Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2001 Skoðun I>V Sjónvarpið flytur í Efstaleiti. Misskilningurinn um Ríkisútvarpið Geir R. Andersen „Flutnitlgur SjÓnvarpS í bim. sknfar:--- Efstáleitid varð kostnaðar- Ríkisútvarpið hefur löngum verið , ..... bitbein hjá landsmönnum. Ef ekki Samur Og nver einstok fram' Spurning dagsins Hvaða sjónvarpsmaður/kona finnst þér sætastur/sætust? Spurt á Akureyrí Petra Gunnarsdóttir, vinnur í bakaríi: Hann þarna sem er í Viltu vinna milljón. Rosalegt krútt. Arnar Friðþjófsson húsasmiöur: Elín Hirst er falleg. Nokkuö sexí. Þórhildur Þórhallsdóttir kokkur: Þorsteinn J. er huggulegur. En ég hef aldrei unniö milljón. Arnar Birgisson fasteignasali: Eva María í Kastljósinu virkar vel á mig og er sjarmerandi. Dagbjört Baldvinsdóttir húsmóðir: Logi Bergmann er sætur, sjarmer- andi og skemmtilegur. Gunnar Sigtryggsson framkvæmda- stjóri: Ragnheiöur Clausen, sem reyndar er hætt, er sæt í minningunni. fyrir dagskrána þá, og einkum á seinni tímum, fyrir aö vera í yfir- burðaaðstöðu gagnvart öðrum ljós- vakamiðlum sem eru komnir til að vera í íslensku fjölmiðlaflórunni. Það sem hefur gert hið títtnefnda Ríkisútvarp að leiksoppi í allri um- ræðu um framtíð þess er að það er aldrei rætt um þrískiptinguna og mismunandi hlutverk þess heldur aðeins „Ríkisútvarpiö" eins og það sé ein stofnun. Ríkisútvarpið er auðvitað þrjár stofnanir: Rás 1, Rás 2 og Sjónvarp- ið. Elsta stofnunin, Rás 1, er sú stofnun sem mestu skilar til alls þorra landsmanna og er án efa vin- sælust þegar á allt er litið. Rás 2, sem útvarpar lengst þeirra allra, og Sjónvarpið eru svo síðari tíma af- sprengi Ríkisútvarpsins. - Öll þessi fyrirtæki gegna sínu sérstaka hlut- verki og því er mjög villandi að tala Garðar Sigurðsson skrifar: í góðærinu undanfarin misseri hafa margir komist á flug. Fyrirtækin hafa stofnað til offjárfestinga og almenning- ur reri á hlutabréfamið sem ekki gáfu þá uppskeru á skjótfengnum gróða sem vænst var. Markaður fyrir hluta- bréfaviðskipti getur engan veginn ver- ið vænlegur i svo fámennu landi þar sem enn vantar mikið upp á rétta upp- byggingu til slíkra viðskipta. Góðæri kemur og góðæri fer. Nú eru menn að sjá á bak góðæri sem stóð þó lengur við en oft áður. Rikisútgjöld hafa farið vaxandi í góðærinu og lítt hægt að skera niður af því sem lofað hefur verið að framkvæma. Meira að kvœmd i dagskrargerð Sjon- varpsins verður sem myllu- steinn um háls þessarar óburðugu rekstrareiningar. “ sífellt um „Ríkisútvarpið" sem eitt fyrirtæki. Það er þó Sjónvarpið sem er vand- ræðabarnið. Þetta hefur aldrei mátt minnast á eða ræða í alvöru. Sjónvarp- ið gengisfellir þrenninguna verulega, bæði að menningargildi og fjárhags- lega. Það er dýrast í rekstri og sogar til sín mest af lögfestum afnotagjöldun- um. Flutningur Sjónvarps í Efstaleitið varð kostnaöarsamur og hver einstök framkvæmd í dagskrárgerð Sjónvarps- ins verður sem myllusteinn um háis þessarar óburðugu rekstrareiningar. Ég hirði ekki um i þessum pistli að ræða hvort Ríkisútvarpið eigi að fara á „Samdrátturinn er viðvar- andi og honum lýkur ekki fyrr en þjóðin öll hefur náð áttum um að eyða ekki um efni fram. - Ríkið þar með- talið. “ segja sveitarfélögin gátu ekki stöðvað sig á hálu svelli uppsveiflunnar. Nú sitja menn sveittir við fjárlagagerð, krossleggja fingur og segjast vona að botninum sé náð og samdrættinum þar með lokið. Þar fara þeir villir vegar. Samdrátturinn er viðvarandi