Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 9 DV Neytendur Skattlagning íbúðar- húsnæðis á íslandi - er margs konar og erfitt að átta sig á henni, segir Ásmundur G. Vilhjálmsson skattalögfræðingur Asmundur G. Vilhjálmsson seglr aö álögur á íbúðarhúsnæöi séu ekki meiri hér en í nágrannalöndum okkar. Mikil umræða hefur verið undan- farið um miklar hækkanir á sköttum og gjöldum hvers konar og þá ekki síst i tengslum við nýtt brunabóta- og fast- eignamat. Á íbúðarhúsnæði hér á landi eru lagðir margs kyns skattar og gjöld og erfitt getur reynst að átta sig á þeim öllum. Ásmundur G. Vilhjálmsson, sem starfar sem skatta- lögfræðingur, seg- ir að íbúðarhús- næði sæti margs konar skattlagn- ingu en þó séu álögur hér ekki Ásmundur G. meiri en gengur °§ Vilhjálmsson gerist í nágranna- löndum okkar. „Þeir skattar sem mestu máli skipta fyrir hinn almenna íbúðareiganda eru hvers konar rekstrarskattar og -gjöld, svo sem fasteignaskattur, vatns- og holræsagjald," segir Ásmundur. „Skattar þessir eru greiddir árlega ásamt ýmiss konar tryggingagjöldum. Einnig getur íbúðareigandi þurft að svara launatekjuskatti af vinnu við byggingu íbúðarhúsnæðis til eigin nota og fjármagnstekjuskatti vegna út- leigu þess eða sölu. Þá telst fasteigna- matsverð ibúðarhúsnæðis til eigna við ákvörðun eignarskatts og getur íbúð- areigandi því þurft að greiða eignar- skatt af því.“ Hugtakog skilgreining Ásmundur segir að mis- munandi reglur gildi um skatt- lagningu fast- eigna eftir því hvort um íbúðar- húsnæði eða aðra fasteign sé að ræða og því sé nauðsynlegt að skilgreina hvað íbúðarhúsnæði sé. „íbúðarhús- næði má al- mennt skilgreina sem fasteign sem unnt er að nota sem heimili fyrir menn. Verður því að vera unnt að búa í húsnæðinu allan ársins hring og hafa þau not af því sem nauðsynleg erú til að fullnægja per- sónulegum þörfum manna, og er þá einkum átt við eldunar- og hreinlætis- aðstöðu, svo sem klósett og bað. At- huga ber að sumarbústaður telst ekki íbúðarhúsnæði í ofangreindri merk- ingu. íbúðarhúsnæði eignast maður yf- irleitt með þvi að kaupa það af öðrum eða byggja það sjálfur. Kaup á íbúðar- húsnæði valda engri sérstakri skatt- lagningu hjá íbúðareiganda, en ákveði maður að byggja íbúðarhúsnæði sjálf- ur þarf hann að greiða eftirfarandi skatta og gjöld: Til viðkomandi sveitarsjóðs er greitt gatnagerðargjald og er það breytilegt eftir sveitarfélögum. í Reykjavík mið- ast það t.d. við fermetrastærð húsnæð- is. Vilji íbúðareigandi stækka við sig ber honum svo að greiða viðbótar- gjald. í Hafnarfirði miðast gjaldið hins vegar við lóðarstærð og er það 4.265 kr. pr. fermetra í lóð. Ekkert aukagjald þarf því að greiða við stækkun hús- næðis. í Kópavogi er aftur á móti mið- að við rúmmetrastærð húss. Leyflsgjöld Nokkur mismunur getur verið á milli gjalda í einstökum sveitarfélög- um. Gildir það bæði um fjárhæðir og heiti gjaldanna. Frá 1. janúar 2001 eru þau sem hér segir: Byggingarleyfisgjald er 41 kr. pr. rúmmetra og greiðist af öllum nýreist- um mannvirkjum um leið og sótt er um lóð. Mælingagjald að upphæð 22.236 kr. fyrir staðsetningu húsa og útsetningar lóðapunkta. Greiðist það til viðbótar gatnagerðargjaldi. Úttektargjald sem nemur 3.800 kr. sé byggingar- fulltrúi t.d. kvadd- ur til að endurtaka staðarákvörðun húss eða lóðar- mörk. Fokheldisgjald sem nemur kr. 5.500 kr. og er greitt fyrir fok- heldisvottorð. Skipulagsgjald rennur til ríkisins og nemur 0,3% af brunabótamati húss og greiðist í eitt skipti af hverri nýbyggingu sem reist er þegar hún hefur verið tekin í notkun. Tekjuskattur af eigin vínnu við byggingu íbúðarhúsnæðis til eigin nota Vinna sem menn inna af hendi við byggingu íbúðarhúsnæðis til eigin nota hefur verið skattlögð sem laun í framkvæmd með 37,38% eða eftir at- vikum 44,98% skatti. Miðast launin viö unninn tíma og er tímakaupið sam- kvæmt ákörðun