Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001
I>V
Fréttir
9
Hafnir á höfuðborgarsvæðinu stækka:
Afkasta 60 prósentum
skipaflutninga á landinu
- gert ráð fyrir nýjum höfnum í Eiðsvík og á Geldinganesi
Um 3,1 milljón tonna af vörum
fara árlega um Reykjavlkur- og
Hafnarfjarðarhafnir. Er það meira
en 60% af allri vöru sem fer um
hafnir landsins. í svæðisskipulagi
átta sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu sem gildir til 2024 koma
fram hugmyndir um stækkun
hafna á svæðinu.
Þar er gert ráð fyrir landfylling-
um í Sundahöfn í Reykjavík og
þróun hafnar og hafnarsvæða i
Eiösvik og Geldinganesi. Þá er
einnig gert ráð fyrir stækkun
Hafnarfjarðarhafnar sem og stækk-
un hafna I Straumsvík og í Kópa-
vogi.
Við Sundahöfn er gert ráð fyrir
hafnsækinni starfsemi ásamt flutn-
ingastarfsemi. Skipulagshugmynd-
ir miðast við að stækkun hafnar-
mannvirkja i Sundahöfn anni
þeirri aukningu á hafnastarfsemi
sem gert er ráð fyrir í Reykjavík á
skipulagstímanum. Því til viðbótar
eru nú einnig áætlanir um hafnar-
starfsemi í Eiðsvík og í Geldinga-
nesi. Þá er miðað við að hafnarað-
staða sú sem nú er í Ártúnshöfða
verði flutt í Gufunes eða Geldinga-
nes.
í Kópavogi er ekki búist við mikilli
stækkun hafnarmannvirkja. Hlut-
verk þeirrar hafnar verði fyrst og
fremst á sviði viðgerða og þjónustu.
í Hafnarfirði er nú unnið að
stækkun Suðurhafnar til að auka
þjónustumöguleika við útgerð
flskiskipa og almenna þjónustu við
flotann. Þá er áfram gert ráð fyrir
flotkvíum á þessum stað og við-
gerðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að
starfsemi Norðurhafnarinnar
Skipulagshugmyndir gera
verði flutt og það landsvæði nýtt
til stækkunar á miðbænum fyrir
íbúöabyggð.
Auk alls þessa eru einnig uppi
hugmyndir um stækkun Straums-
víkurhafnar sem líklega er talin
þörf á ef hugmyndir um stækkun
álversins verða aö veruleika.
-HKr.
Garðyrkjumenn framtíðarinnar
Þorlákshafnarbúar hafa í nógu að snúast I sumar enda fagnar bærinn hálfrar j
aldar afmæli á þessu ári. Afmælisdagskráin hófst fyrr í sumar en hátíöar-
höldin ná hámarki á Hafnardögum 10. til 12. ágúst nk. Ungu piltarnir á
myndinni eru að snyrta blómabeð við ráðhús Ötfushrepps. Þeir heita Hólmar
Karl Hólmarsson, Andri Magnússon og Magnús Sveinbjörnsson.
Sundahöfn helsta vöruhöfnin
ráö fyrir nýjum hafnarmannvirkjum í Eiðsvík og á Geldinganesi.
Metafli í Grundarfirði:
Þröngt um skipin
DV. GRUNDARFIRÐI:
Metafla var
landað í Grundar-
fjarðarhöfn í sið-
asta mánuði. Alls
var landað 2268
tonnum en á sama
tíma í fyrra var
landað 1410 tonn-
um. Heildaraíli á
árinu var í byrjun
mánaðar kominn
í rúm tíu þúsund
tonn en allt síð-
asta ár var landað
rúmum 15 þúsund
tonnum.
Það er orðið
þröngt um skipin
í Grundarfjaröar-
höfn og ekki að
ástæðulausu sem
hafnar- og sveitarstjórn hafa unnið
að því að stóra bryggjan verði lengd
um 100 metra. Framkvæmdir heQast
að líkindum fljótlega en verkið var
boðið út í júní síðastliðnum. Alls
bárust ellefu tilboð, það lægsta rúm-
ar 66 milljónir og það hæsta um 136
milljónir. Kostnaðaráætlun gerði
Grundarfjörður
Metafli náðist á land í Grundarfirði í síðasta mánuði.
ráð fyrir framkvæmd upp á 84 millj-
ónir.
Meðan á framkvæmdum stendur i
sumar og haust mun enn aukast á
þrengslin við höfnina og eru viö-
skiptavinir hafnarinnar beðnir að
sýna þolinmæði og samstöðu meðan
að ástand varir. -DVÓ/SHG
Beiðni um viðbótarfjárveitingu Myndlistaskólans á Akureyri frestað:
Skólastjóri vonar að samning-
ur tryggi rekstrargrundvöllinn
Myndlistaskólinn á Akureyri fór
nýlega fram á 2,5 milljóna króna
viðbótarfjárveitingu fyrir árið 2001
hjá Akureyrarbæ vegna hækkana á
helstu kostnaðarliðum. Bæjarráð
vísaði erindinu til bæjarstjóra og
visar þar til lokaskýrslu starfs-
nefndar um myndlistarmenntun á
Akureyri en í henni áttu sæti Þröst-
ur Ásmundsson, Gunnar Ragnars
og Jakob Bjöms-
son. Nefndin tel-
ur að til þess að
tryggja að áfram
verði hægt að
Helgi Vilberg,
skólastjóri
Myndlistaskólans
á Akureyri.
tryggja fjölþætt nám í myndlist á
Akureyri verði m.a. að tryggja fjár-
magn til að sinna námskeiðahaldi,
fornámi og námi í sérdeildum með
svipuðum hætti og verið hefur,
námskeiðahald í Myndlistarskóla
Arnar Inga verði styrkt til jafns við
Myndlistaskólann og gerður verði
samningur um styrkveitingar frá
bæjarsjóði til Myndlistaskólans fyr-
ir skólaárin 2001 til 2002 og 2002 til
2003. Helgi Vilberg skólastjóri segist
ekki líta á afgreiðsluna sem höfnun,
þetta hafi veriö eölileg afgreiðsla á
erindinu sem verði afgreitt eftir
verslunarmannahelgina og þá gerð
drög að samningi. Helgi segist vona
að sá samningur tryggi rekstrar-
grundvöll Myndlistaskólans á Akur-
eyri til lengri tíma. -GG
Notaðir bíiar hjá
Suzuki bíium hf.
Suzuki Baleno Wagon,
bsk.Skr. 4/97, ek. 73 þús.
Verð kr. 850 þús.
Suzuki Baleno GL, 3 d.,
ssk.Skr. 3/98, ek. 53 þús.
Mazda 323F, 5 d., ssk.
Skr. 12/99, ek.
Opel Astra GL st., bsk.
Skr. 3/98, ek. 32 þús.
Verð kr. 980 þús.
Sjáöu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---///A.............
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, simi 568-5100
Daihatsu Terios SX, bsk.
Suzuki Wagon R+, 4wd,
5d.Skr. 8/00, ek. 12 þús.
Verð kr. 1.090 þús.
Suzuki Jimny, 3 d., bsk.
Skr. 12/98, ek. 36 þús.
Verð kr. 1150 þús.
Suzuki Swift GLX, 5 d„
bsk.Skr. 9/97, ek. 34 þús.
Verð kr. 630 þús.
Daihatsu Applause Xi, 4 d.,
ssk.Skr. 10/98, ek. 15 þús.