Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 7 DV Norðurland Komast ekki hjá því að fá ýsu á línuna: Hafa ekki kvóta og missa veiðileyfin Þröstur Jóhannsson, skipstjóri á línu- bátnum Sigga Gísla frá Hrísey, segir að sjómenn sem hafl ekki ýsukvóta en lendi í ýsu á sínum hefðbundnu fiski- slóðum eigi ekki neina valkosti. „Menn munu henda ýsunni i sjóinn aftur þvi hinn kosturinn er að koma með ýsuna í land og láta hirða af sér veiðileyfið í kjölfarið, eins og hefur verið gert með mig og minn bát,“ segir Þröstur. Það ástand hefur verið uppi að und- anfömu á Grímseyjarsundi og á miðun- um umhverfis Grímsey að þar hafa menn fengið mikið af ýsu á miðum sem ekki eru þekkt ýsumið. Menn eru ekki ánægðir með ýsuna enda hafa sjómenn í Grímsey og Hrísey t.d. sáralítinn ýsu- kvóta nú eftir að ýsan hefur verið kvóta- sett og mega strangt tiltekið ekki koma með ýsuna í land. „Ég missi veiðileyfið í dag,“ sagði Þröstur, skipstjóri á Sigga Gísla, í gær, en Siggi Gísla leggur upp í Hrísey. Þar hefur útgerðin mjög mikið vægi í at- vinnulífmu og skapar 15 manns at- vinnu. Siggi Gísla fékk 600 kg ýsukvóta, að sögn Þrastar, en er búinn að veiða um 3 tonn af ýsu. Þröstur segir að eng- in hefð sé fyrir ýsuveiðum á svæðum eins og Grimseyjarsundi og auðvitað sé ógjörningur að forðast ýsuna þegar veitt er á linu á slóð þar sem venjulega fæst þorskur. „Nú er um þriðjungur alls afla ýsa og Norðlenska á Húsavík: Skandinavar viö sláturstörf & Um sextíu manns vöru ráðnir til starfa hjá sláturhúsi Norðlenska ehf. á Húsavík í upphafi sláturtíðar, þar af um tuttugu útlendingar, flestir frá Norðurlöndunum. Að sögn Jóns Helga Bjömssonar, framkvæmdastjóra Norð- lenska, em nokkrir hinna erlendu starfsmanna aö koma í annað sinn og einn er raunar að vinna i þriðju slátur- tíðinni hjá fyrirtækinu. „Þannig að við erum komnir með vana útlendinga," sagði Jón Helgi. Ein ástæða þess aö ráða þarf svo marga erlenda starfs- menn er sú að fastir starfsmenn i kjöt- iðju vinna í minna mæli en áður við slátrun þar sem þeir eru bundnir við kjötvinnslu fyrir Bandarikjamarkað sem, að sögn Jóns Helga, gengur ágæt- lega. Slátrun hjá Norðlenska ehf. hófst 3. september sl. og er gert ráð fyrir að henni ljúki 30. október. Eftir að fé af Eyjaíjarðarsvæðinu kom til slátrunar í húsið hefur sláturtíð lengst um 3 vikur frá því sem áður var. Alls verður slátr- að um 60.000 fjár að þessu sinni eða svipað og í fyrra. -JS Úr Hrísey Mikil ýsugengd fyrir Noröurlandi er að gera Hríseyingum erfitt fyrir meö aö ná þorskkvótanum sínum. menn verða bara að henda henni i sjó- inn. Það fer enginn heilvita maður að leigja sér kvóta fyrir 120 krónur á kílóið og fá svo smáýsu sem ekki fást einu sinni hundrað krónur fyrir. Það sjá all- ir að það gengur ekki.