Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 Fréttir I>V Forsvarsmenn Tengis ehf. þekkti ekki Árna Johnsen frá öðrum „verktökum“: Þingmaðurinn sem verkkaupi hjá ístaki - með úttekarheimild. Ekkert óheiðarlegt, segir Páll Sigurjónsson forstjóri Ámi Johnsen alþingismaður virðist hafa verið í stöðu eins konar undirverktaka hjá ístaki ehf. Beiðni sem hann fór með í verslunina Tengi til að kaupa sturtubotn og fleira var frá ístaki og fyrirtækið ver sig með því að hann hafi verið verkkaupi en í því felst að hann samdi við ístak um að vinna ákveðin verk en hafði jafnframt heimild til að taka sjálfur út efni tO verksins og láta skrifa á ístak. Þar með kemur hann að verkinu með tvennum hætti. Sem verkkaupi og í annan stað sem eins- konar innkaupaaðili hjá ístaki. Úttektarheimildir Áma náðu þó aðeins til smærri verka í Þjóðleikhúsinu en ekki þeirra sem boðin vom út. „Enginn minna starfsmanna hefur aðhafst neitt óheiðarlegt,“ sagði Páll Sigurjónsson, forstjóri Istaks, í samtali við DV í gær. Ríkisendurskoðun er að rannsaka bókhald ístaks með það fyrir augum að frnna snertifleti þingmannsins og fyr- irtækisins. Slíkt kann þó að verða erfitt þar sem Árni virðist hafa tekið út vörur sem undirverktaki en ekki fengið beinar gjafir nema í formi smá- greiða á borð við þann að smiður var sendur heim til hans og að auki látinn smiða mublui- án þess að neitt finnist yfir þau viðskipti. í síðustu viku von- aðist Páll Sigurjónsson til þess að Ámi hefði verið rakkaður fyrir greiðana og lofaði að finna kvittanir og sýna DV. Þær kvittanir hafa enn ekki fundist og framburður Óskars Sigurðssonar tré- smiðs, sem sendur var af verkstjóra ístaks til að vinna fyrir þingmanninn, stendur því óhaggaður. ístak hefúr annast fjölda verka fyrir Áma í Þjóðleikhúsinu, í Brattahlíð á Grænlandi og í Vestmannaeyjum. Ekki fást mn það svör hjá ístaki í hvaða tilvikum hann hafi verið undir- verktaki með heimild til úttekta. En sú staða þingmannsins er talin afar ein- kennileg þegar litið er til þess að hann sjálfur ákveður hver vinni verkin en er síðan kominn hinum megin við borðið sem undirverktaki með heim- ildir til úttekta i nafni fyrirtækisins sem hann samdi sjálfur við. Þær út- tektir hafa sfðan verið innheimtar af þeim sem er verkkaupi og þar kom Ámi sjálfur við sögu sem prókúrahafi, samanber bygginganefndina i Bratta- hlíð. Slóðin falin Nógir hafa verið um að fela slóð þingmannsins. Þar má nefna milli- stjómendur BYKO sem lögðu allt kapp á að víxla úttektum í nafni Þjóðleik- hússins á kennitölu Árna. Forsvars- maður Tengis í Kópavogi sagði að- spurður við DV snemma í siðustu viku að Ámi Johnsen hefði ekki tekið út vörur hjá fyrirtækinu. Þetta er að hluta rétt hjá eiganda Tengis því vör- umar vora teknar út í reikning Istaks með beiðni frá fyrirtækinu, skrifaðri á þingmanninn sjálfan. Nú hefur frétta- stofa Stöðvar 2 upplýst að meðal þess sem laumað var suður með dúknum fræga hafi verið sturtubotn og fleira frá Tengi. DV ræddi aftur við Þóri Sigur- geirsson, tals- mann verslunar- innar, í gær. þannig sko,“ segir Þórir sem ekki kannast við að Ámi hafi áður tekið út