Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 8
8 Athugið. Upplýsingar^ um veðbönd og eigendaferilsskrá fylgir alltaf við afsalsgerð. Tilboðsverð á fjölda bifreiða Opið laugardag 10 - 17 sunnudag 13-17 Suzuki Jimny 1,4 '99, hvítur, ek. 26 þús. km, 5 g., rafdr. rúður, samlæs. V. 990 þús. Landrover Freelander LX '99, blár, 5 g., ek. 46 þús. km, álfelgur, 2 dekkjag., o.fl. Bílalán 1300 þús. V. 1.850 þús. Opel Astra 1,6 GL '98, blár, ek. 47 þús. km, 5 g., álf., spoiler, samlæs. Möguleiki á yfirtöku á bílaláni. V. 1.230 þús. BMW 318 iS '94, dökkblár, ek. 80 þús. km, 5 g., CD, álf., allt rafdr. Kemur nýr úr umboði. Verð 1.150 þús. Grand Cherokee 4,7 I, LTD '99, ssk., m/öllu, ek. 16 þús. km. Staðgreiðsluverð. 3,7 millj. VW Golf GL 1,4 '94,ek. 112 þús. km, 5 g., blár, samlæs., góður bill. Verð 570 þús. Honda Integra TypeR, des. '98, ek. 40 þús. km, 5 g., 190 ha., einn sá skemmtilegasti!!! Verð 1.790 þús MMC Space Wagon, 4x4, '97, T k, s f’ hvítur, ek. 90 þús. km, 7 manna, ssk., ek' 33 Þes' km'b'a^' f 9 " alf" rafdr. rúður, samlæs. “b a V. 1.090 þús. Verð 1.100 þus. Góð sala á nýlegum góðum bílum, vantar slíka bíla á staðinn. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 ^ Löggild bflasala Kia Clarus GLX 1,8 '97 (kemur á götuna 06 '99), þlár, sk., ek. 48 þús. km, rafdr. rúður, samlæsingar. Góður bíll. V. 890 þús. MMC Lancer GLXi '94, hvítur, ek. 91 þús. km, ssk., spoiler, samlæs., rafdr. rúður. Verð 570 þús. Tilboð 490 þús. Porche 944 '87, svartur, ek. 184 þús. km, ssk„ 18“ og 16“ felgur, leður, topplúga, rafdr. rúður, fjarst. samlæs., þjófavörn. sami eigandi í 9 ár. Verð 850 þús. Chevrolet Corvette 350 V-8 '82, svartur, ssk., ek. 125 þús. km, leður, T-toppur, krómfelgur, sérstakur bill. V. 1.690 þús. Subaru Forester Outdoor '99, svartur, ek. 32 þús. km, 5 g., rafdr. rúður, samlæs., armpúar o.fl. Glæsilegur bíll. V. 1.990 þús. Subaru Impreza 4x4 GL 2,01 station '97, ssk., ek. 60 þús. km, álf., dráttarkr. o.fl. Bílalán 460 þús. V. 1.120 þús. Cherokee Grand Laredo '99 4,0, blár, ek. 4 þús. km, ssk., rafdr. rúður, samlæs., CD, álf. Verð 3.950 þús. Tilboð 3.690 þús. Einnig: Cherokee Grand Laredo '96, grár, ek. 75 þús. km, ssk., álfelgur, allt rafdr. Flottur bill. V. 1.950 þús. Tilboð 1.750 þús. Daihatsu Terios 4x4 1,3 '98, grænn, ek. 25 þús. km, 5 g„ rafdr. rúður, samlæsingar. Verð 990 þús. Honda Civic 1,5 LSi '99, silfur, ek. 39 þús. km, 5 g„ geislasp. topplúga, álfegur, allt rafdr. bílalán 839 Þús. V. 1.390 þús. Útsala 1.250 þús. Renault Kangoo, 1,44, '00, rauður, ek. 21 þús. km, 5 g„ samlæs. Flottur fyrir iðnaðarmanninn. V. 1.190 þús. VW Golf 1,6 Confortline '99, 5 g„ ek. 35 þús. km, álfelgur, 2 dekk- jagangar, geislasp. o.fl. V. 1.190 þús. Fiat Bravo SX '98, blár, ek. 52 þús. km, 5 g„ geislasp. rafdr. rúður, samlæsingar. V. 890 þús. VW Transporter, 2,4, dísil, '97, ek. 184 þús. km, hvítur, 5 g„ álfelgur, yfirfarin vél. V. 790 þús. Peugeot 106 1,1, '97, blár, ek. 57 þús. km, 5 g„ rafdr. rúður, samlæs. V. 620 þús. Tilboð 470 þús. trulegt verð! Pontiac Grand Am GT V-6 '96, hvítur, ssk„ ek. 70 þús. km, allt rafdr. ABS, loftpúðar o.fl. V. 990 þús. Ótrúlegt tilboð 450 þús. 5!» ‘V ____________________________________•________MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2001 Landið DV Reynir Ragnarsson í Vík hættur á lögguvaktinni: Heldur enn tengslun- um við Kötlu gömlu - og fylgist með hverjum hósta og stunu DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSS0N Reynir Ragnarsson Fljúgandi lögreglumaöur á eftirlaunum. Hefur vakandi auga meö Kötlu ef hún skyldi vakna í einhverri úrillsku. Reynir Ragnarsson, lögreglumað- ur í Vík 1 Mýrdal, lét af störfum fyr- ir aldurs sakir 1. ágúst sl. Hann hef- ur auk löggæslustarfa sinnt eftirliti með Kötlu gömlu, sem jarðfræðingar telja líklegt að fari að ræskja sig eft- ir nær aldar langan svefn. Katla gaus síðast 1918 en Reynir segir þó engar vísbendingar um að hún sé að vakna aftur. Hann fylgist þó náið með hverjum hósta og stunu eld- flaUsins. Reynir varð 67 ára 16. janúar og er því kominn á eftirlaunaaldur, eða kominn í úreldingu eins og hann sagði. Hann sagðist ætla að halda áfram eftirlitinu með Kötlu þó hann væri hættur í lögreglunni, en þar hóf hann störf 1979. Reynir stundaði á árum áður út- sýnisflug með farþega yfir jökulinn og hefur því fylgst vel með jöklinum í tæpa tvo áratugi. Formlega hefur hann þó ekki verið með eftirlit nema tvö síðustu árin. Hann segir að þrátt fyrir nálægðina við Kötlu væri eng- inn beygur í íbúum í Vík og ná- grenni við þá gömlu. „Ég flýg þarna yfir alltaf öðru hverju og held áfram að mæla leiðn- ina í Múlakvíslinni og Jökulsánni,“ segir Reynir. Hann segir þó lítið hafa gerst síðan hlaupið kom i Jök- ulsánni fyrir tveimur árum. Þá hafi líklega orðið lítið gos undir jöklin- um. Eftir það virðist hafa orðið meiri hitavirkni á svæðinu og sig- katlar mynduðust í jöklinum. Síð- ustu misserin hafi borið mjög lítið á jöklafýlu og fremur lítið vatn hafi verið í ánni, nema bara leysinga- vatn. Hann sagði þó aðeins vera raf- leiðni og lykt af Jökulsánni núna en hún væri ekki sterk. Rafleiðni sem Reynir talar þarna um gefur einmitt vísbendingar um magn gosefna í vatninu sem bent gæti til umbrota undir jöklinum. Hann sagði íbúa í Vík ekki hafa orðið vara við jarð- skjálfta sem mælst hafa undir Mýr- dalsjökli að undanförnu. -HKr. Jöklasýning fær menningarverðlaun: Stefnt að byggingu Jöklaseturs DV, HORNAFIRDI:__________________ Menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fyrir áriö 2000 hlaut að þessu sinni Jöklasýningin á Höfn. Albert Ey- mundsson bæjarstjóri tók við við- urkenningarskjali ásamt ávísun á 200 þúsund krónur á aðalfundi SSA, sem hann síðan afhenti for- manni og framkvæmdastjóra Jöklasýningarinnar Ingu Jóns- dóttur. Jöklasýningin var sett upp i Sindrabæ sumarið 2000 og var samstarfsverkefni og hluti af dag- skrá Reykjavíkur menningar- borgar árið 2000. Sýningin