og hon- um lýkur ekki fyrr en þjóðin öll hefur Qárlög, hvort það skuli gert að hlutafé- lagi eða hvort nefskatt eigi að taka upp til að halda stofnuninni gangandi. Að- alatriðið er, að mínu mati, að gera sér grein fyrir þvi að engin rök eru hald- bær fyrir ríkisrekinni sjónvarpsdag- skrá. Aðrar stöðvar geta séð um það, og gera það. Fréttatími Sjónvarpsins í tvígang sama kvöldið (með nánast sömu fréttum) er marklaus dagskrárliður og fellur niður þegar þurfa þykir (t.d. að kröfu fótboltaáhugamanna eða hreinlega vegna tækniörðug- leika sem hrjá nú útsendingar æ oft- ar). Öryggissjónarmið er Sjónvarpinu óviðkomandi, enda sendir það ekki út dagskrá nema hluta sólarhrings- ins. Þar kemur hljóðvarpið þó inn með sólarhrings sendingum. - Nef- skattur til ríkisreksturs hljóðvarps er sanngjörn leið út úr þeirri klemmu sem misskilningurinn í út- varpsumræðunni veldur sífeUt hér á landi. náð áttum um að eyða ekki um efhi fram. - Ríkið þar meðtalið. Auðvitað er raunhæfasta spuming- in í dag: Hvar er gróðinn af góðærinu? Hann ætti að sjást í betri eiginfjár- stöðu heimilanna og í einkageiranum. En því miður er það staðreynd að góð- æri á íslandi þýðir aðeins eitt: meiri eyðslu. Á meðan svo er verður lítill munur hér á landi, hvort sem ríkir góðæri eða niðursveifla. Þá er eins og þjóðin kunni ekki skil á eignamyndun og spamaði. Þá er gripið til þess að heimta af ríkinu að það komi og bjargi öllu. En rikið er fólkið sjálft sem búið er að eyða öllu og eyðir öllu jafnharð- an og inn er tekið. Smábátasjómenn Vilhjálmur Ólafsson skrifar: Ég veit ekki hve margir taka mark á smábátasjómönnum þegar þeir ærast yfir sínum bágu kjörum og því hvem- ig stjómvöld leiki þá grátt með afla- markskerftnu og kvótasetningu smá- báta. Þeir skilja seint að til þeirra verður að gera kröfu rétt eins og ann- arra vinnandi þegna landsins, svo og þeirra sem stunda sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Þessir menn hljóta að skilja, gefi þeir sér bara tima til að hugsa rök- rétt, að núverandi kvótakerfi er ekki síst happafengur í byggðastefnumálun- um sem smábátasjómenn láta sér svo annt um. Þeir ættu í raun að vera fremstir í flokki að krefjast þess að aflamarkskerfið verði fært inn í útgerð smábátanna um allt land. Ég treysti smábátasjómönnum til að snúa við blaðinu. Á kajanum á Suðureyri. Fjármálaráðherra étur útsædið Ásta Jóhannesdóttir hringdi: Fjármálaráðherra er að afsaka sig í Viðskiptablaðinu hvemig hann og fé- lagar hans hafa farið með ríkisfiármál- in. Þeir fara mörg þúsund milljónir fram úr því sem þeir ætluðu. Síðan efna þeir til útsölu á ríkisfyrirtækjum til að breiða yfir hneykslið. Þessi ríkis- eignasala er ámælisverð, ekki síst þeg- ar eignir almennings em teknar og seldar til að greiða með skuldir. Ég lærði aðra hagfræði í Versló forðum, og enda þótt ég sé orðin gömul kona þá held ég að það gildi enn, að óskynsam- legt sé að éta útsæðið. Áhorfendur leita annað Halldóra Ólafsdóttir hringdi: Mér fmnst ótækt hvemig hver þátturinn á Rás 2 hefur gufað upp, kannski ýtt út, og okkur hlust- endum engin marktæk skýring gefin. Þannig fór fyrir þættinum Þjóðarsálinni sem gaf hlustendum verulegt svigrúm til að koma fram með skoðanir sín- ar sem oft urðu svo að stærra máli, jafnvel á landsvísu og gáfú stundum tOefni til lagfæringa og endurbóta í kerfmu. Siðan em það Ekki-fréttir „Hauks Haukssonar" sem vom fastur liður í síðdegisútvarpi á fóstudögum undir stjóm Hjálmars