Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 1>V Taliö er að Kim Jung-il ferðist með lest vegna flughræðslu. Heldur sig í lestinni Kim Jong-il, leiðtogi Norður- Kóreu, kom ekki út úr lestinni til þess að heilsa ekkju Yakov Novichenko, manns sem sagður er hafa bjargað lífl föður hans, Kim II Sung. Hin áttatíu ára gamla ekkja, Maria Novichenko, er sögð hafa staðið á brautarpallinum i síberíska þorpinu Novosibrisk ásamt fimm börnum sínum. í stað þess að koma út og hitta hana sendi Kim fulltrúa sinn með ferðatösku fulla af gjöfum með þeim skilaboðum um að leiðtoginn myndi hitta þau á leiðinni til baka. Ljósmyndurum er ekki hleypt að Kim nema úr fylgdarliði hans og eru þær myndavélar sagðar vera Nikon-vélar sem ættu heima á safni. Volvo kveikir losta margra Samkvæmt skoðanakönnun sem framkvæmd var af breska vefmiðl- inum Yell.com er Volvo vinsælasti bíllinn til að stunda kynlíf í. Yell.com, nethliðstæða Gulu sið- anna, hringdi í 1000 einstaklinga sem svöruðu spurningum um kynlif í bílum. Niðurstaðan var sú að Volvo var vinsælastur þar sem 6 af hverjum 10 höfðu stundað kynlíf í bílnum sin- um. Lægsta tíðnin var hins vegar í Fiat-bifreiðum þar sem aðeins 2 af 10 höfðu prófað bílinn í annað en sem hefðbundna sjálfrennireið. Ekki skemmir svartur litur fyrir lostan- um á meðan hvítur gengur engan veginn. Niðurstaðan er kannski að öryggi Volvo gengur i fleira en akst- Rauði ormurinn nýtti sérgalla í vef- þjónahugbúnaði frá Microsoft. Rauði ormurinn ekki skæður Svo virðist sem tölvuormurinn Rauði ormurinn hafi ekki valdið þeim vandræðum sem margir voru búnir að búa sig undir. Talið var að ormurinn, sem nýtir sér veikleika í veíþjónahugbúnaði frá Microsoft, myndi hægja verulega á netumferð en valda litlu öðru tjóni. Ormurinn átti að láta kræla á sér í dag og hefði það komið fram á stærstu netmiðlum heimsins eins og t.d. Yahoo.com. Engin breyting á umferðarhraða Netsins hefur hins vegar mælst. _ Eldflaugaárás ísraela fordæmd Bandarísk stjórnvöld fordæmdu í gær eldflaugaárás ísraelshers á byggingu Hamas-samtakanna á Gaza-svæðinu í gær, þar sem átta manns létu lífið. Árásin var einnig fordæmd af sendimanni Sameinuðu þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs sem og stjórnvöldum víða um heim. í yflrlýsingu frá ráðuneyti Ariels Sharons, forsætisráðherra ísrael, var árásin réttlætt með því að með- limir Hamas-samtakanna hefðu ver- ið að skipuleggja frekari hermdar- verk gegn ísrael. Starfandi talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Charles Hunter, sagði í yfirlýsingu að Bandaríkjastjóm væri andsnúin skipulögðum árásum á skotmörk. Hunter sagði að árásin hefði verið gróf og verulega ögrandi og væri alls ekki til þess gerð að auka líkur á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Haft var eftir öðrum starfsmanni utanríkisráðuneytisins að banda- Fórnariamb sprengjuárásar Palestínumaður flytur hér særða konu eftir árásina í gær. rísk stjórnvöld skildu enn ekki til- ganginn með árásinni. Meðal þeirra sem féllu í árásinni voru tveir háttsettir leiðtogar innan Hamas. Talsmaður Hamas sagði hvorugan leiðtogan tengjast vopn- aðri baráttu samtakanna heldur hafi þeir starfað í stjómmálaarmi þeirra. Tveir bræður, átta og flmm ára, létust einnig í árásinni. Sam- kvæmt vitnum léku þeir sér fyrir utan byggingu Hamas á meðan þeir biðu eftir föður sínum sem staddur var inni í henni. Talsmaður Shar- ons, Raanan Gissin, harmaði fall saklausra borgara. Hann sagði hins vegar möguleika á að drengirnir hafl verið notaðir sem „mannlegir skildir“. í hefndarskyni fyrir eldflauga- árásina var skotið á fimm ísraelska landnema þar sem ein kona særðist alvarlega. Þá féllu tveir Palestínu- menn í skotbardaga við ísraelska hermenn. Dæmdir til dauða Palestínumenn bíða dómsuppkvaðningar yfir sér í palestínskum rétti. Þrír menn voru fundnir sekir um landráð og dæmdir til dauða stuttu síðar fyrir að hafa aðstoöað ísraelsmenn með upplýsingum þegar háttsettur maður innan Fatah-hreyfíngar Yassers Arafats, leiðtoga Palestínuamanna, var myrtur. Synir Saddams undir- búa sig fyrir uppgjör Margt bendir til þess að uppgjör sé yfirvofandi í framtíðinni milli Udays og Qusays, sona Saddams Husseins íraksforseta. Fregnir herma að Uday hafl snúist til shíta- trúar. Það hefur mikla pólitíska merkingu. 