Alþýðublaðið - 02.03.1969, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 02.03.1969, Qupperneq 9
Alþýðublaðið 2. marz 1969 9 lífinu. Við Bjarni Guðnason. velj- um spurningarnar saman og Pál] Theódórsson hefur einnig hjálpað okkur. Andrés Indriðason, sem stjórnar útsendingurini á mjög mik- inn þátt í þeim, því hann sér um það myndræna. Pop-messa i Langholtskirkju — Er ekki erfitt að fá. fólk til að vera eðlilegt fyrir framan myndavélarnar? —Það er mesta furða, hvað það hefur gengið vel og mér finnast fjölskyldurnar hafa verið lítið tauga- óstyrkar. Það er kannski rétt fyrst, en gleymist svo, þrátt fyrir tækin, sem eru í kringum þær. Og svo vildi ég segja, að við lít- um ekki á þessa þætti sem alvar- lega keppni: við höfum dregið úr stífu keppnissjónarmiði og höfum þetta fremur eins konar spurninga- leik. sem eru skopstæld. En það er nóg af gríni samt. — Semsagt, ekta „hlátursleikrit"? — Það held ég megi segja. Og æfing á. öðrum þætti liefst. Guðrtin Asmundsdóttir (Ellen) sit- ur á bekk og les bókina „Nature of the Second Sex“ og er afskaplega menntakonuleg og „artí“, þegar Þor- steinn Gunnarsson (Milt) kemur stormandi inn á hjóli og ballið byrj- ar, en þó ekki fyrir alvöru, fyrr en Pétur Einarsson (Harry) blandast í leikinn. Hann er draghaltur, en það á ræt- ur sínar að rekja til óhugnanlegr- ar reynslu, sem hann , varð fyrir, er hundur meig utan'í fótinn á hon- um. Það hafði þau sálrænu áhrif, að Hárry má vart í fótinn stíga. Frekari þróun leiksjns er óþarft að rekja, enda hægastur yandinn að bregða sér í Iðnó og fylgjast með þar. Að æfingu lokinni hélt leikfólkið í búningsherbergi og æfingin var rædd í bak og fyrir, meðan leikar- arnir nudduðu af sér sminkið. Jón tilkynnir, hvað betur má fara: — leggja rninni áherzlu á þetta, ekki svona tilgerðarleg þarna o.s.frv. Pétur þrífur sminkið framan úr sér og segir áhyggjusamlega í spegilinn: — Eg lield ég sé að fá frunsu. En harin er huggaður með því, að það niuni lagast, þegar farið verði að sýna leikritið, því þá þarf hann ekki að líma á sig yfirvarar- skeggið nema tvisvar í viku; ekki oft á dag eins og liefur verið undan- farið. — Pétur, hvernig líkar þér hlut- verkið? — Vel, mér finnst þetta svo hlægilegt, að ég spring oft sjálfur. Leikritið í heild er eitthvert það hlægilegasta, sem ég hef kynnzt. — Eruð þið ekki orðin nervös? Iieikararnir gefa lítið út á það, en Jón svarar: — Eg er bara nerv- ös, þegar ég á að leika sjálfur, en ekki svo, þegar ég er leikstjóri, — nema þá eitthvað sé óklárt, en það er ekki... -j- Nei, ekki þegar þú stjórnar, gríþur Þorstéinn fram í stríðnis- legL — Jón, þetta er annað verkefnið, seni þú stjórnar hjá Leikfélaginu í vetur. Hefurðu kannski meiri á- huga á leikstjórn en að leika sjálf- urij Framhald á hls. 15 í Langholtskirkju var kristilegt miðsvetrar pop Hæ súmbarí búmbarí bí- Við dunandi hljóðfall hver dillaði sínum kropp. Hæ úndarí dúndarí dí. t)g trommur og gítarar glumdu og umdu í senn Hæ súmbarí búmbarí bí- Þeir sitja ekki á bekkjunum sofandi Langholtsmenn. Hæ úndarí dúndarí dí. Og aldrei þekktist slíkt ógurlegt messufjör fyr Hæ súmbarí búmbarí bí. En kirkjan var steintroðin alveg útfyrir dyr. Hæ úndarí dúndarí dí. Loks höfum við fundið form fyrir kristnihald. Hæ súmbarí búmbarí bí. Og öktum ei framar eldgamalt kirkjuvald. Hæ úndarí dúndarí dí. Fréttir. í sjónvarpinu eru það efni þess, sem hvað almennastur áhugi ríkir á og því ástæða til að vanda þær eins og hægt er. Enda hafa sjónvarpsfréttir oft verið ágæta vel matreiddar; kokkteill af þungu og léttu efni. Viðvíkjandi fréttum er sérslök ástæða til að geta viðtala htagnúsar Bjarnfreðssonar. Hann er skemmti- legur og ákveðinn spyrjandi; dreg- ur kjarna