Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Side 9
9 MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2001 ____________________________________________ X>V Landið Pétur Einarsson athafnamaður hverfur af Króknum: Fluttur burt til Kýpur - Byggðastofnun og Kaffi Krókur annast um hótel Tindastól Á mánudag hvarf á brott frá Sauðárkróki maður sem sett hefur mikinn svip á athafnalíf og mannlíf í bænum síðustu misserin. Það er Pétur Einarsson, hótelhaldari í Tindastóli, og fyrrverandi flugmála- stjóri ríkisins. Pétur er nú farinn af landi brott til Kýpur en þar hyggst hann hreiðra um sig ásamt fjöl- skyldu sinni og dveljast alla vega næstu árin. Pétur sem er bæði lærður lög- fræðingur og húsasmiður, auk þess að vera margt annað til lista lagt, sagði áður en hann fór að hann væri spenntari fyrir því að vinna fyrir sér í smíðinni en lögfræðinni á næstu misserum. 100 milljóna króna hótel Pétur kom til Sauðárkróks fyrir einum Qórum árum fullur hug- mynda og bjartsýni en félaus með öllu. Fékk hann þá augastað á gömlu og sögufrægu húsi, Hótel Tindastóli, sem hann réðst i að koma í upprunalegt horf ásamt sam- býliskonu sinni, Svanfríði Ingva- dóttur. í uppbyggingunni var ekkert til sparað og Hótel Tindastóll gert að glæsilegu hóteli, sem gestir hafa lýst sem einu því glæsilegasta og sérstæðasta á landinu. Veitinga- og gestasalur hótelsins, Jarlsstofan, þykir einkar sérstök og skemmtileg. Margir urðu til að furða sig á því hve Pétri gekk vel að fjármagna uppbyggingu Tindastóls, en þar hef- ur trúlega farið saman mikil bjart- sýni Péturs á verkefninu og sá hæfi- leiki sem hann þykir hafa og er DV-MYND ÞÖRHALLUR ÁSMUNDSSON. Eftir brunann Pétur Einarsson viö húsiö sitt á Sauöárkróki eftir bruna síöasta vetur. nauðsyn öllum framkvæmdamönn- um, hæfnin að selja öðrum hug- myndir sínar. Pétur gaf það út í við- tölum að uppbygging Tindastóls hefði kostað um 100 milljónir króna. í óhagstæðri gengisþróun undan- farinna missera hafa þessi lán hækkað mikið, þar af hækkuðu er- lendu lánin á skömmum tíma þegar gengið seig sem mest, um 20 millj- ónir. Og lánadrottnar vilja sitt, ýms- ir reikningar eru ógreiddir, og það var Byggðastofnun sem krafðist nauðungarsölu á Hótel Tindastóli. Fyrra uppboðið fór fram nú fyrir nokkrum dögum og það seinna verður 27. september. Uppboðskrafa Byggðastofnunar mun með dráttar- vöxtum og áföllnum kostnaði nema um 40 milljónum króna. Það eru rekstraraðilar Kaffi Króks sem hafa tekið Hótel Tinda- stól á leigu um stundarsakir, en fyr- irsjáanlega eru miklar líkur á því að það verði Byggðastofnun sem hafl með Tindastól að höndla undir næstu mánaðamót. Bruninn í Tindastóli Eftir að fór að halla á ógæfuhliðina hjá Pétri Einarssyni í rektri hótelsins komu upp leiðindamál sem munu m.a. vera undirrót þess að hann kaus að yflrgefa bæinn og leita á nýjar slóðir. Sem kunnugt er kviknaði í húsi hans á