Hjálmarssonar. Þama var komin eins konar Spaug- stofa í hljóðvarpi. En þær urðu að víkja. Er furða þótt vinsældir RÚV dofni og hlustendur og áhorfendur leiti á önnur mið meðal ljósvakamiðlanna? Umhverfi sýslu- mannsembættisins Kristín Einarsdóttir hringdi: Ég hef upp á síðkastið þurft að sinna erindum hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík við Skógarhiið. Þar er ekki boðið upp á skemmtilega aðkomu. í fyrsta lagi em bílastæði ónóg og siðan er aðkeyrslan bæði illfær og holótt. Þama þarf að taka til hendi svo að boð- legt sé. Embætti með slik umsvif sem sýslumannsembættið ætti að geta boð- ið upp á ögn skárri aðkomu og um- hverfi en raun ber vitni. - Svo vinsam- lega takið til hendinni, ráðamenn við Skógarlilíö 6. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Pungbindamynd fyrir Danaleikinn? Garri hefur löngum vitað að konur eru körl- um fremri á flestum sviðum. Þess vegna eru heimilin í heiminum flest vel rekin, enda halda konur þar oftast um stjórntaumana. En sjálfum heiminum er afskaplega illa stjórnað og þar er allt meira og minna í ólestri. í heiminum ráða karlar sem sé ríkjum. Karlar hafa hins vegar hingað til verið taldir konum fremri á einu sviði, þ.e. í íþróttunum og það rakið til líkamlegrá yfirburða karla sem líka gerir þeim kleift að kúga konur og pína. Og þannig hefur það auðvitað lengi verið. En ætti ekki að vera í nútímanum því vöðvaaflið er ekki lengur drifkraftur heimsins heldur gáfur og and- legt atgervi og þar standa konur körlum miklu framar. Vandaleit Flestir standa enn í þeirri trú að karlmenn séu betri í fótbolta en konur. Þetta er ekki rétt, ekki lengur. Karlar sparka að vísu fastar, hlaupa hraðar og eru harðari i tæklingum en konur. En það er ekkert í hausnum á fótboltastrákunum, heilinn er enn í fótum þeirra. Þetta er augljóst þegar skoðuð er umfiöllum um landsleiki karla- og kvennaliða íslands að undanförnu. Karlaliðið vann að vísu glæstan sigur gegn Tékkum en steinlá síðan gegn írum. Og enginn veit ástæðuna, engum hefur tekist að finna vand- ann, einangra hann og síðan leysa og tryggja þannig sigur gegn Dönum í næsta leik. Konur hafa annan háttinn á. Bikinileikur Konur eru sem sé miklu naskari en karlar að þefa uppi vandamál, skoða þau og skilgreina og leysa á meðan karlar láta fremur reka á reiðan- um og vonast til að vandinn hverfi bara af sjálfu sér. Kvennalandslið íslands vissi að helsti vandi liðsins var léleg aðsókn. Stúlkurnar vissu lika að konur horfa ekki á kvennabolta og því vonlaust að höfða til þeirra. Og að karlar stóðu margir í þeirri trú að knattspyrnukonur væru hálfgerðar brussur, hlussur og gott ef ekki kussur. Þess vegna mættu karlmenn ekki á völlinn. Og lausn- in var einföld. Fótboltapæjur brugðu sér tá- grannar og stæltar í bikini, létu mynda sig fyrir Mogga og afleiðingin sú að karlar streymdu á völlinn til að berja þessar stórglæsilegu dömur augum. Og stelpurnar okkar unnu frækilegan sigur á ítalameyjum sem sökum strangkaþólsku gátu ekki tekið þátt í þessum bikinileik í Mogg- anum og fengu því aungvan stuðning. Vonandi hafa íslensku landsliðsstrákarnir vit á að láta mynda sig á pungbindunum einum saman fyrir Danaleikinn og kaupa heilsíðuaug- lýsingu í Berlinske Tidende því þá munu dansk- ar konur streyma þúsundum saman á leikinn og styðja hina kynþokkafullu víkinga til sigurs gegn dönskum karamellustrákum. Garri Hvar er gróðinn af góðærinu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.