ríkisskattstjóra hverju sinni mishátt eftir því hvort viðkomandi íbúðareigandi er faglærð- ur eða ekki. Undanskilin skattlagn- ingu er þó sú eigin vinna sem maður innir af hendi utan reglulegs vinnu- tíma. „Allir ofangreindir skattar sem greiða þarf vegna byggingar íbúðar- húsnæðis teljast til byggingarkostnað- ar hennar og getur eigandinn þar af leiðandi dregið þá frá söluverði íbúðar- húsnæðisins við síðari sölu á því. Þeg- ar ibúðarhúsnæði er fokhelt er það metið fasteignamati af Fasteignamati ríkisins og er það notað sem álagning- arstofh fasteignaskatts og fleiri skatta sem renna í viðkomandi sveitarsjóð. Fasteignaskattur er lagður árlega á allar .fasteignir sem metnar eru fast- eignamati af Fasteignamati rikisins, nema viðkomandi eign sé undanþegin fasteignaskatti samkvæmt lögum.“ Fasteignaskattur Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði, þar á meðal sumarbústöðum.er lagður á samkvæmt lögum um útsvar. Greið- ist hann af fasteignamatsverði íbúðar og er mishár eftir sveitarfélögum. í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði er fasteignaskatturinn þannig 0,375%. Vatnsgjald Er lagt árlega á alla eigendur fast- eigna sem vatns geta notið og er því ætlað að standa undir kostnaði við stofnun og rekstur vatnsveitu í viö- komandi sveitarfélagi. Vatnsgjald má nema allt að 0,3% og reiknast það af sama álagningarstofni og fasteignaskattur. í Reykjavík greiða allir íbúðareig- endur hins vegar fast gjald að fjárhæð 2.257 kr. og breytilegt gjald sem er 88 kr. pr. fermetra íbúðarhúsnæðis. Holræsagjald Lagt árlega á alla fasteignaeigendur og skal því varið til að standa straum af holræsakostnaði í viðkomandi sveit- arfélagi. Holræsagjald er ákveðið í reglugerð fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig. Má miða gjaldið við virðingarverð fasteigna eða við stærð lóða eða við hvorttveggja. Tekjulágir elli- og ör- orkulífeyrisþegar geta sótt um lækkun fasteignaskatts og holræsagjalds til viðkomandi framtalsnefndar. Sorphiröugjald Er þjónustugjald sem lagt er árlega á fasteignaeigendur. Er það mishátt eftir því hvort um er að ræða ibúðar- húsnæði, atvinnuhúsnæði og jafnvel sumarbústaði. í einstaka sveitarfélög- um hefur sorphirðugjaldinu verið skipt í sorphreinsunargjald og sorp- eyðingargjald. Lóðarleiga (grunnleiga) Er greidd fyrir afnot af lóð undir fasteign. í kaupstöðum og kauptúnum eru flestar lóðir innan vébanda þess í eigu viðkomandi sveitarfélags og greiða fasteignareigendur því lóðar- leiguna til þess. Allir ofangreindir skattar kallast einu nafhi fasteignagjöld, og eru þeir venjulega inntir af hendi á fyrri helm- ingi ársins. Auk þeirra ber íbúðareig- anda að greiða ýmiss konar trygging- argjöld. Gjöld þessi eru: Brunabótaiðgjald Miðast iðgjaldið við ákveðið hlutfall af brunabótamatsverði viðkomandi eignar. t Reykjavík þar sem Sjóvá-Al- mennar annast um tryggingamar er iðgjaldið þannig 0,14%. Viðlagatryggingargjald Nemur það 0,275% af brunabótamati Skattur af söluhagnaöi Til aö átta sig á þvi hvernig sölu- hagnaöur íbúðarhúsnæöis er fund- inn skulum viö taka dæmi af Karli sem keypti 3 herbergja íbúö í Þing- holtunum 15. sept. 1998 á 8.500.000 kr. Áöur en hann flutti inn endurbætti hann íbúðina fyrir 1.000.000 kr. Sumariö 1996 ákvaö hann aö fara utan til náms og þar sem hann vantaði reiöufé ákvaö hann að selja íbúöina. Nam sölu- verö hennar 11.000.000 kr. og fór salan fram 20. júlí 2000. Þóknun til fasteignasalans nam 300.000 kr. Hvernig ber aö reikna söluhagnaö Karls? Söluverð kr. 11.000.000 - þóknun (300.000) = Söluverð nettó 10.700.000 Kaupverö 8.500.000 + endurbæt- ur (1.000.000 ) = Stofnverð 9.500.000 Hækkun skv. verðbreytingarstuöli ársins 2001 9.897.100 = Haenaöur 802.900 Þar sem Karl var búinn aö eiga íbúö- ina skemur en tvö ár þegar hann seldi hana ber honum aö greiöa tekjuskatt af hagnaöinum viö álagningu 2001. Karl