liðnum vetri sem hann viðurkenndi að vera valdur að fyrir gáleysi. Síðustu mánuði hefur hins vegar verið hljótt í kringum Pétur Einarsson og mun vera búið að laga það tjón sem varð í eldinum. -ÞÁ. DV-MYND ELMA GUÐMUNDSDÓTTIR Hætta um sinn Vinnu viö snjóflóöavarnirnar hefur veriö hætt um sinn, veðráttan hefur spillt fyrir. Neskaupstaður: Vinnu við varnir í fjallinu hætt í bili DVTNESkAUPSTAD: Framkvæmdir við uppsetningu upptökustoðvirkja í fjallinu ofan við Neskaupstað eru nokkuð á eftir áætlun og verður vinnu við þau hætt um næstu mánaðamót og byrj- að aftur næsta vor. Verkinu átti að ljúka i haust en ýmislegt hefur orð- ið til að seinka framkvæmdum. Mikið jarðvatn hefur tafið fram- kvæmdir, snjóa leysti seint og veðr- ið í sumar hefur ekki flýtt fyrir. Bæjarbúar telja flugmann þyrl- unnar sem vann við verkið einstak- an snilling því aö stundum hefur þyi'lan hreinlega horfið í þoku en alltaf skilað sér til baka. Búið er að flytja mest af stoðvirkjunum upp en eftir að reisa nokkuð af þeim. Þyrl- an sem notuð er við flutningana hafði í lok júli fariö 474 ferðir til og frá fjallinu og í ágúst voru ferðirnar mjög margar. Alls hafa um 18 manns unnið við þessar fram- kvæmdir, sjö Frakkar, tveir ítalir og átta íslendingar. -Eg Ssangyong Family RS, árg. '00, ekinn 87.500 km, beinskiptur, 5 dyra, 2200 dísilvél. Verð 1.390.000 kr. Tiiboð 990.000 kr. Fiat Bravo SX, árg. ‘98, ekinn 52.300 km, 5 gíra, 3 dyra, 1600 vél. Verð 950.000 kr. Tílboð 850.000 kr. Peugeot 106, árg. ‘97, ekinn 51.000 km, beinskiptur, 5 dyra, 1100 vél. Verð 590.000 kr. Vlboð 490.000 kr. Hyundai Accent, árg. ‘99, ekinn 25.500 km, sjálfskiptur, 5 dyra, 1500 vél. Verð 960.000 kr. Tfiboð 780.000kr. Hyundai Accent LSi, árg. ‘00, ekinn 23.500 km, beinskiptur, 5 dyra 1400 vél. Verð 960.000 kr. Tífboð 7S0J300 kr. Aifa Romeo, árg. ‘97, 4 dyra, 2000 vél, beinskiptur. Verð 1.450.000 kr. Tífboð 1.180.000 kr, I BMW 320i, árg. ‘97, ekinn 139.700 km, sjálfskiptur, U dyra, 2000 vél. Verð 1.590.000 kr. ÍTUhoð 1J2SOX)OOkr. Ford Escort GLX Wagon árg. ‘96, ekinn 78.500 km, 5 dyra, 1400 vél, beinskiptur. Verð 610.000 kr. Ttfboð490J000kr. Hyundai Elantra Wagon, árg. ‘97, ekinn 81.300 km, sjálfskiptur, 5 dyra, 1600 vél. Verð 810.000 kr. Ttfboó SÖO.COO kr. Hyundai Sonata, árg. ‘95, ekinn 135.000 km, sjálfskiptur, 4 dyra, 2000 vél. Verð 590.000 kr. Tifboó490.000kr. Hyundai Sonata GLS, árg. ‘99, ekinn 23.500 km, sjálfskiptur, 4 dyra, 2000 vél. Verð 1.380.000 kr. Tifboð 1.190.000kr, Daewoo Lanos, árg. ‘00, ekinn 29.000 km, bein- skiptur, 3 dyra, 1600 vél, álfelgur. Verð 810.000 kr. Ttfboð 6SO.COO kr. Hyundai Gallopper, árg. ‘98, ekinn 74.000 km, sjálfskiptur, 5 dyra, 2500 dísilvél, 31" dekk. Verð 1.590.000 kr. Ttíboð 1A90MXfkr. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bflasala opið laugardag 10 - 17 - sunnudag 13-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.