60 prósent íbúa íraks eru shítatrúar en afgangurinn er sunnitar. Shítar eru þó litnir hom- auga af valdamönnum í írak, vegna tengslanna við shítaríkið íran. Árið 1991 lét Saddam Hussein berja niður uppreisn shítamúslima af mikilli hörku. Skiptinginu milli shíta- múslima og sunníta má rekja aftur til upphafs íslamstrúar en megin- hluti múhameðstrúarmanna eru sunnítar. Qusay er talinn vera næsti arf- taki Saddams föðurs síns. Hann var nýlega útnefndur næstráðandi yfir Saddam Hussein Uday, sonur hans, hefur skipt um trú og ætlar sér stuðning fólksins. hersveit Baath-flokksins, flokks Saddams. Á sama tíma og Qusay hafa verið veittar auknar vegtillur hefur stjarna Udays dofnað. Hann er sá maður sem írakar óttast hvað mest. Stjórnarandstöðuhópar segja hann fjöldamorðingja og nauðgara. Talið er að ákvörðun Udays um að skipta um trú sé liður í að styrkja stöðu hans andspænis Qusay. Þannig hafl hann á bak við sig 60 prósent landsmanna ef til uppgjörs kemur. Upp á síðkastið hefur Uday gælt við shíta í dagblaði sínu, Babil. Þar hefur hann birt út- drætti úr bókmenntum shíta og dregið taum þeirra í blaðagreinum með því að gagnrýna trúaryfirvöld. Óttast er að ef til uppgjörs komi milli bræðranna geti það orðið til þess að þjóðin klofni í tvennt. Farrakhan til Bretlands Louis Farrakhan, leiðtogi Svörtu múslimanna, hyggst heimsækja Bretland í haust. I vikunni aflétti dómstóll 15 ára banni við ferða- lögum hans til Bret- lands. Ríkisstjórn landsins og gyðingasamfélaginu líst illa á úrskurðinn. Fiskimenn sprengdu sig Tveir kambódískir fiskimenn sprengdu sig óvart upp með hand- sprengju í gær. Slysið varð þegar mennirnir ætluðu að varpa sprengj- unni í stöðuvatn til að afla fiskjar. Meira framboð er af vopnum en mat á mörgum svæðum í Kambódíu. Vægur dómur í Haag Bosníuserbi fékk 10 ára fangelsis- dóm frá Stríðsglæpadómstólnum í Haag í gær. Hann var sekur um morð, pyntingar og nauðganir á múslimum. Það hjálpaði honum að vera samvinnuþýður dómstólnum. Flugnemi í villu 50 ára gamall flugnemi í Flórída endaði æfingaflug með brotlendingu á strönd Kúbu. Hann átti að fljúga einn hring í kringum flugvöll og lenda svo en þorði ekki að lenda vél- inni. Ristu staf á bringu konu Tveir hvítir kynþáttahatarar í Suður-Afríku réðust á konu og ristu bókstaf á bringu hennar. Konan er búðareigandi og eru flestir við- skiptavinirnir svartir á hörund. Bauð afsögn Indverski forsætisráðherrann Atal Behari Vajpa- yee bauð þingflokki sínum afsögn í gær vegna fjölda hneyksl- ismála sem hafa rið- ið yfir hann. Flokk- urinn vísaði afsögn- inni á bug. SMS-barn í Noregi Dagblaðið Verdens Gang greinir í dag frá fyrsta SMS-barninu í Nor- egi. 29 ára gamall maður sendi smá- skilaboð á óþekkt símanúmer og spurði: „Hver ert þú? Hvaðan ertu?“ Tvítug stúlka svaraði og afrakstur- inn var barn. samræður Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, hittir á morg- un Fernando de La Rua, forseta Argent- ínu. Þeir munu eiga sögulegar viðræður. Tæp 20 ár eru frá stríði Argentínu- manna og Breta um Falklandseyjar. Löggur fá raflostsbyssur Scotland Yard segir að breska lög- reglan muni líklega fá raflostsbyss- ur í stað alvöru byssna, jafnvel fyr- ir lok þessa árs. Lögreglan hefur undanfarið verið harðlega gagnrýnd fyrir að skjóta menn til bana. Sporðdrekakona úr búrinu Malasisk kona sem hefur dvalist í 12 fermetra búri með 2700 sporð- drekum í mánuð kom út úr búrinu í gær. Hún sló malasískt met. Sogulegar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.