málsins fram í dagsljósið, eins og vera ber og sjónvarpsfram- koma hans öll viðfelldin í bezta lagi- En fréttirnar undanfarið hafa dal- að mjög og yfir þeim verið hálf- gerður hallærisbragur. Mikið er. gert af því að tyggja upp fréttir úr öðrum fjölmiðlum og sjálfstæð fréttaöflun á bak og burt. Innlend- ar fréttamyndir, sem fróðlegt og skemmtilegt er að sjá, eru líka næsta fáséðar. Aðrir stjórnendur hafa tekið við Stundinni okkar, barnatíma sjón- varpsins, og eru krakkarnir eðlilega mishrifnir af þeim húsbændaskipt- um. Rannveigar og krumma er sárt saknað, en gleðilætin ættu þá að verðá þeim mun meiri, þegar og ef Rannveig lætur sjá sig aftur á skerm inum. i Kvikmyndaval sjónvarpsins hef- ur ekki verið of beysið, en við rjmman reip er að draga, þ.e.a.s., greiðsla .fyrir kvikmynd, sem sýnd er hjá sjónvarpinu má ekki fara upp. ívrir ákveðið tákmark og hlýt- .ur það-að skera úrvalið mikið nið- ur. Eftirminnilegustu dæmin um Jé- legar kvikmyndir nýlega eru banda- rísku sjónvarpsleikritin, sem borin hafa verið fyrir áhorfendur einu sinni urn hyerja helgi og helzt oft- ar. Reyndar hefur verið bitastætt á einstöku af þeim, en ekki nægilega til að það afsaki hitt ruslið. Það er alveg ákjósanlegt fyrir sjónvarþið að sýna gamlar og þekkt- ar myndir, sem annars gefst ekki kostur á að sjá. Það, sem íslenzka siónvarpið hefur svnt af því tagi, er með því jákvæðara sem það hef- ur á borð borið. STEINUNN. ...engin miskunn hjá Magnúsi Magnús Rjarnfreðsson,'sá vinsæli sjónvarpsmaður, hefur starfað hjá sjónvarpinu frá því það hóf útsend-’ ingar. — Magmis, þú hefur verið mest við fréttir hjá Sjónvarpinu? — Já, og þá innlendar fréttir. Eg hef einnig unnið að dagskrárgerð, stjórnað upptökum, unnið í stúd- íói o.s.frv. — Hvort líkar þér betur við fréttamennsku eða gerð þátta? — Það er nú undir ýmsu komið. I fréttum finnst mér mest gaman af öllu, ef einhverjar virkilegar hasarfréttir eru, en á hinn bóginn hundleiðinlegt, ef ekkert er í frétt- um og verið að skrapa saman. I sjónvarpsþáttunum eins og raun- ar öðru verður auðvitað ákaflega gaman að vinna við það, sem mað- ur hefur persónulegan áhuga á. Maður sættir sig náttúrlega við að vinna, það sem maður hefur engan áhuga á, en einhver verður þó að gera. Ana'gjan fer auðvitað lika eftir því, hvort inanni finnst sér hafa tekizt vel eða mislukkazt. — F.r ckkj oftar, að þú ert á- riægður með■■ áranguriiin? — Nei, það er ekki hægt að segja það. — Hvernig finnst þér, Magnús, að bera saman fréttamennsku á blöðum og í sjónvarpi? — Að suniu levti er það svipað, að öðru leyti ekki. Það er eiginlega enn meiri hraði í sjónvarpsfréttum, því þar er eng- in miskunn hjá Magnúsi, fréttirnar verða að vera tilhúnar, áður en út- sending hefst, aiinars eru þær bara ekki teknar með. Á sjónvarpi fléttast starfið meira við störf annarra en á dagblaði. Eg vinn með ótal mönnum; kvik- myndatökumanni, klippara o.s.frv., áður en fréttin er tilbúin. — Verður pressan ekki mikil? — Það var nú aðallega fyrst, sem á því bar. En það er auðvitað allt- af viss pressa, þegar rnaður les frétt- irnar, en það er ekki nema fjórða hvert útsendingarkvöld, sem betur fer. Annars er það rútína nú orðið, og ég er alveg hættur að finna til taugaóstvrks við fréttalesningu og fréttaviðtöl. En ef ég ætti að vera í einhverju öðru, yrði ég sjálfsagt eins og á nálum. IVSOLI LITLI E.'ns og þið vitið, á 'bann Moli litli iheima í holum steini niðri við Tjörn. Jói járnismiður, vinur Mola, hafði smíðað hurð fyrir opið á steininum hans, tiil þess að Köngull kónguló og aðrir óvinir Mola 'gætu ekki komið honum að óvörum. Þetta var sterk hurð og góður lás var fyrir henni. ' f"

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.