Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Side 5
—-
nfim SAmHLisA staafi
Töluu- og
reksíramám
Áhugavert og raunhæft starfsnám sem hannað er með þarfir atvinnulífsins í
huga. Markmið með náminu er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu
á bókhaldi, rekstri og tölvunotkun í fyrirtækjum. Námið hentar þeim vel sem
vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum og auka sérþekkingu sína.
Kennslustundir eru alls 280 og skiptast í bókhald og rekstur 120 stundir og
tölvunotkun 160 stundir.
Kennslugreinar:
• Verslunarreikningur
• Grunnatriði bókhalds
• Virðisaukaskattur
• Launabókhald
• Úrvinnsla og afstemmingar
• Tölvubókhald
• Ársreikningur
• Fingrasetning
• Windows umhverfið
• Word ritvinnslan
• Excel töflureiknirinn
• Internetið og tölvupóstur
• Kynning á umbrotsforriti
• Samsteypa: Word/Excel
-
Rekstrarnámið
• Grundvallaratriði tvíhliða bókhalds. Gerð rekstrar- og efnahagsreiknings.
• Helstu reglur um virðisaukaskatt, útreikning og útfyllingu skilagreina og hugtökin
skattskylda, skattverð og skatthlutfall skilgreind.
• Útreikningur á launum og launatengdum gjöldum.
• Afstemming á eigna- og skuldareikningum og uppgjöri virðisaukaskatts.
• Gerð ársuppgjörs samkvæmt skattalögum. Framsetning rekstrar- og efnahagsreiknings.
• Fjallað um helstu kennitölur sem í notkun eru hvað varðar arðsemi, nýtingu fjármagns,
greiðsluhæfi og fjárhagslegan styrkleika fyrirtækis.
Tölvunámið
• Æfingar í fingrasetningu.
• Farið yfir helstu hluta á skjá Windows umhverfisins og nemendum kennt að vinna í
gluggaumhverfi og aðlaga það eigin þörfum.
• Helstu atriði ritvinnslu svo sem inndráttur, dálkar, töflur, myndir og prentun.
• Reiknilíkön í töflureikni, útlitsmótun, prentun og gerð myndrita. Kennd er notkun algengra
reiknifalla svo og helstu atriði gagnavinnslu.
• Gerð eru raunhæf verkefni þar sem reynir á samvinnu ýmissa forrita.
Afritun gagna og flutningur milli bókhaldsforrits og Excel töflureiknis.
• Kennd notkun umbrotsforrits og gert raunhæft verkefni.
• Vefskoðarar og tölvupóstur.
Boðið er upp á morguntíma fjórum sinnum í viku eða
kvöldtíma þrisvar í viku. Lengd námsins er ein önn.
Nánari upplýsingar í síma 568 5010
Microsoft
C E R T I F I E D
Technical Education
Center
RAFIÐNAÐARSKÓLINN
Skeifan 11 b ■ Sími 568 5010 • Fax 581 2420
skoli@raf.is • www.raf.is