vörar gegn beiðni. Þrátt fyrir að forstjóri ístaks hafi fullyrt að starfsmenn sínir hafi ekkert rangt gert standa erfiðar siöferðilegar spumingar eftir varðandi samskipti þessa eins stærsta verktakafyrirtækis á íslandi og Árna Johnsens alþingis- manns og formanns samgöngunefndar Alþingis. Ljóst er að fjárhagsleg tengsl fyrirtækisins og þingmannsins eru mikil og menn velta fyrir sér hve mik- ið eigi eftir að koma upp á borðið í rannsókn Ríkisendurskoðunar. Finn- ast allar beiðnirnar og er hægt að kja hvert úttektimar fóru? DV bauð Páli Sigurjónssyni, for- stjóra ístaks, að mæta í yfirheyrslu blaðsins i gær en hann afþakkaði það samstundis og sagði rannsókn mála vera í eðlilegum farvegi og ítrekaði að starfsmenn sínir hefðu ekkert ólöglegt aðhafst. Ámi Johnsen hafði í gær ekki sagt af sér þingmennsku en hann og Davíð Oddsson forsætisráðherra áttu saman fund. Þá hefur Halldór Blöndal þing- forseti snúið til baka úr sumarleyfi sínu. -rt • •scHrss Tengi Árni Johnsen kom meö beiöni frá ístaki. Hann þekktist ekki frá öörum verktökum. Ekki sjálfur! „Hann gerði þetta ekki sjálfur," ir Þórir um úttekt Áma Johnsens al- þingismanns á sturtubotni og fleiru. Þórir var spurður hvers vegna hann hefði þrætt fyrir að Ámi heföi verslað hjá honum. „Hann gerði það ekki sjálfur, sko,“ svaraði Þórir. - Kom hann ekki með beiðnina? „Ég veit, veit það ekki. Hér kemur fjöldi verktaka með beiðnir," segir Þór- ir. - Vakti þá enga athygli í verslun- inni að Ámi skyldi taka út vörar með beiðni frá ístaki? „Nei, ekki Istak Beiöni vargefin út til undirverktakans Árna Johnsens. Sami Árni samdi um heildarverkið. Ekkert ólöglegt, segir forstjórinn. Hreppsnefnd Dalabyggðar: Vilja stofna hlutafélag um slátrun DV, DALASYSLU: ______________ A fundi hreppsnefndar Dalabyggðar í vikunni sem leið gerði Sigurður Rún- ar Friðjónsson oddviti grein fyrir við- ræðum sem fram hafa farið vegna slát- urhússins í Búðardal. Fyrirtækið Goði hefur tilkynnt að það muni hætta allri slátran í Búðardal á hausti komanda og er það nokkurt áfall fyrir byggðar- lagið. Á fundinum kom fram hugmynd um stofnun hlutafélags sem hefði forystu um slátran og matvælavinnslu í Dala- byggð. Sveitarstjórn samþykkti sam- hljóða að senda Goða erindisbréf þar sem fjallað er um leigu á sláturhúsinu í Búðardal. Afrit vora send eftirtöldum aðilum: landbúnaðarráðherra, þing- mönnum væntanlegs norðvesturkjör- dæmis og Bændasamtökum íslands. Jafnframt lagði sveitarstjóm áherslu á að endurskoðandi og lögmað- ur sveitaifélagsins leituðu allra leiða til að hnekkja samningum um sölu eigna Afurðastöðvarinnar í Búðardal til Norðvesturbandalagsins hf. Þá var samþykkt á fundinum að ráða Harald Líndal Haraldsson, sveit- arstjóra Dalabyggðar, til loka kjörtíma- bilsins og tekur hann við starfinu af Einari Mathiesen. -DVÓ Háskólanám á Hvanneyri: Nemendum fjölg- ar um helming Ný námsbraut í umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri er nú fúllsetin og nemendum í há- skólanámi þar hefur Qölgað um 50% frá því sem var í fyrra. Sömu sögu er að segja af aðsókn að bændadeild. Námsbrautir við Landbúnaðarhá- skólann era nú alls íjórar, almenn námsbraut í bændadeild og þrjár brautir á háskólastigi, búfræðibraut, landnýtingarbraut og umhverfisskipu- lagsbraut. Kennsla á landnýtingarbraut hófst í fyrra en kennsla í umhverfisskipulagi hefst í haust. Þrettán nemendur verða teknir inn í námið í umhverfisskipu- lagi og tekiu grunnám þrjú ár og lýk- ur með B.Sc.