
þessa verslunarmannahelgi en
mörg undanfarin ár. Þetta verður með svipuðu sniði
og verið hefur enda er það ríkt i þjóðarsálinni að
skemmta sér þessa helgi, helst úti í náttúrunni. Sér-
staklega á þetta við um yngra fólkið og því miður
held ég aö þetta sé ekkert að batna. Unglingarnir
munu fara þangað sem þeir fá mestan „frið“ til að
drekka og því er auðvitað mikilvægt að öflug gæsla
verði á þeim stöðum og gott eftirlit. Það em ekki að
verða neinar þjóðfélagsbreytingar að þessu leyti.
Það er tilfinningin sem maður hefur gagnvart þeim
unglingum sem maður þekkir sjálfur."
Páll Kolbeinsson,
framkvœmdastjóri Elements
Attt er þá
leyfilegt
„Þjóðin er ekkert að sjóast
eða vitkast að þessu leyti, ég hef
ails ekki orðið var við það. Það
er ekkert sem bendir til minni drykkjuskapar
um verslunarmannahelgina í ár en undanfarin
ár, síst hjá unga fólkinu. Það hafa allir áhyggjur
af þessari helgi en hins vegar hefur verið hald-
ið uppi ágætum áróðri undanfarin ár og stuðn-
ingur félagasamtaka, eins og t.d. Stígamóta, hef-
ur verið mjög til góðs og veriö að aukast. Það
hefur skilað einhverjum árangri. Það er einhver
stemning sem myndast meðal landsmanna um
þessa helgi, þá er allt leyfilegt og menn fyrirgefa
meira þessa helgi en aðrar helgar ársins."
Karl V. Matthíasson
alþingismaöur
Fjölskylduhátíð í
stað drykkjuveislu
„Áhugi manna á því að fara til
Eyja gefur ekki tilefni til þess að
ætla slíkt. Þeir í Eyjum ættu að
snúa sér að því að gera þjóðhátíðina að fjölskyldu-
hátíð í stað drykkjuveislu sem getur endað með
hörmungum. Það er mun meira um áfengisneyslu á
þessum útihátíðum en menn vOja vera láta. Það
þarf að vinna meira í því að skapa stemningu fyrir
því að fjölskyldumar í landinu fari að vera meira
saman úti í náttúmnni, t.d. um verslunarmanna-
helgina. Bjórdýrkun margra ungmenna er upphaf
óreglunnar og margir fullorðnir halda að það sé í
lagi að kaupa bjór fyrir unglinga; það er eins og þeir
átti sig ekki á því að þeir eru þá að kaupa áfengi."
Ólafur Ásgeirsson,
adstoðaryfirlögregluþjónn
Þetta er
foreldravandi
„Ég hef enga trú á því. Það er allt
of löng hefð fyrir þessu slarki um
verslunarmannahelgina, við þurrk-
um það ekki út á einni nóttu. Unglingamir koma til
að safnast saman á tveimur stöðum, í Vestmannaeyj-
um og á Mýmm, og þar verður sukk, því miður. En
annars staðar verða fjölskylduhátíðir, eins og t.d. á
Akureyri og í Galtalækjarskógi, sem sleppa við þetta
almenna fyllirí. Það þarf að ala upp nýja kynslóð til
að stemma stigu við þessu. Það þýðir ekkert að af-
leggja hátíðimar. Þjóðin fer i ferðalög, krakkarnir
fara einir, svo lengi sem foreldrar sleppa hendinni af
bömunum sinum þó að þeir eigi að gæta þeirra upp í
18 ára aldur. Þetta er foreldravandi."
Stærstu útlhátíðirnar veröa líklega í ár í Vestmannaeyjum, á Eldborg, Akureyri, í Neskaupstað og Galtalækjarskógí.
éo- VILDI
' IPBIR VÆTRG LÍK*l9 ™
WRRMI SlEGNII? ÚTRF
, n^RM^LRvRNETF? j
OKKRR
Spillingardíkið
Fjármálaspilling með til-
heyrandi lygum, undan-
brögðum, yfirhylmingum og
meinsæri virðist herja á
heimsbyggðina einsog skæð
og illkynjuð farsótt. Hana
má að sjálfsögðu rekja til
þeirrar einu ástríðu mann-
kindarinnar, sem aldrei
verður svalað: græðginnar.
Flestar siðmenntaðar þjóðir
leitast við að hamla gegn
spillingaráráttunni með
strangri löggjöf, en misjafn-
lega hefur samt gengið að
stemma stigu við ófagnaðin-
um, enda hefur trausti al-
mennings á ráövendni stjórnmála-
manna og opinberra embættismanna
mjög hrakað á nýliðnum áratugum.
Hneykslismál hafa komið upp í þétt-
um fylkingum í löndum einsog Ítalíu,
Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi,
Grikklandi og Svíþjóð, að Bandaríkj-
unum ógleymdum.