hefur verið opin í Sindrabæ í sumar og hefur aðsókn veriö mjög góð. Stefnt er að bygg- ingu Jöklaseturs á Höfn, stofnun sem væri með fræðslu, rannsóknir og sem flest það sem tengist mannlífi og búsetu í ná- grenni við Vatna- jökul, stærsta jök- ul Evrópu. -Júlía Imsland DV1YIYND JÚLÍA IMSLAND. Var þakkað Helgi Björnsson jöklafræðingur, Albert Eymundsson og Inga Jónsdóttir. Albert þakkaöi Ingu og Helga mikil og góö störf viö sýninguna og aö gera Jöklasýningu á Höfn aö veruleika. Ný viðbygging Hólmadrangs á Hólmavík: •• Oll starfsemi undir eitt þak Fyrsta skóflustungan. Stefán Kalmansson, bæjarstjóri í Borgarbyggð, tekur fyrstu skóflustunguna aö nýjum nemenda- göröum og fórst það vel úr hendi. Nýir nem- endagarðar DV. BIFRQST_________________ Stefán Kalmansson, bæjarstjóri Borg- arbyggðar, tók fyrstu skóílustunguna að tveim nýjum húsum í Nemendagörð- um Viðskiptaháskólans á Bifröst i vik- unni. Húsin eru teiknuð af Ark.is og verða byggð af Sólfelli ehf. Um er að ræða einstaklings- og paragarða, 12 og 16 herbergja hús þar sem hver eining er 6 eða 8 herbergi með baði ásamt að- gengi að sameiginlegu eldhúsi. Húsin, sem heita Útgarður og Mið- garður, eru tvö af þremur fyrirhuguð- um húsum á þessu svæði. Það þriðja, Ásgarður, er áformað að byggja fyrir næsta háskólaár. Framkvæmdir hefjast næstu daga en skiladagur húsanna er fýrir upphaf vorannar hinn 15. janúar nk. -DVÓ Tekin hefur verið í notkun 280 fermetra viðbyggingu Hólma- drangs ehf., dótturfélags Útgerðar- félags Akureyringa hf„ á Hólma- vík. í viðbyggingunni, sem kostar um 40 milljónir króna, eru skrif- stofur fyrirtækisins og starfs- mannaaðstaða. Þar með er öll starfsemi Hólmadrangs komin undir eitt þak og aðstaða önnur og betri en áður. Jafnhliða hafa verið gerðar gagngerar endurbætur á eldra hús- næði rækjuvinnslunnar og tækja- búnaði. Fjárfest hefur verið í tækj- um tO flokkunar, vigtunar og end- urpökkunar. Með þessu er komið til móts við óskir kaupenda um gæöi afurða og pökkun. Óhætt er að fullyrða að með öUum þessum framkvæmdum er rækjuvinnsla Hólmadrangs ehf. í fremstu röð í greininni hvað varöar aðbúnað og alla framleiðsluhætti. Fullkomin verksmiðja Framkvæmdir við viðbygginguna hófust fyrir ári og sá Grundarás ehf., trésmiðja á Hólmavik, um byggingaframkvæmdir. Heildar- kostnaður er sem næst 40 milljón- um króna. Gunnlaugur Sighvats- son, framkvæmdastjóri Hólma- drangs ehf., segir að þessi nýja við- bygging sé mjög kærkomin. „Þetta er mjög byltingarkennd breyting, enda var starfsmannaaðstaðan áður í lélegu húsnæði. Við höfum auk þess verið að vinna að gagngerum breytingum á verksmiðjunni, hús- næði og tækjabúnaði, til dæmis er búið að endurnýja pökkun og end- urpökkun. Ég held að óhætt sé að fullyrða að með þessari viðbyggingu og gagngerum endurbótum á rækju- verksmiðjunni sé hún á allan hátt orðin mjög vel búin og stenst fylli- lega ströngustu kröfur,“ segir Gunnlaugur. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.