Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 Fréttir I>V Níu mánaða drengur talinn hafa látist af völdum hristings: Ung börn ófær um að verja sig - afleiðingarnar geta verið dauði eða varanlegar heilaskemmdir Rannsóknardeild lögreglunnar í Kópavogi hefur nú til rannsóknar hvort rekja megi dánarorsök níu mánaða gamals drengs til hristings eða þess sem á ensku kallast „shaken baby syndrome". Þetta sjúkdómshugtak er lítt þekkt hér- lendis og helst að fólk hafi heyrt af ungbarnadauða af völdum hristings í útlöndum, einkum i Bandaríkjun- um. Ólafur Thorarensen, sérfræðing- ur í heila- og taugasjúkdómum barna, sagði í samtali við DV að dánarorsök af völdum hristings væri fátíð hérlendis. Hann sagði jafnfram að erfitt gæti verið að greina sjúkdóminn enda ytri áverk- ar oft engir á viðkomandi barni. „Læknar eru hins vegar alltaf vakandi fyrir möguleikanum á „shaken baby syndrome“ ef börn koma inn á sjúkrahús með óút- skýrða marbletti, heilablæðingu eða einkenni frá miðtaugakerfi sem ekki er hægt að skýra af öðrum or- sökum,“ segir Ólafur. Hristingur litils barns getur verið banvænn en einnig eru dæmi um að börn hljóti varanlegan heilaskaða eða blindu í kjölfarið. Börn yngri en tveggja ára eru að sögn Ólafs ófær um verja sig gagnvart hristingi. „Þegar barn er hrist getur margt gerst í einu. Höfuð barna yngri en tveggja ára er hlutfallslega stórt miðað við búkinn. Á þessum aldri er vöðvastyrkur í hálsi einnig slapp- ur í samanburði viö eldri börn. Ung börn geta því illa varið sig gagnvart hristingi. Heili þessara barna er einnig óþroskaöur og allt þetta get- ur leitt til heilablæðingar eða bjúgs í heila,“ segir Ólafur. Annað afbrigði sjúkdómsins er einnig þekkt og kallast „shaken impact syndrome" en þá er barninu slengt utan í einhvern hlut sem þarf ekki endilega að vera harður heldur getur verið mjúkur, svo sem púði eða rúm. Ólafur er nýkominn heim eftir áralanga dvöl í Bandaríkjunum. Vestra kynntist hann mörgum til- fellum þar sem börn þjáðust af „shaken baby syndrome" og þar í landi lætur fjöldi barna lífið eða bíð- ur varanlegan heilaskaða af völdum hristings og annarra misþyrminga á ári hverju. -aþ íslandsflug í samkeppni við Jórvík í áætlunarflugi til Eyja: Tökum þessu ekki þegjandi - segja Jórvíkurmenn og telja líkur á að bæjaryfirvöld í Eyjum hygli íslandsflugi íslandsflug tilkynnti í gær ákvörðun sína um að hefja áætlunarílug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, en áður hafði Flugfélagið Jórvik tilkynnt að það hæfi áætlunarflug á þessari leið um næstu mánaðamót þegar Flugfélag íslands leggur niður flug á flugleiðinni. Fram hefur komið að bæjaryfirvöld í Eyjum hafi hvatt forráðamenn íslandsflugs til að hefja flug til Eyja og efasemdir væru uppi um að Jórvík væri nógu öflugt fjárhagslega til að geta sinnt þessu flugi til frambúðar. Jón Grétar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Jórvíkur, segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því að bæjaryfirvöld í Eyjum veittu íslandsflugi einhveija fyrirgreiðslu, en auðvitað hvarflaði það að mönnum. „Það er í anda þess sem við höfum fundið fyrir frá bæjarstjóranum að undanfómu að þama séu einhverjir samningar í gangi. Við eigum að vera traustsins verðir enda búnir að standa í þessum rekstri S 7 ár. Við ætlum að hins vegar að hella okkur í þessa samkeppni og treystum því að fá sömu fyrirgreiðslu á okkar vélar og tslandsflug hefur á sínar vélar. Það gengur ekki að hygla einum en ekki öðram. Við tökum þessu ekki þegjandi og lögfræðingi okkar verður falið að skoða þetta mál. Við munum leita til Samkeppnisstofnunar og alla leið til Evrópudómstóla ef þörf er á,“ segir Jón Grétar. Hann segir að vél íslandsflugs njóti þegar ríkisstyrkja og ef styrkja þurfi flugleiðina til Vestmannaeyja, þá megi eins spyrja hvort ekki sé nauðsyn á að styrkja t.d. Isafjarðarflug og Patreksfjarðarflug líka. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það beinlínis fráleitt að bæjaryfirvöld séu á einhvem hátt að hygla íslandsflugi í þessu máli. „Þetta er ekki svara vert enda yrði það opinbert í reikningum bæjarfélagsins ef við værum að borga eitthvað með þessu. Þessi viðbrögð Jórvíkurmanna koma mér hins vegar ekkert á óvart því ég hef verið að ræða við þessa menn og þær viðræður hafa ekki gengið of vel. Ég hef ekkert legið á því að ég tel þá ekki hafa það fjárhagslega bolmagn að geta sinnt þessu ömgglega. Við leituðum upplýsinga um félagið og viðbrögðin vom þau að okkur kæmi það ekki við. Reynslan af íslandsflugi hér í Eyjum er mjög góð og við emm himinlifandi með að það félag ætlar að fljúga áætlunarflug hingað,“ sagði Guðjón Hjörleifsson í morgun. -gk/HKr. Jet Stream-skrúfuþota Flugvélar eins og þessa hugöist Jórvík nota í áætlunarflug- iö til Hornafjaröar og Vestmannaeyja. Jóakim Danaprins: í heimsókn á íslandi Heimsókn Jóakims Danaprins og eiginkonu hans, Alexöndru prinsessu, hefst í kvöld með kvöld- verði hjá forseta íslands á Bessastöð- um. Prinsinn og prinsessan era hér á landi í boði Ólafs Ragnars Grímsson- ar forseta og með þeim í för eru son- ur þeirra, Nikolai prins, og Niels Jo- hannes Lebech, kirkjumálaráðherra Danmerkur. Samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofú forseta íslands er dagskrá heimsóknarinnar miðuð við að gefa gestunum kost á að kynnast landi og þjóð. Á morgun munu hinir konung- legu gestir meðal annars fara í skoðun- arferð um höfuðborgina, heimsækja söfh og skoða fyrirtækin íslenska erfðagreiningu og Össur hf. Á fimmtu- dag liggur leiðin um Suðurland og heimsóknin endar síðan á fóstudag með heimsókn til Akureyrar og Mý- vatns. Jóakim og Alexandi'a halda síð- an heim á leið á laugardag. -MA íslenska útvarpsfélagiö: Valtýr Björn hættur Valtýr Björn Valtýsson, deildar- stjóri íþróttadeildar íslenska út- varpsfélagsins, hefur látið af störf- um og bætist þar í stóran hóp fréttamanna sem hafa yfirgefið fé- lagið að undan- förnu. Samkvæmt heimildum DV hætti Valtýr störfum vegna ágreinings um stöðu sína innan íþróttadeildar- innar viö Hermann Hermannsson, framkvæmdastjóra sjónvarpssviðs hjá Norðurljósum. „Ég kýs að tjá mig ekki um þetta mál að svo stöddu," sagði Valtýr Björn þegar DV ræddi viö hann í gær, en Valtýr hefur um árabil ver- iö þekktasti íþróttafréttamaður Stöðvar 2 og annarra fyrirtækja Norðurljósa. -gk Valtýr Björn Valtýsson. 10° v-- 12° 12° 10° !0- _ ^ 10° * V) -12° 10° H»g breytileg átt Fremur hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil súld við ströndina,, einkum aö næturlagi, en annars víða léttskýjaö. Hiti 8 til 13 stig að deginum. Sólariag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóó Árdeglsflóö á morgun Skýringar á veöurtáknum c- RÉYKJAVlK 19.18 07.22 12.49 01.24 m AKUREYRI 19.03 07.07 17.22 05.57 ^V^VINDÁTT 'NvVINDSTYRKUR í nsetrurr á sekúndu 10% HITI 10° ^FROST & HEIÐSKiRT IETTSKÝJAD HÁLF- SKYJAD SKÝJAÐ o ALSKÝJAO 'Wíí RIGNING SKURIR SLYDDA SNJÓKOMA ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR "t SKAF- RENNINGUR POKA Sýnum tillitssemi Allir helstu vegir landsins eru greiöfærir þessa dagana. Vegfarendur eru þó beönir að sýna tillitssemi því víða er unniö að vegavinnu. Einnig getur verið hætta á steinkasti á einstökum leiðum. Hálendisvegir eru flestir aöeins færir fjallabílum. Víða léttskýjað inn tii landsins Hæg breytileg átt. Skýjaö með köflum og sums staöar dálítil súld við ströndina en annars víöa léttskýjað. Hiti 7 til 12 stig. Vindur: 8-13 m/s BBif Vindur: 8-13 ov-. Vindur: 8—13 m/* Hiti 5° «1 11° Hiti 5° til 11° Hiti 5° til 11° Austan 8 tll 13 m/s og dálítll rlgnlng meö suöurströndlnnl en annars hæg austlæg átt og víöa léttskýjaö. Hltl 5 tll 11 stig, mlldast á Suöuriandi. Austan 8 til 13 m/s og dálitll rignlng meö suöurströndlnnl en annars hæg austlæg átt og viöa léttskýjaö. Hltl 5 tll 11 stlg, mlldast á Suöurlandl. Austan 8 til 13 m/s og dálitll rlgning meö suöurströndinnl en annars hæg austlæg átt og víöa léttskýjaö. Hltl 5 til 11 stlg, mildast á Suöurlandl. AKUREYRI alskýjaö 9 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK skýjaö 7 EGILSSTAÐIR skýjaö 5 KIRKJUBÆJARKL. súld 8 KEFLAVÍK skýjaö 9 RAUFARHÖFN alskýjaö 7 REYKJAVÍK skýjaö 9 STÓRHÖFÐI alskýjaö 9 BERGEN alskýjaö 12 HELSINKI léttskýjað 2 kaupmannahöfn skýjaö 8 ÓSLÓ léttskýjaö 2 STOKKHÓLMUR sandbylur 0 ÞÓRSHÓFN skýjaö 8 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 9 ALGARVE heiöskírt 15 AMSTERDAM lágþokublettir 10 BARCELONA léttskýjaö 15 BERLÍN rigning 12 CHICAGO skýjaö 7 DUBUN þokumóöa 12 HALIFAX súld 16 FRANKFURT rigning 12 HAMBORG rigning 10 JAN MAYEN léttskýjaö 4 LONDON þoka 8 LUXEMBORG þoka 8 MALLORCA léttskýjaö 17 MONTREAL 19 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 10 NEW YORK ORLANDO skýjaö 23 PARÍS lágþokublettir 9 VÍN skýjaö 15 WASHINGTON rigning 17 WINNIPEG heiöskírt 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.