“ Þröstur segir engan skilning að fmna meðal ráðamanna hvert sem leitað sé. „Ég hef nú verið að hafa orð á því hvar þeir séu, blessaðir þingmennimir okk- ar, sérstaklega stjómarþingmennimir, en það heyrist lítið til þeirra og svo virð- ist sem allt leggist á eitt að gera okkur sem erflðast fyrir,“ segir Þröstur. „Árin sem notuð vom sem viðmiðun- arár við úthlutun ýsukvótans voru mjög léleg hérna fyrir norðan, enda er sá sem fær mestan ýsukvóta I Grímsey ekki með nema um 1500 kíló sem hann kláraði á einum eða tveimur dögum. Menn hafa engin ráð önnur en henda ýsunni aftur í sjóinn, nú, eða koma með hana i land og láta hirða af sér veiðileyf- in,“ sagði Jóhannes G. Henningsson, sjómaður í Grimsey, þegar DV ræddi við hann. -gk Sjónvarpsstöðin Aksjón: Morgunútsendingar Vetrardagskrá Aksjón tekur gildi mánudaginn 1. október nk. Þá verð- ur sú breyting á dagskránni að fréttatíminn Korter verður sendur út á klukkustundar fresti, frá kl. 18.15 til kl. 9.15 næsta morgun og annar þáttur, sem hlotið hefur nafn- ið „Korter í“, verður sendur út með sama fyrirkomulagi og er fyrsta út- sending hans kl. 18.45. Sem fyrr verða fréttir og mannlíf á Norður- landi í öndvegi en um helgar verður síðan á dagskrá þátturinn „Korter í vikulok" þar sem farið verður yfir viðburði helgarinnar i stuttum fréttaþætti á laugardegi, auk bland- aðs efnis. Kvöldefni hefst í vetur, kl. Norölenskt sjónvarp Starfsmenn Aksjón aö störfum. 20.00, og þar verður að vanda boðið upp á góðar bíómyndir, umræðu- þætti og hina sívinsælu bæjar- stjórnarfundi. Norðurorka á Akureyri: 1,2 millj- arða tekju- áætlun Tekjur Norðurorku, sem er orkuveitufyrirtæki Akureyrarbæj- ar, eru á næsta ári áætlaðar 1.250 milljónir króna. Tekjur vatnsveitu eru áætlaðar 180 mflljónir, tekjur hitaveitu 514 milljónir og rafveitu 554.4 milljónir. Rekstrargjöld eru áætluð sam- tals 1.154 milljónir sem skiptast þannig: almenn rekstrargjöld 357,5 mifljónir, raforkukaup 376 milljón- ir og afskrifað 420 milljónir. Fjármagnsliðir neikvæðir um 95.4 milljónir og hagnaður 335 milljónir. Veltufé frá rekstri 420,3 milljónir, fjárfestingar 159,8 millj- ónir, afborganir af lánum 245,3 milljónir og handbært fé í árslok 15,8 milljónir. Forstjóri fyrirtækisins hefur lagt tfl að gjald verði lagt á þá að- ila sem nota vatn tfl annars en venjulegra heimilisnota en ekki er mælir hjá. Agnar Árnason hjá Norðurorku segir að allir notendur vatns greiði fastagjald en stærstu fyrirtæki bæjarins varðandi vatns- notkun hafa greitt aukavatnsgjald. Það gjald verður nú lagt á alla þá sem nota vatn til annars en venju- legra heimilisnota. Ekki verða sett- ir upp gjaldmælar hjá þessum aðfl- um en þeim gert að greiöa sem nemur mælagjaldi auk áætlaðrar notkunar. Hann segir að fast gjald af mæli sé um 11 þúsund á ári. Lagt er tfl að gjald á þá aðila sem hér um ræðir verði í fyrstu upp- hæð sem nemur mælagjaldi fyrir 20 mm mæli samkvæmt gjaldskrá. -gk Vísir.is í símanum þínum Glænýjar fréttir, íþróttaúrslit, viðskiptafréttir, skemmtanalífið, stjörnuspá og pikköpp-linur eru aðeins hluti af því sem þér stendur til boða. Farðu inn á Vísi.is, smelltu á VIT-síðuna og skráðu þig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.