á þó þann möguleika aö fara fram á frestun söluhagnaðarins um tvenn áramót frá söludegi og kaupi hann nýja eöa hefji byggingu á nýrri íbúö innan þess tíma færist söluhagnaðurinn fram- reiknaöur samkvæmt verðbreytingar- stuöli til lækkunar á stofnverði hennar. Karl nýtir sér þennan möguleika enda hefur hann í hyggju aö flytjast aftur hingað til lands að loknu námi sumarið 2002. Karli er hins vegar ekki heimilt aö nota söluhagnaðinn til aö færa niö- ur stofnverð eignar sem hann ákveöur að kaupa eða byggja erlendis og seinki honum í námi vegna veikinda eöa af öörum óviöráðanlegum orsökum á hann ekki rétt á aö framlengja frestinn. Sé hann ekki búinn aö kaupa eöa hefja byggingu á íbúöarhúsnæði í árslok 2002 veröur hann því væntanlega aö greiða 80.209 kr. í tekjuskatt 1. ágúst 2003, framreiknaöar meö verðbótum frá árinu 2000. íbúðarhúsnæðis. Viðlagatryggingar- gjald rennur til Viðlagatryggingar ís- lands sem er sjálfstæð stofnun er hefur það hlutverk að vátryggja gegn beinu tjóni af völdum náttúruhamfara, svo sem eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóílóða og vatnsflóða. Brunavamagjald Nemur það 0,045% af brunabótamati fasteigna og skal því varið til að fjár- magna rekstur Brunamálastofnunar íslands. Umsýslugjald Má það nema allt að 0,025% af brunabótamatsverði húseignar og skal því varið til að fjármagna rekstur Fast- eignamats ríkisins. Forvamargjald Er það lagt á allar húseignir sem brunatryggðar eru hjá vátryggingafé- lagi sem starfsleyfi hefúr hér á landi og nemur 0,2% brunabótamatsverði viðkomandi eignar. Forvarnargjald rennur í sérstakan sjóð er ofanflóða- sjóður heitir og skal það m.a. notað til að standa straum af kostnaði við vam- ir gegn ofanflóðum. Tekjuskattlagning íbúðarhúsnæöis Tekjur af íbúðarhúsnæði eru fyrst og fremst leiga og hagnaður vegna sölu íbúðarinnar. Skattleggjast þær með 10% flötum skatti sem fjármagnstekjur. Leiga hlotnast manni í tekjur vegna útleigu á fasteignum þar á meðal íbúð- arhúsnæði og telst leigan til tekna mið- að við afnot leigutaka af íbúðinni á tekjuárinu. Ekki er heimilt að draga neinn kostnað frá leigutekjum við upp- gjör á þeim til skatts. Sala íbúðarhúsnæöis Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis telst að fullu til skattskyldra tekna sé maður búinn að eiga viðkomandi íbúð skemur en tvö ár á söludegi. Hafi mað- ur byggt húsnæðið sjálfur reiknast tim- inn frá því að síðast var lagt í bygging- arkostnað vegna þess. Sé maður búinn að vera lengur en tvö ár að byggja við- komandi íbúð tekur skattskyldan þó einungis til þess hluta byggingarkostn- aðarins sem yngri er en tveggja ára. Eignarskattur íbúðir teljast til eigna hjá mönnum á fasteignamatsverði. Eignarskattur reiknast af eignarskattsstofni sem fúndinn er með því að draga eignir frá skuldum. Eru fyrstu 3.932.534 kr. af eignarskattsstofni manna skattfrjálsar en 1,2% skattur greiðist af því sem um- fram er. Auk þess ber mönnum að greiða sérstakan eignarskatt vegna varðveislu menningarbygginga og nemur hann 0,25% af eignarskatts- stofiii umfram 5.277.058 kr. Miðast töl- ur þessar við álagningu 2001. Undan- þegnir sérstökum eignarskatti eru þó menn sem eru 67 ára eða eldri á tekju- árinu og þeir sem nutu örorkulífeyris. Gjöld þeirra sem byggja Til aö átta sig betur á fjárhæð gjalda þeirra sem eru að byggja skulum viö taka dæmi af Jóni sem nýlega hóf byggingu á 180 fermetra einbýlishúsi og 30 fermetra bílskúr í Grafarvogin- um. Lofthæöin hjá Jóni er 3 metrar og nemur rúmmetrastærö hússins því 540 m3 og bílskúrsins 90 m3 eða sam- tals 630 m3. Upphæöir miðast viö sept. 2001. Byggingaleyfisgjald, fast gjald 2.583 Mælingagjald 22.236 Gatnageröargjald, 12.232 kr. pr. m2 2.201.760 Úttektargjald, 10 úttektir 38.000 Fokheldisvottorö, greitt við fokheldisúttekt, 5.500 Samtals 2.270.079

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.