-prófi. Atvinnumöguleikar þeirra sem ljúka náminu era einkum fólgnir í umsjón með framkvæmdum, eftirliti og umsjón með náttúravernd- arsvæðum auk vinnu á teiknistofum landslagsarkitekta. Aðsókn að öðrum brautum skólans er einnig mikil. -DVÓ Víöa léttskýjaö Noröan- og norövestan 8-13 m/s og skúrir noröan- og noröaustanlands fram eftir degi en annars hæg breytileg átt á landinu og víöa léttskýjað. Hiti 8 til 17 stig yfir daginn en 3 til 8 i nótt. 23.00 04.00 14.23 02.47 Sólariag í kvöld Sólarupprás á morgun Síódeglsflóó Árdegisflóö á morgun 22.54 02.17 22.14 10.47 Skýrlngar é vs&urtéknum )*--VINDÁTT —HITI *3l -10° \VINDSTYBKUR “Vítbost í nnrtrum i sokúwíu ' í-kuö f •'Ö' HHOSKÍRT o o LÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ w o . íQ RIGNING SKÚRiR SIYDDA SNJÓKOMA •w ÉUAGANGUR w ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Tafir á Þrengslavegi Ástand fjallvaga P«dngJO*UlI4 ; 'iý JK \ ‘ J ^jj t '.. "-■O Búast má við umferðartöfum á úmd«MiU , y Þrengslavegi í dag því verið er að • VatrvuJokull leggja á hann slitlag. Vegna viögerða á brú á veginum út í ■■ ' » ' Fjöröur er ófært þangaö í dag og á •ru lokaAir þar tU annaö morgun. www.vegag.ls/faard — Víöa bjart Hæg vestlæg eöa breytileg átt og hætt við skúrum suðaustanlands. Annars staöar þurrt og víða bjart veður. Hiti 8-16 stig. Föstud iíiú I Laugard Vindur: ( 8-13 m/a\ Hiti 8“til 17° Norðan- og norðvestan 8-13 m/s og skúrir norðan- og noröaustanlands en annars hæg breytlleg átt og víða léttskýjað. Hltl 8 tll 17 stig. Vindur: J <-— 6—12 —' r Hiti 10°til 17° W Suðvestlæg átt og rignlng með köflum sunnan- og vestanlands en lengst af þurrt norðaustan til. Hiti 10-17stlg, hlýjast á Norðausturiandi. Sunnud; Vindur: { 4-10 m/s ' Hití 6° tíl 13° » A A Snýst smám saman til norðlægrar áttar með vætu víða um land og kólnar heldur í bill. AKUREYRI skýjaö 6 BERGSSTAÐIR skýjaö 5 BOLUNGARVÍK alskýjaö 5 EGILSSTAÐIR 8 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 7 KEFLAVÍK léttskýjaö 8 RAUFARHÖFN alskýjaö 5 REYKJAVÍK léttskýjaö 7 STÓRHÖFÐI þokumóða 10 BERGEN léttskýjaö HELSINKI skýjaö KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö ÓSLÓ léttskýjaö STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN léttskýjaö ÞRÁNDHEIMUR skúr ALGARVE heiösklrt AMSTERDAM þoka á síö. k. BARCELONA heiöskírt BERLÍN léttskýjaö CHICAGO rigning DUBLIN skýjaö HAUFAX alskýjaö FRANKFURT léttskýjaö HAMBORG þokumóöa JAN MAYEN rigning LONDON mistur LÚXEMBORG heiöskírt MALLORCA léttskýjaö MONTREAL léttskýjaö NARSSARSSUAQ skýjaö NEWYORK heiðskírt ORLANDO hálfskýjaö PARÍS léttskýjaö VÍN skýjaö WASHINGTON skýjaö WINNIPEG heiöskírt 14 22 21 15 22 11 12 17 16 21 20 24 14 17 22 17 6 16 19 19 25 6 29 26 18 20 26 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.