Spillingarstuðull
í París starfar stofnun sem á
ensku nefnist „Transparency
International" og gefur árlega út
stuðul sem nefnist „Corruption
Perception Index“. Þar er leitast við
að mæla hlutfall spillingar í ríkjum
heims og neðst á blaði ýmis ríki
„þriðja heimsins“, svosem Bangla-
desh, Indónesía, Nígería og Úganda,
en af vestrænum rikjum eru Ítalía og
Frakkland verst á vegi stödd. Efst á
blaði eru hinsvegar Finnland, Dan-
mörk og Nýja-Sjáland. Ekki veit ég
hvort ísland er á listanum. Ef svo er,
má telja sennilegt að við séum ofar-
lega á blaði, meðþví Islenskt samfé-
lag er tiltölulega lokað og kunningja-
gæsla viðtekin regla hvenær sem
henni verður við komið. Tiltölulega
fá dæmi eru um afhjúpun alvarlegra
spillingarmála. Dæmi stjómmála-
mannanna Jóns Sólnes og Eggerts
Haukdals eru sennilega kunnust, en
fjölmörg áþekk mál hafa verið svæfð,
sbr. Lind og Kögun. Síðasta
hneykslið, mál Áma Johnsens, upp-
lýstist nánast fyrir tilviljun. Þaö
voru árökulir starfsmenn nokkurra
fyrirtækja sem flettu onaf því, en
Ámi talaði digurbarkalega um
„nornaveiðar" og framkvæmdastjóri
BYKO kvað fjöhniðla vera að gera
úlfalda úr mýflugu!
Það væri að bera í bakkafullan
lækinn að fjalla frekar um þetta
makalausa mál, en óneitanlega er
þáttur Framkvæmdasýslu ríkisins
og menntamálaráðherra furðulegur.
Fyrri aðilinn lætur undir höfuð
leggjast að hafa lögbundið eftirlit
með störfum byggingamefndar Þjóð-
leikhússins, en seinni aðil-
inn lætur ógert að skipa
þriðja mann í nefndina og
leyfir að formaðurinn fari
sínu fram og noti almanna-
fé purkunarlaust í eigin
þágu. Hér virðast stjórn-
sýslulög hafa verið þver-
brotin, en að gömlmn
landssið vísar hver á annan
og enginn telst vera ábyrg-
ur þegar upp er staðið.
Spilling í íþrótta-
hreyfingunni
Spillingin tekur ekki ein-
ungis til stjórnmálamanna
og háttsettra embættismanna, held-
ur grasserar hún líka í íþróttahreyf-
ingunni, jafnt hérlendis sem erlend-
is. Undanfarin 21 ár hefur gamall
spænskur falangisti (fasisti), Juan
Antonio Samaranch, stjómað Al-
þjóðlegu Ólympíunefndinni einsog
einræðisherra, en í henni eiga sæti
122 fulltrúar valdir að hans eigin
geðþótta. Á þessu skeiði hefur
Ólympíuleikunum verið breytt í
meiriháttar fjárgróðafyrirtæki með
dyggum stuðningi Coca-Cola, Amer-
ican Express, Kodaks og annarra
fjölþjóðarisa. Sjálfir eru leikarnir
orðnir skrumskæling þeirrar hug-
sjónar sem vakti fyrir Pierre de Cou-
bertin (1862-1937), þegar hann endur-
vakti þá i Aþenu árið 1896, enda
mundi hann sjálfsagt snúa sér við í
gröfinni ef hann fengi pata af hvern-
ig komið er.
Atvinnumennska hefur verið
leyfð, eftirlit með lyfjatöku þátttak-
enda er í skötulíki, en höfuðáhersla
lögð á ytra prjál og skjótfenginn
gróða. Þessi hugsunaháttur hefur
smitað útfrá sér um allar jarðir. í
Frakklandi eru til dæmis tvö al-
ræmd mál í gangi. Bernard Tapie,
forsprakki knattspyrnuliðsins
Olympique, situr bakvið lás og slá af-
því hann þáði mútur fyrir að hafa
áhrif á úrslit kappleikja með belli-
brögðum, og frægasti hjólreiðakappi
Frakka, Richard Virenque, hefur
verið dæmdur fyrir steraneyslu.
Hér heima gerðist það fyrir
nokkrum dögum að Birgir Guðjóns-
son læknir, formaður Heilbrigðis-
ráðs ÍSÍ og Ólympíunefndar, sagði
sig úr ráðinu vegna áhugaleysis og
slælegs eftirlits forkólfanna með
lyfjatöku íslenskra íþróttamanna.
Kvað hann fjórum alvarlegum mál-
um hreinlega hafa verið sópað undir
teppið af ábyrgum aðilum.
Spilling er greinlega bráösmitandi
farsótt og erfitt aö sjá viö henni í
samfélagi þarsem græðgin er í önd-
vegi og allt gengur útá skjótfenginn
ábata og auðfengna frægð.
Sigurður A. Magnússon
„Undanfarin 21 ár hefur gamall spœnskur falangisti
(fasisti), Juan Antonio Samaranch, stjómað Alþjóðlegu
Ólympíunefndinni einsog einræðisherra, en í henni
eiga sœti 122 fulltrúar valdir að hans eigin geðþótta.“
Siguröur A.
Magnússon
rithöfundur
<
■r